Þjóðviljinn - 30.12.1983, Side 5
Föstudagur 30. desember 1983 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5
Baldur Kristjánsson Séra Emil Björnsson
Óháði söfnuðurinn:
Baldur Kristjánsson
settur inn í
embætti á nýársdag
Séra Emil
Björnsson lœtur
nú af starfi eftir
34 ára þjónustu
Á nýársdag kl. þrjú verður
guðsþjónusta í kirkju Óháða safn-
aðarins í Reykjavík. Þar mun séra
Emil Björnsson, sem þjónað hefur
söfnuðinum í þrjátíu og fjögur ár,
setja Baldur Kristjánsson, tilvon-
andi prest safnaðarins inn í emb-
ætti. Baldur Kristjánsson prédikar
og þjónar fyrir altari ásamt séra
Emil. Organleikari er Jónas Þórir.
Baldur Kristjánsson er 34 ára
gamall Reykvíkingur. Hann hefur
lokið prófi í almennri þjóðfélags-
fræði og lýkur væntanlega kandí-
datsprófi í guðfræði á vori kom-
anda. Hann hefur m.a. starfað hjá
landbúnaðarráðuneytinu, Banda-
lagi starfsmanna ríkis og bæja og
við blaðamennsku. Hann er sonur
Kristján Benediktssonar borgar-
fulltrúa og konu hans Svanlaugar
Ermenreksdóttur kennara.
Séra Emil Björnsson kveður nú
söfnuð sinn eftir að hafa þjónað
honum frá upphafi, eða í 34 ár.
Mikið starf hefur alla tíð verið í
söfnuðinum og á fyrstu árunum
byggði hann sér þá fallegu kirkju
sem stendur á mótum Háteigsveg-
ar og Stakkahlíðar. Hann og kona
hans frú Álfheiður Guðmunds-
dóttir hafa alla tíð verið mjög virk í
starfi safnaðarins og hefur frú Álf-
heiður verið formaður kvenfélags-
ins frá stofnun þess árið 1950. Séra
Emil hefur jafnframt starfað sem
fréttastjóri Sjónvarps frá árinu
1967.
Safnaðarstjórn vill við þessi
tímamót þakka séra Emil Björns-
syni og frú Álfheiði áratuga þjón-
ustu og býður Baldur jafnframt
velkominn til starfa.
Sláturleyfíshafar
skili betra uppgjöri
í Ijós hefur komið að ekki muni
öllum sláturleyfishöfum takast að
greiða bændum grundvallarverð
fyrir sauðfjárinnlegg frá haustinu
1982. Er einkum talið að tekjur af
vaxtagjaldi nægi ekki til greiðslu
vaxta af afurðalánum og eftirstöðv-
um til framleiðenda.
Fyrir því hefur Framleiðsluráð
óskað eftir uppgjöri frá 5-6 stærstu
sláturleyfishöfunum þegar um ára-
mót. Skal þar glögglega sýnt hvern-
ig útkoman er í einstökum at-
riðum, hvort vanti upp á verðið og
þá á hvaða vörutegundum og
hversu mikið. Vaxtakostnaður og
vaxtatekjur séu sérgreindar og
vaxtagjöld vegna rekstrar vel að-
greind frá vöxtum vegna fjárfest-
ingar. „Löggiltum endurskoðanda
verði falið að meta reikningana og
samræma frágang þeirra og niður-
stöður“, eins og segir í ályktun
Framleiðsluráðs. „Þyki nauðsyn til
bera verði þess freistað að fá
leiðréttingu á þeim verðlagsþátt-
um, sem verst koma út, fyrir 1. fe-
brúar n.k.“, segir þar ennfremur.
- mhg
Laus staða
í verkfræði- og raunvísindadeild Háskóla (slands er laus til umsókn-
ar dósentstaða í sjávarlíffræði.
Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir ásamt
rækilegri skýrslu um vísindastörf umsækjenda, ritsmiðar og rann-
sóknir svo og námsferil og störf, skulu sendar menntamálaráðu-
neytinu, Hverfisgötu 6,101 Reykjavík, og skulu þær hafa borist fyrir
31. janúar 1984.
Menntamálaráðuneytið,
27. des. 1983
Sonur minn og bróðir
Hallur Friðrik Pálsson
Borgarnesi
sem andaðist 22. þessa mánaðar, verður jarðsunginn frá
Borgarneskirkju laugardaginn 31. desember kl. 13.30.
Ferð verður frá Umferðarmiðstöðinni kl. 10.30 fyrir hádegi.
Jakobína Hallsdóttir
Vigdís Pálsdóttir
„Grænmeti úr eigin garði“
„Grænmeti úr eigin garði“ heitir
84 bls. fræðslurit, sem komið er út
hjá Búnaðarfélagi íslands. Ritið
hefst á eftirfarandi ábendingum:
„Grænmeti er hitaeininga- og fit-
usnautt, en ýmsar tegundir þess
ríkar af trefjaefnurrí'. „Grænmet-
isræktun er ekki vandasöm en það
þurfa allir, sem við hana fást, að
vita nokkur deili á áburðarþörf,
vaxtarrými, sáðmagni o.s.frv.“
Á það er bent, að ræktun græn-
metis sé árvissari í litlum heimilis-
görðum en í stórum garðlöndum.
Svör við flestum spurningum varð-
andi ræktun algengustu tegupda
grænmetis er að finna í fræðslurit-
inu, en það kostar kr. 100 og fæst
hjá Búnaðarfélagi fslands.
Höfundar ritsins eru þeir Magn-
ús Óskarsson kennari á Hvanneyri
og Óli Valur Hansson, garðrkju-
ráðunautur Búnaðarfélagsins.
- mhg
vinum okkar upp á almenna gjaldeyrísþjónustu s.s.:
• stofnun innlendra gjaldeyrísreikninga
• afgreiöslu ferðamanna- og námsmannagjaldeyris
• útgáfu Eurocard kredítkorta
auk allrar aimennrar bankaþjónustu.
VÆRZlUNRRBRNKiNN
Bankastræti og Húsi verslunarinnar.