Þjóðviljinn - 28.12.1983, Page 5
Miðvikudagur 28. desember 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5
f \
A
V /
FLUGELDAMARKAÐIR
HJÁLPARSVEITA SKÁTAl
r
Eyþór Einarsson:
Verkamannafélagið
Dagsbrún
Félagsfundur
veröur haldinn í Lindarbæ fimmtudaginn 29.
desember kl. 20.30.
Dagskrá:
1. Félagsmál
2. Samningamálin
3. Önnur mál.
Dagsbrúnarfélagar eru hvattir til aö mæta á
fundinn og sýna skírteini viö innganginn.
I Þjóðviljanum birtust 21. des-
ember nokkrar athugasemdir
Hákonar Bjarnasonar, fyrrver-
andi skógræktarstjóra, við um-
mæli sem eftir mér voru höfð
um ýmis atriði viðvíkjandi þjóð-
garðinum á Þingvöllum og
Þingvallasvæðið í heild í blaða-
viðtali sem birtist í Þjóðviljanum
30. nóvember s.l. (ekki 30. okt-
óber eins og Hákon heldur
fram).
Tilefni athugasemda Hákonar
eru ummæli mín og álit á ræktun
barrtrjáa á Þingvöllum. En auk
þess að gera athugasemdir við þessi
ummæli, alhæfir Hákon út frá þeim
og gerir athugasemdir við það sem
sem hann segir skoðanir mínar á
ræktun barrtrjáa og náttúrvernd al-
mennt. Sli'kt lýsir eingöngu vinnu-
brögðum Hákonar og hæfir hann
sjálfan, en snertir mig ekki neitt.
í lögum nr. 59 frá7. maí 1928 um
friðun Þingvalla segir orðrétt í 2.
gr.: „Landið innan ofannefndra
marka (þ.e. innan marka þjóð-
garðsins, athugasemd E.E.) skal,
eftir því er Þingvallanefnd kveður á
og fært kann að reynast, varið fyrir
ágangi af sauðfé og geitum. En
skógurinn og villidýralíf, sem þar
kynni að geta þrifist, skal vera al-
gerlega friðað. Þó skal nefndin
gera ráðstafanir til eyðingar þeim
dýrum og fuglum, sem gera usla á
hinu friðlýsta svæði eða vinna búf-
énaði héraðsmanna tjón.“ Hér
virðist mér vera skýrt og skýlaust
tekið til orða, skógurinn sem á
Þingvöllum er við setningu lag-
anna, og þar getur þrifist og aukist
við þær varnaraðgerðir gegn
ágangi búfjár sem lögin kveða á
um, skal vera algerlega friðaður.
Það samræmist engan veginn slíkri
friðun, að mínum dómi, að stunda
ræktun í þeim skógi, hvorki á barrt-
rjám eða öðru sem ekki er upp-
runnið á staðnum.
Þetta er mergurinn málsins og ég
er sannfærður um að meiri hluti
þjóðarinnar er á sama máli og ég í
þessum efnum, hvort sem Hákoni
Bjarnasyni líkar það betur eða
verr. Og hvaða skoðun meirihluti
Náttúruverndarráðs hefur á
plöntun barrtrjáa almennt, eins og
Hákon talar um, skiptir hér engu
máli því það er ekki til umræðu.
Hins vegar veit ég að meirihluti
Náttúruverndarráðs hefur áþekkar
skoðanir og ég á ræktun barrtrjáa í
þjóðgarðinum á Þingvöllum, en
það var einungis barrtrjáaræktun
þar, sem minnst var á í áðurnefndu
blaðaviðtali.
Hákon mótmælir því að skóg-
rækt sé enn í gangi í þjóðgarðinum
á Þingvöllum, en segir þó að þar
hafi verið „hyglað að plöntum og
stöku sinnum borið að sumum
þeirra“, en getur þess hvergi að því
sé nú hætt. Mér er spurn, er þetta
ekki einn þáttur ræktunarinnar?
Fækkar Þjóðverjum um
helming á 50 árum?
Hvort sem um er að kenna lífs-
þægindakapphlaupinu fræga eða
þá svartsýni, sem mælir gegn því að
fólk eigi börn, þá er fólki farið að
fækka í sumum löndum Vestur-
Evrópu. Lengst er fæðingartalan
komin niður í Vestur-Þýskalandi
og hefur fólki fækkað þar í landi
um hálfa aðra milljón á undanförn-
um tíu árum.
