Þjóðviljinn - 20.12.1983, Blaðsíða 19

Þjóðviljinn - 20.12.1983, Blaðsíða 19
JÓLABLAÐ ÞJÓÐVILJANS 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 19 SúkkulaÆkex með kremi Stríð og friður Framhald af bls. 17 þá. Hann talar til okkar enn í dag og biður um afstöðu. Var það dauðasök að óska hlutleysis og segja skilið við hernaðarbandalag? Friðarhreyfing, sem er eitthvað af sjálfri sér, á svör við því. Það er býsna einfölduð heims- mynd sem þeir kappar Reagan og Andropof halda að þjóðum sínum og okkur hinum. Samkvæmt hug- myndafræði risaveldanna er aðeins til tvenns konar þjóðfélagsregla í veröldinni, austræn og vestræn. Annað risaveldið segist standa fyrir lýðræði og hitt segist ástunda sósíalisma. Vígbúnaðar sé svo hin æðsta trygging fyrir hvorri þjóðfé- lagsreglu. Sannleikurinn er vita- skuld allur annar. f eðli sínu eru lýðræði og sósíalismi samfallandi þjóðfélagsreglur en ekki hvor ann- arri andstæðar. Og stórveldapó- litík á ekkert skylt við hvorki lýð- ræði né sósíalisma. Stórveldishags- munir Bandaríkjanna tryggja hvergi neitt lýðræði, og í þeim löndum þar sem afskipti Banda- ríkjastjórnar eru mest, þar er lýð- ræði gersamlega fótum troðið. Á hinn bóginn er stjórnarfar Sovét- iríkjanna einn argvítugasti óvin sós- íalískrar þróunar, bæði heima fyrir og annar staðar á áhrifasvæði sínu. Því þar eru samtök fólksins lýst í bann. Illt er þegar risaveldin etja kappi hvort við annað tilað tryggja það sem kallað er gagnkvæmt öryggi. Því útúr æðsta stigi vopnaðs örygg- is sprettur mesta öryggisleysi sem mannkynið hefir nokkru sinni stað- ið frammi fyrir: öryggisleysi lífsins gagnvart margföldum atómdauð- anum. Á hinn bóginn stendur Iþjóðum heimsins einnig ógn af isamningum risaveldanna sín á milli, því hvað hafa þau um að semja annað en skiptingu áhrifa- svæða og sem mest frjálsræði vald- beitingarinnar hvort innan síns svæðis, án afskipta hins. Afleiðing: ófrelsið í veröldinni eykst. Aö semja um sína eigin snöru í umræðunum um nýju eldflaug- arnar í Evrópu, sovésku SS- flaugarnar í Austur-Evrópu og bandarísku Pershing og stýriflaug- arnar í Vestur-Evrópu, kemur vel fram kjarni vandamálsins. Hvort risaveldi um sig hefir eitt yfirráð yfir þessum vopnum, þjóðirnar þar sem eldflaugunum er komið fyrir eru og verða ekki spurðar neins. Friðarhreyfingin í Vestur- Þýskalandi hefir sannanlega meiri- hluta landsmanna á bakvið sig, þegar hún mótmælir eldflaugun- um, en þær verða samt settar niður í trássi við öll lýðræðisboðorð. Ekki er að efa, að svipuð andstaða við SS mundi koma fram í löndum Austur-Evrópu ef þjóðirnar þar mættu mæla. Eldflaugarnar bæta engu við öryggi Evrópu heldur þvert á móti rýra það, en vopnin auka hins vegar forræði risaveld- anna á kostnað Evrópuþjóða. Og þetta er líka einn helsti tilgangur- inn með vígbúnaðinum. Hugsan- legir samningar milli risaveldanna um vígbúnaðarmálin miða í reynd einnig að sama markmiði: að tryggja frekari ráðsmennsku þeirra yfir Evrópuþjóðum. Hér er hagsmunasamstaða risaveldanna að minnsta kosti eins rík og hagsmunaágreiningurinn. Friðarhreyfing hinna óháðu afla er spurð álits á þessu. Hún er spurð hvaða hlut hún ætlar sjálfri sér. Hún getur ekki vænst lausnar á vanda friðarins með því einu að risaveldin nái samningum. Að þvf leyti sem það yfirhöfuð er æskilegt að risaveldin semji, verður friðar- hreyfingin að hafa þar hönd í bagga og setja mark sitt á þá samninga- gerð. Hvaða mark? Við getum sagt: mark jólaboðskapar, - mark lífs, lífs sem vex og dafnar, lífs sem endurfæðist og endurleysist. Hins blesaða lífs. Hjalti Kristgeirsson Biöjiö um áætlun. RIKISSKIP Sími: 28822 Brottfarardagar frá Reykjavík: VESTFIRÐIR: Alla þriöjudaga og annan hvem laugardag. NORÐURLAND: Alla þriöjudaga og annan hvern laugardag. NORÐ- AUSTURLAND: Vikulega fimmtudaga eöa laugardaga. AUSTURLAND OG VESTMANNAEYJAR: alla fimmtudaga. Þjónusta viö landsbyggöina!

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.