Þjóðviljinn - 30.12.1983, Qupperneq 11

Þjóðviljinn - 30.12.1983, Qupperneq 11
Föstudagur 30. desember 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11 íþrótlir Umsjón: Vidir Sigurðsson Knattspyrnustúlkur í atvinnumennskuna: Magnea og Brynja til S v íþj óðar meistar anna Tvær landsliðskonur í knatt- spyrnu, Magnea Magnúsdóttir úr Breiðabliki og Brynja Guðjóns- dóttir úr Víkingi, eru á förum til sænsku meistaranna, Öxabeck. Þær halda utan nú strax eftir ára- mótin og gengið verður frá samn- ingum um miðjan janúar. urnar fá því laun frá félaginu. Þær Magnea og Brynja verða því fyrstu íslensku knattspyrnustúlkurnar í atvinnumennskunni. Ein landsliðskona í viðbót er horfin af landi brott. Bryndís Ein- arsdóttir úr Breiðabliki er flutt til Noregs og leikur væntanlega þar í 1. deildinni næsta sumar. Kvennaknattspyrnan í Svíþjóð er líkast til sú sterkasta í Evrópu þannig að stúkurnar ráðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur. -VS „Bjarni, Siggi og Guðjón kyrrir!“ „Það bendir allt til þess að við höldum öllum okkar mannskap frá því í fyrra, þótt blöðin hafi keppst við að halda öðru fram“, sagði Haraldur Sturlaugsson, formaður knattspyrnuráðs Akurnesinga í gær. „Þar með eru taldir Bjarni Sigurðsson, sem orðaður hcfur vcrið við Val og Breiðablik, Guðjón Þórðarson, sem sagt var að búið væri að ráða til Seyðisfjarðar, og Sigurður Lárusson, sem átti að vera á lciðinni til Akureyrar“, sagði Haraldur. Það bendir því allt til þess að íslands- og bikarmeistarar IA verðijafnsterkir ef ekki enn öfiugri næsta sumar en á sfðasta keppnistímabili. -S.dórA'S Enn tapa Valsmenn í úrvalsdeildinni:_ Villuvandræðin dýrkeypt „Þetta verður erfitt, þótt liðið sé Svíþjóðarmeistari er aðeins ein landsliðskona í því og árangurinn byggist fyrst og fremst á góðri liðs- heild. Auk okkar eru fimm nýjar sænskar stúlkur á leið til félagsins svo samkeppnin um sæti í liðinu verður hörð“, sagði Magnea í gær. í Svíþjóð er hálfgerð atvinnu- mennska í knattspyrnunni og stúlk- Hákon í Augnablik Hákon Gunnarsson, sóknarmað- urinn eldfljóti úr Breiðabliki, er genginn yfir í raðir Augnabliks og leikur með liðinu í 4. deildinni í knattspyrnu næsta sumar. Ekki nóg með það, Hákon hefur þegar verið tekinn inní stjórn félagsins! Nokkrar líkur eru á að Valdimar Valdimarsson fylgi honum yfir. Vaidimar mátti sitja á varamanna- bekknum hjá Blikunum lengst af í fyrra sumar og hefur tilkynnt opin félagaskipti. Þá íhugar Helgi „Basli“ Helgason, fyrrum Breiða- bliksmaður sem var innan vébanda Víkinga sl. sumar, einnig að sækja um inngöngu í Iéttlynda hópinn í Augnabliki. -VS Með þessu áframhaldi komast Islands- og bikarmeistarar Vals ekki í fjögurra liða úrslit úrvals- deildarinnar í körfuknattleik. I gærkvöldi töpuðu þeir í fimmta skiptið í síðustu sex leikjunum, 83- 89 fyrir Njarðvíkingum í Seljaskól- anum, og sitja í fjórða sæti dcildar- innar. Byrjunin lofaði þó góðu fyrir Hlíðarendapiltana. Eftir jafnar upphafsmínútur komust þeir í 23- 12 og síðan 40-28 skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks og léku skínandi vel á köflum. Rétt fyrir hlé náðu svo Njarðvíkingar góðri syrpu og löguðu stöðuna í 44-40. Allt stefndi í