Þjóðviljinn - 17.01.1984, Síða 10
14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 16. janúar 1984
Stcingrímur Hermannsson missti af tækifæri til þcss Tómas Árnason neitaði því að taka fiskiskip af frílista og það leiddi til þess að skipum var laumað inn í landið.
að móta nýja fiskveiðistefnu í tæka tíð er hann hafnaði Viðkvæði Tómasar í ríkisstjórn var: Það er nógur fiskur í sjónum.
tillögum starfshóps Rannsóknarráðsins, og reisti sér í
þess stað minnisvarða ineð skrapdagakerfinu.
Upplýsingar Hjörleifs Guttormssonar á Alþingi
Framsóknarflokkurinn ber ábyrgð á
glötuðum tækifærum í sj'ávarútvegi
„Kvótafrumvarpið“ svonefnda
um breytingar á lögum um
veiðar í fiskveiðilandhelgi ís-
lands var aðeins tæpa viku á
dagskrá Alþingis áður en það
varð að lögum 20. desember.
Litlu munaði að megingrein
frumvarpsins yrði felld við at-
kvæðagreiðslu að lokinni 2.
umræðu í efri-deild, þar sem
allir þingmenn stjórnarand-
stöðunnar greiddu atkvæði
gegn því og auk þeirra Þorvald-
ar Garðars Kristjánssonar frá
Sjálfstæðisflokknum, þar sem
hann taldi hana stefna í átt til
þjóðnýtingar.
Margir þingmanna Alþýðu-
bandalagsins töluðu í umræð-
unum um málið, m.a. talaði
Hjörleifur Guttormsson við all-
ar þrjár umræðurnar í neðri
deild. Kom margtathyglisvert
fram í máli, m.a. það sem hér
verður gert að umtalsefni, það
er óstjórn Framsóknarflokksins
á sjávarútvegsmálum í tíð fyrri
ríkisstjórnar, þegarSteingrím-
ur Hermannsson var sjávarút-
vegsráðherra. Aður en vikið
verður að því nánar skal á það
bent að það hefur nú rækilega
sannast, sem stjórnarandstað-
an hélt fram í umræðunum, að
nóg svigrúm væri til að f jalla
um fiskveiðistefnu ársins 1984 á
Alþingi í byrjun þessa árs. Sjáv-
arútvegsráðherra hefur sjálfur
staðfest það með frestun ráðu-
neytisins að ákvarða aflamark
á skip til 20. febrúar n.k.
Framsóknarflokkur -
glötuð tœkifœri
„Það væri ástæða til þess að
skyggnast aðeins inn í þá röksemd-
afærslu sem Halldór Asgrímsson
sjávarútvegsráðherra hefur notað
til þess að réttlæta nauðsyn þess að
fá í hendur allt þetta vald núna og
rökin fyrir því að þetta hafi ekki
verið hægt að gera fyrr, því það hafi
þurft að bíða eftir niðurstöðum af
ráðslagi hagsmunaaðila áður en
málið færi fyrir þingið", sagði
Hjörleifur Guttormsson. „Jú, við
höfum heyrt þetta fyrr og ekki viij-
að gera lítið úr þýðingu þess að
hægt sé að stilla saman sem flesta
hagsmunaaðila um svo stórt og
flókið mál sem hér um ræðir. En
það gæti verið að stjórnmálamenn
og framkvæmdavaldið gætu og
hefðu getað hjálpað til að ná fram
stjórnun af þeim toga sem stefnt er
að, ef vilji væri fyrir hendi og hefði
verið á árurn áður. Ég er ekki ein-
göngu að tala hér um þetta þing.
