Þjóðviljinn - 11.01.1984, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 11.01.1984, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 11. janúar 1984 Minning Ólafur Jónsson ritstjóri Fæddur 15. júlí 1936 - Dáinn 2. janúar 1984 Óvænt fráfall Ólafs Jónssonar, ritstjóra og gagnrýnanda, á miðj- um aldri er ekki einungis persónu- legt áfall vinum hans og velunnur- um, heldur er það tilfinnanlegur og nánast óbætanlegur skaði allri bók- menntastarfsemi í landinu, því hann var tvímælalaust einhver glöggskyggnasti, réttsýnasti og á- hrifamesti gagnrýnandi um sína daga, hvort sem menn voru honum samdóma í einstökum tilvikum eða ekki. Vandvirkni hans, heiðarleik og næma skynjun báru fáir brigður á, þeir sem á annað borð fylgdust með skrifum hans opnum og for- dómalausum huga. Maður gat ver- ið ósammála honum eða sviðið undan dómum hans, ef þeir beindust harkalega að eigin verk- um, en hann kom þannig orðum að ályktunum sínum, að maður fann að þær voru á traustum grunni reistar, áttu sér forsendur sem hægt var að virða, þó þær færu í bága við eigin röksemdir eða viðhorf. Skrif hans voru ögrandi, vekjandi og létu mann sjaldan ósnortinn. Aðal hans og meginstyrkur sem gagnrýnanda var hæfileikinn til að greina sundur verk, leitast við að grafast fyrir kjarna þeirra og leggja fram niðurstöður sínar í skilmerki- legu máli, sem gat verið tyrfið eða torlesið, en launaði lesanda jafnan erfiðið ef hann lagði á sig að þræða þau einstigi sem næm skynjun og innsæi gagnrýnandans mörkuðu. Náin kynni okkar Ólafs tókust fyrst fyrir réttum tveimur ára- tugum þegar hann var nýkominn heim frá námi erlendis og við hóf- um að skrifa leiklistargagnrýni, hvor á sínu blaði. Vorum við sessu- nautar í leikhúsi heilan áratug og áttum margar ánægjulegar og eftir- minnilegar samverustundir bæði í Þjóðleikhúskjallara og heimahús- um, aukþess sem við sátum saman í stjórn Félags íslenskra leiklistar- gagnrýnenda allan þann tíma og áttum samstarf sem aldrei bar nokkurn skugga á, enda var hann hugkvæmur og tillögugóður og ein- stakt ljúfmenni í persónulegum samskiptum. Ólafur var .að eðlisfari ákaflega dulur og flíkaði ógjarna eigin til- finningum, átti jafnvel til að henda kaldranalegt gaman að orðaflaumi og tilfinningagosum opinskárra vina, en hann bjó yfir sérkennilegri hjartahlýju sem birtist í orðum hans og æði, bæði dagsdaglega á förnum vegi og þó einkum þegar svo bar undir að hann svipti burt þeim kaldsama hjúpi sem hann sveipaði um ofurnæmt geð og fun- heitar tilfinningar. Vafalaust áttu ýmsir erfitt með að átta sig á þessu tvíræði í dagfari hans, en þeim sem kynntust honum náið duldist áreið- anlega ekki hvern mann hann hafði að geyma. Leiftrandi vitsmunir Ólafs komu ekki aðeins fram í skrifum hans margvíslegum, sem öll báru vitni skerpu og rökfimi, heldur var hann líka sérlega aðlaðandi og áheyri- legur á öldum ljósvakans, hvort heldur var í sjónvarpi eða útvarpi, yfirvegaður í málflutningi, rökvís og sannfærandi. Það var einsog hvorki væri hægt að koma honum á óvartnéúrjafnvægi. Hannkomoft og einatt að umræðuefninu úr óvæntri átt, gerði sér far um að sjá það af öðrum sjónarhóli en við- mælendur hans, og þá gjarna með snöggtum víðari