Þjóðviljinn - 11.01.1984, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 11.01.1984, Blaðsíða 15
Miðvikudagur 11. janúar 1984' ÞJÓÐVILJINN — SÍt)A 15 RUV 1 7.00 Veöurfregnir. Fréttir. Bæn. A virkum degi. 7.25 Leikfimi. 8.00 Fréttir. Dagskrá. 8.15 Veöurfregnir. Morgunorð - Hulda Jensdóttir talar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: „Skóladag- ar“ eftir Stefán Jónsson. Þórunn Hjartar- dóttir les (3). 9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynningar. Tónleikar. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. Forustugr. dagbl. (útdr.) 10.45 íslenskir einsöngvarar og kórar syngja. 11.15 Ur ævi og starfi íslenskra kvenna. Umsjón: Björg Einarsdóttir. 11.45 ísienskt mál.' 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynning- ar. Tónleikar. 13.30 Suður-amerísk lög. 14.00 „Brynjólfur Sveinsson biskup" eftir Torfhildi Þorsteinsdóttur Hólm Gunnar Stefánsson les (12). 14.30 Úr tónkverinu. Þættir eftir Karl-Robert Danler frá þýska útvarpinu í Köln. 2. þáttur: Píanótónlist. Umsjón: Jón Örn Marinós- son. 14.45 Popphólfið - Pétur Steinn Guðmunds- son. 15.30 Tilkynningar. Tónleikar. 16.20 Síðdegistónleikar. Beethoven; Herbert von Karajan stj. 17.10 Síðdegisvakan. 18.00 Snerting. Þáttur Arnþórs og Gisla Helg- asona. 18.10 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. 19.50 Við stokkinn. Stjórnendur: Guðlaug María Bjarnadóttir og Margrét Ólafsdóttir. 20.00 Barnalög. 20.10 Ungir pennar. Stjórnandi: Hildur Her- móðsdóttir. 20.20 Útvarpssaga barnanna: „Nikulás Nic- kleby“ eftir Charles Dickens. 20.40 Kvöldvaka. a) Sauðaþjófur og úti- legurmaður í Þingvallahrauni; siðari hluti. Jón Gislason tekur saman og flytur frásöguþátt. b) Karlakór Akureyrar syng- ur. Stjórnandi: Áskell Jónsson. c) Minning- ar og svipmyndir úr Reykjavík. Vilborg Edda Guðmundsdóttir les úr samnefndri bók eftir Ágúst Jósepsson. Umsjón: Helga Ágústsdóttir. 21.10 Frá tónleikum Strengjasveitar Sin- fóníuhljómsveitar íslands í Gamla Biói 11. maí s.l. Stjórnandi: Mark Reedman. 21.40 Utvarpssagan: „Laundóttir hreppstjórans” eftir Þórunni Elfu Magn- úsdóttur. Höfundur les (19). 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgun- dagsins. Orð kvöldsins. 22.35 Við Þáttur um fjölskyldumál. Umsjón: Helga Ágústsdóttir. 23.T5 íslensk tónlist. a) Passacaglia eftir Jóna Ásgeirsson um stef eftir Purcell. Ragn- ar Björnsson leikur á orgel. b) Píanósónata eftir Leif Þórarinsson. Rögnvaldur Sigur- jónsson leikur. c) Sex íslensk þjóðlög útsett af Þorkeli Sigurbjörnssyni. Ingvar Jónasson og Guðrún Kristinsdóttir leika á viólu og pí- anó. 23.45 Fréttír. Dagskrárlok. RUV 2 10-12 Arnþrúður Karlsdóttir, Ásgeir Tómasson, Jón Ólafsson og Páll Þor- steinsson sjá um morgunutvarpið eins og endranær. 14—16 Allra handa. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir sér um þáttinn. 16- 17 Reggae-tónlist. Jónatan Garð- arsson kynnir. 17- 18 Á íslandsmiðum. Þorgeir Ást- valdsson fer á hin íslensku mið tónsmiða og plötuútgáfu. RUV 18.00 Söguhornið. Tröllið og svarta kisa eftir Margréti Jónsdóttur Björnsson. Sögu- maður: Iðunn Steinsdóttir. Umsjónarmaður: Hrafnhildur Hreinsdóttir. 