Þjóðviljinn - 20.12.1983, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 20.12.1983, Blaðsíða 17
JÓLABLAÐ ÞJÓÐVILJANS 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 17 á. Hann talar í umboði nýju ríkis- stjórnarinnar og segir: Byltingin 23. október boðar okkur Ungverj- um nýja tíma, enginn þarf lengur að óttast um öryggi sitt. Enginn einn stjórnmálaflokkur ræður yfir öðrum, ríkisstjórnin er samsteypu- stjórn sem leggur áherslu á endur- reisn efnahagslífs og lýðréttinda. Til að ná þessum markmiðum þurf- um við að lýsa yfir hlutleysi Ung- verjalands, og því hyggjumst við ganga úr Varsjárbandalaginu. Svo sannarlega voru runnir upp nýir tímar í Ungverjalandi árið 1956. Enn degi síðar eða 2. nóvember er þessi formaður kommúnista- flokksins, formælandi samsteypu- stjórnarinnar og byltingarinnar, Janos Kadar að nafni, kvaddur til viðræðna við sendiherra Sovétríkj- anna í Ungverjalandi, en hann hét þá Júrí Andropof. Kadar gegnir kallinu og á hina ánægjulegustu stund yfir kaffi og koníaki. Þegar hann hyggst ganga leiðar sinnar, bíður hans mógrænn bíll úti fyrir sem flytur hann í skyndingu til höfuðstöðva sovéska hersins fyrir utan Búdapest. Rúmum sólarhring síðar hefja Rússar hernaðarað- gerðir, taka allar stjórnarskrifstof- ur og aðra mikilvæga staði her- skildi og eiga næsta hálfa mánuð- inn í snörpum bardögum við sveitir úr ungverska hernum og við vopn- aða verkamenn útí verksmiðju- hverfum borganna. Kadar, fyrsti fangi sovéska hers- ins, var látinn mynda nýja ríkis- stjórn í skjóli hins erlenda valds, og enn þann dag í dag er hann mesti valdamaður Ungverja. Sendiherr- ann Andropof sem tók svo vel á móti Kadar til kaffiboðs er hins vegar orðinn æðsti leiðtogi sovéska heimsveldisins. Þeir tveir leika ennþá hlutverk húsbóndans og vinnumannsins. Hvað varð svo um verkamanna- ráðin ungversku? Þeirra biðu sömu örlög og pólsku verkalýðsfélag- anna Solidarnosc 25 árum síðar. Þau voru bannfærð og upprætt af mikilli grimmd. í þrjú ár samfleytt var verið að elta uppi og taka af h'fi þá verkamenn í Ungverjalandi sem á haustdögum 1956 höfðu notið þess trúnaðar af hálfu félaga sinna að vera kosnir í vinnustaðamefnd- ir. Og hvað varð um hlutleysi Ung- verjalands, hina eftirsóttu „finnlandíseringu" þess? Vitaskuld dregið tilbaka og samið við Sovét- menn um áframhaldandi setu „varnarliðs“ í landinu. Forsætis- ráðherra samsteypustjórnarinnar á þessum viðburðaríku dögum, Imre Nagy, sem hafði beitt sér fyrir þjóðarsátt innávið og hlutleysi útá- við, hann var dæmdur til lífláts fyrir gagnbyltingarstarfsemi og landráð. Meðal ákæruatriðanna og það sem eitt sér var talið nægja til dauða- dóms var það, að hann hefði sagt Ungverjaland úr hernaðarbanda- laginu við Sovétríkin, Varsjár- bandalaginu. Þetta var friðarboðskapurinn Sjá 19 |o 1 (Oölutin ollnm fclo’itnm okluu* og oíunm lauujiciuutt itlcísilciuit jóla og itœftt og gcttgio ó Itotttattbt óri Farmanna- og fiskimannasamband Islands Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur Verkalýðsfélag Vopnfirðinga Kennarasamband Islands Félag bifvélavirkja Starfsmannafélag ríkisstofnana Starfsmanna- félagið Sókn Verkalýðs- og sjómannafélag Gerðahrepps Málarafélag Reykjavíkur Verkalýðsfélag Vestmannaeyja Sveinafélag h úsgagnasmiða Verkak vennafélagi ð Aldan Sauðárkróki Alþýðusamband Suðurlands Verkamannafélagið Fram Seyðisfirði Verkalýðsfélagið Baldur Isafirði Málm- og skipasmiðasamband Islands Iðnnemasamband Islands Verkalýðs- og sjómannafélag Fáskrúðsfjarðar

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.