Eg er ekki eingöngu aö tala um
þetta ár. Ég bendi á það að það
hafa komið fram skilmerkilegar til-
lögur um það fyrir nokkrum árum
að það væri skynsamlegt og
æskilegt að breyta hér til með rót-
tækum hætti um fiskveiðistjórn. Ég
held að það sé hollt fyrir menn að
hugleiða það hér og nú. þegar
menn vilja taka kollsteypu, að það
hafa komið fram tillögur, ábend-
ingar og skýr rök fýrir því að hverfa
að breyttri tilhögun í stjórnun fisk-
veiða í landinu fyrir nokkrum
árum. En hvaða undirtektir fengu
þær og hverjir voru það, sem fóru
með stjórn þeirra mála á þeim
tíma? A því tímabili sem ég þekki
best til, þann tíma sem ég sat í ríkis-
stjórn og þá fyrst og fremst í tíð
fráfarandi ríkisstjórnar, þá var
fiskveiðistefna og stjórnunarmál í
fiskveiðum til umræðu frá ári til árs
og núverandi formaður Framsókn-
arflokksins, sem þá var sjávarút-
vegsráðherra, kom með sínar til-
lögur um þau efni og þær voru
auðvitað ræddar í ríkisstjórn. En
hann hafði sinn vilja fram á þeim
árum í meginatriðum.
Tillögur frá
Rannsóknarráði
Hann fékk um það ábendingar
frá aðilum, sem fyllilega mega telj-
ast marktækir, þ.e. frá
Rannsóknarráði ríkisins, að ekki
yrði aflaaukning á næstu árum og
beina þyrfti aðgerðum að betri nýt-
ingu og lækkun kostnaðar. Á þess-
um málum var tekið meðan forsæt-
isráðherra sjálfur var fram-
kvæmdastjóri Rannsóknarráðs og
gefin út skýrslan: „Þróun sjávarút-
vegs, álitsgerð um stöðu og horfur í
sjávarútvegi", frá 7. september
.
Hjörleifur Guttormsson: Ástaeða ófarnaðarins er ekki síst sú að það skorti
pólitískan vilja hjá Framsóknarflokknum til þess að taka á stjórnun sjáv-
arútvegsmála meðan möguleiki var til þess að þróa nýja fiskveiðistefnu
með sársaukalausum hætti.
1981. Þetta var afrakstur af vinnu
starfshóps sem settur var á fót af
Rannsóknarráði í nóvember 1979.
I skýrslunni segir í inngangi:
„Megin niðurstaða skýrslunnar
cr sú, að ekki sé að vænta afla-
aukningar, sem orð er á gerandi í
framtíðinni. Tímaskeið aukningar
er liðið, ennfremur má vænta
þrengri markaðsstöðu. Með tilliti
til þessa hlýtur meginviðlcitni
næstu ára að beinast að betri nýt-
ingu auðlinda ásamt lækkun kostn-
aðar við veiðar og vinnslu“.
Undir þessa skýrslu rita eftir-
taldir: Jónas Blöndal, Björn Dag-
bjartsson, Jakob Jakobsson, Þor-
kell Helgason, Páll Guðmundsson
og Jón Ármann Héðinsson.
Þáttur
Tómasar Arnasonar
Það væri ástæða til þess að rifja
upp nokkra þætti úr fróðlegu áliti
þessa starfshóps vegna þess að
hluti af því kom inn á borð
stjórnvalda áður en þessi skýrsla
var útgefin og þáverandi sjávarút-
vegsráðherra hafði án efa aðgang
að þessum gögnum löngu áður en
starfshópurinn lauk störfum. En af
hans hálfu var á þeim tíma ekki vilji
til þess að hlusta á rök og ábending-
ar þessa starfshóps Rannsóknar-
ráðs ríkisins, og hann fékk vissu-
lega ekki stuðning eða hvatningu
til'að taka undir tillögur sem ég
m.a. flutti um að taka upp breytta
stjórnun fiskveiða. Hann fékk ekki
stuðning við það frá flokks-
bræðrum sínumí þáverandi ríkis-
stjórn, t.d. ekki frá þáverandi við-
skiptaráðherra Tómasi Árnasyni,
Tómas lýsti ekki neinum vilja til
þess að tekið yrði á þessum málum
og endaði yfirleitt flestar ræður
sínar um þetta mál: „Ég held nú að
það sé nógur fiskur í sjónum“.
Þetta var leiðarstjarna þáverandi
viðskiptaráðherra sem hélt á mál-
efnum skipastólsins hér á árum
áður ásamt sjávarútvegsráðherra.
Þessir tveir félagar úr Framsóknar-
flokknum fóru með þessi mál sl.
þrjú ár í þeirri ríkisstjórn, fisk-
veiðistefnu og fiskiflotann. Það
væri lærdómsríkt, ekki síst fyrir