Þjóðviljinn - 11.01.1984, Page 4

Þjóðviljinn - 11.01.1984, Page 4
4 SÍÐÁ - ÞJÓÐVlLjÍNNjMi8vikudagur 11. janúar 1984 MOBVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýðs- hreyfingar og þjóðfrelsis Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Framkvæmdastjóri: Guörún Guömundsdóttir. Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson. Um8jónarmaöur Sunnudagsbiaðs: Guöjón Friðriksson. Auglýsingastjóri: Sigríður H. Sigurbjörnsdóttir. Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Blaðamenn: Auður Styrkársdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Helgi ólafsson, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gíslason, Ólafur Gíslason, Óskar Guðmundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Valþór Hlöðversson. íþróttafréttaritari: Víðir Sigurðsson. Utlit og hönnun: Guðjón Sveinbjörnsson, Þröstur Haraldsson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Magnús Bergmann. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Auglýsingar: Áslaug Jóhannesdóttir, Ólafur Þ. Jónsson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Jóhannes Harðarson. Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, Margrét Guðmundsdóttir. Húsmóðir: Bergljót Guðjónsdóttir. Bflstjóri: Ólöf Sigurðardóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 81333. Umbrot og setning: Prent. Prentun: Blaðaprent hf. íhaldsúrrœðin Kosningarnar í Danmörku í gær vöktu athygli langt út fyrir landið. Þegar þetta er ritað er ekki vitað um úrslit, en þar hefur ráðist hvort hægri stefnan sem stjórn Pauls Schluters hefur fylgt sl. 16 mánuði fær áfram brautargengi kjósenda. Það verður afar fróðlegt að skoða úrslit dönsku kosninganna í ljósi þess sem rit- stjóri Politikens sagði í viðtali við íslenska sjónvarpið í fyrrakvöld. Hann kvað það hafa verið eina ráð íhalds- stjórnarinnar við kreppunni að láta hana bitna af full- um þunga á þeim sem minnst mega sín. Segja má að hugsanagangurinn að baki þessarar stefnu sé þessi: Eftir mörg velmegunarár hefur dregið úr hagvexti og í staðinn fyrir bætt kjör verður að velta auknum byrðum yfir á almenning. Þetta er almennt viðurkennt en viðbrögðin verða þau að þeir sem bæri- lega eru settir vona uppá það að þeir sleppi, en aðrir verði fyrir barðinu á kreppuráðstöfunum. Hægri stjórnirnar ýta mjög undir sjónarmið sjálfselskunnar og að hver sé sjálfum sér næstur í kreppunni. í DV eru birt ummæli nokkurra íslendinga í Kaup- mannahöfn um dönsku kosningarnar og þar segir Einar Már Guðmundsson rithöfundur að þær snúist um það hvort hinir ríku eigi að fækka leikföngum sínum eða hvort enn eigi að þrengja að smælingjunum. „Sumir segja að núverandi valdhafar hafi lesið Hróa hött aftur- ábak og vilji taka frá þeim fátæku til að gefa þeim ríku. Fjölmennur millihópur sættir sig síðan við að svona eigi það að vera og það er einmitt til þessa hóps sem Schlúter og félagar beina máli sínu.“ Séra Ágúst Sig- urðsson segir um kjósendahóp Schluters að það sé fólk sem sé að kjósa yfir sig skipulagt atvinnuleysi með þeim afleiðingum að þeir ríku verða ríkari og þeir fátæku fátækari. Danski forsætisráðherrann hefur mjög slegið um sig með bjartsýnistali, en eins og fram kom í viðtölum sjónvarpsins við dönsku ritstjórana má um það deila hvort skipti meira um smávægilegan efnahagsbata þró- un í alþjóðlegum efnahagsmálum eða athafnir stjórnar- innar. Hinsvegar ræður enn miklu vantrú á danska krataflokknum sem hélt um stjórnartauma þegar olíu- verðshækkanir riðu yfir og efnahagsástand í Vestur- Evrópu fór almennt versnandi. Kjósendur í Danmörku svöruðu í gær þeirri spurn- ingu, sem menn hafa svarað á sinn hátt í Bretlandi t.d. og Bandaríkjunum, hverjir eiga að greiða kreppuna dýrustu verði. Þau svör hafa síðustu misserin ekki verið uppörvandi, hvorki hér heima né víðast annarsstaðar. Það er mikið verkefni fyrir vinstri sinna og verkalýðs- hreyfinguna að endurvekja traust á samstöðupólitík. Nái hún ekki trausti á