Þjóðviljinn - 20.12.1983, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 20.12.1983, Blaðsíða 16
16 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN JÓLABLAÐ ÞJÓÐVILJANS 1983 Stríð og friður issa vinstri manna í Mið-Ameríku. Ekki síst hjá Sandinistum í Nicar- agua. Innrásin á Grenada er ekkert smámál, umþenking um hana á er- indi við okkur hvert og eitt, og að- gerðin öll er eins og vítisvél í bögglapósti, stíluð á friðarhrey- fingu heimsins. Hér er nefnilega um að ræða könnunardufl og unda- nfara að miklu meiri hernaðarað- gerðum Bandaríkjastjórnar í Mið- Ameríku og eftirvill víðar um heim. Hægt er að álykta að hugsun Reagans Bandaríkjaforseta sé þessi: ef við verðum ekki fyrir telj- andi álitshnekki af Grenada- ævintýrinu, þá er óhætt að láta til skarar skríða gegn Nicaragua. Vitað er að Reagan-stjórnin lítur á Sandinistastjórina í Nicaragua sem ógnun við hagsmuni herfor- ingjastjórna í nálægum ríkjum og þá einnig ógnun við sína hagsmuni. Þess vegna er leyniþjónustan CIA þegar farin að heyja sitt stríð gegn yfirvöldum Nicaragua, en banda- ríski flotinn hefir beðið átekta. Innrásin á Grenada átti víst að vera kænskufullt útspil af hálfu Banda- ríkjastjórnar og minnir í grimmd sinni og mannfyrirlitningu á ■ sprengjuárásirnar á Víetnam á sín- um tíma. Enda ráðunauturinn sá sami, Henry Kissinger. Eitt af því *sem hertaka Grenada átti að fram- kalla var vitaskuld það, að Sandin- istastjórnin leitaði skjóls hjá hinu risaveldinu, hlypi undan hótunum Bandaríkjastjórnar beint í fangið á Rússum. Þá væri réttlætingin fund- in fyrir herhlaupi upp í landið og hernámi þess. MiHi Skyllu og Karybdísar Því fer þó fjarri að Sandinistar séu moskvuhollir kommúnistar, eftir mælikvarða Evrópumanna eru þeir einna helst jafnaðarmenn, og þeir standa frammi fyrir mikilli róttækni hjá almenningi. Vitaskuld vilja Sovétmann ekkert fremur en það að öll andstaða við herfor- ingjastjórnir Mið- og Suður- Ameríku komist undir sín áhrif eða séu að minnsta kosti sér eignuð. Og svo einkennilega vill til, að Reagan er tilbúinn til að spila allri raun- verulegri lýðræðishreyfingu róm- önsku Ameríku upp í hendurnar á sovéskum andfætlingi sínum, And- ropof. Sandinistar þurfa því nú á öllu sínu að halda til að standast þennan tvöfalda þrýsting frá Moskvu og Washington. Það er varla unnt að vera mjög bjartsýnn á úrslit mála, kannske er nefnilega búið að vega „Bishop“ í Nicaragua líka. En von- andi er hann enn þá lífs. Ef svo er, geta öfl á borð við friðarhreyfing- una komið til skjalanna og eftilvill forðað frá voðaverkum. Það sem Sandinistar þurfa nú öðru fremur á að halda er yfirlýstur stuðningur al- mannahreyfinga og frjálslyndra ríkisstjórna í Evrópu. Til þess að Ananaustum Stmi 28855 SJÓMENNSKA ER ERFITT OG HÆTTU- LEGT STARF Tryggjum sjómönn- um það öryggi sem þeir eiga skiiið. Nord 15 ÞURR BJÖRGUNARGALLAR Slíkir björgunargallar eru lögskipaðir í öll norsk skip. Nord 15 hafa þessa mikilvægu eiginleika: • Lengja lífslíkur í 0° köldum sjó úr fáeinum mínútum í 15 klst. • Hægt að íklæðast á örskömmum tíma. • Þægilegir og liprir. Upprétt flotstaða auðveld- ar sund. • Gerðir úr nælondúk, húðuðu eldþolnu Neo- prene. • Laust fóður sem má þvo i þvottavél. • Sjást mjög vel í sjó. Lyftibelti fyrir þyrlu eða skips línu. Mikið geymsluþol, lágmarks viðhald. • Nord 15 eru viðurkenndir af Siglingamála- stofnun