Þjóðviljinn - 11.01.1984, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 11.01.1984, Blaðsíða 12
12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 11. janúar 1984 ALÞYÐUBANDALAGiÐ Alþýðubandalagið í Reykjavík Árshátíð og þorrablot Árshátíð og þorrablót Alþýðubandalagsins í Reykjavík verður laugardaginn 28. janúar 1984. Þegar eru bókanir farnar að berast og eru menn hvattir til að skrá sig fyrir miðum sem allra fyrst. í fyrra komust færri að en vildu. Dagskrá og skemmtiatriði auglýst síðar. - Skemmtinefnd ABR Alþýðubandalagið á Akureyri Árshátíð Árshátíð Alþýðubandalagsins á Akureyri verður haldin laugardaginn 21. janúar nk. Glæsileg dagskrá með heimsþekktum skemmtikröftum. Látið skrá ykkur sem fyrst til þátttöku hjá Ragnheiði í síma 23397 eöa Óttari í síma 21264. Nánar auglýst síðar. Skemmtinefndin. Alþýðubandalagið Hafnarfirði Bæjarmálaráðsfundur Bæjarmálaráðsfundur veröur haldinn í Skálanum (Strandgötu 41) mánudaginn 16. janúar kl. 20.30. Fundarefni: 1) Málefni næsta bæjarstjórnarfundar. 2) Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðar. 3) Önnur mál. Mætið vel og stundvíslega. - Stjórn bæjarmáiaráðs. Alþýðubandalagið Hafnarfirði Vinnuhopar bæjarmálaráðs 1. fundur vinnuhóps um verkalýðs- og atvinnumál verður haldinn í Skálanum (Strandgötu 41) fimmtudaginn 12. janúar kl. 20.30. Fundurinn er öllum opinn. Mætið stundvíslega. - Stjórn bæjarmálaráðs. Alþýðubandalagið í Kópavogi Bæjarmálaráð heldur fund miövikudaginn 11. janúar kl. 17.30 í Þinghóli. Dagskrá: 1. Tómstundamál. 2. Nýtt leiðakerfi strætisvagnanna. 3. Önnur mál. Happdrætti Sjálfsbjargar 24. desember 1983 Aðalvinningur: Bifreið Subaru - 4WD Station GLF, árg. 1984 nr. 12338. Sex sólarlandaferðir að verðmæti kr. 25.000.00 hver. 43 vinningar-vöruúttekt, að verðmæti kr. 2.500.00 hver. 800 20075 999 20632 1080 21194 1404 22097 1497 sóiarlandaferð 22395 1592 22817 1666 24296 3150 24562 sólarlandaferð 4447 sólarlandaferð 24977 5501 25503 5674 25515 6016 29063 7173 31168 9338 31590 10305 33454 11079 38794 12338 bílinn 39620 13631 39622 sólarlandaferð 13929 41521 14404 sólarlandaferð 42201 16120 sólarlandaferð 44371 17076 44376 17115 47699 17686 47723 19237 49404 Sjálfsbjörg, landssamband fatlaðra. Bestir þakkir fyrir samúð og vinarhug við andlát og útför Þórarins Sigurðssonar Hraunbrún 22, Hafnarfirði Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunarliðs Sólvangs. Eiginkona, börn og barnabörn. 60 ábendingar bárust frá íbúasamtökum: Ekkert gert með óskirnar ,J>að er eins og verið sé að gera grín að öllu þessu fólki/- að aug- lýsa fyrst eftir tiliögum og ábend- ingum og gera síðan ekkert með þær“, sagði Guðmundur Þ. Jóns- son borgarfulltrúi Alþýðubanda- lagsins á föstudag þegar hann fylgdi úr hlaði tillögu AB. um að 5 miljón- um króna yrði veitt til þess að mæta óskum hverfasamtaka um fram- kvæmdir á árinu. Það var s.l. haust að borgarstjór- inn í Reykjavík auglýsti sérstak- lega eftir ábendingum og tillögum um framkvæmdir sem hverfafélög, önnur félagasamtök eða einstak- lingar vildu koma á framfæri vegna fjárhags- og framkvæmdaáætlun- argerðar. „YfiróOábendingar bárustfrá 19 aðilum“, sagði Guðmundur Þ. Jónsson. „Þar er um að ræða foreldra- og kennarafélög, framfa- rafélög og hverfafélög. A bak við þessa 19 aðila stendur því mikill fjöldi fólks, sem gera má ráð fyrir að skipti tugum og hundruðum. Hins vegar hefur ekkert verið gert með þessar ábendingar og því flytj- um við Alþýðubandalagsmenn eftirfarandi tillögu: Skjót viðbrögð borgarbúa og sá mikli fjöldi ábendinga og tillagna, sem bárust við