Þjóðviljinn - 11.01.1984, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 11.01.1984, Blaðsíða 11
Enskir punktar Hér koma fleiri punktar frá áhugamanninum um ensku knattspyrnuna sem sendi okk- ur skemmtilegheitin á dögun- um. Meira fræðandi kannski í þetta skiptið. Aðeins einn af núverandi framkvæmdastjórum í Eng- landi hefur verið markakóng- ur í 1. deild. Það er Malcolm MacDonald, framkvæmda- stjóri Fulham, sem hlaut þann heiður 1974-75 er hann lék með Newcastle og skoraði 21 mark. Tottenham Hotspur hefur unnið flesta deildarleiki á einu keppnistímabili í 1. deild, og reyndar í 2.deildinni líka. Keppnistímabilið 1960-61 þegar Tottenham vann bæði deildina og bikarinn, léku þeir 42 deildarleiki og unnu 32, þar af fyrstu 11 leikina. í 2. deildinni 1919-20 unnu þeir einnig 32 leiki af 42. Fyrsti leikurinn sem leikinn var undir flóðljósum var á milli Portsmouth og New- castle í febrúar 1956. Fyrsti alþjóðlegi lands- leikur í heimi var á milli Skot- lands og Englands 30. nóvem- ber 1872. Leikurinn var háður í Glasgow og endaði 0:0. í 3. umferð bikarkeppninn- ar í janúar 1959 gerði utan- deildaliðið Worcester sér lítið fyrir og sigraði Liverpool 2:1. Worcester tapaði hins vegar 2:0 fyrir Sheffield United í næstu umferð. Sá framkvæmdastjóri í ensku knattspyrnunni sem lengst hefur verið hjá einu fé- lagi er Lawrie McMenemy sem hefur verið hjá Sout- hampton frá því 1973. En sá maður sem lengst af hefur ver- ið framkvæmdastjóri er nú- verandi stjóri Carlisle, Bob Stokoe. Hann hóf feril sinn hjá Bury árið 1961. Ekki hverfur Caton-nafnið út úr leikskránni hjá Manc- hester City þó svo Tommy Caton sé farinn til Arsenal. Sextán ára gamall bróðir hans, Paul að nafni, hefur nefnilega getið sér gott orð sem knattspyrnumaður og þykir ekki síður efnilegur en eldri bróðirinn. Síðasti deildarleikur Manc- hester United fyrir flugslysið í Múnchen 1958 vargegn Arns- naln á Highbury í London. Man. Utd., oft nefnt „the Busby Babes“, vann leikinn 5:4. Skoski knattspyrnukappinn Denis Law, lék 309 leiki fyrir Manch. Unitedog skoraði 171 mark. Frá Manch. Utd fór hann til erkióvinanna Manch. City, lék þar 68 leiki og skoraði 30 ntörk. Eitt þeirra, sem hann skoraði með hæl- spyrnu vorið 1974, sendi Manch. Utd. niður í 2. deild! Law varð svo miður sín að hann lét tafarlaust skipta sér útaf. Mifrvilíudágur li.'ja'nnar 1^84' ÉJÓÍIVILJINN —‘SÍÐA ll íþróttir Umsjón: Víðir Sigurðsson Evrópukeppni landsliða í knattspyrnu: Opnimarleikuriim Frakkland - Danmörk Frakkland gegn Danmörku, All- an Simonsen og félagar gegn Michel Platini og félögum. Þetta er svo sannarlega kræsileg viðureign en einmitt með henni hefst úrslita- keppnin í Evrópukeppni landsliða næsta sumar. Urslitin fara fram í Frakklandi og standa yfir dagana 12.-27. júní. Frakkar teljast með sigurstrang- legri liðum, leika enda á heimavelli og urðu í fjórða sæti í síðustu heimsmeistarakeppni. Danir kontu geysilega á óvart er þeir ruddu Englendingum og Ungverj- um úr vegi sínum í undankeppninni og þeir sigruðu einmitt Frakka á glæsilegan hátt, 3:1, í vináttulands- leik í Kaupmannahöfn í septemb- Dregið var í riðlana í gær. Frakk- ar og Evrópumeistarar V.