Þjóðviljinn - 30.12.1983, Page 12

Þjóðviljinn - 30.12.1983, Page 12
12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 30. descmber 1983 Minning Þorvalda Hulda Sveinsdóttir Fœdd 18.2. 1916 - Dáin 16.12. 1983 Hulda fæddist í Bolungarvík 18. febrúar 1916, dóttir Guðrúnar Pálmadóttur og Sveins Halldórs- sonar skólastjóra Hún var elst af fimm systkinum. lóáragömulfékk Hulda að fara suður til Reykjavík- ur til náms í Kvennaskólanum í Reykjavík, en það þóttu mikil for- réttindi á þeim tímum. Hulda gift- ist árið 1937 séra Guðmundi Helgasyni og eignuðust þau fjögur mannvænleg börn, Baldur, Gylfa, Helga og Kristínu. Hulda og Guð- mundur bjuggu fyrstu árin í Hafn- Smáveislur í húsinu“ Mjólkurdagsnefnd fínnur upp á ýmsu. Nú hefur hún gefíð út skemmtilegan 8 síðna bækling með mörgum athyglisverðum upp- skriftum á smáréttum. Heitir bæk- lingurinn „Smáveislur í húsinu“ og verður honum dreift ■ verslanir á næstu dögum. Þar verður hann seldur á 15 kr. Efninu er skipt í 2 kafla, annars- vegar „Smápartí unga fólksins" og hinsvegar „Smáveisla gamla fólks- ins“. í inngangi að kafla unga fólksins stendur m.a.: „Ætlarðu að hafa partí bráðum - hlusta á plötur með vinum þínum eða bjóða þeim að sjá góða Videó-mynd? Spáðu í þessar uppskriftir - það er ekkert mál“. Og uppskriftirnar eru m.a.: Miðnæturglaðningur. Kjúk- lingur marengo. Ungverskt salat, Pizza með kjöthakki, Kókó- ísdrykkur. Samtals eru 9 mismun- andi uppskriftir, sem ætlaðar eru sérstaklega fyrir unga fólkið. Þá eru 6 uppskriftir fyrir „gamla fólkið“. Reyndar er þetta „gamla“ fólk á öllum aldri, frá fermingu og upp úr. Meiningin er að þessir rétt- ir séu boðnir í rólegheitum þegar boðið er heim í saumaklúbb eða spilamennsku. Gefnar eru upp- skriftir af heitum karrírétti, rússnesku fiski-pie, síldarsalati catalína og þrem öðrum frábærum réttum. f þessum fallega bæklingi eru ennfremur nytsamar upplýsingar fyrir þá, sem bjóða til sín gestum, þarsem m.a. er bent áaðekki þurfi að kosta margra daga vinnu að út- búa huggulegt veisluborð. Uppskriftirnar af réttunum eru til orðnar í tilraunaeldhúsum Mjólkursamsölunnar og Osta- og smjörsölunnar. Rétt er að geta þess að bækling- urinn „Prjú hátíðarborð", hefur verið endurútgefinn og á að fást í flestum matvörubúðum. -mhg ..t, Auglýsing J*f til skattgreiðenda Samkvæmt lögum um tekjuskatt og eignarskatt eru gjalddagar tekjuskatts og eignarskatts tíu á ári hverju þ.e. fyrsti dagur hvers mánaðar nema janúar og júlí. Dráttarvexti skal greiða af gjaldfallinni skuld sé skattur ekki greiddur innan mánaðar frá gjalddaga. Gilda sömu reglur um greiðslu annarra þinggjalda. Af tæknilegum ástæðum hefur til þessa ekki verið unnt að miða dráttarvaxtaútreikning við stöðu gjald- enda um hver mánaðamót. Hefur því í framkvæmd verið miðað við stöðuna 10. dag hvers mánaðar sbr. auglýsingu ráðuneytisins dags. 27. apríl 1982. Drátt- arvextir hafa því í reynd verið reiknaðir 10 dögum seinna en lög kveða á um. Er nú stefnt að því að stytta þennan frest eins og kostur er. Geta gjaldendur því framvegis búist við að dráttarvextir verði reiknaðir þegar eftir að mánuður er liðinn frá gjalddaga. Þá er sérstök athygli vakin á því að launagreiðendum ber að skila því fé sem haldið er eftir af kaupi launþega innan sex daga frá útborgunardegi launa. Fjármálaráðuneytið, 27. desember 1983. arfirði, síðar á Staðarstað á Snæ- fellsnesi og í Neskaupsstað. Hulda og Guðmundur voru samrýmd hjón og gátu unnið mikið saman þessi fáu ár sem þau áttu saman. Hulda var gædd góðum tónlistar- hæfileikum og lærði að spila á orgel í föðurhúsum. Hún tók virkan þátt í prestsstarfi manns síns sem organ- isti og kórsöngvari. Eina skiptið sem ég man eftir Huldu og Guðmundi saman var þegar hann skírði Ástu systur mína heima í stofunni í Eskihlíðinni, en það er ein af fyrstu bernskuminn- ingum mínum. En séra Guðmund- ur lést sumarið 1952 og fluttist Hulda þá til Reykjavíkur. Hulda frænka hafði ætíð mikið saman við fjölskyldu mína að sælda. Foreldrar mínir reyndust henni einstaklega vel í hennar miklu erfiðleikum og sorg eftir að hún missti mann sinn og alla tíð síðan. Móðir mín var hennar besta og sannasta vinkona og systir bæði fyrr og síðar. Hulda frænka kom oft til okkar og við fórum oft til hennar. Eitt það skemmtilegasta sem ég upp- lifði sem krakki var að hlusta á Huldu spila á píanóið og horfa á hana leika atriði úr ýmsum leikrit- um