Þjóðviljinn - 17.01.1984, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 17.01.1984, Blaðsíða 16
DJOÐVIUINN Þriðjudagur 16. janúar 1984 Mývatnssveit 27 stiga frost í gærmorgun var 27 stiga frost í Mývatnssveit en 25 stig um miðjan daginn. Starri í Garði sagði í gær að þó Mývetningar væru því vanir að fá um og yfir 20 stiga frost á hverj- um vetri, þá væru hörkurnar und- anfarið óvenjumiklar og langar. Harðfenni er yfir öllu þar nyrðra, nær bílfært að hans sögn. Gaddur- inn veldur ómældum erfiðleikum, en þó eru ekki öll kurl komin til grafar: orkureikningarnir eru ó- komnir. Um það fjallar Starri m.a. í fréttapistli úr Mývatnssveit á bls. 13. A kureyrarhelgin Góður árangur Áskriftarherferð Þjóðviljans um helgina á Akureyri gekk mjög vcl. Um tuttugu manns hringdu og buðu kynningaráskrift að blaðinu og fcngu góðar undirtektir. Áskriftarherferð Þjóðviljans skilaði miklum fjölda, en hér er urn kynningaráskrift að ræða fyrir mánuðina febrúar og niars. Um- boðsmaður Þjóðviljans á Akureyri er Haraldur Bogason, sími 24079. Aðalsimi Þjóðviljans er 81333 kl. 9-20 mánudag til föstudags. Utan þess tima er hægt að ná í blaðamenn og aðra starfsmenn blaðsins í þessum símum: Ritstjórn Aðalsími Kvöldsími Helgarsími 81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, Ijósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9 - 12 er haegt að ná í afgreiðslu blaðsins í síma 81663. Prentsmiðjan Prent hefur síma 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. 81333 81348 81663 Eimskip er 70 ára í dag. Fyrirtækið sem upphaflega var félagseign íslendinga hefur í mörgu tilliti verið burðarásinn í atvinnulífi höfuðborgarinnar. Myndin sem er hamingjuósk Þjóðviljans til afmælisbarnsins var tekin af Úðafossi og iðandi lífí niður á Reykjavíkurhöfn í gær. (Ljósm.: -eik). Tillaga fulltrúa -m • /yt • s * l ekinn veroi upp staðgreiðslu afsláttur hjá þeim söluaðilum sem veita greiðslukortaþjónustu Fulltrúar ASÍ í verðlagsráði, Ás- mundur Stcfánsson og Snorri Jóns- soiylögðu fram tillögu á fundi vcrð- lagsráðs í gær að þeim söluaðilum sem veita greiðslukortaþjónustu verði gert skylt að veita stað- greiðsluafslátt þeim er staðgreiða vöruna. Að sögn Ásmundar mun vera í gildi samningur milli greiðslu- kortafyrirtækjanna og þeirra sem veita greiðslukortaþjónustu að sömu kjör skuli vera hvort heldur fólk staðgreiðir vöruna eða notar greiðslukort. í þessu sambandi benti Ásmundur á, að þjónustu- gjald, sem greiðslukortafyrirtækin taka af sölu er 2% til 5%. Lægsti vaxtakostnaöur nemur 2% á mán- uði og dráttarvextir eru 3,25%. Þar fyrir utan er svo greiðslufrestur þeirra sem nota greiðslukortin að meðaltali einn mánuður. Því er ljóst að kostnaður vegna greiðslu- kortasölunnar er almennt á bilinu 5% til 8% fyrir utan allt umstang við kortaþjónustuna. Þess vegna er það í hæsta máta ósanngjarnt að þeir sem staðgreiða vöruna, skuli verða að taka á sig þann kostnað sem greiðslukortin hafa í för með sér og hafa ekkert uppúr því að staðgreiða, á meðan þeir sem kortin nota fá vaxtalaust lán í einn mánuð. Ásmundur