ný í okkar heimshluta munu iðnríki Vesturlanda í æ ríkara mæli breytast í stiga- mannaþjóðfélög undir hægri stjórnum á næstu árum. Undir áhrifum í Danmörku er mjög talað um hin svokölluðu forsæt- isráðherraáhrif. í samsteypustjórnum þar hefur forsæt- isráðherranum oft tekist að skapa sér og flokki sínum miklar vinsældir. Margir vilja fylgja í fótspor og fara að fordæmi forsætisráðherra sem kemst vel frá því að vera í sviðsljósinu eins og Paul Schluter. Á íslandi höfum við einnig forsætisráðherraáhrif. Þau komu m.a. fram í áramótaávarpi Steingríms Hermannssonar þar sem hann hvatti menn til þess að gleyma kreppunni á skíðum uppi í óbyggðum. Við lágtekjumanninn sagði forsætisráðherra: Fylgdu mínu fordæmi, tak Blazer þinn og snjósleðakerru og ak upp í fjöll að gleyma kreppu og bágum hag. Og hamli veður og færð má alltaf skjótast til Sviss að renna sér í Kitzbuhl eða á öðrum ámóta stöðum. Hverjir vilja ekki vera undir svona þægilegum forsætisráðherraáhrifum? Fjölskyldualbúm frjálshyggjunnar Milton Friedman, svindlarinn og hagskúrkurinn sem heims- pressan (og Ólafur Ragnar) hefur nú sýnt hvern mann hefur að geyma, hefur sums staðar átt uppá pallborðið á íslandi. Hug- myndafræði hins harðsnúna liðs fjálshyggjumanna hefur að veru- legu leyti byggt á kenningum þessa manns. Parmeð hafa kenn- ingar hans notið verulegs fylgis í Sjálfstæðisflokknum, Verslun- arráði og víðar. Stjórnarathafnir ríkisstjórnarinnar hafa og verið í anda kenninga þessa dánu- manns. Félag Frjálshyggjumanna á ís- landi gefur út í vönduðu broti tímaritið Frelsið sem mjög hefur hampað Friedman og skoðana- bræðrum. Ritstjóri Frelsisins hef- ur og snætt dýrindis málsverð „Bauer lávarður ræðir við rit- stjóra Frelsisins Hannes H. Giss- urarson í hófi sem haldið var lá- varðinum til heiðurs í Lundúnum í janúar 1983“. (Frelsið III1983). með Friedman og fjölskyldan öll Milton, Rose, og David Fried- man eru dús við oddvita frjáls- hyggjunnar hér á landi. Tímaritið sem þeir frjálshyggjumenn gefa út gengur undir nafninu „fjöl- skyldualbúm frjálshyggju- rnanna", af því þar er ótrúlegur fjöldi mynda og greina af frjáls- hyggjumönnum í ýmsum stelling- um og út um allar jarðir í skálar- veislum og svoddan. Friedrich A. Hayek er ráðgjafi tímaritsins, Hannes Hólmsteinn er ritstjóri, en ritnefnd skipa Gísli Jónsson, Jónas Haralz, Matthías Johannessen, Ólafur Björnsson og Þorsteinn Sæmundsson. Við birtum nokkrar myndir úr fjölskyldualbúminu. -óg klippt „Stjórn Hayekfélagsins í Oxford-háskóla ásamt Hayek“ (Frelsið III 1983). ,JFrá fundi stofnunar Jóns Þorlákssonar 12. janúar 1983. Frá h.: Hjört- ur Hjartarson (sem er tengdasonur Jóns Þorlákssonar), Ragnar Hall- dórsson dr. Þór Whitehead, Sigurður Gísli Pálmason, Hannes H. Gissurarson og Oddur Thorarsensen. Einnig sést í Gunnlaug Sævar Gunnlaugsson, Auðun Svavar Sigurðsson og Pétur Björnsson“ (Frelsið I 1983). ,JVlilton Friedman með bók sína Frelsi og Framtak í hinni íslensku útgáfu hennar. Myndin var tekin á þingi Mont Pélerin-samtakanna í Berlín haustið 1982“ (Frelsið I 1983). „Hannes H. Gissurarson ræðir við George J. Stigler prófessor í Chic- ago og nóbelsverðlaunahafa í hagfræði 1982. Á milli þeirra sést í Rose Friedman. Stigler var forseti Mont Pélerin samtakanna 1976-1978“ (Frelsið III 1983). og skorið Ekki lengur í Framsókn Einar Ágústsson sendiherra í Danmörku segir í viðtali við DV í gær að hann sé ekki lengur stjórnmálamaður. Einar sem var um árabil utanríkisráðherra í tveimur ríkisstjórnum og einn helsti forystumaður Framsóknar- flokksins til skamms tíma bætir við að hann sé „ekki einu sinni flokksbundinn Framsóknarmað- nr“ Frá Framsókn til vinstri Svipaða sögu er að segja um séra Ágúst Sigurðsson prest í Kaupmannahöfn. Hann segir í viðtali við DV að hann kysi sósí- aldemókrata í Danmörku hefði hann kosningarétt, en hann hefði verið Framsóknarmaður uppá fs- landi. -óg - ekh.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.