Þjóðviljinn - 20.12.1983, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 20.12.1983, Blaðsíða 12
12 SÍÐA - ÞJÓÐVlLJINN|Þriðjudagur 20. desember 1983 Þriðjudagur 20. desember 1983 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 13 Farandsýning á vegum norrænu lista- miðstöðvarinnar í Sveaborg Sjálfsmvnd, eftir Ruth Smith. Norrœna húsið Grindadráp, eftir S. J. Mikines. Yfirlit yfir fœreyska list Engin þjóð ereins nákomin okkur að skyldleika, tungu og venjum og Færeyingar. Þess vegna ermargtí list Færeyinga sem kemurokkur kunnuglega fyrirsjónir. Líktog hefðbundin íslensk málaralist (ef hægt er að tala um hefðbundna list sem ekki eraldargömul), fjallarsú færeyska um landið og hafið. Þetta er landslagslist með samfélags- legu ívafi á stundum, þarsem hetju- leg staða mannsins frammi fyrir óblíðum náttúruöflum errómuð. Þótt færeysk list dragi dám af ýmsu sem kenna má við skandinavíska myndlist, einkum danska og norska, er hún meitlaðri og hrjúfari. Hún er öguð við sjávarhamra og hálfgróðurvana björg þar sem sævarrok og þungbúinn rosahiminn skapa henni um- gjörð. Þess vegna eru hér svo margir streng- ir sem minna á okkar eigin list, einkum Jón Stefánsson og Gunnlaug Scheving. Raunsæjar rætur Það er samt ótalmargt sem aðskilur ís- lenska og færeyska list og ekkert gefur til kynna íslensk áhrif nema ef vera skyldi að áhorfandinn sæi einhverja kjarvölsku í mál- verki Tummas heitins Arge, „Klettar við Dal“. Færeyingar standa miklu nær raun- sæislist Norðurlanda þótt viss expressión- ismi sé ávallt nálægur. Þannig eru frum- kvöðlar færeyskar myndlistar, þar Sámal Joensen Mikines, Rut Smith og Janus - Kamban mótuð af danskri raunsæishefð. Mikines er sá eini þeirra sem vinnur sig frá þeim áhrifum til sérstæðrar expressión- ískrar tjáningar og losar sig alfarið við hin dönsku ítök. Hann er tvímælalaust áhrif- amestur þeirra frumkvöðla og sannkallaður faðir færeyskrar málaralistar. Myndir hans frá byrjun 5. áratugarins, eftir að hann hefur losað sig frá raunsæis- legri túlkun (en hana má sjá í tveimur ágæt- um portrett-myndum hans frá fyrri hluta 4. áratugarins), eru stórbrotnar og hetjulegar. Tvær myndir sem bera sama nafn „Grinda- dráp“, eru til marks um þetta. Fyrri myndin ergerð 1942 ogerhún minnienseinni myndin frá 1944. Sú eldri er frjálslegar mál- Halldór B. Runólfsson skrifar uð, spenntari og ferskari en yngri myndin. Ef til vill er hún ekki eins hetjuleg (mónu- mentölsk), en flæði litanna er mikið og klárt ísveiflukenndumspaðastrokum. Síðar verða málverk Mikines kyrrlátari og epí- skari eins og sjá má í „Við kistuna" frá 1952 og minnir að inntaki og drunga á kvikmynd Dreyers „Orðið“. „Brimalda við Mykin- es“, 1958 og „Vetrarmorgunn", 1959, eru hápunktur á langri þróun og tignarlegar í mikilfengleik sínum. Ruth Smith er vissulega andstæða Miki- nes. Léttur og leikandi raunsæisstíll hennar sem þó er hlaðinn ásýnd einveru og alvöru, er heillandi. Þessi kona sem drukknaði ná- lægt heimili sínu á Suðurey, langt fyrir aldur fram, virðist hafa verið j afn víg á túlkun eigin persónu og þess umhverfis sem hún hrærðist í. Frá báðum sjálfsmyndum henn- ar á sýningunni stafar blæ miskunnarlausrar sjálfskoðunar undan öruggum og þrótt- miklum pensildráttum. Sama hlutlægnin hvílir yfir landslagsmyndum hennar af byggðinniíNesi. Janus Kamban verður vart lagður að jöfnu við Smith og Mikines, en höggmyndir hans og dúkristur komast nær því að geta kallast þjóðfélagslegar í raunsæi sínu. „Sjó- menn“ og „Minnisvarði" eru litlar högg- myndir úr bronsi og gipsi, þar sem sjómenn og verkamenn eru mærðir á hetjulega vísu. Dúkristur Kambans eru einfaldar og sýna hug hans til sjómanna sem halda til hafs í morgunsárið. Svipuð túlkun lífsbaráttu birtist í dúk- skurðarmyndum Elínborgar Lútzen en séð frá sjónarhóli konunnar. Þetta eru næmar þrykkmyndir sem og túlkun hennar á gam- alli byggð við víkur og voga eyjanna. Fráhvarffrá raunsæi Myndvefnaður Mariönnu Matras, af elstu kynslóð færeyskra listamanna, gefa til kynna rætur hennar í þjóðsagna- og