ríkisins tii notkunar í íslenskum Blóðbankinn sendir öllum blóðgjöfum og velunnur- um sínum bestu jóla-og nýársóskir með innilegu þakklæti fyrir hjálpina á liðnum árum. slíkar yfirlýsingar séu í reynd til styrktar, þurfa þær að vera merktar millistöðunni milli risaveldanna tveggja. Og hver er þar í milli- stöðu, ef ekki hin óháða og óstýri- láta en íhugandi friðarhreyfing Vesturlanda? / sjóinn við Sakkalín Að kvöldi fyrsta dags septemb- ermánaðar í haust bárust þau tíð- indi útum heiminn að sovéski flug- herinn hefði skotið á kórverskt loftfar í farþegaflugi milli Ameríku og Asíu. Orsök: farþegavélin hefði sært lofthelgi Sovétmanna í grennd við eyna Sakkah'n. Afleiðing: flug- vélin steyptist logandi í sjóinn og allir sem með henni voru fórust samstundis. Óhætt er að segja að fólki brá í brún við þessi skelfilegu tíðindi. Hvernig má það vera að flugher Sovétríkjanna láti sér sæma að granda óvopnaðri farþegaflug- vél, jafnvel þótt hún komi inn yfir sovéskt yfirráðasvæði? Getur nokkurt skýrara dæmi um vitfirr- ingu vígbúnaðar og vopnavalds? Hvað ógnar heimsfriðnum meira en vanhugsaðar tiltektir herfor- ingja sem hvorki skeyta um mannleg rök né pólitísk? Svo var spurt víða um lönd, - einnig í So- vétríkjunum sjálfum, því að einnig þar er fólk með heila hugsun og heitar tilfinningar. Hér er verkefni fyrir friðarhreyfingu, en hún er ein- mitt sögð afar öflug í Sovétríkjun- um. Hvarvetna í borgum og þorp- um eru starfandi friðarnefndir, og njóta þær velþóknunar. Hvað gerir nú þessi friðarhreyfing andspænis voðaverkinu? Hugsum okkur að eftirfarandi hafi gerst: Sjá hér gróandi þjóðlíf! Formaður friðarnefndarinnar í Vladivostok á Kyrrahafsströnd Sí- beríu bregður skjótt við og sendir félaga sínum, friðarnefndarfor- manninum í Moskvu, símskeyti. Hann skýrir frá því í skeytinu að íbúar austurhéraðanna séu afar órólegir vegna drápsins á kórver- sku flugfarþegunum og mótmœla- stöður séu að hefjast við aðsetur herstjórnarinnar. Sjálfur hafi hann þegar haft samband við yfirmann Kyrrahafshersins og beðið um skýringar en fáar fengið. Hvort friðarnefndin í Moskvu gœti ekki farið á fund rauða keisarans í Kreml, Júti Andropofs, og látið í Ijós áhyggjur? Pessari hugmynd er vel tekið í Moskvu. Formaður friðarnefndarinnar þar, Mírkofskí að nafni, þekktur óháður frétta- skýrandi við rás tvö, er raunar að semja harðorðan pistil um sjálfræði herforingja og ógnun þeirra við heimsfriðinn, - hann stekkur upp frá ritvélinni og skundar til Kreml- hallar. Þótt nokkur vœri áliðið kvölds, var margt um manninn á Rauða torginu, hvarvetna var verið að dreifa flugritum í tilefni af kór- versku vélinni. Næst htiðinu að Kreml stendur þungbúinn flokkur manna, allir vinnuklæddir, og sá Mírkofskí á kröfuborða þeirra að þarna er á ferð nœturvinnuflokkur úr flugvélaverksmiðjunni Iljúpof og krafðist skýringa á drápi óvopn- aðra flugfarþega. „Þeir voru 270, MF200 og 600 - Vandaður búnaður- hagstættverð Enn á ný kemur MF með endurbættar vélar. Nýju 200 og 600 línurnar hafa vakið verðskuld- aða athygli fyrir góðan búnað og vandaðan frágang. Til á lager. Ýmsar stærðir frá 47 til 93 h.p. með eða án framdrifs. Hafið samband. MF vélar sem staðist hafa ströngustu kröfur í áratugi. Kaupfélögin og >OAct£da/ti^é4a/t A/ Suðurlandsbraut 32. Simi 86500. við erum líka 270“ stóð þar. Mírk- ofskí fær þegar í stað fyrirheit um áheyrn hjá