spennandi leik og Njarðvík jafnaði strax, 46—46. Þá fóru villuvandræðin að segja til sín hjá Val, liðið komst þó einu sinni yfir aftur, 60-58, en UMFN svaraði 63-68 og í þeirri andrá hvarf Torfi Magnússon, þjálfari og annar aðal burðarás Valsara af velli með 5 vill- ur. Þá voru Kristján Ágústsson og Jón Steingrímsson komnir með fjórar og fóru síðan báðir sömu leið og Torfi. Á meðan léku Njarðvík- ingar yfirmáta skynsamlega og yfir- vegað, nýttu sínar sóknir og náðu óverjandi forskoti, 67-77 og síðan 77-88 rétt fyrir leikslok. Gunnar Þorvarðarson var mað- urinn á bakvið sigur UMFN. Frá- bær stjórnandi og hefur sjálfur vart Staðan Staðan í úrvalsdeildinni í körfu- knattleik eftir sigur Njarðvíkinga á Val í gærkvöldi: Njarðvfk......11 8 3 878-824 16 KR........... 10 7 3 723-689 14 Haukar........11 6 5 796-807 12 Valur.........11 5 6 899-842 10 Keflavik......10 4 6 667-760 8 ÍR............11 2 9 820-861 4 Stigahæstir: Valur Ingimundarson, Njarðvik.303 Pálmar Slgurðsson, Haukum.....253 Kristján Ágústsson, Val.......232 Þorstelnn Bjarnason, Keflavfk.180 Síðasti leikur 11. umferðar verður í Keflavfk í kvöld. Þar mætast ÍBK og KR og hefst baráttan kl. 20. leikið betur í vetur. Valur Ingi- mundarson var einnig drjúgur og þeir tveir héldu liðinu á floti lengi vel. En í síðari hálfleik sýndu ungu piltarnir að framtíðin er björt í Njarðvíkunum. ísakTómasson átti drjúgan þátt í falli Vals og hinn 16 ára Kristinn Einarsson var óstöðv- andi síðustu fimm mínúturnar. Bakvarðaskortur hrjáir Njarðvík- inga en, Árni Lár. er enn að keyra leigubílinn. Torfi og Kristján stóðu uppúr hjá Val og áttu báðir góðan leik meðan þeirra naut við. Villurnar felldu þá og þar með liðið í heild. Björn Zoega fékk að leika meira en oftast áður og stóð sig með sóma. Tómas Holton og Jón Steingrímsson hefur undirritaður hins vegar ekki séð jafn slaka og Leifur Gústafsson var sveltur ein- um og mikið á bekknum. Stig UMFN: Valur 30, Gunnar24, Krist- Inn 13, ísak 9, Sturla Örlygsson 7, Júlfus Valgeirsson 4 og Helgi Ragnarsson 2. Stig Vals: Kristján 24, Torfi 18, Bjöm 12, Jón 9, Tómas 6, Leifur 6, Páll Arnar 4, Helgi Gústafsson 2 og Valdlmar Guö- laugsson 2. Gunnar Bragi og Jón Otti dæmdu all þokkalega. -VS Gunnar Þorvarðarson, þjálfari UMFN, átti stórleik gegn Val í gær. Tvær umferðir í ensku knattspyrnunni um áramótin: Li ver pool-Manch .U nited! Nú um áramótin verða leiknar tvær heilar umferðir í ensku deildakeppninni í knattspyrnu. Morgundagurinn, gamlársdagur, er venjulegur laugardagur þar ytra og allt með eðlilegum hætti. Síðan hefur verið bætt við umferð á mánudaginn og að henni lok- inni hafa liðin leikið fjóra leiki hvert á átta dögum. Stórleikur áramótanna er tví- mælalaust viðureign efstu liðanna, Englandsmeistara Liverpool og bikarmeistara Manchester United, á Anfield, heimavelli Liverpool. Þessi lið skipa tvö efstu sætin og ættu að vera í þeim áfram eftir leikina á morgun. Manchester Un- ited fær þá Stoke í heimsókn en Liverpool sækir Nottingham For- est heim á City Ground. Man.Utd. ætti að vinna en Forest er í mikilli sókn, þannig að þegar að stór- leiknum á mánudag kemur, er eins víst að munurinn verði minni en þau þrjú stig sem nú skilja liðin að. Lítum þá yfir leiki laugardagsins og mánudagsins. Gamlársdagur: Arsenal-Southampton Aston Villa-QPR Everton-Coventry Ipswich-Notts County Leicester-WBA Manch. U nited-Stoke Notth.For.