18.05 Mýsla. Pólskur teiknimyndaflokkur. 18.10 S.K.V.A.M.P. Kanadisk teiknimynd um hringrás vatnsins sem lýst er með ferða- sögu vatnsdropaflokks. Þýðandi Veturliði Guðnason. 18.30 Úr heimi goðanna. Leikinn, norskur fræðslumyndaflokkur i fjórum þáttum fyrir unglinga um hina fornu æsi og goðafræði Norðurlanda. Þýðandi Guðni Kolbeinsson. (Nordvision - Norska Sjónvarpið). 18.55 Fólk á förnum vegi. Endursýning. - 8. Tölvan. Enskunámskeið í 26 þáttum. 19.10 Hlé. 19.45 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Auglýsingar og dagskrá. 20.40 Kapp er best með forsjá. Fræðslu- mynd frá Umferðarráði um unga ökumenn. Þýðandi og þulur Bogí Arnar Finnbogason. 20.55 Dallas. Bandarískur framhaldsmynda- flokkur. Þýðandi Kristmann Eiðsson. 21.45 Spekingar spjalla. Fjórir Nóbelsverð- launahafar í raunvísindum árið 1983 ræðast við um vísindi og heimsmál. Umræðum stýr- ir Bengt Feldreich. Þýðandi Jón O. Edwald. 22.45 Fréttir í dagskrárlok. frá lesendum Hin nýja fátækt Vegna skrifa Þjóðviljans í miðviku- og fimmtudagsblöðum þann 4. og 5. janúar, get ég ekki lengur orða bundist á þeirri píslarvœttismynd sem þar er dreg- in upp afstöðu einstœðra mœðra í þjóðfélaginu, og á þeirri einhliða mynd sem þar er framsett á þessu máli í heild sinni. Bréf kennarans Það má helst skilja af forystu- greininni þann 5. janúar og af bréfi kennarans“ að einstæðar mæður séu einu fátæklingarnir í þjóðfélaginu. Hvað um stöðu hins foreldrisins sem borgar barnsmeðlög (vanalega faðirinn) eða allan þann fjölda láglauna- fjölskyldna, sem undir sömu rök er seld og fyrrnefndur kennari? Er það gömul fátækt eða hvað? Eða hefur hin einstæða einkarétt á hinni „nýju fátækt“? Ég ætla að láta liggja á milli hluta sannleiksgildi þeirra full- yrðinga sem fra koma hjá kenn- aranum í Þjóðviljanum undir fyrirsögninni „Þolinmæði mín er á þrotum" þann 4. janúar sl. þó ég telji að deila megi um sumar þeirra, en snúa mér að hinni hlið málanna, hinni þöglu mynd, stöðu föðurins sem borgar barns- meðlög, þar sem ég þekki þá mynd vel af eigin reynslu. Fráskil- inn faðir Ég er fráskilinn faðir og greiði barnsmeðlög með þrem börnum. f dag þigg ég laun skv. 10. launa- flokki BSRB sem nemur um 13.702,- á mánuði. Af þessum launum er fastur kostnaður minn 11.000,- á mánuði, 6000 kr. í húsaleigu og um 5000 kr. í barns- meðlög. Það sem eftir stendur eru skítnar 2.700.- kr. á mánuði sem mér er ætlað að lifa á. Af 2.700.- kr er mér ætlað að kaupa mat fyrir mánuðinn, borga af bankaláni og námsláni, og síð- ast en ekki síst rafmagns-, hita- og símareikninga, og hljóta þá allir að sjá hvort endar ná saman hjá mér. Ég tek það fram að ég bý einn sem gerir það að verkum að heimilisreksturinn er hlutfalls- lega meiri en hjá fólki í sambúð eða giftu. í framhaldi af þessu langar mig til að spyrja Þjóðviljann hvort hann telji að ég lifi á þessum launum og hvort hann haldi ekki að þolinmæði mín sé einnig á þrotum. Finnst Þjóðviljanum rétt að hygla einstæðu foreldri (vanalega mæðrum) sérstaklega og fram úr hófi, á þann hátt að jaðri við goð- sögn um einstæðar mæður sbr. „Hin nýja fátækt“, „þolinmæði mín á þrotum" o.s.fr.? Finnst