Þjóðviljinn - 17.01.1984, Side 2
2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 16. janúar 1984
Dökkt útlit hjá strákunum í Slippstöðinni ef ekki tekst að tryggja fyrirtækinu verkefni í náinni framtíð. Svavar á tali við starfsmennina í gær.
Kosningastemning á Akureyrarhelgi________
Rjúfum vítahring vonleysisins
Gestsson á Akureyri
Sigríður Stefánsdóttir bæjarfulltrúi og Steingrímur Sigfússon alþingis-
maður á tali við menn í Slippstöðinni á Akureyri í gær. (Ljósm.: Árni).
Vibtal við Svavar
- Niðurstaða viðtala okkar við
launafólk er sú, að við verðum að
rjúfa vítahring vonleysisins sem
heldur áfram að snúast gegn launa-
fólki ef stefna ríkisstjórnarinnar
fær að ganga óáreitt, sagði Svavar
Gestsson formaður Alþýðubanda-
lagsins en hann hefur um helgina
ásamt Margréti Frímansdóttur,
Sigríði Stefánsdóttur og Steingrími
Sigfússyni haldið fundi á Akureyri
og farið á vinnustaði:
- Það var nánast kosninga-
stemning hérna um helgina. Hér
var iðandi félagsstarf og maður
fékk á tilfinninguna að Lárusarhús
væri miðpunktur tilverunnar hér á
Akureyri. Þjóðviljinn er hér með
áskriftarherferð þarsem tugir
manna komu við sögu og skilaði
góðum árangri.
- Strax á laugardagskvöldið var
haldinn fundur fulitrúaráðs Al-
þýðubandalagsins á Akureyri þar-
sem farið var almennt yfir stöðuna í
atvinnumálum og bæjarmálum á
Akureyri. Síðdegis á sunnudag var
haldinn fundur með framkvæmda-
stjórn Kjördæmisráðs Alþýðu-
bandalagsins á Norðurlandi eystra.
Á þeim fundi voru félagar víða að
úr kjördæminu. Á sunnudags-
kvöldið var svo vel heppnaður
fundur Verkalýðsmálaráðs Al-
þýðubandalagsins á Akureyri.
Ráðið kaus sér stjórn og Kristín
Hjálmarsdóttir formaður Iðju fékk
það verkefni að kalla stjórnina
saman.
Brjótast út úr
herkvínni
- Á fundinum var ítarlega rætt
um stöðu verkalýðshreyfingarinn-
ar og möguleika hennar til að
brjótast út úr þeirri herkví hægri
stefnu og atvinnuleysis sem nú
blasir við. Hér á Akureyri er ein-
mitt um að ræða verulega alvarlegt
ástand í atvinnumálum. í fram-
haldi af fundi Verkalýðsmálaráðs-
ins ákvað Alþýðubandalagið hér
að leggja fram ítarlegar tillögur í
atvinnumálanefnd bæjarins sem
haldinn var klukkan átta í gær-
morgun.
Forðast
atvinnuleysið
- Þar eru tillögur um sérstakar
aðgerðir til að tryggja áframhald-
andi rekstur'Slippstöðvarinnar; til
að tryggja Útgerðarfélagi Akur-
eyrar eðlilegan hlut í aflamagni
þessa árs. í tillögunni erí raun bent
á leið til að tryggja mörg hundruð
störf sem ella myndu verða
atvinnuleysisvofunni að bráð.
- f morgun hittum við að máli
starfsfólk Slippstöðvarinnar, töl-
uðum við mikinn fjölda manns.
Menn eru satt að segja skelfingu
lostnir þarna, vegna þess að þeim
sem sagt hefur verið upp, eiga eng-
an annan kost. Það er engin önnur
atvinnutæki í málm- og skipasmíði
hér í bænum. Það er mjög dökkt
útlit hjá þessu fólki ef ekki tekst að
tryggja áframhaldandi rekstur.
- Síðan héldum við á fund starfs-
manna Sambandsverksmiðjanna,
sem eru betur staddir að því er at-
vinnuöryggi varðar, en kaupið er
hins vegar að sama skapi bágborið.
Þaðan fórum í heimsókn til Út-
gerðarfélagsins og töluðum við
starfsfólkið þar. Þar kom fram að
unnið hefur verið að undanförnu
með takmörkuðum afköstum, i
frystihúsinu unnið fjóra daga af
fimm á viku. Þannig að þar er einn
ig um að ræða þetta óöryggi í at-
vinnumálum einsog víðar hér.
Fyrirtæki að lokast
- Þá sóttum við heim í gær, hús-
gagnafyrirtækið Haga, sem stend-
ur frammi fyrir því að þurfa að loka
starfsemi sinni 1. mars
næstkomandi. Það er svo mikill
samdráttur í eftirspurn eftir fram-
leiðslu þessa fyrirtækis að ekki er
lengur talinn vera starfsgrund-
völlur fyrir fyrirtækið. Þannig að
þegar maður lítur yfir sviðið hér á
Akureyri þá er greinilegt að byggð-
arlagið hefur orðið fyrir áfalli
vegna samdráttar í fiskveiðum. Því
til viðbótar kemur svo samdráttar-
og kreppustefna ríkisstjórnarinn-
ar.
Stöðvum stjórnina
- Það er greinilega vaxandi
skilningur meðal launafólks á
þessu svæði að það verði gripið inní
og komið í veg fyrir að þessi víta-
hringur vonleysisins fái að velta
áfram, sem að gerist ef að stefna
stjórnarinnar fær að ganga áfram
óáreitt.
- Við höldum svo áfram vinnu-
staðafundum í dag og erum með
almennan fund hér á Akureyri í
kvöld, sagði Svavar Gestsson for-
maður Alþýðubandalagsins að lok-
um.
-óg.
Æskulýðsfylking Alþýðubandalagsins
Æskulýðsfylkingin boðar til opins fundar
Saga ísl. verkalýðshreyfingar
og þróun stéttabaráttunnar
Þrtðjudaginn 17. janúar verður opinn fundur undir ofangreindri
yfirskrift og hefst hann kl. 20.30 í Flokksmiðstöð AB að Hverfis-
götu 105.
Það eru þeir Björn Arnórsson hagfræðingur BSRB og Skúli
Thoroddsen lögfræðingurDagsbrúnar sem ætla að ræða þetta
merka málefni.
Eru auðvitað allir áhugamenn um sögu verkalýðshreyfingar-
innar hvattir til að mæta og taka með sér gesti.
Verkalýðsmátanefnd ÆFAB
Björn
Skúli