auglýsingu borgar- stjóra í nóvember sl. um nauðsyn- legar framkvæmdir og önnur úr- lausnarefni í einstökum hverfum borgarinnar, sýna, að mikill áhugi er meðal borgarbúa fyrir framfar- amálum í hverfum sínum og borg- inni almennt. Því samþykkir borg- arstjórn að auka samskipti borgar- yfirvalda við hverfasamtök og hyggst gera það með því að: 1. a) Beita sér fyrir stofnun hverf- afélaga (framfarafélaga) í þeim hverfum, þar sem engin slík félög eru nú starfandi. b) Með því að leita umsagnar hverfafélaga um þá mála- flokka, sem hafa bein áhrif á hverfið, áður en hún ræður þeim til lykta. c) Með fjárstuðningi við hverfa- félög vegna þeirrar starfsemi, sem félögin hafa með hönd- um. 2. Verja nú þegar kr. 5 millj. til þeirra verkefna, sem foreldrafé- lög, foreldra- og kennarafélög, framfarafélög og íbúasamtök hafa óskað eftir að framkvæmd verði í hverfum sínum á þessu ári. Borgarráð skal ráðstafa þessari upphæð í samráði við félögin. Þessi fjárveiting skal koma sem viðbót við það, sem gert er ráð fyrir á fjárhagsáætlun til svip- aðra verkefna.“ Borgin á næsta skref „Þessi viðbrögð sýna mikinn áhuga borgaranna á umhverfi sínu“, sagði Guðmundur, „og ábendingarnar varða strætisvagna- þjónustu, opin svæði, æskulýðs- og íþróttamál, skólamál og ekki síst umferðarmál. Nú er komið að borgarstjórn að rækta þennan áhuga og auka samskipti sín við borgarana með því að beita sér fyrir stofnun hverfafélaga og veita þeim virka aðild að stjórnkerfi borgarinnar einkum í framan- greindum málaflokkum. Það er einnig nauðsynlegt að veita hverf- afélögum fjárstuðning til rekstrar. Það hefur verið gert í litlum mæli hingað til, en hverfafélögin verða að geta treyst á stuðning borgar- innar í þessum efnum. Síðari liður tillögunnar er um verkefnin hér og nú“, sagði Guð- mundur ennfremur. „Við leggjum til að veitt verði 5 miljónum króna til þeirra verkefna sem félögin nú hafa óskað eftir. Sum þeirra eru eflaust einhvers staðar á fram- kvæmdaáætlunum borgarinnar á þessu ári eða næstu árum. Það hlýtur að vera ætlunin að gera eitthvað með slíkar tillögur, fyrst verið er að óska sérstaklega eftir þeim með auglýsingum." Þegar að atkvæðagreiðslu kom lögðu Sjálfstæðismenn til að til- lögunni yrði vísað til stjórnkerfis- nefndar. Alþýðubandalagið óskaði þá eftir því að greidd yrðu sérstak- lega atkvæði um 5 miljón króna fjárveitingu, en við því var ekki orðið. Var allri tillögunni vísað til stjórnkerfisnefndar. Hverjar eru óskirnar? Beiðnirnar sem fyrir lágu voru Er verið að gera gys að borgarbúum? spurði Guðmundur P. Jóns- son, þegar tillaga AB. um framkvæmdir var felld. frá Stjórn foreldraráðs Melaskóla, sem m.a. óskar eftir skólabíl vegna barna í Skerjafirði, gönguljósum á Suðurgötu, upphækkuðum gangbrautum og götuþrengingum á Hagamel og Neshaga við skólann og flutningi í austurátt á gönguljós- um yfir Hringbraut við Grund. íbúar við Álagranda, Boðagranda og Flyðrugranda óska eftir að opið svæði milli gatnanna verði fullgert. Stjórn íbúasamtaka Bráðræðis- holts óskar m.a. eftir leiktækjum, gangstéttum og raflýsingu, Ibúa- samtök Vesturbæjar óska eftir því að hafin verði bygging nýs grunn- skóla 1984, aukið við húsnæði nær skólanum á næsta ári og fjármagns til aukins umferðaröryggis í gamla Vesturbænum. Þá verði eldri íbú- um gert kleift að kaupa máltíðir innan hverfisins eins og tíðkast annars staðar í borginni. Stjórn foreldra- og kennarafé- lags Vesturbæjarskóla óskar einnig eftir byggingu nýs grunnskóla 1984 og þar til skólinn flytur verði nú- verandi húsnæði lagfært og tryggt verði aukið bráðabirgðahúsnæði