Þjóðviljinn - 17.01.1984, Blaðsíða 8
8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 16. janúar 1984
Fyrstu verðlaun hlutu þeir Finnur Björgvinsson og Hilmar Þór Björnsson vegna frumlegra hugmynda, sem
lýst er á skemmtilegan máta i framsetningu, að sögn dómnefndar. Kjarninn í hugmynd þeirra Finns og
Hilmars Þórs að eldhúsi, er að fólk standi andspænis hvort öðru við matargerð en snúi ekki bökum saman
eins og tíðkast nú víða í eldhúsum. Vinnuaðstaðan cr sett á mitt gólf í eldhúsinu, eins og vonandi sést vel á
myndinni. (Ljósm. -eik-)
Vinnu- og
snyrtirými
íbúða
Drœm þátttaka
olli vonbrigðum
Húsnæðisstofnun ríkisins efndi
á síðasta ári til hugmyndasam-
keppni um vinnu- og snyrtirými í
íbúðum og hefur dómnefndin nú
skilað áliti sínu. Alls bárust 7 til-
lögur og voru veitt þrenn verð-
laun. Fyrstu verðlaun hlaut til-
laga tveggja arkitekta, þeirra
Finns Björgvinssonar og Hilmars
Þórs Björnssonar og fyrir hana
hlutu þeir 60 þúsund krónur.
Önnur verðlaun hlaut tillaga
Kjartans A. Kjartanssonar, hús-
gagnaarkitekts og þriðju verð-
laun hlaut tillaga frá Helgu Gunn-
arsdóttur, arkitekt, Jóni Þóris-
syni, arkitekt, og Ragnheiði
Ragnarsdóttur, arkitekt. Að auki
keypti dómnefndin tillögu Guð-
jóns Magnússonar, arkitekts-
nema, þar sem hún þótti sýna
skemmtilega hugmynd um bað-
herbergi. Þá hlaut tillaga Ernu
Ragnarsdóttur, innanhússarki-
tekts, verðlaun fyrir athyglis-
verða tillögu, en samstarfskona
Ernu var Elísabet Gunnarsdóttir,
arkitektsnemi.
I áliti dómnefndar segir, að
dómnefndinni hafi verið mikil
vonbrigði hve þátttaka í sam-
keppninni var dræm, en hún var
opin öllum landsmönnum. Þá olli
einnig vonbrigðum hve lítið var
um ferskar hugmyndir í þeim til-
lögum, sem bárust. Einnig olli
vonbrigðum, að engin tillaga tók
tillit til fatlaðra.
V er ðlauna ti Ilagan
I dómnefndarálitinu segir um
tillöguna, sem hlaut 1. verðlaun:
„Öll framsetning tillögunnar er
til fyrirmyndar, skýr og fagmann-
lega unnin. Hugmynd höfunda
að eldhúsi er, að menn vinni
störfin andspænis hver öðrum.
Að nota modulstærð flugvéla-
eldhúss 30x30 cm er bráðsnjallt,
m.a. taka skápahurðir mjög lítið
pláss. En benda má á, að öll
vinna í flugvélaeldhúsi miðast við
að maturinn kemur fullunninn og
er aðeins hitaður þar upp.
Innréttinguna má stækka og
minnka að vild. Grind til upp-
henginga á efri skápum og lömp-
um býður upp á marga mögu-
leika. Innréttinguna má staðsetja
nánast hvar sem er, þar sem hún
krefst engra veggja. Höfundar
'stinga upp á ýmsum möguleikum
varðandi efnisval.
Tillaga höfunda að snyrtirými
byggist á U-formuðum kjarna,
sem er mjög skemmtileg hug-
mynd, og gefur fleirum kost á að
nýta aðstöðuna samtímis án á-
rekstra. Dómnefnd telur þó æski-
legt að loka af salerni til þess að
hugmyndin nýtist til fullnustu og
ættu ekki að vera nein vand-
kvæði á því.
