Þjóðviljinn - 05.01.1984, Qupperneq 8

Þjóðviljinn - 05.01.1984, Qupperneq 8
8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 5. janúar 1984 Fimmtudagur 5. janúar 1984 ÞJOÐVILJINN - SÍÐA 9 Rakarinn og Rósína - Kristinn Sigmundsson og Sigríður Ella Magnúsdóttir. Ljósm. eik. Kristinn Sigmundsson, Júlíus Vífill Ingvarsson, Svavar Berg Pálsson, Kristinn Hallsson, Elísabet F. Eiríksdóttir og Sigríður Ella j Rósína - Sigríður Ella Magnúsdóttir - syngur engUblítt af veröndinni. Ljósm. Magnúsdóttir í dramatísku söngatriði. Ljósm. eik. 1 ejk. Bartoló, rakarinn og Almavía greifi takast á í þvottabala og don Basflíó kemur tii hjálpar: Jón Sigurbjörns- son, Kristinn Hallsson, Kristinn Sigmundsson og Júlíus Vífill Ingvarsson. ÍTALSKT SÓLSKIN í SKAMMDEGINU Islenska óperan frum- sýniróperuna Rakarinn í Sevilla n.k. sunnudag. Rakarinn frá Sevilla er þekktasta og vinsæl- asta ópera ítalska tón- skáldsins Gioacchini Rossini og varhún frumflutt í Róm árið 1816. Ísýninguís- lensku óperunnar koma fram nokkriraf fremstu söngvurum okkar eins og Sigríður Ella Magnúsdóttir, Kristinn Sigmundsson, Julíus Vífill Ingvarsson, Kristinn Hallsson, Jón Sigurbjörnsson og Guðmundur Jónsson. Leikstjori er Francesca Zambello frá óperunni i San Francisco, en hljómsveitarstjóri er Marc Tardue, sem getið hefur sér gott orð hérá landi fyrir starf sitt við íslensku óperuna. Þjóð- viljinn leit við á æfingu á Rakaranum og náði þar tali af Marc Tardue: Rakarinn í Sevilla er grínópera - opera buffa - af bestu gerð og jafn- framt sú ópera sem gerði Rossini fræg- an, segir Tardue. Rossini er fyrst og fremst minnst fyrir að hafa endurlífgað og kristallis- erað hefð grínóperunnar á Italíu, jafn- framt því sem tónlist hans og hljóm- sveitarsetning er afar litrík og nýlunda þótti hvernig hann beitti stigmögnun í útsetningu til þess að byggja upp dramatíska spennu. Rossini var undir miklum áhrifum frá Mozart, og þess verður vart bæði í tónlist og uppbygg- ingu þessarar óperu. Þetta er sígild saga um unga elskhugann sem keppir um ástir ungu stúlkunnar við ráðsettan bragðaref og nýtur til þess aðstoðar rakarans Fígaró, sem Mozart gerði einnig ódauðlegan með óperu sinni Brúðkaup Fígarós. íslenski textinn mun auka á ánægju áhorfenda og enga óperu veit ég betur til þess fallna að kynna börnum þetta listform vegna gamanseminnar, léttleikans og hinnar hröðu atburðarásar sem einkennir óp- eruna. Þetta var önnur óperan sem ég sá þegar ég var þrettán ára og mér er það ennþá minnisstætt. Hvenær komst þú til Islensku óper- unnar? Það var í september 1982. Það var Richard Woitach stjórnandi við Metropol-óperuna í Washington sem mælti með mér við Gilbert Levin til þess að þjálfa söngfólkið fyrir upp- færsluna áTöfraflautunni. Auk hljóm- sveitarstjórnunar er sérsvið mitt raddþjálfun söngfólks, og það hæfði mjög þörfum hér. Töfraflautan gekk vel og var sýnd 40 sinnum og stjórnaði ég 31 sýningu, þannig að þetta varð smám saman mín útfærsla. Ég var hér fram í mars á síðasta ári, en kom svo aftur í haust. Hvað var það sem dró þig hingað á nýjan leik? Það var kannski fyrst og fremst sá mikli fjársjóður góðra hæfileika í óp- eruflutningi sem ég hafði fundið hér, og svo auðvitað hlýjar móttökur. Hér á íslandi er kominn vísir að óperu- menningu sem á alla möguleika til að dafna. Hér eru margir góðir og upp- rennandi söngvarar auk þess sem ég hef kynnst hér þrem hætileikamiklum leikstjórum, þeim Þórhildi Þórleifs- dóttur, Bríet Héðinsdóttur og Hallmar Sigurðssyni. Þær framfarir sem hér hafa orðið á hálfu öðru ári eru kraftaverki líkar