eða spaugileg atvik sem hún hafði upplifað sjálf. En Hulda hafði mikla leiklistarhæfileika og átti auðvelt með að túlka leikrænt spaugilegu hliðarnar á lífinu. Hulda átti oft við erfið veikindi að stríða eftir að hún missti mann sinn, en átti þó góð tímabil inn á milli. Síðustu ár ævi hennar voru henni erfið og við sem höfðum samband við hana heyrðum hana oft segja að hún væri hrædd, en hún gat aldrei sagt okkur við hvað hún væri hrædd. Skyldi það hafa verið dauðinn sem hún óttaðist? Skáldið Kahlil Gibran segir: EBE hvetur Sovétríkin að fara með her sinn frá Afganistan Ríki Efnahagsbandalagsins hafa gert samþykkt um Afganistan í til- efni þess að fjögur ár eru liðin frá því að Sovétríkin fóru með her inn í landið. Þar segir að aðildarríki EBE, tíu talsins, hafi miklar áhyggjur sem fyrr af áframhaldandi hernámi landsins og afbrotum, gegn sjálf- stæði þess lands, sem að hefð hafi verið hlutlaust og utan hernaðar- bandalaga. Þau fordæmi mannrétt- indabrot og árásir sovéska hersins gegn óbreyttum borgurum. Aðildarríki EBE hvetja Sovét- ríkin til að verða á brott með her sinn frá Afganistan, enda verði lausn mála til langframa ekki fund- in með öðrum hætti. Vitnað er til nýlegra atkvæðagreiðslu hjá Sam- einuðu þjóðunum til stuðnings þeirri kröfu. Þá er það tekið fram að EBE-löndin séu reiðubúin til að styðja hvaða jákvætt frumkvæði sem vera skal sem miði í áttina til lausnar mála í Afganistan. (Skv. frétt frá EBE). „Óttinn við dauðann er aðeins ótti smaladrengsins við konung, sem vill slá hann til riddara. Er smalinn ekki glaður í hjarta sínu þrátt fyrir ótta sinn við að bera merki konungsins? Og finnur hann þó ekki neitt til óttans? Því að hvað er það að deyja ann- að en standa nakinn í blænum og hverfa inn í sólskinið? Og hvað er að hætta að draga andann annað en að frelsa hann frá friðlausum öldum lífsins, svo að hann geti risið upp í mætti sínum og ófjötraður leitað á fund guðs síns? Aðeins sá, sem drekkur af vatni þagnarinnar, mun þekkja hinn volduga söng. Og þegar þú hefur náð ævitind- inum, þá fyrst munt þú hefja fjall- gönguna. Og þegar jörðin krefst líkama síns, muntu dansa í fyrsta sinn“. Elsku Hulda frænka, við sem eftir lifum söknum þín en við vitum að þú hefur ekkert að óttast og að loksins líður þér vel. Friður sé með þér. Guðbjörg Emilsdóttir ALÞYÐUBANDALAGIÐ Alþýðubandalagið í Reykjavík Árshátíð og þorrablót Árshátíð og þorrablót Alþýðubandalagsins í Reykjavík verður laugardaginn 28. janúar 1984. Þegar eru bókanir farnar að berast og eru menn hvattir til að skrá sig fyrir miðum sem allra fyrst. I fyrra komust færri að en vildu. Dagskrá og skemmtiatriði auglýst síðar. - Skemmtinefnd ABR Alþýðubandalagið á Akureyri Árshátíð Árshátíð Alþýðubandalagsins á Akureyri verður haldin laugardaginn 21. janúar nk. Glæsileg dagskrá með heimsþekktum skemmtikröftum. Látið skrá ykkur sem fyrst til þátttöku hjá Ragnheiði í síma 23397 eða Óttari í síma 21264. Nánar auglýst síðar. Skemmtinefndin. Blaðberar óskast Tjarnarból Sörlaskjól Fagraskjól Sporðagrunn Dalbraut DJÚÐVIUINN Sími: 81333 Laus staða: Sálfræöingur óskast til starfa á vegum menntamála- ráðuneytisins. Starfssvið: Ráðgjöf til starfsliðs sálfræðideilda fræðsluskrifstofa, dagvistarstofnana og foreldra vegna fatlaðra barna yngri en 7 ára. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og starfs- reynslu, sendist menntamálaráðuneytinu, Hverfis- götu 6, Reykjavík, fyrir 23. janúar 1984. Menntamálaráðuneytið, 23. des. 1983 Styrkur til háskólanáms í Noregi Norsk stjórnvöld bjóða fram styrk handa íslenskum stúdent eða kandídat til háskólanáms í Noregi háskólaárið 1984-85. Styrktíma- bilið er níu mánuðir frá 1. september 1984 að telja. Til greina kemur að skipta styrknum ef henta þykir. Styrkurinn nemur 3.000 n.kr. á mánuði. Umsækjendur skulu vera yngri en 35 ára og hafa stundað nám а. m.k. tvö ár við háskóla utan Noregs. Umsóknum um styrk þennan, ásamt afritum prófskírteina og meðmælum, skal komið til menntamálaráðuneytisins, Hverfisgötu б, 101 Reykjavík, fyrir 1. febrúar nk. Sérstök umsóknareyðublöð fást í ráðuneytinu. Menntamálaráðuneytið 28. des. 1983 Happdrætti Þjóðviljans Enn er hægt að gera skil! Dregíö hefur veriö en númerin innsigluö hjá borgarfógeta. Vinningsnúmerin birt innan skamms. ■\ Greiða má með gíró 6572 í aðalbanka Alþýðubankans Laugavegi 31

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.