Gufugleypir fyrir ofan sturtu er
góð hugmynd. Lýsing í kjarna og
lofti er góð. Efnisval er mjög gott
með tilliti til þrifnaðar. Kjarni í
þvottaaðstöðu er góður og vinnu-
borð gott. Hins vegar er staðsetn-
ing kjarna ósannfærandi, þar sem
þvottarými nýtist illa.
Tillagan uppfyllir allar kröfur,
sem gerðar voru í útboðslýs-
ingu.“
I dómnefndinni áttu sæti:
Guðni Pálsson, arkitekt, Arna
Guðmundsdóttir, kennari, Grét-
ar J. Guðmundsson, verkfræð-
ingur, Klaus Holm, arkitekt,
Kristín Guðmundsdóttir, híbýla-
fræðingur, og Ólafur Jensson,
framkvæmdastjóri, sem var trún-
aðarmaður nefndarinnar.
kenninguna „athyglisverð tillaga“. Meðal þess sem þær teiknuðu var
þetta bogadregna píanó með Ijósum. (Ljósm. -eik-)
ast
Frábærir drykkir
Drykkirnir, sem Búsýslan
kynnir að þessu sinni, henta
kannski betur í sól og sumaryl,
þ.e.a.s. sól og sumaryl erlendis.
Við á þessu ísaköldu landi vitum
lítið um slíkt og getum því gert
okkur dagamun allan ársins hring
úr ís-, mjólkur- og jógúrtréttum.
Þesir drykkir henta vel sem
eftirréttir þegar kryddaðir kjöt-
réttir hafa verið á borðum, en eru
alltaf velþegnir.
ísjógúrt 4 glös
2 stórir bananar
2 dl hrein jógúrt (þessi heimatil-
búna er best)
U2 dl þeytirjómi
H2 l vanilluís
suðusúkkulaði
Merjið banana með gaffli eða í
kvörn. Blandið saman banana-
maukinu, jógúrtinni, rjömanum
og um 2/3 af ísnum í kvörn eða
með hrærivél. Hellið í glös og
látið afganginn af ísnum efst í
glösin. Skreytið með rifnu
suðusúkkulaði ef vill.
íssúkkulaði 1 glas
l'/l dl mjólk
1 msk kakó
1 tsk vanillusykur eða sykur
3 msk vanilluís
Mjólk og jógúrt eru uppistaðan í
þessum drykkjum, sem alls staðar
eru vel þegnir.
Hrærið allt nema ísinn. Hellið í
stórt glas og látið ísinn ofan á.
Mokkamjólk 1 glas
1 l/i dl mjólk
1 tsk kakó
1 ‘/2 tsk kaffiduft
1 tsk sykur
3 msk vanilluís
Hrærið öllu saman nema ísn-
um. Hellið í hátt glas og setjið
ísinn ofan á.
ast
Heimilisbókhald frá
Neytendasamtökum
Neytendasamtökin hafa gefið
út vandaða bók undir heimilis-
bókhaldið. Bókinni fylgir hand-
hæg innkaupablokk, þar sem fólk
getur skráð allar vörur, sem
keyptar eru í verslunarferðum,
og fært inn í bókhaldið síðar
meir.
í heimilisbókhaldinu eru dálk-
ar fyrir tekjur heimilisins og út-
gjöld og að auki opna fyrir fjár-
hagsáætlun heils árs. Auðvelt er
að átta sig á því hvernig færa skal í
reitina og þetta er því hið mesta
þarfaþing.
Á hverri síðu er sparnaðarráð,
þ.e. ábendingar um hvernig bet-
ur má halda utan um peningana.
Bent er m.a. á að fólk skyldi
skipuleggja innkaup sín vel og
gera innkaupalista, nota verð-
kannanir til að gera verðsaman-
burð milli verslana og vöru-
merkja og koma sér upp eigin
matjurtagarði ef kostur er. Þá
fylgja með upplýsingar um
neytendafélög innan Neytenda-
samtakanna.
Heimilisbókhald Neytenda-
samtakanna fæst í flestum bóka-
búðum landsins og kostar 130
krónur. Áreiðanlega eyðir fólk
annarri eins upphæð í hluti, sem
koma að minna gagni en heimilis-
bókhaldið.
ast