Þjóðviljinn - 11.01.1984, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 11.01.1984, Blaðsíða 1
UÚBVIUINN Hvað segja menn um Fried- manssvikin? Sjá2 janúar 1984 miðvikudagur 49. árgangur 8. tölublað Borgarstjórn gerir gys að hverfafélögunum: 18 samtök fá enga úrlausn Sendu tugi tillagna vegna auglýsingar borgarstjóra Ekki færri en 60 óskir og ábendingar um framkvæmdir, sem 18 samtök sendu borg- arstjóra samkvæmt auglýsingu í haust voru hundsaðar við afgreiðslu fjárhagsáætlunar Reykjavíkur í síðustu viku. Guðmundur Þ. Jónsson borgarfulltrúi AB sagði að borgar- stjórn væri með þessu að gera gys að borg- arbúum og spurði til hvers auglýsingin hefði verið, fyrst ekkert ætti að gera með hana. í haust auglýsti borgarstjóri eftir tillögum frá einstaklingum og félagasamtökum um framkvæmdir á árinu 1984 og skyldu óskirnar berast áður en gengið yrði frá fjár- hagsáætlun. Listi yfir 18 félagasamtök borgarbúa og helstu óskir þeirra, um 60 talsins, var lagður fram í borgarráði 19. des- ember, en að öðru leyti hafa þær enga um- fjöllun fengið. Við afgreiðslu fjárhagsáætl- unar lögðu Alþýðubandalagsmenn til að 5 miljónum yrði veitt til að mæta einhverjum þessara óska, en þeirri tillögu var hafnað og henni vísað til stjórnkerfisnefndar! Félagasamtökin sem hér um ræðir eru foreldra- og kennarafélög Vesturbæjar- skóla, Hlíðaskóla, Laugarnesskóla, Voga- skóla, Hvassaleitisskóla, Fossvogsskóla, Breiðholtsskóla, Hólabrekkuskóla, Fella- skóla, Foreldraráð Melaskóla, Foreldrafé- lag Breiðagerðisskóla og Ölduselsskóla, Framfarafélag Breiðholts III, íbúasamtök Vesturbæjar, fbúasamtök Bráðræðisholts, Framfarafélag Seláss og Árbæjarhverfis, íbúar við Kambasel og íbúar við Ála- granda, Boðagranda og Flyðrugranda. ______________________________________-ÁI_ Sjá bls. 12 Atvinnu- leysi hjá Sóknar- konum 20 konur nú á skrá. en áður aðeins 2-3 Þjóðviljinn birti í bær upplýsingar um atvinnuleysi hjá nokkrum verkalýðsfc- lögum í Reykjavík, þar sem kom fram nokkur ótti meðal talsmanna félaganna við að atvinnuleysi væri hér að halda innreið sína. Þessi ótti staðfestist enn- frekar, ef haft er í huga, að nú eru um 20 konur hjá Starfsmannafélaginu Sókn á atvinnuleysisskrá. Að sögn Aðalheiðar Bjarnfreðsdótt- ur, formanns félagsins, hafa fram að þessu aðeins verið 2-3 konur á atvinnu- leysisbótum hjá félaginu. Aðalheiður kvaðst óttast, að þessi tala ætti eftir að aukast. Sparnaðarráðstafanir hafa veriö boðaðar hjá yfirvöldum og þær hljóta að koma fram í því að fækkað verður í störfum sem Sóknarkonur hafa gegnt. Það er víst óhætt að segja að ekki sé beint greiðfært fyrir þennan vegfaranda yfir gangbrautina. Þannig er ástandið víða í höfuðborginni, enda sitja gangstéttir á hakanum, að sögn gatnamálastjóra. Akbrautir njóta forgangs. Mynd-eik. Sjá nánar á baksíðu. Nýir áfangar í hernaðarframkvæmdum í Helguvík Geir gefur grænt ljós! Geir Hallgrímsson hefur sam- þykkt „óformlega" 2. og 3. áfanga í Helguvík samkvæmt því sem fram kemur í viðtali Þjóðviljans við Sverri Hauk Gunnlaugsson utanríkisráðuneytisins. deildarstjóra í Varnarmáladeild Deildarstjórinn telur að Dönsku kosningarnar Óbreytt staða íhaldsflokkur Schluters vann 16 þingsœti af samstarfsflokkunum Schluter sigurvegari á kostnað samstarfsflokkanna. Frá Halldóri Guðmundssyni fréttaritara Þjóðviljans í Dan- mörku: Þingkosningarnar í Danmörku í gær leystu engan vanda, hvað þing- ið varðar, því staðan er óbreytt. Ihaldsflokkur Schluters forsætis- ráðherra vann mikinn sigur, eins og spáð hafði verið, en sá sigur var á kostnað samstarfsflokks hans í ríkisstjórn, Mið-demókrata og flokks Glistrups, sem hann hefur orðið að styðjast við. Sem sé hægri sveiflan sem menn bjuggust við gerðist ekki, aðeins atkvæðatilf- ærsla milli íhaldsflokka landsins. íhaldsflokkurinn bætti við sig 16 þingsætum og hefur þá samtals 42 þingsæti. Mið-demókratar töpuðu 7 þingsætum og Glistrups-flokkur- inn tapaði helmingi þingsæta sinna eða 9. Kristilegir demókratar halda sínum 5 sætum. Radikale venstre bæta við sig einu þingsæti. Á yinstri væng er staðan svo til óbreytt. Sósíaldemókratar tapa 2 þingsætum og eru þá með 57 þing- menn, SF heldur sínum 20 þingsæt- um og Vinstri sósíalistar halda sín- um 5 sætum. Kosningaþátttaka var míkil eða 89%. Schlúter forsætisráðherra sagði í sjónvarpi í gærkveldi að hann myndi í dag ganga á fund drottningar og bjóðast til að mynda ríkisstjórn, minnihlutastjórn og styðjast við sömu flokka og áður. - S.dór nauðsynlegt sé að endurnýja stjórnstöðina á Keflavíkurhervell- inum, en bandaríska þingið hefur vísað frá beiðni hersins um nýja stjórnstöð. Ríkisstjórn íslands hef- ur enn ekki fjallað um stjórnstöðv- armálið. Mikið er um útstrikanir í banda- rísku þingtíðindunum sem greina m.a. frá beiðni hersins um stjórn- stöð. Sverrir Haukur Gunnlaugsson deildarstjóri upplýsir í viðtalinu að hann hafi ekki lesið óstytta textana né heldur séð teikningar af fyrir- hugaðri stjórnstöð. Hins veg'ar segir Sverrir Haukur Gunnlaugs- son deildarstjóri að íslensk stjórnvöld hafi fengið og geti feng- ið upplýsingar af slíku tagi. -óg Sjá bls. 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.