Þjóðviljinn - 05.01.1984, Page 3
Fimmtudagur 5. janúar 1984’ ' tJÓÐVILJINN - SÍÐA 3
Hundruð borgarbúa leituðu húsaskjóls í aðalstöðvum lögreglunnar við Hverfisgötu og biðu þess að vera selfluttir í úthverfln, þegar hlé varð á veðurofsanum síðdegis. Myndir: -eik
;JfJf JlllL í ^ l 0 Jt.1
M
v - • ||É| S5'* '
í ^ i Ijt Jff JP
~ J&fk Hk
Óveðrið sem skall yfir landið í gær olli miklum erfið-
leikum á höfuðborgarsvæðinu, þegar kom fram yfir
hádegið. Fólk lagði hikiaust af stað á bílum sínum mis-
jafnlega búnum til aksturs í slæmri færð og auðvitað
endaði það svo með því að bílar sátu fastir eins og
hráviður um aliar götur og komu í veg fyrir að stærri og
velbúnir bílar kæmust leiðar sinnar.
Um miðjan dag lokuðu flestar
leigubifreiðastöðvarnar, enda
var það sjálfgert og skömmu síð-
ar hættu strætisvagnar að aka, en
gátu hafið akstur á sumum
leiðum aftur um kl. 18.
Fólk sem festi bfla sína reyndi
fyrst í stað að sitja um kyrrt í
þeim, en síðan var auglýst í út-
varpinu að fólk gæti leitað skjóls í
ýmsum húsum, svo sem lögregl-
ustöðinni, Bíóhöllnni, hjá sendi-
ttlastöðvum o.fl. Síðdegis var
lögreglustöðin orðin full af fólki,
sem ekki komst leiðar sinnar.
Sömu sögu er að segja frá Bíó-
höllinni. Þröstur Árnason, starfs-
maður þar, sagði í samtali við
Þjóðviljann síðdegis í gær að fólk
streymdi þangað inn, enda væri
endalaus röð bfla sem sátu fastir á
Breiðholtsbraut og alla leið inní
Breiðholtshverfin. Björgunar-
sveitir voru kallaðar út lögregl-
unni til aðstoðar og sömuleiðis
voru öll moksturs og ruðnings-
tæki sem tiltæk voru send af stað.
Veðrinu slotaði um kl. 17 og
var þá ekki vitað til að nein alvar-
leg óhöpp hefðu orðið í Reykja-
vík. í nágrannabyggðum, eins og
Hafnarfirði, Garðabæ og Bessa-
staðahreppi, fór rafmagnið af um
miðjan dag með öllum þeim
óþægindum sem slíku fylgir.
-S.dór
Félagar í björgunarsveitum höfðu í nógu að snúast í gær. Hér eru félagar í björgunarsveitinni Ingólfl að
draga bifreið úr skafli á Kleppsveginum en fyrr um daginn höfðu þeir aðallega veríð í sjúkraflutningum.
„Brosið“ sagði -eik Ijósmyndari þegar við ókum fram á þessa pilta á
Sætúninu. „Það væri nær að þið kæmuð að hjálpa okkur en vera að
þessum blossaleik“, svöruðu þeir að bragði.
Þannig var ástandið á hverrí einustu götu borgarinnar. Borgarbúar komnir að vitja um bfla sína sem þeir
urðu að skilja eftir fyrr um daginn. Þessi mynd er tekin á Miklubrautinni. Myndir: -eik.