Þjóðviljanum rétt að draga fram svo einhliða mynd af þessu máli, þar sem ekki er fjall- að um stöðu hins aðiljans, þess sem greiðir barnsmeðlögin, en hún er síst betri en hinnar ein- stæðu móður? Ég spyr, er hinni flennistóru stríðsfyrirsögn í 2. tölublaði ’84 og forystugrein í 3. tölublaði ætl- að að knésetja þann aðilja sem borgar barnsmeðlög eða er henni ætlað að bæta stöðu einstæðra mæðra og þá með hvaða ráðum? Hefur Þjóðviljinn og Alþýðu- bandalagið einhverja stefnu eða lausn á þessu máli, sem felur í sér að tekið sé tillit til fjárhagsstöðu beggja þeirra aðilja sem eiga barn (börn) saman en búa ekki saman? Mér finnst tími til kominn að þeir feður, sem axla þá byrði að borga meðlög láti sér heyra og segi frá reynslu sinni. Ég efast ekki um, að í þjóðfélaginu séu margir sem hafa frá svipuðu að segja og ég, og flokka má undir fyrirsagnir Þjóðviljans „Hin nýja fátækt" og „þolinmæði mín er á þrotum“. En því miður hefur þessi hópur meðlagsgreiðandi feðra látið allt of lítið í sér heyra, sem hefur gert það að verkum að fram hafa komið mjög einhliða skrif um þessi mál eins og skrif Þjóðviljans bera með sér. Af sömu ástæðum og kennar- inn, óska ég nafnleyndar, þar sem ég vil ekki opinbera fátækt mína. Með vinsemd og von um birt- ingu. -Meðlagsgreiðandi- Er það leyfi- legt? Hörður hringdi: Mig langar til að fá það upplýst hvort leyfilegt er að taka upp á myndbönd efni, sem flutt er í Sjónvarpinu og sýna það á einka- heimilum. Ég spyr vegna þess, að mér hef- ur verið tjáð að Aramótaskaupið hafi verið endursýnt á heimilum víða um land. Hefur ekki sjón- varpið og þá höfundar einkarétt á því efni, sem það lætur vinna? Ef svo er hlýtur að vera óheimilt að sýna slíkt efni án samþykkis þeirra aðila. Sé það rétt að Áramótaskaupið hafi verið tekið upp og endursýnt á einkaheimili, lá þá slíkt samþykki fyrir? Lesandi hefur frétt af því að víða um bæ er fólk horfandi á ára- mótaskaup Sjónvarpsins aftur og aftur. Þjóðviljinn fékk þœr upplýs- ingar hjá Sjónvarpinu, að líkt og með upptökur úr hljóðvarpi er látið afskiptalaust aðfólk noti efni af spólum til eigin afnota á einka- heimilum. Nýbylgja er samheiti Sæ. G. skrifar. Blessaður Jón Viðar og gleði- legt nýár! Það var gaman að sjá bréf þitt, þúert nú bara ansi skondinn náungi. Fyrst þig langar til að ég rök- styðji mitt mál þá er það nú alveg sjálfsagt, því fátt er auðveldara. í fyrsta lagi: Þú skrifar: „Við allar myndir nema eina vantar ártöl, þannig að ókunnpgur les- andi veit ekki hvenær hljóm- sveitirnar störfuðu". Svona nokkuð skrifar ekki vel læs fullorðinn maður sem hefur lesið umriedda Poppbók. Það eru nefniiega ártöl við margar myndir í bókinni. Við hvaða mynd ætli þú JVS. hafir séð ártal? Á bls. 42, 53, 62, eða 126 eða .....? Annað augljóst dæmi er þar sem þú JVS. segir að hugtaka- notkun stangist á í bókinni. Hljómsveitin Clash sé bæði kölluð pönkhljómsveit og ný- bylgjuhljómsveit. Ef þú hefðir lesið fyrstu línu skilgreiningar- innar um nýbylgju þá hefðir þú fengið útskýringu á því hvernig Clash getur verið bæði. Þar stendur nefnilega: „Nýbylgja er ekki nein sérstök músikstefna, heldur samheiti yfir öldu af ný- jum