Þjóðviljinn - 17.01.1984, Qupperneq 11

Þjóðviljinn - 17.01.1984, Qupperneq 11
Halldór Asgrímssonn núverandi sjávarútvegsráðherra að það væri stiklað á helstu atriðum í málsmeð- ferð þessara flokksbræðra sinna á þessum mikilvægu sviðum. Tillögur sem Steingrímur vísaði frá Sá kafli sem ég tel hinsvegar at- hyglisverðastan úr greinargerð þessa starfshóps Rannsóknarráðs varðar það sem þar segir um fram- tíðarstjórnun fiskveiða og tengist það með beinum hætti því máli sem við erum hér að ræða, þó að það snerti ekki þann kjarna, hver skuli liafa valdið. I skýrslunni segir: „Markmið fískveiðistjórnunar ætti að vera að veiða hverju sinni æskilegt magn úr hverjum stofni á sem ódýrastan hátt og ná þannig fram hámarksafrakstri veiðanna. Einsýnt virðist af fenginni reynslu, að þær aðferðir sem beitt hefur verið, nægja hvergi til að tryggja æskilegt aflamagn og því síður til að halda niðri sóknarkostnaði. Til að ofangreindum markmiðum fisk- veiðistjórnunar verði náð virðist frumskilyrði að leyfísbinda allar fiskveiðar. Nú þegar eru fjölmagar tegundir veiða háðar leyfum og flest bendir til að haldið verði áfram á þessari braut og því aðeins tímaspursmál hvenær lögbundið verður heilsteypt kerfi leyfisveit- inga til fiskveiða. nein heildarsamþykkt á Fiskiþingi um breytingu á stjórnun fiskveiða, en það komu fram álitsgerðir frá mörgum aðilum á þeim vettvangi þar sem hvatt var til þess að breytt yrði með róttækum hætti til um stjórnun veiðanna og tekið upp aflamark. Ég hef farið í gegnum allar ályktanir Fiskiþings frá þess- um árum, og einnig þær tillögur sem ekki náðu þar samþykki. Ég minni til dæmis á tillögur frá nefnd sem Hilmar Bjarnason var formað- ur fyrir, sá glöggi skipstjórnarmað- ur og fiskifélagsmaður sem þar hef- ur verið á oddi um langt skeið. Hilmar hefur verið starfsmaður fiskifélagsdeilda á Austurlandi og leiddi nefnd sem um þessi mál fjall- aði og skilaði mjög marktæku áliti að mínu mati og margra fleiri. Ástæða ófarnaðarins eins og ég hef verið að víkja hér að og rök- styðja í máli nrínu er ekki síst sú, að það var ekki pólitískur vilji af hálfu Framsóknarflokksins til þess að taka á þessum málum hér á árum fyrr, þegar möguleiki var til þess að þróa hér skynsamlega stjórnun fiskveiða méðan menn bjuggu ekki við þær alvarlegu og kröppu að- stæður, sem nú ríkja að margra mati. Eg held að það sé hollt fyrir menn að hugleiða einmitt hversu nöturlegt það er, að við skulum vera komnir hér með tillögur af hálfu Hafrannsóknastofnunar um >200 þúsund tonna þorskafla á ári Strax 1981 komst starfshópur Rannsóknarráðs að þeirri niðurstöðu að setja þyrfti á sóknar- eða aflakvóta. Tími frjáls og óhefts aðgangs að fiskimiðunum er liðinn, þótt dreg- ist geti að viðurkenna það. Leyfi til fiskvciða geta annað hvort falið í sér heimild til að veiða jftkvcðinn afla á tilteknu tímabili, laflakvótar, eða kveðið á um heimild til að halda til veiða tilteknu magni og gerð veiðarfæra, og/eða skipa á tilgreindu tímabili, sóknarkvótar. Slík leyfi geta verið veitt cinstökum útgerðum, skipum eða t.d. vinns- lustöðvum með cða án ákvæða um framsal leyfanna til fiskiskipa. Þá er að geta þess, að leyfisveitingu þarf ekki nauðsynlega að fylgja álagning leyfisgjalds. Að sjálfsögðu koma einnig til greina ýmis millistig milli þessara tveggja tegunda kvót- akerfa. Þannig eru aflakvótar alla- jafna veittireinhverjumafmörkuð- um fjölda skipa þannig að um leið eru veitt sóknarleyfi“. Skrapdagakerfið minnisvarði Steingríms „Ég tei“, sagði Hjörleifur Gutt- ormsson „að það sé afar afdrifaríkt að það skuii ekki hafa verið hlustað meira á þessar tillögur á þeim tíma sem þær komu fram og það skuli ekki hafa verið neinn pólitískur vilji á þessum árum til þess að taka með breyttum hætti á stjórnun fisk- veiða, með öðrum hætti en þeim sem menn þekkja af reynslu síð- ustu ár, hinu svokallaða skrapdag- akerfi, sem er afkvæmi Steingríms Hermannssonar sem sjávarútvegs- ráðherra. Það er það kerfi sem mun loða við nafn hans miðað við hans feril sem sjávarútvegsráð- herra, skrapdagakerfið sem stjórn- unarkerfi. Mér er Ijóst að það var ekkigerð eftir að hafa búið hér að þorskafla á bilinu 300 til 460 þúsund tonn fyrir 2-3-4 árum síðan, sem hefði gert það kleift að taka hér upp gerbreytt vinnubrögð með sársaukalausum hætti í sambandi við sjávarútveg okkar og stjórnun hans. Samspil Steingríms og Tómasar Það er