Þjóðviljinn - 30.12.1983, Síða 16
DJÚÐVHHNN
Föstudagur 30. desember 1983
Aöalsími Þjóöviljans er 81333 kl. 9-20 mánudag til föstudags. Utan þess tima er hægt aö ná í blaðamenn og aöra starfsmenn blaösins i þessum símum: Ritstjórn Aðalsími Kvöldsími Helgarsími
81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, Ijósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9 -12 er hægt aö ná í afgreiðslu blaðsins í síma 81663. Prentsmiðjan Prent hefur síma 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. 81333 81348 81663
Hvað segja útgerðarmenn við upphaf vertíðar?
ð hangir allt í lausu lofti
er *S tnikil ovtssti
á öNnm útgerðarstöS-
töndsHM m við apphaf
. Þjéðvðjmn
við MÉdura útgerðar-
I gær og spurði tíð-
í Ijós kecnnr að þeir að-
sem bæði reka útgerð og
segjast verða að
veiðar strax I byrjun
kvótakerfið sé ekki
og útgerðin öll ef litið
til ársins t heild í óvissu.
sem aðeins reka útgerð
mjög órððnir hvað gera
Þeir henda á, að mun
sé fyrir þá að
sinn kvóta á þeim tíma
þegar veður eru best
hagstæðast að gera út. Þó
flestir á að sú ákvörð-
að láta aðeins helming
í janúar og febrú-
koma íhrí árskvótann,
rði til þess að menn muni
Itir reyna línuveiðar í
rjun ársins.
íristján Ásgeirsson, hjá útgerö-
plaginu Höfða á Húsavík sagði
S reynt yrði að koma togurum
svíkinga á veiðar strax eftir ára-
tin, burt séð frá öllum kvóta.
LVið verðum að koma skipunum
? veiða ef atvinnulífið á ekki að
»ast til langs tíma“, sagði Krist-
^‘Hann sagði að þótt það væri
•síæmt að kvótakerfið skyltlí ekki
vera tilbúið um áramót eins og til
stóð, því allt hangir í lausu lofti
þéss vegna, þá væri hitt miklu verra
að rekstrarstaða útgerðarinnar í
landinu væri með þeim hætti nú að
flestir sæju ekki hvernig koma eigi
skipunum til veiða. Vanskila-
skuldir væru í raun smámál á móti
rekstrarvandanum, sem væri með
Veruleg raunhœkkun
útsvars á
Seltjarnarnesi:
þeim hætti að útgerðin ætti ekki
fyrir otíu hvað þá meira.
Haraldur SturlaUgsson forstjóri
HB&Co á Akranesi sagði að vissu-
lega væri óvissan mikil, en ef fyrir-
tækið í heild sinni ætti ekki að
stoppa, þá væri ekki um annað að
gera en hefja veiðar strax eftir ára-
mót.
Það þýðir ekki að skjóta sér
undan þeirri ábyrgð að mörg
hundruð manns hér á Akranesi
eiga allt undir því að atvinnu sé
haldið uppi hjá fyrirtækinu. Hann
benti á að vissulega mætti segja
sem svo, við geymum okkur alla
veiði þar til vorar og sumrar þar
sem mun hagkvæmara er að gera út
þá. Undir þeim kringumstæðum
heldur maður engum mannskap og
fyrirtækið stöðvast. Auk þess er
erfiðast að fá fólk til starfa í fisk-
iðnaði yfir sumarið, þegar sumarfrí
standa yfir, sagði Haraldur. Að
lokum benti hann á að það mætti
vel vera að nauðsynlegt reyndist að
stokka allt dæmið upp þegar kvót-
akerfið liti dagsins ljós, það yrði
bara að koma í ljós þegar þar að
kæmi. -S.dór
Flotann á miðin ef ekki á allt að lamast - segja útgerðarmenn
Alagning apinberra gjalda á höfuðborgarsvœðinu:
Utsvarsbyrðin er
hæst í Reykjavík
Davíð Oddsson
skattakóngur
ársins 1984
Ekkert sveitarfélag á höfuð-
borgarsvæðinu leggur á jafn
hátt útsvar og Reykjavíkurborg
á næsta ári, eða 11%. Verka-
menn í Reykjavík verða að jafn-
aði 53.1% lengur gð vinna fyrir
útsvarinu sínu en að meðaltali á
árabilinu 1975-1982, en talið er
að 9% útsvar 1984 hefði jafngilt
óbreyttri skattbyrði milli ára.
Öll sveitarfélögin á höfuðborg-
arsvæðinu hafa nú ákveðið álagn-
ingu útsvars á næsta ári. f Reykja-
vík verður lagt á ,11% útsvar, í
Kópavogi 10.88%, í Hafnarfirði,
Seltjarnarnesi og Mosfellssveit
10.5% og í Garðabæ 10.4%.