-Liverpool Sunderland-Luton Watford-Birmingham West Ham-Tottenham Wolves-Norwich Þarna eru áhugaverðir leikir, svo sem West Ham - Tottenham, Aston Villa-QPR og Arsenal- Southampton, að ógleymdum leik Forest og Liverpool. Þá er viður- eign Watford og Birmingham afar þýðingarmikil í fallbaráttunni. Mánudagur 2. janúar: Birmingham-Everton Coventry-Sunderland Liverpool-Manch. Utd. Luton-Notth.Forest Norwich-Arsenal Notts County-West Ham QPR-Wolves Southampton-Aston Villa Stoke-Leicester Tottenham-Watford WBA-Ipswich Fyrir utan toppleikinn sjálfan er rétt að vekja athygli á Luton- Nottm.Forest og Southampton- Aston Villa en þar eigast við lið sem öll eru í efri helmingi deildar- innar. Tottenham-Watford gæti reynst mikill markaleikur og Stoke-Wolves og Birmingham- Everton eru þýðingarmiklir fall- baráttuleikir. Bryan Robson, fyrirliði Manchester United, og Graeme Souness, fyrirliði Liverpool. Hvor hefur betur á Anfield á mánudaginn? Carlisle-Sheff. Wednesday Chelsea-B righton Oldham-Newcastle Mánudagur: Huddersfield-Carlisle Manch. Ci ty-Leeds Middlesboro-Chelsea Sheff.Wed.-Oldham Newcastle-Barnsley Staða efstu liða: Sheff.Wed..........21 13 5 3 37-19 44 Chelsea............23 11 9 3 49-26 42 Man.City...........21 13 3 5 37-22 42 Newcastle..........21 12 3 6 43-31 39 Carllsle...........21 10 7 4 25-15 37 Grimsby............21 10 7 4 33-24 37 Charlton...........22 10 7 5 27-27 37 Þarna ber hæst leik Carlisle og Sheff.Wed. á morgun. Carlisle hef- ur komið gífurlega á óvart, hefur ekki tapað í síðustu 12 leikjunum og hefur þokast uppá við jafnt og þétt en Sheff. Wed. sem hefur haft Staðan í 1. deild er þessi: Liverpool.......20 12 5 3 35-16 41 Manch.Utd.......20 11 5 4 38-23 38 Southampton....20 11 4 5 22-14 37 WestHam.........20 11 3 6 31-18 36 Nottm.For.......20 11 3 6 38-26 36 LutonTown.......20 11 2 7 36-28 35 Coventry........20 9 6 5 29-24 33 Q.P.R...........19 10 2 7 30-18 32 Aston Villa.....20 9 5 6 31-29 32 Norwich.........21 8 7 6 26-23 31 ToUenham........20 8 6 6 32-31 30 Arsenal.........20 9 1 10 35-29 28 Sunderland......20 7 6 7 22-27 27 Ipswich.........20 7 5 8 30-27 26 W.B.A...........20 7 2 11 22-32 23 Everton..........20 6 5 9 11-23 23 Leicester........21 5 6 10 30-39 21 Watford..........20 5 4 11 32-38 19 Birmingham......20 5 4 11 17-25 19 NottsCo..........20 5 3 12 27-39 18 Stoke.......... 19 3 7 9 20-33 16 Wolves...........20 2 5 13 16-48 11 Við skulum einnig líta á hvaða leikir blasa við í toppbaráttu 2. deildar. Gamlársdagur: Barnsley-Manchester City yfirburðaforystu lengst af tapaði tveimur leikjum í röð nú í vikunni. Sigri Carlisle er Ijóst að baráttan um 1. deildarsætið stendur ekki einungis milli hinna fjögurra frægu og fræknu félaga sem virtust á tímabili ætla að stinga önnur af. Á mánudagskvöldið gæti margt hafa breyst í ensku knattspyrn- unni, sex stig eru í veði hjá hverju liði og þau geta skipt sköpum þegar upp verður staðið í vor. -VS

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.