Þjóðviljinn - 05.01.1984, Síða 2

Þjóðviljinn - 05.01.1984, Síða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 5. janúar 1984 Ofsaveður um allt sunnan- og vestanvert landið Mikil ófærð en engin slys Veðurofsinn sem geysaði um allt sunnan og vestan- vert landið í gær og nótt olli hvergi slysi á fólki, en víða varð nokkurt tjón af völdum veðursins, þegar bifreiðar fuku út af vegum og eins er snjóflóð féll á íbúðarhús á ísafirði. Hér á eftir verður sagt í stuttu máli frá ástand- inu eins og það var um miðjan dag í gær í helstu byggð- um sunnan- og vestanlands. Selfoss: „Allt stopp“ - Hér er allt stopp, en engin óhöpp hafa orðið, sagði lögreglan á Selfossi um miðjan dag í gær. Hell- isheiði var ófær og sjúkrabifreið sem fór að austan skömmu eftir há- degi í gær var tveimur tímum síðar í þæfingi í Svínahrauni. Lítil umferð var á Selfossi, enda brýndi lögregl- an fyrir fólki að halda sér heima eða á vinnustað. Ekkert sást út úr augum en aðeins var farið að bleyta í snjóinn. Vestmannaeyjar: Komin rigning Hvasst var í Eyjum í allan gær- dag, en lítið skóf nema fyrst um mqrguninn. Um miðjan dag var þar rigning en mikið hvassvirði. Þar var allt í sómanum, eins og lög- reglan á staðnum orðaði það og lítið sem þurfti að aðstoða fólk. Herjólíur hélt frá Eyjum í gær- morgun en snéri aftur við á miðri leið þegar sýnt var hvernig viðraði á meginlandinu. Grindavík: Mjólkur- bíll útaf Um hádegisbilið í gær fór mjólk- urbfll útaf Grindarvíkurvegi og valt einar fjórar veltur. Engin slys urðu á mönnum en bflinn er nokkuð skemmdur. Leiðindaveður var í Grindavík fram eftir degi í gær og aftur í gærkvöld en ekki mikil ó- færð í bænum. Lögreglan þurfti að aðstoða marga bflstjóra sem höfðu lent í erfiðleikum á Grindavíkur- vegi. Keflavík: Reykj a- nesbraut kolófær - Ástandið hér er þokkalega gott. Farið að blotna svo sér á milli húsa, en sama rokið, sagði lögregl- an í Keflavík um miðjan dag í gær. Þá var rafmagnslaust á öllum Suðurnesjum og þakplötur farnar að fjúka af nokkrum húsum. Lítil umferð var í bænum enda sást ekki handa skil. Á Reykjanesbraut sat fjöldi bfla fastur, en öll umferð um brautina tepptist snemma í gær- morgun eftir að stór flutningabíll sat fastur miðju vegar á brautinni. Fjöldi manns yfirgaf bifreiðar sínar og skildi þær eftir á veginum, þar sem ljóst var að ekki yrði rutt til Hafnarfjarðar enda ófært á milli allra bæja á höfuðborgarsvæðinu. Akranes: Björgun- arsveitir kallaðar út Veðurhæðin var mikil á Akra- nesi frameftir degi í gær og var Hjálparsveit skáta og björgunar- sveit slysavarnarfélagsins á staðn- um kallaðar út lögreglunni til að- stoðar við að hjálpa fólki í ófærð- inni. Akraborg komst ekki úr höfn vegna veðurofsans, en að sögn lög- reglunnar var fólk í basli út um all- an bæ vegna veðurhamsins. Boð fyrir íslenska unglinga Námskeið í Ungu fólki á aldrinum 14-18 ára frá Islandi og öðrum Norður- löndum er boðið að taka þátt í 3ja vikna námskeiði og ferðalagi um Danmörk. Námskeiðið byrjar nk. mánudag og stendur til 29. janúar