Þjóðviljinn - 17.01.1984, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 16. janúar 1984 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5
mali
Kafka í þýska
bókasafninu
Nú stendur yfir í þýska bóka-
safninu, Tryggvagötu 26, sýning
um ævi og störf austuríska rithöf-
undarins Franz Kafka, en hann átti
aldarafmæli 1983. Sýningin er opin
alla virka daga frá íd. 14-18.
Vigdís til
Finnlands
Forseti íslands Vigdís Finnboga-
dóttir hefur þegið boð forseta
Finnlands, Mauno Koivisto, um að
koma í opinbera heimsókn til Finn-
lands dagana 11.-14. apríl n.k.
Alþjóðaár
œskunnar 1985
Sameinuðu þjóðirnar hafa tii-
einkað æskunni árið 1985 undir
kjörorðinu: - þátttáka - þróun -
friður. 17 manna framkvæmda-
nefnd hefur verið skipuð hér á
landi og er formaður hennar Níels
Árni Lund. Nefndin hefur gefið út
upplýsingabækling, en nánari upp-
lýsingar veitir formaður og heimil-
isfang nefndarinnar er Mennta-
málaráðuneytið, Hverfisgötu 6,
101 Reykjavík.
Stjórnarnefnd
um málefni
fatlaðra
Félagsmálaráðherra hefur
skipað eftirtalda í stjórnarnefnd
um málefni fatlaðra frá 1. janúar
1984 til fjögurra ára: Sigurfinnur
Sigurðsson, formaður, Ingimar
Sigurðsson, Magnús Magnússon,
Húnbogi Þorsteinsson, Ólöf Rík-
arðsdóttir, Baldur Kristjánsson og
Ásgerður Ingimarsdóttir.
Það er 8.8% dýrara að reka heimili nú en var fyrir hálfu ári.
Könnun Verðlagsstofnunar
Gífurlegar
Gífurlegar hækkanir hafa
irðið á ýmsum neysluvörum að
jndanförnu. Til dæmis hafa egg
lækkað um 38%, kakó um
13% og ýsa í soðið kostar 17%
meira í dag en fyrir nokkrum
mánuðum. Smjörlíki hefur
hækkað um 26% sem á sér ef til
vill einhverjar rætur í því að
matarolía hefur hækkað mjög
mikið á heimsmarkaðnum, eða
allt að 100%.
Almennt verðlag til heimilis-
halds hefur hækkað um 8.8% á síð-
ustu fimm mánuðum. Þetta gerist
þrátt fyrir það að ýmsar innfluttar
vörutegundir hafi lækkað á sama
tíma. Landbúnaðarvörur hafa
hækkað mjög mikið ásamt mörg-
um öðrum innlendum vörutegund-
um og erlendum. Þótt undarlegt sé
hækkanir
hafa t.d. brauð og kökur hækkað
um 6,5% á meðan sykur og hveiti
hafa lækkað. '
Upplýsingar eru fengnar hjá
Guðmundi Sigurðssyni á hagdeild
Verðlagsstofnunar. Hann sagði
Þjóðviljanum, að á móti þessum
hækkunum kæmi að erlendar vörur
hafa í mörgum tilvikum lækkað og
afleiðing er sú að meðaltalshækkun
verður um 8,8%. Við útreikning
þennan var miðað við vísitölu
framfærslukostnaðar á fimrn mán-
aða tímabili, frá ágúst 1983 til janú-
ar 1984.
Guðmundur upplýsti Þjóðvilj-
ann einnig um það að ýmsar aðrar
vörur hefðu hækkað á þessurh
vetri. Til dæmis eru fatnaður og
húsgögn orðin 10-20% dýrari en í-
haust.
-jP
Hangikjöt
Svið
Sviðasulta
Eistnavefjur
Grísasulta
Hrútspungar
Lundabaggar
Súrar bringur
SLATURFÉLAG
SUÐURLANDS
Skúlagötu 20 s=25355