Mikill fjöldi aðflutts verkafólks,
sent gjarnan á mörg börn, er í
Þýskalandi, og ef að það er allt tal-
ið með, þá er fólksfækkunin að
sjálfsögðu sýnu rneiri.
Ef að svo heldur fram sem nú
horfir þá má búast við því, að um
aldamót verði Vestur-Þjóðverjar
52 milljónir (þeir eru nú 57
milljónir) og árið 2030 verði þeir 38
milljónir.
Þessi þróun hefur margháttaða
érfiðleika í för með sér. Ekki síst þá
að gömlu fólki fjölgar ört og líf-
eyrisgreiðslur til þeirra lenda svo á
herðum æ fáliðaðri árganga. í anna
stað er allt útlit fyrir að 150 þúsund
kennarar verði atvinnulausir á
næstu árum vegna þess að börnum
fækkar. Horst Waffenschmidt að-
stoðarutanríkisráðherra hefur - að
því er frásögn af blaðamannafundi
um málið hermir - og sérstakar
áhyggjur af því, að innan tíðar
verði ekki hægt að draga fram
nema 150 þúsundir herskyldra ung-
ra manna á ári, en landið hafi þörf
fyrir 225 þúsundir.
Ráðherrann gaf fyrirheit um að
sú borgaralega stjórn sem nú situr
muni gera sitt til að gera það eftir-
sóknarvert að eignast börn, en ekki
fer sögum af því til hvaða ráðstaf-
ana verður í raun gripið.
TIVOLl
BOMBUR
Eins segir Hákon að Árnesingar
hafi verið að planta trjám á Þing-
völlum árið 1980, aðallega þó
selju, sem reyndar á heldur ekki
heima í þjóðgarðinum að mínum
dómi. En eru Árnesingar hættir að
„hygla að“ og „bera að“ plöntum
þarna? Mínar heimildir segja ann-
að.
Hákon reynir greinilega að gera
sem minnst úr þessari ræktun fram-
andi plantna í þjóðgarðinum á
Þingvöllum, og helst er að heyra á
honum að best sé að tala sem
minnst um hana. Kannski erþað af
því, að vegna nokkurs umtals um
þessi mál og vegna almenningsá-
litsins í landinu hefur dregið tölu-
vert úr þessari ræktun nú síðustu
árin.
Ég vil samt ítreka það sem ég hef
áður sagt, að ég tel að hætta eigi
allri ræktun framandi trjátegunda
og annarra plantna, og hiklaust að
fjarlægja það sem plantað hefur
verið hingað og þangað, í þjóð-
garðinum á Þingvöllum, en öðru
máli gegnir um það sem ræktað er
þar í görðum heima við hús og um
gamla furulundinn. Hvað furu-
lundinum viðvíkur er nauðsynlegt,
honum til björgunar, að höggva
hið fyrsta sitkagrenið sem plantað
hefur verið milli furanna, eigi það
ekki að vaxa furunni yfir höfuð og
kæfa hana.
Loks vil ég benda Hákoni Bjarn-
asyni á, að eg fæ ekki betur séð en
það séu skoðanir hans á ræktun
framandi trjáa í þjóðgarðinunt á
Þingvöllum en ekki mínar, sem eru
mannsaldri á eftir tímanum. I
öllum þeim þjóðgörðum sem ég
hef heimsótt, og þeir eru orðnir
býsna margir, bæði í Mið- og
Norður-Evrópu, Bandaríkjum
Norður-Ameríku að Hawaiieyjum
meðtöldum, og Nýja Sjálandi er nú
lögð á það mikil áhersla að reyna
að losna við allar framandi tegund-
ir dýra og plantna sem þangað hafa
verið fluttar eða borist; í þetta starf
er víða eytt miklu fé og þessi
áhersla hefur frekar aukist hin
síðari ár en hitt. Mér væri sönn
ánægja í því að láta Hákoni Bjarn-
asyni í té nöfn og heimilisföng
ráðamanna þessara þjóðgarða, ef
hann skyldi vilja skrifa þeim til að
láta þá vita að honunt finnist þeir
vera heilum mannsaldri á eftir tím-
anum, en ég er ekki viss um að
þeim fyndist sú skoðun hans skipta
miklu máli, frekar en mér.
Eyþór Einarsson
Eyþór Einarsson cr grasafræðinjgur og
formaður Náttúruvcrndarráðs Islands.
Sex bombur
og skothólkur
sarnan í pakka.
Þrumur
sem segja sex.
á Þingvöllum
Þjóðgarðurinn