Þjóðviljinn - 20.12.1983, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 20.12.1983, Blaðsíða 10
10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN JÓLABLAÐ ÞJÓÐVILJANS 1983 mhg ræðir við Vigfús Eiríksson í Egilsstaðakauptúni um uppvaxtarár hans og æsku, nám á Eiðum, búskap og pólitík Vigfús Eiríksson: „Sósíalistar eiga að breyta aðstæðunum en aðstæðurnar ekki þeim“. Mynd: mm Eiðar og er nú húsakosturinn allur annar og meiri en þegar Vigfús var þar við nám. Frá Hallfreðarstöðum blasa Dyríjöllin við og sólin kemur upp í dyrunum 9. september. - Já, ég fór í Eiðaskóla haustið 1933. Það var nú í svörtustu kreppunni og þröngt í búi hjá alþýðufólki yfirleitt, hvort sem það bjó í dreifbýli eða þéttbýli. Þetta bitnaði auðvit- að á héraðsskólunum og það svarf t.d. svo að Eiðum að horfur voru á því að kennsla Iegðist þar niður vegna lítillar aðsóknar. En svo gerðist það sumarið 1933 að haldið var Eiðamót. Þá bundust gamlir Eiðamenn einskonar samtökum um það að reyna að telja ungt fólk í héraðinu, sem hygði á nám, að fara í Eiða fremur en annað. Þetta bar áreiðanlega árangur. Égætlaðit.d. íLauga, en Eiríkur Stefánsson, frændi minn og fóst- urbróðir, - hann ólst upp heima - öðlings- maður mikill, hann taldi mig á að fara í Eiða, og það varð. En foreldrar mínir höfðu auðvitað ekki efni á því að kosta mig til náms a.m.k. ekki að öllu leyti. Því var það, að ég réði mig á sláturhús niðri á Reyðarfirði hjá Þorsteini kaupfélagsstjóra. Óvæntar undirtektir Þegar svo vinnu var lokið á Reyðarfirði fór ég til kaupfélagsstjórans og spurði hvort hann vildi ekki láta þessa aura, sem ég hafði unnið fyrir, ganga upp í skólakostnað minn á Eiðum. Svar hans var: þú færð ekki krónu af þessu, það gengur allt í búið. Sjálfsagt hefur pabbi skuldað kaupfélaginu. En áreiðanlega var það ekki meining hans að þessir aurar rynnu í búið, enda var það auðvitað í samráði við hann að ég fór í þessa vinnu til þess að afla mér peninga upp í skólakostnaðinn. Þetta var auðvitað mikið áfall og um kvöldið lagðist ég bara útaf og hugsaði mitt ráð, það er að segja, hafi ég nokkuð hugs- að. Mér fannst það alveg óbærileg niður- læging og skömm ef ég yrði nú að hætta við skólann en sá þó ekki fram á annað en svo yrði að vera. Eftir matinn kom einn góður vinnufélagi minn til mín, Sigurbjörn Snjólfsson frá Gilsárteigi, hefur víst séð hvernig mér leið og spurði hvað amaði að. Ég sagði honum sem var. Hann reyndi að telja í mig kjark, ég skyldi bara fara í Eiða og sjá til hvort ekki rættist einhvernveginn úr. Og ég lét slag standa, fór í Eiða og rakleitt á fund Páls Hermannssonar alþing- ismanns, sem þá seldi nemendum fæði, og sagði honum hvernig ástatt var. - Við sjáum nú til, sagði Páll, - þú ert nú kominn og þú skalt ekki fara strax. Um veturinn var bændanámskeið á „Svona eru ftök sveitarmnar rík í manni“ Foreldrar mínir, Halldóra Sigurðar- dóttirog EiríkurSæmundsson, voru Austur-Skaftfellingar, af Mýr- unum. Sigurðurgamli, móðurafi minn, var víst töluvert gildur karl. Þótti söngmaður góður, forsöng v - ari í kirkjunni og kirjaði hástöfum uppúrGrallaranum. Af Mýrunum bárust svo pabbi og mammahingað norðuráJökuldal, og hófu búskap á Grund, líklega 1904-1905. Frá Grund flytja þau að Hallfreðarstöðum í Hróarstungu árið 1911 og bjuggu þar meðan ævin entist. Og þar fæddist ég 20. júlí 1914. Blaðamaður situr inni í stofunni hjá hon- um Vigfúsi Eiríkssyni að Lagarási 12 í Egils- staðakauptúni. Við erum að drekka morg- unkaffið, sem konan hans, hún Sigríður Jónsdóttir frá Litla-Steinsvaði, færði okkur hingað inn. Líklega hefur aldrei mikill auður verið í garði þeirra hjóna. Vigfús hefur samt ýmis- Iegt fémæti í kringum sig hér í stofunni. Mest ber þó á bókunum en einnig allskonar steinum og steingerfingum uppstoppuðum fuglum og fleiri náttúrugripum. Það var alltaf hugmyndin að rabba smá- vegis við Vigfús en hann vildi nú láta annað ganga fyrir. Og nú er hver að verða seinast- ur því hugmyndin er að fljúga til Reykjavík- ur í dag. Tvö býli en ein fjölskylda - Á Hallfreðarstöðum bjó um þetta leyti Ingibjörg dóttir sr. Jakobs Bendiktssonar, en hann hefur líklega komið þangað þegar Páll Ólafsson skáld fór, eða litlu síðar. Þeg- ar hún svo flutti burtu fengu foreldrar mínir alla jörðina. En þetta var ótrygg ábúð því jörðin var aðeins leigð frá ári til árs. Ábú- endur á Hallfreðarstaðahjáleigu - en jarð- irnar Iiggja saman og er aðeins snertispölur á milli íbúðarhúsanna - voru þá Kristín Halldórsdóttir og Jón Sigfússon. Þau voru áður á Kirkjubæ en fluttu þaðan þegar séra Sigurjón Jónsson tók við jörðinni. Fólkið á þessum tveim býlum var eins og ein fjöl- skylda. Við systkinin vorum þrjú en börnin í Hjáleigunni fjögur og mátti heita að við værum öll á svipuðum aldri. Og samkomu- Iagið var alveg einstakt. Við borðuðum t.d. og drukkum á því heimili þar sem við vorum að leika okkur hverju sinni. Ég held að börn búi vel að því að alast upp í slíku andrúms- lofti. Og við höfum reynt að rækja þetta samband síðan eftir því sem tök hafa verið á. Eiðamaður - Nú var það svo, Vigfús, að á þessum árum þegar þú varst um og innan við tví- tugt, að þá voru það héraðsskólarnir, sem urðu athvarf ungs fólks - ekki síst úr sveitunum - sem vildi afla sér einhverrar menntunar. Fórst þú í héraðsskóla?

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.