og er boðið uppá frítt þátttökugjald fyrir 3 íslenska unglinga en við- komandi þurfa að sjá sjáifír fyrir ferðum til og frá Danmörku. Það eru nemendur og kennarai frá lýðháskólunum í Vanderup, Bustrup, Sid-Vestjylland og Asser- Danmörku bohus sem eru gestgjafar á þessu vetrarnámskeiði. Fyrstu vikuna verður farið í rútuferðalag um Danmörk og margir staðir heim- sóttir. Seinni vikurnar tvær verður bókleg kennsl;. fyrri hluta dagsins um sögu Norðurlandanna og stöðu þeirra í nútíð og framtíð. Þá er frjáls tími fyrir ferðalög, íþróttir og aðrar tómstundir. Frekari upplýsingar um vetrar- námskeiðið í Danmörku gefur Ásdís Ásgeirsdóttir í síma 53589 eftir kl. 17.00. Borgarnes: Bílar fuku útaf vegum - Það eru almenn vandræði hér. Rafmagnslaust frá því fyrir hádegi og veðurhæðin mikil, sagði lög- reglan í Borgarnesi. Einhverjir bfl- ar fuku út af þjóðveginum á Hafn- armelum. Af þeim sökum biðu margir bflstjórar af sér veðrið í Svignaskarði og langferðabifreiða- stjórar þorðu ekki fyrir Hvalfjörð- inn og áðu í Ferstilku. í Borgarnesi var að byrja að rigna um miðjan daginn en veðurhæðin var enn mikil og mikil ófærð á götum bæjarins. Stykkishólmur/ Ólafsvík: Fólk of vogað - Veðrið er búið að vera alveg vitlaust hér á Snæfellsnesi frá því í morgun. Þetta hefur valdið mikl- um óþægindum og ófærð. Fólk er of vogað og vill brjótast heim, en það getur verið talsvert hættuspil í þessum veðraham, sagði lögreglan í Stykkishólmi um miðjan dag í gær en þá var þar ofsarok og mikill skafrenningur. Veðrið skall fyrr á úti á Nesi eða strax um 10-leytið um morguninn en var þokkalegt í Stykkishólmi fram undir hádegis- bil. Fólk var víða í vandræðum bæði akandi og gangandi en allt hafði gengið áfallalaust fyrir sig á Nesinu. Blönduós: Sjúk- lingur á hrakhól- um Veðurofsinn skall á Blönduós- búum um kl. 1.30 í gærdag. Mikill skafrenningur var og umferðin f bænumnærstöðvaðist. Rafmagnið var að fara af og til af bænum og allt orðið ófært innanbæjar. Sömu sögu var að segja úr nágrannasveit- um. Sjúkrabifreið sem var á leið með sjúkling frá Hvammstanga á sjúkrahúsið á Blönduósi varð teppt í ófærðinni og var þá brugðið á það ráð að flytja sjúklinginn á næsta bæ í Víðidal, en um síðir komst hann undir læknishendur á sjúkrahúsið á Blönduósi. Það er óhætt að segja að óveðrið hafi sett strik í reikning- inn hjá mörgum landsmönnum víða um land í gær. Jafnvel stórir sendibflar nær hurfu í snjóskaflana á miðjum akbrautum. Það var sama hvað þeir puðuðu, ekki vildi bfliinn úr stað og það þurftu fleiri bflstjórar að reyna í gær. Gísli Guðbrandsson og aðrir starfsmenn lögreglunnar höfðu í nógu að snúast í gær við að aðstoða borgarbúa. Hér situr Gísli við símann, svarar fyrirspurnum og aðstoðar meðborgara sína við að ná sambandi við fjöl- skyldur og ættingja til að láta vita af ferðum sínum. Þessar stúlkur tóku lífínu létt á lögreglustöðinni, enda fátt annað að gera en drepa tímann með prjónaskap eða námslestri. Myndir:- eik.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.