Andropof, en verður þó að bíða stundarkorn frammi, þvíað inni hjá þeim mikla manni er ein- mitt staddur forseti Heimsfriðar- ráðsins, Romesh Chandra, aðflytja sovéska leiðtoganum mótmæli Heimsfriðarráðsirts. Nei lesandi góður, nóg er komð! Þessi frásögn mín af lífinu í Sovét- ríkjunum er því miður ósönn, þetta gerðist ekki svona og gat ekki gerst svona. Kórversk farþegaflugvél var skotin niður af lofther Sovét- ríkjanna, það er rétt, en allt hitt er rangt. Hvað afmarkar alræðið? Það voru hvergi neinar mót- mælastöður í Sovétríkjunum, eng- in mótmælaflugrit gefin út, engar gagnrýnandi greinar skrifaðar. Hvorki hershöfðingjar né stjórnmálamenn voru spurðir neins af fulltrúum almennings. So- véska friðarhreyfingin þagði þunnu hljóði enda er hún ríkis- stofnun, og Romesh Chandra fór ekki á fund yfirboðara sinna í Kreml. Þetta var lygasaga hjá mér, því miður, eða öllu heldur dæmi- saga. Það er ekkert almenningsálit til í Sovétríkjunum, hið opinbera hefir alltaf rétt fyrir sér. Sá sem ekki viðurkennir það, er annað hvort glæpamaður eða geðsjúklingur. Þetta þýðir það að hið opinbera, semsé pólitíski leiðtoginn, nýtur einskis aðhalds, getur hvergi feng- ið leiðbeiningu eða leiðréttandi gagnrýni, jafnvel þótt feginn vildi. Slíkt ríkisvald er hættulegt ríkis- vald, því að alviska þess leiðir til fávisku, ábyrgð þess til ábyrgðar- leysis. Þess vegna hlýtur sovétkerf- ið að vera áhyggjuefni hverjum einlægum friðarsinna, hvort sem hann býr í landi innan sovétkerfis- ins eða á Vesturlöndum. Þess vegna hlýtur óháð friðarhreyfing að gagnrýna sovétkerfið og leita eftir samstöðu með þeim öflum innan Sovétríkjanna og Austur- Evrópu sem berjast þar fyrir lýð- ræðislegum umbótum og opnun kerfisins. - Einnig þetta er til íhug- unar á okkar friðarjólum. Uppreisn í Ungverjalandi Tæpum tveim mánuðum eftir „flugslysið" ægilega hafði ég tæki- færi til að sjá leikhúsverk um Evr- ópupólitík, heyra spaklegar orð- ræður um vanda tímans, lesa hvas- ar ádeilur á menn og þjóðir. Ég fór að rifja upp stund og stað eftir- minnilegrar reynslu. Eg miða við 31. október og læt hugann hverfa aftur í tímann um 27 ár. Árið er 1956, ég er staddur suðrí Búdapest í Ungverjalandi. Það hefir verið allsherjarverkfall í landinu, líklega fyrsta landsverk- fall í Austur-Evrópu síðan Rússar komu þar á alræði kommúnista- flokksins í anda Leníns. Kennsla í háskólanum liggur niðri, ég hefi nógan tíma til að eigra um göturn- ar, virða fyrir mér vegsummerki eftir vopnaviðskipti uppreinsar- manna og ríkijlögreglunnar (sem Rússar liðsinntu), lesa blöðin sem nú eru allt í einu orðin mörg og spennandi í stað tveggja flokks- blaða áður sem aldrei sögðu neitt. Einmitt þennan löngu Iiðna dag var fyrsti fulltrúafundur nýju verkamannaráðanna úr öllum helstu verkbólum borgarinnar. Á þeim fundi er samþykkt að héðan- ífrá skuli ráð kjörið af starfsliðinu fara með æðstu stjórn hverrar verksmiðju, forstjóranum frá flokknum er fleygt á dyr og ráðinn annar sem fólk sættir sig við, skattur til ríkisins skal vera samn- ingsatriði. Þau gleðilegu tíðindi höfðu gerst að fólk var sjálft, án opinberrar forsjár, farið að móta starfshætti nýs samfélags, og hvað er sósíalismi ef ekki það? Kommúnistar í kaffi Daginn eftir flytur formaður hins endurreista kommúnista- flokks útvarpsræðu sem allir hlusta

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.