Þjóðviljinn - 20.12.1983, Blaðsíða 21

Þjóðviljinn - 20.12.1983, Blaðsíða 21
- SÍÐA 21 ■MrMae Umsjón: Ótafur Lárusson Snorri í Stórmóti Snorri var áberandi syfjaður. Það var hann alloft núorðið. Fylgdi aldrinum, sagði tillitssamt fólk, hálf níræður maðurinn. Snorri yissi betur. - Ég er ekki syfjaður, heldur ó- sofinn. Það var ástæða fyrir andvök- unum. Framundan var Stórmót Bridgefélags Reykjavíkur og Flug- leiða og vandi Snorra var þessi van- alegi: makkersleysi. Arangurslaust reyndi Snorri að fá Júlíus, kjörson sinn, heim frá Bandaríkjunum. En Júlíusi tókst ekki að fá sig lausan úr skóla. Próf- essorinn hans í tannlæknadeildinni var gjörsneyddur áhuga á hvers kyns áhugamálum. Þess í stað barst Snorra hrað- skeyti, svohljóðandi: KÆRI SNORRI STOP SENDl MAKKER STOP LIVE MASTER STOP BORGA 500$ STOP SAMA VÉL SONTAG WEICHEL STOP KVEÐJA STOP JÚLÍUS Snorri sat og velti skeytinu milli handanna. Skildi það illa. Kannski hefði hann ekki átta að senda Jú- líus í tannlækningar. ... - Ég lýsi Stórmótið sett... Ys og hávaði í salnum. Keppnisstjóri hafði orðið nú. Snorri heyrði ekk- ert. ... - gjörið svo vel að fá ykkur sæti... Snorri var löngu sestur. Hann bara sat og góndi á meðspil- ara sinn. (hel... hann Júlíus). - Whatshall we play? spurði hún og brosti yndislega. (Jeremías minn...) - Ha? ansaði Snorri. Spil 4 í annarri setu var fyrsta þolraun þeirra í mótinu: Norður S 1072 V/Allir H A63 T A954 Vestur L A87 Austur S KG S A98643 H G1052 H 9 T D73 T G82 L D652 L KG9 Suður S D5 H KD874 T K106 L 1043 Norður Austur Suður Vestur - pass pass pass 1 gr. pass 2-H pass pass 2-S 4-H p/hr. Eitthvað hafði farið úrskeiðis. Reyndar hafði ungfrúin lagt til að nota 12-14 grand. Kannski hafði Snorri kinnkað kolli, í kurteisis- skyni. Ekki skildi hann ensku. En hvað um það. Ut kom spaða- kóngur og spaði á ás. Síðan spaða- 3. Snorri lét tígul-6 að heiman, vestur trompaði. Sat hugsi smá- stund. Spilaði loks tígul-3, greini- lega þeirrar skoðunar að afkast Snorra afhjúpaði veikleikann, eins og Snorri vænti. Drottning kostaði kóng og tígul-10 var hleypt, þegar vestur lagði ekki á. Tíu slagir voru nú auðfengnir. - Oh boy, andvarpaði stúlkan. Snorri greiddi úr mesta vandan- um í kaffihléinu. Gegn ríflegri þóknun réð hann áhorfanda sem túlk. - Borga honum af verðlauna- fénu, útskýrði Snorri. Einnig upplýstist aö makker hans hét Gloria Becker. - Segðu henni að hún spili eins og maður. voru víkjandi í hennar ætt hélt hún ótrauð áfram. Útspilið var hjarta-6 og drottn- ing kostaði kóng. Ungfú Becker var innan við mínútu að klára sitt spil. Það virtist bæði rétt og sann-! gjarnt að ætla vestur laufás, en það kostaði varla mikið að „kíkja“ að- eins fyrst. Svo hún fór strax í tígulinn og fékk þægilegu fréttirnar. Tíglum síðan spilað í botn og fjórum laufum kastað heima! Vestur lét 3 hjörtu af hendi og spaða-9. Ungfrú Becker spilaði næst spaða á ás, vestur lét sjöu, tók spaða kóng og gosi kom í. Síðan spilaði hún sig út á spaða-10, Þá andvarpaði vestur loks. - Fyrirtak, sagði Snorri síðar, en bætti þó við: - þessi gaur í vestur var búinn að lýsa spilum sínutn svo vel að bleyjubarn hefði þekkt þau á bakhliðinni! Ekkert annað par náði þó betri skor en 600 á spilið, enda ekki eins óbifanlegir litningar í íslenskum bridgeættum. Eftir fyrsta kvöld, 15 umferðir af 43 sýndi skortaflan að Snorri og ungfrú Becker voru í 4. sæti, skammt á eftir Sontag-Weichel og Jóni-Herði, en Þórarinn og Guð-- mundur Páll voru á sínum stað. ít- alirnir voru tæpast á blaði og írsku spilararnir ekki heldur, enda höfðu þeir ekki náð til landsins í tæka tíð. - Pœtti nú lélegt meðat Papa, komst Snorri að orði. Fyrstu setur á laugardaginn voru rólegar, ef undan er skilin 20. um- ferð. - En nú erþað „biti í háls“, sagði Snorri við túlkinn. - Segðu henni það. Guðmundur Páll og Þórarinn snökuðu sér í N/S sætin. Spil 40 var sérsamið fyrir viðureignina. „Köttur og mús“ í dulargervum: Norður S KD V/0 Vestur H D9653 T 106 L G732 Austur S - S G109765 H K108742 H AG T G875 T K3 L A54 L 986 Suður S A8432 H - T AD942 L KD10 Norður Austur Suður Vestur G.P.A. S.S. Þ.S. G.B. - - pass pass pass 1-S 2-H 3-S 4-H 4-S pass pass pass Sagnir gengu eins og í draumi, þar sem Snorri sat með ráðningar- bókina. Hann kunni vitanlega að telja upp að þrettán, og það var því ljóst að norður stökk með tvíspil; vill áreiðanlega fá mig í fjögur hjörtu, hugsaði Snorri, en suður er jú þarna líka, sko. Vonandi með hámark... Aðeins túlkurinn saup hveljur (?) þegar Snorra „láðist“ að dobla. Útspil hjarta-4, smátt úr borði og hleypum Snorra nú að: Sjá 23 Þá hló ungfrúin. Hvernig gat Snorri vitað að í hennar ætt lærðu börn að gefa áður en þau lærðu að tala. Auk þess voru aðeins 5 ár liðin frá því Snorri stóð upp frá Whist í miðjum klíðum. - Gat aldrei lœrt það spil Næstu setur voru tíðindalitlar. Þau hjúin sátu yfirleitt með varnar- spilin og léku fjórhent. Plúsar í öllum setum. í spili 15 sannaði ungfrú Becker að hún var frábær „hlustandi“. Norður S 62 S/NS Norður Austur H T L Vestur S DG975 H A108643 T D4 7 AKG863 7532 Suður S AK10 H KG5 T 52 L KDG98 Austur S 843 H D92 T 1097 L A1046 2 Gr. pass pass 4-H Suður Vestur 1 gr. 2-H 3- L 3-S 4- Gr. p/hr. Grandopnunin var nú 15-17. Snorri ímyndaði sér að tvö gröndin hans sýndu áhuga (spil) í láglitun- um. Ungfrú Becker var viss um að fórn andstæðinganna væri góð og þar sem lauf og tígul litningarnir

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.