Þjóðviljinn - 11.01.1984, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 11.01.1984, Blaðsíða 16
DJÚÐVIUINN Miðvikudagur 11. janúar 1984 Aðalsimi Þjóðviljans er 81333 kl. 9 - 20 mánudag til föstudags. Utan þess tima er hægt aö ná í blaðamenn og aöra starismenn blaðsins i þessum símum: Ritstjórn Aðalsími Kvöldsími Helgarsími 81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, Ijósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9 - 12 er hægt aö ná í afgreiðslu blaðsins í síma 81663. Prentsmiðjan Prent hefur síma 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. 81333 81348 81663 Erfitt yfirferðar fyrir gangandi vegfarendur Gangstéttir hafa setið á hakanum Önnum kafnir við að ryðja akbrautir segir gatnamálastjóri borgarinnar „Það verður að segjast eins og er, að gangstéttir hafa setið á hakan- um. Við höfum ekki komist yfir all- an þennan snjómokstur“, sagði Ingi Ú. Magnússon gatnamálastjóri Reykjavíkurborgar í samtali við Þjóðviljann. Gangandi vegfarendur hafa víða átt í erfiðleikum að komast ferðar sinnar í borginni, einkum eldra fólk, þar sem háir snjóruðningar liggja yfir gangstéttum. Þá er víða mjög hált þar sem svellað er undir þunnu snjólaginu eftir hlákuna á dögunum. Gatnamálastjóri sagði að starfs- menn borgarinnar hefðu verið önnum kafnir við að ryðja ak- brautir og halda strætisvagna- leiðum opnum. Einnig hefði síð- ustu daga verið rutt fyrir utan elli- heimili, við strætisvagnaskýli og gangbrautir í gamla miðbænum. Annað hefði enn sem komið er set- ið á hakanum. Mest hafa 33 ruðningstæki verið við snjómokstur í borginni á sama tíma og er kostnaður við þennan mokstur kominn í tvær miljónir frá áramótum að sögn gatnamála- stjóra. „Ef við getum losað um tæki þá reynum við að byrja á gangstéttun- um en miðað við veðurfarið eins og það ernú, þáerómögulegt aðsegja til um hvenær það getur orðið.“ -lg- Táknræn mynd fyrir ástandið á gangstéttum og við biðstöðvar. Klaka- brynja yfir öllu. Það er Marta Jóhannsdóttir sem bíður eftir strætisvagnin- um við Hamrahlíð. Mynd-eik. Enn verið að meta Eitt mesta tjón af völdum óveðurs Foktjónið á Fáskrúðsfirði ekki bætt „Það er ekki búið að meta tjón af völdum óveðursins endanlega, menn eru að vinna í þessu, en ég get trúað því að þetta sé með meira tjóni af völdum sama óveðursins hér um langan tíma“, sagði Ás- geir Ólafsson forstjóri Viðlagatryggingar ís- lands. 15 öryrkjar á hrak- hólum í kerfínu segir Guðrún Helgadóttir alþm. — vanda þeirra verður að leysa strax „Það eru 15 einstaklingar sem hvergi eiga samastað í kerfinu. Það er áríðandi að leysa mál þessa fólks sem allra fyrst“, sagði Guðrún Helgadóttir í við- taii við Þjóðviljann. Guðrún sagðist hafa vonast eftir því, þegar tillögunni um vistunarvanda öryrkj a var vísað til allsherjarnefndar Alþingis, að málið þætti svo brýnt og sjálfsagt að það þyrfti ekki að fara í umsögn. „Nefndin hefði getað afgreitt málið fljótt og vel en heimskuleg lögmál pólitísks leiks tefja fyrir því“, sagði Guð- rún. Nokkrir einstaklingar sem eru öryrkjar vegna andlegrar og/eða líkamlegrar fötlunar eru ekki vistaðir við eðlilegar að- stæður. Þeir hafa lent í slysum eða öðrum áföllum og eru yfir- leitt vistaðir á almennum sjúkrahúsum. Þar er ekki mannafli til að liðsinna þeim sem skyldi og er mjög áríðandi að þetta fólk fái viðunandi um- hverfi með þjónustu og þjálfun sem hentar hverju þeirra. -JP. Starfsmenn tryggingarfélagsins hafa verið að skoða skemmdir af völdum óveðursins og flóðanna á Akranesi, Sandgerði og víðar á sunnanverðu landinu á dögunum og taldi Ásgeir að endanlegt tjóna- mat læg fyrir í lok þessa mánaðar. Viðlagatrygging nær til húseigna og þess lausafjár sem er bruna- tryggt. Tryggingin bætir tjón af völdum jarðskjálfta, eldgosa, skriðufalla, snjóflóða, sjávar- og árflóða, en tryggingin nær ekki til tjóns af völdum foks, og bætir því ekki skaðann sem varð á hús- eignum og öðrum verðmætum í of- sarokinu á Fáskrúðsfirði í fyrri- nótt. „Ástæðan er sú, að tryggingarfé- lögin öll bjóða uppá foktryggingu og það hefur verið talið eðlilegt að þau héldu þeirri starfsemi áfram og þetta heyrði því ekki undir Viðlag- atryggingu. Fólk þarf því að tryggja eigur sínar sérstaklega fyrir tjóni af völdum foks,“ sagði Ásgeir Olafsson. -lg- Styrkur til Kvennaathvarfsins skorinn niður Vcrðum að treysta á góðvilja annarra segir talsmaður Kvennaathvarfsins „Við verSum að byggja starfsemi okkar á góðvilja félagasamtaka og einstaklinga vegna þess að styrkir frá ríki og borg duga ekki fyrir rekstrinum á árinu“, sagði Anna Magnea Hreinsdóttir starfsmaður Kvennaathvarfsins í gær. Anna Magnea sagði að sótt hefði verið um 660 þúsund krónur til borgarinnar en aðeins hefðu feng- ist 400 þúsund. Ríkið veitti hins- vegar umbeðna upphæð, 1200 þús- und krónur. Þá hefur að hennar sögn verið farið fram á styrki frá nágrannasveitarfélögunum, en þó Kvennaathvarfið þjóni öllu landinu, eru 70% kvenna sem þangað leita frá Reykjavík. „Um- beðinn styrkur var útreiknuð fjár- hæð miðað viðfjárhagsáætlun okk- ar“, sagði Anna Magnea, „og nið- urskurður á honum þýðir einfald- lega að við verðum að afla þess fjár með öðrum hætti.“ Aðsókn að Kvennaathvarfinu hefur aukist jafnt og þétt. Á síðasta ári dvöldu 152 konur í athvarfinu og um 400 höfðu símasamband. Tiltölulega rólegt var í athvarfinu yfir jól og áramót að sögn Önnu Magneu, en mikið hefur verið að gera síðan. í gær dvöldu 7 konur og 8 börn í athvarfinu. -JP

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.