ævin- týrahefð heimalands síns. „Á hafsbotni" og „Nornirnar" eru vissulega raunsæjar mynd- ir, en þær geisla af ímyndunarafli og tilfinn- ingu fyrir alþýðutrú og skapa Matras sér- stæðan sess meðal listamanna af sömu kyn- slóð. Að vísu má kenna sama svipmóts í frá- bærri klippimynd rithöfundarins Williams Heinesens „Neðansj ávarmynd“. Eins og best sannast á skáldverkum Heinesens, hef- ur hann til að bera næma og dj úpa tilfinn- ingu fyrir menningu lands síns og bregður upp skoplegri en hlýlegri mynd af litríku mannlífi Færeyj a í þremur pastelmyndum. Þetta eru ef til vill einu verkin á sýningunni sem ekki eru þrungin þungri alvöru. Hið barnslega í myndum Heinesens endurspeglast þó í naívum verkum Frimods Joensens sem er sérstæður alþýðumálari. Öllu raunsærri er Steffan Danielsen sem túlkar færeyskt landslag á einlægan og margbrotinn hátt. Oft er raunsæi hans næsta ljósmyndrænt, en einfalt ogbarnslegt eins og hann vilji túlka umhverfið frá sjón- arhóli sakleysingjans, sjá það aftur í fyrsta sinn. Enginn þessara listamanna snýr þó fullkomlega baki við raunsæislegri tjáning- arhefð, né reynir að finna list sinni farveg í öðru listformi. Sá fyrsti sem það gerir af færeyskum málurum er Ingálvur av Reyni. Hann er mótaður af for-kúbískri og kúb- ískri hefð sem hann drakk í sig á skólaárun- um í Kaupmannahöfn. f fjórum málverkum af stúlkum má sjá einfalda og meitlaða mótun, mettaða liti sem þó geisla af krafti. Ingálvur er sannkallaður virtuós sinnar eigin persónulegu myndgerðar. Ung kynslóðin Þótt varla sé hægt að tala um Zacharias Heinesen, Bárð Jákúpsson, Tummas Arge, Trónd Patursson og Ámariel Norðoy sem unga kynslóð, byggja þeir á brautryðjenda- starfi fyrstu kynslóðanna. Zacharias Heinesen málar leikandi og impressiónísk- ar myndir, verðugur arftaki færeyskrar landslagshefðar. Það sést einkum í „Útsýni frá Núgvanfjallinu". Bárður Jákupsson notar einnig lausa málaratækni á sannfærandi hátt í myndum sínum „Fær- eyjar I og II“. Kyrralífsmyndir hans eru ekki eins persónulegar og taka of mikið mið af stúdíómyndum franska málarans Braqu- es. Þá var Tummas Arge sérstæður málari sem ekki fór troðnar slóðir í vali sínu á mótívum. Þessi listamaður sem lést rétt hálffertugur, var án efa einhver efnilegasti málari sinnar kynslóðar. Næturmyndir Amariels Norðoys eru óneitanlega merkilegar og sýna vel hve langt listamaðurinn gengur í átt til hins óhlutlæga án þess að fórna hefðinni. Um það vitnar „Bátabryggjan“, besta mynd hans á sýningunni. Tróndur Patursson sýnir svipaða viðleitni til að eyða landslaginu í vatnslitamynd sinni „Mikladalur". I honum togast á málarinn og myndhöggvarinn, auk þess sem hann sýnir ágæta vatnslitaseríu við ferðir Sinbaðs úr 1001 nótt. Tveir listamenn halda svo uppi merkjum yngstu kynslóðarinnar. Það eru þeirTor- björn Olsen, málari og Hans Pauli Olsen, myndhöggvari. Olsen erágæturportrett- málari sem bregður upp léttrissuðum per- sónulýsingum og nær á þeim sannfærandi tökum. Hans Pauli Olsen leitar að nýjurn möguleikum í mótun höggmynda og býr yfir ágætri tækni sem leitt gæti hann langt á þeirri braut. Ekki verður sagt um þessar yngri kyn- slóðir færeyskra listamanna að þær hafi reynt að brydda upp á miklum nýjungum eða ryðja aðrar brautir en fyrirrennarar þeirra. Sem fyrr er það landslagslistin sem mest ítök á í færeyskum listamönnum. Það gætir lítilla erlendra áhrifa í verkum þessara ungu manna utan þeirra sem þegar voru til staðar á tímum eldri listamanna. Ólíkt því sem gerist hjá okkur, þjást færeyskir lista- menn ekki af ótta við einangrun nema síður sé. Ég hef oft bent á hætturnar af beinurn og hráum menningarinnflutningi, en hitt er ekki síður varasamt; að láta sem ekkert sé hinum megin við hafið. Það er lítið púður í útþynntri menningu, en rykfallin menning er litlu skárri. Það sannast því rækjlega á list þessara afskekktu eyþjóðar, að vandratað er meðalhófið. Stúlka, eftir Ingálv af Reyni. Andlitsmynd eftir S. J. Mikines. Sjómenn, eftir Janus Kamban.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.