yfirsýn, enda var hann bæði víðlesinn, fjöl- menntaður og frjór í hugsun. Mér er það í minni að einhverju sinni eftir umræðuþátt í sjónvarpi, þar- sem allhart var deilt, lét kona nokkur svo ummælt að Ólafur væri gæddur óvenjulegum „vitsmuna- legum kynþokka" og þótti snjall- mæli. Skrif Ólafs Jónssonar um bók- menntir og leiklist mundu efalaust fylla margar þykkar bækur, væri þeim saman safnað, en þau hafa enn sem komið er einungis birst á víð og dreif í blöðum og tímaritum, nema hvað hann gaf út lítið úrval bókmenntagreina árið 1979 og nefndi Líka líf. Annað rit eftir hann um bókmenntir kom út 1982 og nefndist Bækur og lesendur, um lestrarvenjur. Loks færði hann í letur æviminningar Brynjólfs Jó- hannessonar leikara og nefndi Karlar eins og ég (1966). Af öðrum þjóðþrifaverkum í þágu íslenskra bókmennta ber að nefna, að Ólafur stofnaði og rit- stýrði ásamt Sveini Skorra Hösk- uldssyni menningartímaritinu Dag- skrá 1957-58 og þótti merkilegt framlag til menningarumræðunn- ar. Síðan ritstýrði hann Félagsbréfi AB 1963-64, en tók við ritstjórn Skírnis 1971 og ritstýrði þessu elsta tímariti Norðurlanda til dauða- dags. Er almennt viðurkennt að brotið hafi verið blað í sögu Skírnis þegar Ólafur tók við ritstjórninni, enda hefur það verið annað helsta bókmenntatímarit landsins æ síð- an. Auk alls þessa skrifaði Ólafur mikið um íslensk menningarmál í norræn tímarit og safnrit, meðal þeirra Nordisk tidskrift og Ord och bild. Það fer því ekki milli mála að við sviplegt fráfall Ólafs Jónssonar er stórt skarð höggvið í fámenna sveit athafnasamra og atkvæðamikilla menningarfrömuða í þessu landi og verður ekki fyllt um fyrirsjáanlega framtíð. Hann hafði það tvennt til að bera sem fátíðast er meðal þeirra sem um menningarmál fjalla, var óháður öllum stjórnmálalegum og menningar- pólitískum flokkadráttum og lét sannfæringuna eina stjórna um- fjöllun sinni um menn ogmálefni. í þröngsýnu, hleypidómafullu og klíkuhrjáðu samfélagi íslendinga eru þessir eiginleikar dýrmætari en menn virðast almennt gera sér ' grein fyrir. Þeim mun sárari er harmur og söknuður þeirra sem meta kunnu þessa eiginleika í fari hins látna gáfumanns. Ólafur Jónsson var fæddur 15. júlí 1936, sonur hjónanna Jóns Guðmundssonar skrifstofustjóra og Ásgerðar Guðmundsdóttur kennara. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1956 og fil. kand. frá Stokkhólmshá- skóla 1962. Hann var blaðamaður við Tímann 1956-60, bókmennta- og leiklistargagnrýnandi við Al- þýðublaðið 1963-69, Vísi 1969-75, Dagblaðið 1975-81 og Dagblaðið- Vísi frá 1981. Hann var stunda- kennari í bókmenntum við Há- skóla íslands frá 1974. Ólafur var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Vilborg Sigurðardóttir og eignuð- ust þau tvo syni. Þau slitu samvist- ir. Eftirlifandi kona hans er Sigrún Steingrímsdóttir sem nú syrgir mann sinn ásamt ungri dóttur. Um leið og ég kveð kæran vin með trega og sárum söknuði votta ég aðstandendum hans dýpstu hluttekningu og bið þeim velfarn- aðar. Sigurður A. Magnússon Svo vildi til, að við Ólafur Jóns- son snerum heim frá námi um svip- að leyti fyrir tuttugu árum og byrj- uðum að skrifa í blöðin. Það tókust fljótt með okkur góð kynni, sem voru bæði