í grennd við skólann. Foreldra- og kennarafélag Hlíðaskóla óskar eftir framlagi til byggingaframkvæmda við skólann og að dregið verði úr akstri um Hamrahlíð með því að fá lögregluþjón tilað auðvelda vinstri beygju af Kringlumýrarbraut vest- ur Miklubraut milli 8 og 9 á mor- gnana. Starfshópur foreldra- og kennarafélags Laugarnesskóla ítr- ekar óskir um fjárveitingu til nýrra útidyra á norðurhlið hússins og ennfremur að borgaryfirvöld sam- þykki fyrirliggjandi teikningar af skólalóðinni og veiti fé til að vinna hana. Foreldra- og kennarafélag Vogaskóla bendir á að skólann vanti kennslutæki og lagfæra þurfi ýmislegt innan dyra, svo sem þak- leka og bent er á þá lausn að reisa risþak yfir húsið og gera þar að- stöðu til félags- og tómstunda- starfs. Þá þurfi að ganga frá skóla- lóð, hagræða strætisvagnaleiðum 8 og 9 vegna sundnáms skólabarna og bæta umferðaröryggi. Foreldrafélag Breiðagerðisskóla óskar eftir útivistarsvæði í nágrenni skólans og bætta aðstöðu til útivist- ar í skrúðgarði við Grundargerði. Foreldra- og kennarafélag Hvassaleitisskóla óskar eftir því að frágangi lóðar verði lokið í ár og gengið verði frá gangstéttum og göngubrautum sunnan Bústaða- vegar og í Leitahverfi vegna örygg- is skólabarna. Foreldra- og kenna- rafélag Fossvogsskóla óskar eftir að lóð verði ræst fram, girt og búin leiktækjum og ennfremur að að- keyrslu verði breytt en hún fer nú yfir leiksvæði skólans. Félagið er reiðubúið að leggja fram vinnu og fjármagn vegna þessara mála. Framfarafélag Breiðholts III. leggur áherslu á bætta þjónustu SVR, ítrekar kröfur um að útibú borgarbókasafns við Gerðuberg verði opnað á árinu og óskar eftir margs háttar lagfæringum á göngu- stígum í hverfinu. Einnig skorar fé- lagið á borgaryfirvöld að hefja býggingu III. áfanga Hólabrekku- skóla. Foreldrafélag Ölduselsskóla leggur áherslu á byggingu kennslu- laugar við skólann og að lóðin verði skipulögð og leiksvæði full- gert. Foreldra- og kennarafélag Breiðholtsskóla ítrekar ábendingar um úrbætur vegna búningsaðstöðu við sundlaug skólans. Foreldra- og kennarafélag Hólabrekkuskóla óskar eftir að þriðji áfangi skólans verði að mestu tekinn í notkun á árinu, og bætt aðstaða til útiveru 6 ára barna, sem eru til húsa í menn- ingarmiðstöðinni. Þá leggur fé- lagið áherslu á opnun borgarbók- asafns við Gerðuberg a.m.k. barn- abókadeild. Foreldra- og kennara- félag Fellaskóla bendir á að hús- næði vantar til íþróttaiðkana í Fella- og Hólahverfi, endurskoða þurfi legu gangbrauta um hverfið, lýst er ánægju með framkvæmdir á miðsvæði í Fella- og Hólahverfi og menningarmiðstöðina og minnt á nauðsyn bókasafnsins þar. íbúar við Kambasel fara fram á að lokið verði gerð gangstíga og stétta við götuna. Framfarafélag Seláss og Árbæj- arhverfis telur að úrbóta sé þörf í húsnæðismálum skólans vegna aukins nemendafjölda, ganga þurfi frá skólalóð, undirbúa byggingu íþróttahúss og sundlaugar. Enn- fremur er bent á ýmsar gangbrautir sem lagfæra þurfi, og athygli vakin á vaxandi umferðarþunga við akst- ur frá. og til hverfisins. Bent er á ýmsar nauðsynlegar lagfæringar á umferðarmannvirkjum og að fjar- lægja þurfi hauga og jafna land meðfram Höfðabakka. Að lokum sendi Vélsmiðjan Traust inn er- indi, þar sem bent er á að gang- stéttagerð við Vagnhöfða hefur dregist. Fæst af ofangreindum verkefn- um eru á dagskrá hjá borginni í ár, eitt stórt verkefni er þó þar ofar- lega á blaði, það er bygging 3ja áfanga Hólabrekkuskóla. Enn- fremur er ætlað tæpum 9 miljónum í skólalóðir. -ÁI

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.