- Þjóðverja voru settir efstir á blað í riðlunum tveimur og útkoman varð síðan þessi A-riðill: Frakkland Danmörk Belgía Júgóslavia B-riðill: V-Þýskaland Portúgal Spánn Rúmenía Michel Platini og Allan Simonsen verða væntanlega í sviðsljósinu í opnunarleik EM í Frakklandi. að fjölmenna. Það má því búast við miklum áhorfendafjölda í frönsku júnísólinni í sumar, ekki síst þegar þjóðir eins og Frakkland-Belgía og Spánn-Portúgal mætast. - VS Vestur-Þjóðverjar eru líklegast- ir til sigurs í B-riðlinum en baráttan gæti orðið geysihörð um úrslitasæt- ið, eins og reyndar í A-riðli. Fyrsta viðureignin í B-riðli er V- Þýskaland-Portúgal og verður leikið í Strassbourg sem er nálægt vestur-þýsku landamærunum. Það sést best nú, hve Frakkland er heppilegur staður fyrir úrslita- keppnina í þetta skiptið. Nágrann- aþjóðirnar Belgía, V-Þýskaland og Spánn eru allar í úrslitum og auðvelt er fyrir Dani og Portúgali Watford áfram Nokkrir leikir fóru fram í 3ju umferð ensku bikarkeppninnar í gærkveldi. Þar bar það helst til tíð- inda að Watford sigraði Luton 4:3 eftir framlengdan leik. Það var Mauric Johnston sem skoraði sig- urmarkið fyrir Watford. Hin mörk liðsins skoruðu Wilf Rostron, Ge- orge Reilly og John Barnes. Fyrir Luton skoruðu Paul Walsh 2 og Mal Donaghy. Önnur úrslit í gær: Birmingham - Notts County 0:2, Scuntharle - Leeds 1:1, Swindon - Carlisle 3:1, Wolves - Coventry 1:1. (eves og Peate) Trimmkeppni á skíðum milli bæja og héraða Trimmkeppni á skíðum milli héraða og bæja hér innanlands hefst á sunnudaginn kemur, 15: janúar, og stendur allt til 30. apríl. Hún er nokkurs konar framhald af norrænu fjölskyldulandskeppninni sem háð var sl. vetur. Keppni þessi er liður í þeirri við- leitni íþróttasamtakanna að efla al- menningsíþróttir í landinu og koma til móts við þá mörgu sem óska eftir að keppa að einhverju ákveðnu marki, þótt þeir séu ekki í keppnisíþróttum. Jafnframt er höfð í huga hollusta þess að hver og einn stundi einhverja íþrótt við sitt hæfi og er þessi keppni m.a. fram- lag Skíðasambandsins í þá átt. Reglur keppninnar eru einfaldar og hljóða þannig: 1. Hver þátttakandi skal fara 5 sinn- um á skíði, eina klukkustund í senn, og giída þar allar tegundir skíöa. 2. Þátttakandi fyllir út skráningar- spjaldið. 3. Hann sendir spjaldið strax og skil- yrðunum hefur verið fullnægt til skíðafélagsins á staðnum eða til Trimmnefndar SKÍ, pósthólf 546, 602 Akureyri. „Viðbrögðin hjá héraðssam- böndunum hafa verið óvenju góð, frá þeim er nú þegar farið að hringja í okkur og biðja um skrán- ingarspjöld", sagði Hermann Sigt- ryggsson, forsvarsmaður Trimm- nefndar SKí, í gær. Þrenn aðalverðlaun verða veitt, sem hér segir: 1-Bikar fyrir bestu þátttöku í kaupstað sem hefur tíu þúsund ibúa eða fleiri. 2. Bikar fyrir bestu þátttöku í kaupstað með 2000-10.000 ibúa. 3. Bikar fyrir bestu þátttöku hjá hér- aðssambandi. Innan hvers héraðs er fram- kvæmd keppninnar falin héraðs- samböndum, íþróttabandalögum og skíðaráðum. Þessir aðilar munu svo skipuleggja keppnina með að- stoð stjórnar íþrótta- og ung- mennafélaga hinna einstöku byggðarlaga, sem síðan leita sam- starfs við skóla, vinnustaði, áhuga- hópa og fl. á félagssvæði þeirra. Trimmnefndin stefnir að því að fá reglulega upplýsingar um þátt- tökutölur í hinum einstöku héruð- um og bæjum þannig að hægt verði að birta þær af og til meðan á keppninni stendur. - VS Friðbert í klípu...! Friðbert Traustason, fyrrum leikmaður ÍS og landsliðsmaður í blaki, hefur tekið við þjálfun 1. deildarliðs Framara í stað Sveins Hreinssonar. Friðbert þjálfar einn- ig 2. deildarlið Breiðabliks og leikur með því og af þeim sökum blasir snúið vandamál við honum um næstu helgi, Fram og Breiða- blik mætast nefnilega í bikar- keppninni á sunnudaginn kemur! Ekki hefur frést hvernig Friðbert hyggst snúa sér í því