laus við þann ríg, sem skapast gjarna milli ungra manna sem vinna að svipuðum verkefnum í litlu samfélagi, og svo við þá spennu og tortryggni sem oftar en skyldi sprettur af þeirri íslensku ár- áttu að negla menn gróflega upp við flokkapólitík þeirra blaða sem þeir starfa við. Starfsvið okkar var ekki hið sama, nema hvað við skrifuðum báðir heilmikið um bókmenntir - Ölafur í Tímann, Alþýðublaðið, Vísi og DV. Eins og menn vita er starf gagnrýnanda vanþakklátt. Því fylgja tíðar glósur um að þeir sem gagnrýni stunda séu öfundsjúkar vanmetaskepnur sem hafi kannski lesið yfir sig. Ólafur fékk slík skeyti enn oftar en aðrir - og ég held það hafi verið einmitt vegna þess hve alvarlega hann tók starf sitt og hve mikinn metnað hann hafði fyrir þess hönd. Og Ólafur átti manna drýgstan þátt í að lyfta íslenskri bókmenntaumræðu upp úr skelfi- lega útbreiddri lágkúru hugmynda- snauðrar endursagnar, ræfildóms þjónustulundar, latrar sáttfýsi við hina fyrirferðarmiklu miðlungs- mennsku og hina upplognu hæfi- leika. Hann leitaðist við að stækka sjónarhornið ef svo mætti segja - um leið og textinn varð fyrir áleitn- ari og greindarlegri skoðun en menn áttu að venjast - að minnsta kosti í dagblöðum. Það sem nú síð- ast var nefnt tengdist þeirri gleði- legu staðreynd að Ólafur bjó ekki einungis yfir afburða góðri greind- hann var einhver mesti ástríðu- maður í lestri sem ég hefi kynnst og örfáa menn hefi ég þekkt sem gátu orðið jafn fallega hrifnir af því sem var í raun og veru vel skrifað, glæsi- lega hugsað. Það var því skemmtilega ögrandi og örfandi að vera samferðamaður Ólafs um bókmenntaslóðir. Stund- um urðum við beinlínis samstarfs- menn eins og þegar efnt var til bók- menntaverðlauna dagblaðanna: gagnrýnendur þeirra komu saman árlega og veittu hest úr silfri, sem Jóhannes Jóhannesson smíðaði, höfundi þeirrar bókar næstliðins árs, sem þeim leist best á. Ólafur átti hugmyndina að Silfurhestinum og hafði forgöngu um framkvæmd hennar. Eins og vænta mátti vakti þetta tiltæki ekki óskiptan fögnuð (glósurnar venjulegu um „sjálf- skipaða dómara“). En ég leyfi mér að halda því fram, að engin íslensk viðurkenning fyrir bókmenntir hafi sloppið eins vel við mistök og lág- kúru og einmitt Silfurhesturinn, sem úthlutað var í sjö ár. Ólafur Jónsson skrifaði margt um samtímabókmenntir, um stöðu þeirra og þróun og hefur komið út úrval þeirra greina (Líka líf, 1979). Hann var atkvæðamikill leiklist- argagnrýnandi. Hann var ritstjóri Skírnis og sneri því riti með rót- tækum hætti til nútímans. Hann kenndi mikið við Háskólann hin síðari ár - og vann þá prýðilegt verk að stofnun samtaka stunda- kennara og að því að bæta þeirra hag. Hann kannaði lestrarvenjur og dreifingu bóka um þjóðfélagið og hefur skrifað um þau efni ritið „Bækur og lesendur". En hvort sem lengur eða skemur er sagt frá störfum Ólafs Jónssonar, þá er það víst að mikill skaði er að fráfalli hans, menningarumræða í landinu verður öll dauflegri, litlausari og óskynsamlegri eftir að hans nýtur ekki lengur við. Og nú þegar góður drengur er skyndilega horfinn af vettvangi eru mér efst í huga samverustundir okkar Ólafs, sem urðu því miður alltof stopular. Sem betur fór töl- uðum við