nöfnum sem skutu upp koll- inum í kjölfar pönkbyltingarinn- ar í Bretlandi 1977. „Afþessu má augljóst vera að sú hljómsveit sem leiddi pönkbyltinguna, í þessu tilfelli Clash, tilheyrir ný- bylgjunni. f raun er furðulegt að poppskribent eins og þú skulir ekki þekkja jafn áhrifamikið fyrirbæri í poppinu og nýbyl- gjuna. En þetta sýnir eins og svo margt annáð að hvorki þú né ann- ar er fær um að rita uni bók eða annað án þess að vera búinn að, í þessu tilfelli, lesa bókina, og vera þá einnig inní málunum. Nú, ef þú vilt að ég fræði þig eitthvað meira um Poppbókina þá er það bara gaman fyrir mig, því í leiðinni fræðast kannski fleiri ófróðir menn um þessa ágætu bók. Hvort þú vilt kenna illri lestrar- ■kunnáttu eða barnaskap skiptir ekki nokkru máli. Hitt hlýtur að vera lesendum nokkuð umhugs- unarefni: Hvort umfjöllun blaðs- ins um bókmenntir og listir eigi að halda áfram á þeim villigötum sem hún er nú á. Virðingarfyllst. Sjónvarp kl. 21.45 Spek- ingar spjalla Hinn árlegi þáttur frá sænska sjónvarpinu, Spekingar spjalla, verður á eftir Dallas í kvöld. Kvöldið verður því afar spek- ingslegt. í þættinum verður m.a. spjallað um aðstöðumun ungra vísindamanna í dag og fyrir 30 - 40 árum. Kanadísk stúlka, sem er að hefja nám í raunvísindum, verður með stjórnandanum Bengt Feldr- eich í umræðum Nóbelsverð- launahafanna í raunvísindum árið 1983. Spekingarnir fjórir eru: Bar- bara McClintock sem er 81 árs gömul, Indverjinn Subrahman- yan Chandrasekhar, Amerík- aninn William A. Fowler og Henry Taube. Nóbelsverðlaunin í raunvís- indum hljóða upp á eina og hálfa milljón sænskra króna og jafngildir það rúmum fimm milljónum íslenskra króna. Þetta er mikil viðurkenning fyrir þá sem hljóta verðlaunin og titilinn sem þeim fylgir. bridge Því miður sitja stóru spilin alltof oft í fyrirrúmi þegar valin eru spil til birtingar. I dag rifja ég upp lítið spil frá fyrra ári. Við getum kallað það laufíferð ársins, eða bara Hafnarfjarðarbrandara, þvi það kom fyrir í aðalsveitakeppni B.H.: Norður S 872 H K874 T K63 L D92 Vestur Austur S KDG64 S 105 H D5 H A1093 T ADG95 T 1074 L 6 Suður S A93 H G62 T 82 L AK853 L G1074 Suður vakti á tigli, spaði í vestur og eftir tvö pöss tuddaðist suður eilítið með einu grandi og þar lognuðust sagnir út. Vestur kom út með spaöa kóng og skifti í tígul drottningu þegar hann hélt slag. Sagnhafi hresstist verulega þegar kóngur hélt. Af stakri vandvirkni bað hann umsvifa- laust um lauf níu úr borði næst (þetta var allt á hröðu „tempói"). Sennilega er austur ekki gamall skáti, alla vega var hann ekki í viðbragðsstöðu. Eftir smá hik lét hann fjarkann nægja. Sagnhafi tók puttann af kóngnum og afréð að treysta austur... þristur! Eftir þessa byrjun var ekki að vænta eðlilegrar þróunar spilamennsku og í lokin vísuöu níu slagir í N/S. Samkv. loforði eru engin nöfn gefin upp, þótt eftir sé leitað. Tikkanen F) S/ Ég hef svikið sjálfan mig með mörgum konum. Gœtum tungunnar Rétter að segja: mig vantar, þig vantar, hann vantar, hana vant- ar; manninn vantar atvinnu konuna vantar húsnæði, barnið vantar allt til alls.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.