máli.... - VS Motherwell á heimaleik Á laugardaginn var dregið um hvaða lið skyldu mætast í 3. umferð skosku bikarkeppninnar í knattspyrnu. Úrvals- deildarliðin eiga aðild að eftirtöldum leikjum: Berwick Rangers-Celtic Dundee United-Ayr United Airdrie-St. Johnstone Cowdenbeath-Dundee Motherwell-Queen's Park Rangers-Dunfermline Meadowbank-St. Mirren Aberdeen-Kilmarnock Hearts-Patrick Thistle Hiberninan-East Fife Leikirnir fara fram laugardaginn 28. janúar. - VS Einar með Magnamenn Einar Helgason hefur verið ráð- inn þjálfari hjá 3. deildarliði Magna, Grindavík, í knattspyrnu. Einar sem á árum áður lék í marki 1. deildarliðs Akureyringa, þjálf- aði Leiftur frá Ólafsfirði sl. sumar og undir hans stjórn varð liðið 4. deildarmeistari. - VS Alfreð skoraði 9af 13 Það var heldur betur stuð á Al- freð Gíslasyni, handknattleiks- manni, þegar lið hans Essen lék gegn Barcelona á Spáni í fyrradag. Alfreð skoraði 9 af 13 mörkum Ess- en, en Barcelona sigraði 19:13. Þetta var fyrri leikur liðanna í 8 liða úrslitum Evrópukeppninnar í handknattleik. Af frammistöðu Alfreðs í þessum leik, sem og fleiri leikjum í vetur sýnir að hann er orðinn aðalmaður Essen-liðsins og greinilegt er að hann er í mjög góðri æfingu um þessar mundir. Hætt er við að róðurinn verði þungur hjá Essen-liðinu að vinna upp 6 marka mun í síðari leiknum, sem fram fer í Þýskalandi, þótt alls ekki sé það útilokað. - VS Nýjar aðferðir Englendinganna Ármann með hæsta skor vetrarins Englendingar eru í vaxandi mæli að verða meðvitaðir um hin miklu skrflslæti sem oft eiga sér stað á knattspyrnuleikjum þar í landi. Nokkuð hefur dregið úr þeim und- anfarið en samt er ávallt harður kjarni ólátaseggja sem fer á völlinn eingöngu til að valda vandræðum. Nýrra leiða er leitað í baráttunni við vandamálið. Ian McFarlane, íþróttamálaráðherra Bretlands, og Gordon Taylor, formaður samtaka atvinnuknattspyrnumanna, hafa setið á rökstólum undanfarið og nýjasta hugmyndin er sú að fá þrjá af þekktustu knattspyrnumönnum landsins, Kevin Keegan, Bryan Robson og Peter Shilton, til að koma fram í sjónvarpi og tala til fólksins. Ólíklegt verður að teljast að þetta leysi allan vanda, en vissu- lega gæti sjarmör stjarnanna haft sitt að segja í rétta átt. - VS Ármenningar náðu hæsta markaskori í deildarkeppninni í handknattleik á þessum vetri er þeir unnu Ogra 40:18 í Laugardals- höllinni á laugardaginn. Staðan í hálfleik var 23:7. Oskar Þorsteins- son skoraði 12 mörk fyrir Ármann, Smári Jósafatsson 10 og Haukur Haraldsson 8. Þór vann auðveldan sigur á Skallagrími úr Borgarnesi á Akur- eyri á laugardaginn. Lokatölur urðu 27:9 eftir 17:4 í hálfleik. Sig- urður Pálsson skoraði 10 mörk fyrir Þór (hans vanalegi skammtur), Oddur Sigurðsson 5, Gunnar M. Gunnarsson og Aðal- björn Svanbergsson 3 hvor. Loks vann Afturelding hið unga lið Sel- fyssinga 22:10 að Varmáá í Mos- fellssveit. Staðan í 3. deild: Týf ... 9 8 1 0 228:151 17 Armann ... 10 8 0 2 298:222 16 Afturelding ... 9 7 0 2 229:143 14 Þór Ak ... 8 6 0 2 210:132 12 Akranes ... 9 5 1 3 217:181 11 Keflavík ... 9 4 0 5 213:201 8 Selfoss ... 10 2 0 8 172:207 4 Skallagrímur.... ... 10 1 0 9 148:275 2 Ögri ... 10 0 0 10 146:349 0 Fjögur efstu liðin fara í úrslita- keppni, þar sem leikin verður tvö- föld umferð, og taka stigin með sér þangað. Þýðingarmiklir leikir efstu liðanna eru á dagskrá um næstu helgi, Þór og Tyr mætast á Akur- eyri og Ármann-Afturelding í Reykjavík. _ k&H/VS

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.