Ólafur um margt í góðri vinsemd, en ég harma það að við sátum ekki saman lengur. Sigrúnu, börnum Ólafs, öllum vandamönnum sem nú eiga um sárt að binda, færi ég mínar einlægustu samúðarkveðjur. Arni Bergmann. „Tíminn vill ei tengja sig við mig“, kvað Jónas á nýjársdag 1845 og kaus þó heldur að „kenna til og lifa“. Að enduðum fyrsta degi þessa árs hvarf vinur minn Ólafur Jóns- son frá lífsins borði, fullu gleði og þjáningar, inn í það tímalausa myrkur sem dauðinn er. Þó hverfur enginn, og Hannes hefur ort: Svo er því farið: Sá er eftir lifir deyr þeim sem deyr en hinn dáni lifir í hjarta og minni manna er hans sakna. Peir eru himnarnir honum yfir. Þannig mun og Ólafur lifa áfram í hug okkar sem þekktum hann lengi. Tímarnir breytast og við breytumst í tímanum, sögðu þeir gömlu. Eða breytumst við ekki? Tíminn er orðinn býsna langur síðan við Ólafur kynntumst fyrst við eitt gleðinnar borð síðsumars 1956. Þrátt fyrir allt höfum við líklega ekki breyst að mun til orðs og æðis síðan. Mér finnst nú að hann hafi setið með gleðina á aðra hönd og þján- inguna á hina, en sjálfur var hann framar öðru hinn skarpi vitsmuna- maður, sem beitti gagnrýnum hug sínum til að sjá gegnum yfirborð umhverfisins, hvort heldur það birtist í mannlegri breytni, orð- ræðum eða bókfest á blaði í svörtu og hvítu. Þá var hann ungur stúdent, glað- beittur og þrætugjarn, og ósköpin öll þráttuðum við þetta fyrsta kvöld. Hann kom frá miklu menningar- heimili foreldra sinna á Smára- götunni og bar alla ævi einkenni þess uppeldis: siðfágun í fram- göngu, ást á fögrum listum myndar og orðs. En hann var maður mikilla and - stæðna og lifði einnig myrkar stund- ir einhvers konar vitsmunalegs ní- hilisma, þegar hann hratt í rústir öllum gildum - afneitaði þeirri skörpu hugsun og skýru sjón sem endranær var aðalsmerki hans alla tíð. Vinátta okkar, sem báðum entist til hinstu stundar lífs hans, festist þegar við ritstýrðum tímaritinu Dagskrá á árunum 1957-58. Þá átt- um við saman nokkrar nætur, sem kenndar hafa verið við heiða drauma. Þau ár koma aldrei aftur. Ólafur hóf nám við Stokk- hólmsháskóla haustið 1957 með al- menna bókmenntasögu og fagur- fræði sem aðalnámsgreinar og lauk þaðan fil.kand.-prófi vorið 1962. Á námsárunum 1956-60 var hann í leyfum sínum blaðamaður á Tímanum, en eftir heimkomuna réðst hann til Alþýðublaðsins 1963- 69 og fjallaði þar um bókmenntir og leiklist sem og síðar við Vísi 1969-75 og Dagblaðið eftir 1975, síðustu árin einkum um leiklist. Hann var ritstjóri Félagsbréfa Almenna bókafélagsins (ásamt Baldvin Tryggvasyni) 1963-64 og síðan 1968 var hann ritstjóri Skírnis, tímarits Hins íslenska bók- menntafélags. Þá annaðist hann oft útvarps- og sjónvarpsþætti um bókmenntir og menningarmál, flutti erindi í út- varpi, skólum og víðar um skáld- verk og leikhúsmál. Hann átti sæti í dómnefnd um bókmenntaverðlaun Norður- landaráðs 1974-76 og sótti ýmsa fundi og ráðstefnur norrænna gagnrýnenda og rithöfunda. Hann var mjög virkur í samtökum ís- lenskra gagnrýnenda sem og í fé- lagi stundakennara við Háskóla ís- lands, eftir að þau samtök komust á, og beitti sér mjög fyrir hags- munaefnum þeirra.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.