Það vekur athygli að í þeim
bæjarfélögum sem Sjálfstæðis-
menn stjórna er útsvarsálagningin
alls staðar 10.5% eða lægri, nema í
Reykjavík. Þrátt fyrir öll loforðin
Davíð Oddsson borgarstjóri skatt-
amethafi á höfuðborgarsvæðinu
árið 1984
um lækkun skatta, situr Davíð
Oddsson borgarstjóri, því uppi
með titilinn „skattakóngur ársins“.
-ÁI
Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra
um björgunarþyrlurnar
Ekki verið að setja
neitt undir herinn
Tillaga
um
lækkun
felld
Sjálfstæðismenn á Seltjarnar-
nesi, sem mynda meirihluta bæjar-
stjórnar felldu tillögu Guðrúnar
Þorbergsdóttur, fulltrúa AB, um
lækkun útsvars á næsta ári. Verður
útsvarsálagningin því óbreytt eða
10.5% og báru Sjálfstæðismenn því
við að staða bæjarsjóðs væri svo
slæm, að ekki væri stætt á að lækka
útsvarið.
Svo sem fram hefur komið þýðir
öll álagning yfir 9% útsvars hækk-
un á útsvari næsta árs, en tillaga
Guðrúnar var að greiðslubyrðin
yrði ekki þyngd á milli ára og út-
svarsprósentan því ákveðin 8.5 til
9%. I greinargerð benti hún á að
með sömu prósentutölu á árunum
1983 og 1984 muni greiðslubyrði
útsvarsgreiðenda aukast um þriðj-
ung.
Tillaga Guðrúnar var felld með 5
atkvæðum gegn einu. Guðmundur
Einarsson, fulltrúi Framsóknar-
flokksins sat hjá.
„Ég tel að við íslendingar get-
um yfirtekið ákveðna þætti í
starfsemi varnarliðsins“, sagði
Ilalldór Ásgrímsson sjávarút-
vegsráðherra í viðtali við Þjóð-
viljann I gær, í tilefni af fram-
kominni hugmynd hans um að
íslendingar taki yfir þyrlur
hersins á Keflavíkurflugvelli.
„Og ég er reyndar þeirrar skoð-
unnar og hef alltaf verið að við get-
um tekið yfir meginhluta þeirrar
starfsemi á alllöngum tíma. Þetta
er þáttur sem ég tel að við getum
tekið algerlega að okkur“.
- Áttu þá við að íslendingar sjái
um þessa starfsemi en að öðru leyti
verði þetta einsog nú er?
„Ég á bara við það að við yfir-
tökum þessa starfsemi“.
- Hvernig hugsar þú þér form-
lega þessa yfirtöku? Á Landhelgis-
gæslan að taka yfir starfsemina?
„Það er rétt að ríkisstjórnin
stefnir að því að verðlagning á
þjónustu verði á valdi viðkomandi
bæjar- og sveitarstjórna. Þær eru
kosnar af okkur og eiga að bera
ábyrgð á sínum gjaldskrám", sagði
Steingrímur Hermannsson, forsæt-
isráðherra í gær.
Á síðustu 14 mánuðum hefur
Hitaveita Reykjavíkur hækkað
gjaldskrá sína um 169% og sam-
kvæmt fjárhagsáætlun borgarinnar
er enn ein hækkun fyrirhuguð í árs-
„Til dæmis að Landhelgisgæslan
taki þetta yfir“.
byrjun 1984, og þá um 25%. „Ég
vil ekki segja mikið um þetta ein-
staka dæmi“, sagði forsætisráð-
herra, „en ég tel að sveitarfélögin
almennt eigi að gæta þess til hins
ítrasta að halda útsvarsálagningu í
lágmarki svo og gjaldskrám sín-
um.“
Steingrímur sagði að ríkisstjórn-
in myndi áfram fjalla um verðlagn-
ingu á þeirri þjónustu sem ríkið
rekur. M.a. hefði verið fjallað um
raforkuverðið og fram hefði komið
- Og þetta sé þá liður að losa sig
við herinn úr landinu eða eitthvað í
þeim dúrnum?
„Ja, eftir því sem við yfirtökum
fleiri þætti, þeim mun minni þörf
og því færri Bandaríkjamenn þarf
að hafa hér, og að því leytinu til
leið til þess að fækka hér Banda-
ríkjamönnum“.
- Það ber semsagt ekki að skilja
þetta á hinn veginn, þannig að hér
sé verið að draga einn þátt úr starf-
semi Landhelgisgæslunnar og setja
undir herinn?
„Nei.“
—óg
að Landsvirkjun teldi t.d. ekki þörf
á hækkuðu raforkuverði á næsta ári
miðað við forsendur fjárlaga. Hið
sama væri uppi á teningnum varð-
andi Póst og síma og Ríkisútvarp-
ið.
Þannig er ekki gert ráð fyrir að
gjaldskrár þessara stórfyrirtækja
hækki á næsta ári, en auk 25%
hækkunar á hitaveitu, hyggst borg-
in hækka rafmagnið um 10% 1984.
Enn á hitaveitan að hœkka um 25%___________
Höfum engin afskipti af þy í