og hlutirnir hafa gerst svo hratt að menn eru ekki enn farnir að átta sig á því sem er að gerast. Hvaða verkefni önnur hefur þú unn- ið fýrir íslensku óperuna? Ég vann að undirbúningi á upp- færslu söngleiksins Mikadó, en fyrsta verkið sem ég stjórnaði sjálfur var La Traviata, sem enn er sýnd. Þá komu Miðillinn og Síminn eftir Menotti, sem einnig verða sýndar áfram í vetur, og nú síðast Rakarinn. Ég hef því verið önnum kafinn hér í haust. Mitt tak- mark er að byggja upp þjálfað lið manna hér við óperuna þannig að hún verði ekki eins háð erlendum starfs- kröftum. Er það rétt að óperan sem listform hafí öðlast nýjar vinsældir á síðustu árum? Viðtökur almennings við íslensku óperunni hafa að minnsta kosti verið mjög góðar. Ég held að flutningur óp- eruverka í sjónvarpi hafi kennt fólki betur að meta óperuna en áður. Óper- an snertir aðra og oft dýpri strengi en leikhúsið vegna styrks tónlistarinnar. Og fyrir íslendinga sem elska að syngja og hafa gaman að leikhúsi er hún kjörin skemmtun. En hefur róðurinn ekki verið erfíður Qárhagslega fyrir óperuna? Jú, við höfum barist í bökkum, og nú er verið að ræða stofnun styrktarfé- lags til þess að víkka þann stuðnings- mannahóp sem að þessu stendur. Við höfum hugsað okkur að bjóða styrkt- arfélögum upp á fræðslu og fyrirlestra og aðrar ívilnanir sem óperan getur boðið upp á og vinna þannig að eflingu stuðningsmannakerfis. Þá eru áform Bartóló reynir að hindra að Almavíva greifi nái fundum Rósínu: Kristinn Hallsson, Sigríður Ella og Júlíus Vífill. Ljósm. eik. um að bjóða öllum þeim söngvurum íslenskum sem það vilja að koma og syngja fyrir okkur til þess að ná betra sambandi við allt íslenskt hæfileika- fólk í söng. Við höfum einnig átt góða samvinnu við Þjóðleikhúsið og Sinfón- íuhljómsveitina, en það er ósk mín að samvinna á milli óperunnar og allra leikhúsanna hér eigi eftir að aukast. Það yrði til góðs fyrir alla aðila. Hvað er það sem ræður verkefnavali íslensku óperunnar? Þegar verkefni eru valin er í mörg horn að líta. í fyrsta lagi þurfum við að hafa söngvara í hlutverkin. Þá ræðst valið einnig af stærð hússins og sviðs- rými, auk þess sem taka verður tillit til fjölda söngvara, leikara og hljóðfæra- leikara. Rakarinn hentaði okkur vel vegna þess að hann miðast við litla hljómsveit og tiltölulega fáa flytjendur og tónlistin hæfði söngvurum vel. Þá skipta vinsældir auðvitað máli. Það krefst hugrekkis að taka upp tiltölu- lega lítt þekkt verk eins og Miðillinn og Síminn, en það styrkir áhorfendur að kynnast fleiri hliðum óperulistar- innar og er liður í því menningarupp- eldi sem íslenska óperan vinnur að. Það hefur verið mér mikilvægt að fá að hafa hönd í bagga með því uppbygg- ingarstarfi sem hér hefur verið unnið við að móta íslenskan óperuflokk, og þótt ég verði hér ekki lengur nú en fram í mars, þá vildi ég gjarnan koma aftur næsta ár. Að lokum, hvers mega áhorfendur vænta á frumsýningunni á sunnudag- inn kemur? Fólk mun fara brosandi frá þessari sýningu með ítalskt sólskin í hjarta og sinni og ég trúi ekki öðru en að það verði vel þegið nú í skammdeginu! Það sem blaðamaður sá og heyrði á æfíngu staðfesti vissulega þessi orð hljómsveitarstjórans og kæmi ekki á óvart ef þessi uppfærsla Rakarans frá Sevilla á eftir að slá fyrri aðsóknarmet að óperu hér á landi. ólg. Marc Tardau í hljómsveitargryfjunni: mikilvægt að fá að taka þátt í uppbyggingu óperu á Islandi. Ljósm. eik. segir hljómsveitarstjórinn Marc Tardue um uppfœrslu íslensku óp- erunnar á Rakaranumfrá Sevilla

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.