kannski einn meginkostur þeirrar stjórnunaraðferðar sem hér er lagt til að upp verði tekin að hún gerbreytir sýn manna til þessarar takmörkuðu auðlindar sem hefur auðvitað alltaf verið sínum tak- mörkuðum háð, þó að menn hafi ekki rekið sig upp undir með jafn afgerandi hætti eins og nú. Þeir hjálpuðust um það Streingrímur Hermannsson, sem hafnaði því að taka upp breytta stjórnun með aflamarki hér á síðustu árum, og Tómas Árnason að hlaða utaná þann bolta, sem nú er orðinn það stór, að það er vart að núverandi sjávarútvegsráðherra nái utan um hann og er hann þó vaskur maður. Tómas Árnason mátti sem við- skiptaráðherra ekki heyra á það minnst að fiskiskip væru tekin af frílista, og þannig var lætt hér inn í landið skipum án þess að nokkrar lánastofnanir kæmu þar við sögu og útlendingar fóru að gera hér út í íslenskri lögsögu á laun með fyrir- greiðslu ísl. stjórnvalda. Þetta er nú arfurinn sem Halldór Ásríms- son tekur við, fyrir utan ýmis önnur raunaleg dæmi og gleymsku og yfirsjónir Steingríms Hermanns- sonar, sem ekki mundi mánuðin- um lengur. hvað ráðið hefði verið í sambandi við skipakaup og skipa- innflutning erlendis frá. ______________ÞriSjudagur 16. janúar 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15 Erlendar fréttir Nýtt afiamet var sett í heiminum á árinu 1982 500 þúsund tonna aukning fískafla heimsins 1982 Á árinu 1982 voru veiddar 75 milljónir tonna af fiski í höfum, vötnum og ám jarðarinnar, sem er nýtt aflamct. Aflaaukningin er sögð mest við Suður-Ameríku. Japanir voru með mestan fiskafla, eða 10 milljónir og 760 þúsund tonn. Næst komu Sovétríkin með 9 milljónir 450 þúsund tonn. Af Vcstur- Evrópuþjóðum voru Norðmenn hæstir mcð 2 milljónir 450 tonn og Danir með tæplega 2 milljónir tonna. Jóhann E. Kúld skrifar um fiskimál Fisk- vinnsla í Fær- eyjum í 21 frystihúsi í Færeyjum var tekið á móti og unnið úr 102.237 smálestum af nýjum fiski frá ný- ári til septemberloka 1983. Yfir sama tímabil á árinu 1982 barst til þessara sömu húsa 76.876 smálestir af vinnslufiski. Beitupokar í þorskanet F ærey- ingar eru bjart- sýnismenn Hið mikla fiskveiði- og verks- miðjuskip sem Færeyingar keyptu frá Ítalíu á sl. sumri og hlaut nafnið Reynsatindur átti að sækja kolm- unnatogvörpu til Egesunds í Noregi fyrstu vikuna í desember. Kaupverð skipsins var 58.5 milljónir danskra króna. Síðan hafa verið gerðar miklar breyting- ar á skipinu f'yrir 33 milljónir dan- skra króna, svo nú stendur það í 915 milljónum danskra króna fyrir utan veiðarfæri þegar útgerð þcss hefst. Skipið verður gert út til alhliða fiskveiða þar á meðal rækjuveiða, og verður allur afli fullunninn um borð og engu kastað. Skipið hefur frystilest fyrir 2000 lestir af fiski og 1000 lestir af rækju. Skipshöfnin verður 70 menn. Reiknað er með að Reynsatind- ur þurfi að fiska fyrir 55-60 milljónir danskra króna til þess að endar nái saman. Skipstjóri á þessu mikla fiskveiði- og verksmiðjuskipi Færeyinga heitir Danjal Petur Ni- elsen. Færeyingar sem eru fámenn- astir Norðurlandaþjóða hafa nú byrjað útgerð á stærsta og líkindum best búna fiskiskipi þessara landa. Það veiðist betur ef beitupokar cru settir innan í þorskanet. Á síðastliðinni jólaföstu var birt í Noregi niðurstaða af margendur- teknum tilraunum norska vísindamanna um beitupoka á þorskanetum. Útkoman varð sú, að þegar fínriðnir nctpokar með niðurskorinni síld, smokkfiski eða makríl voru hcngdir á nctin þá óx aflinn að miklum mun. Þetta cr þakkað lyktnæmi fisksins. Það væri ómaksins vert á netavcrtíðinni hér í vetur að reyna þessa nýju norsku aðferð við veiðarnar. Mikil smokkfískveiði við Falklandseyjar í haust Tuttugu spánskir togarar sem voru á tregfiski undan ströndum Suður-Afríku snemma á þessu hausti brugðu sér vestur yfir hafið á miðin við Falklandseyjar, en þar er ennþá þriggja mílna fiskveiðiland- helgi. Þarna fengu Spánverjarnir á mjög skömmum tíma 20 þúsund smálestir af smokkfiski, en þá fengu þeir fréttir af því að spánski, markaðurinn væri að fyllast af þessari fisktegund. Þegar Spán- verjarnir komu á Falklandseyja- miðin þá var þar fyrir stór pólskur fiskveiðifloti ásamt verksmiðju- skipum og voru þá Pólverjarnir búnir að veiða 100 þúsund smálest- ir af smokkíiski og kolmunna. Kolkrabbi eða smokkfiskur þyk- ir herramannsmatur í löndunum við Miðjaröa ' :f og víðar.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.