sagði að það væri Ijóst að ef fyrirkomulag þessara mála verður óbreytt muni sá kostnaður sem kortaþjónustan hefur í för með sér falla á aðra við- skiptavini og valda því aukinni verðbólgu. Mér sýnist augljóst, að ef við- skiptaaðilar geta tekið á sig 5-8% kostnað vegna kortanna, þá geta þeir líka veitt 5-8% afslátt þeim, sem staðgreiða, sagði Ásmundur. - S.dór. Ásmundur Stefánsson forseti ASÍ og fulltrúi í verðlagsráði: Augljóst að ef viðskiptaaðilar geta tekið á sig 5-8% afslátt þá geta þeir líka veitt 5-8% afslátt þeim sem staðgreiða. Astand þorskstofnsins: Heimir Hannes- son hjá Sölu- stofnun lagmetis- ins um rækjueitr- unina í Hollandi: Ovíst um áhrifín á markaðsstöðuna „Það er erfitt að segja hvaða áhrif þessi atburður mun hafa á stöðu okkar á markaðinum í Evr- ópu, en það er Ijóst að við vcrðum að leggja höfuðáherslu hér eftir að auglýsa okkar rækju með sérstök- um hætti, að hún sé veidd í ómeng- uðu hafi norðursins“, sagði Heimir Hannesson framkvæmdastjóri Sölustofnunar lagmetisins. Hollensk yfirvöld skýrðu frá því um helgina að tugir manna hefðu sýkst af eitrun frá niðursoðinni rækju sem flutt hefði verið inn frá Bangladesh. 6 hefðu látist og 23 lægju enn þungt haldnir á sjúkra- húsum. Rækjan var seld undir nor- sku vörumerki. Að sögn Heirnis Hannessonar hefur Sölustofnun lagmetisins ósk- að eftir upplýsingum frá Norð- mönnum um hvernig þessum merkingum á rækjunni hafi verið háttað. Rækja frá austur Asíu er mun smærri en sú sem við þekkjum til úr norðurhöfum, lélegri og ódýr- ari. Héðan hefur verið flutt nokk- uð af niðursoðinni rækju á markað í Hollandi en aðalmarkaðslöndin í Evrópu eru næstu nágrannalönd Hollendinga, V-Þýskaland, Frakk- land og Bretland. - Ig. Enn verra en við héldum í haust segir Jakob Jakobsson fiskifrœðingur „Eg er sannfærður um að ástand þorskstofnsins er enn verra en við héldum í haust, þegar við skiluðum okkar skýrslu, sem sumir kölluðu „Kolsvörtu skýrsluna“. Það eru mörg teikn á lofti sem ég byggi þessa skoðun mína á og við kom- umst bara ekki framhjá þessari staðreynd“, sagði Jakob Jakobs- son, ílskifræðingur í samtali við Þjóðviljann í gær. Jakob benti á að öll veiðarfæri yrðu sífellt fullkomnari og allri tæknivæðingu hefði fleygt fram, samt sem áður veiðist æ minna. Þá ræddi Jakob aðeins unt þá staðreynd að dregið hefði úr vexti fiska og telur hann að ástæðan sé fyrst og fremst of mikil sókn í stofn- inn, sem þýðir að búið er að veiða allan stærsta fiskinn og því verið að veiða æ minni fisk og meðallengd fiska í aflanum verður minni. Varðandi kenninguna um að leyfa aukna veiði á smáfiski, grisja stofninn, sagði Jakob að grisjun væri í fullum gangi, það væri alltaf verið að drepa smáfisk. Sagði hann suma sjómenn halda því fram að fyrir hvern einn fisk sem hirtur er, væri öðrum hent í sjóinn. Ef þetta væri ekki grisjun, þá vissi hann ekki hvað hún væri. - S.dór. Dauðaslys á sjó Hrikalegar tölur Síðasta áratuginn hafa orðið 186 dauðaslys á sjó eða 15.5 að meðai- tali á ári. Það samsvarar hvorki mcira né minna en 263.5 dauðaslys- um í Reykjavík árlega. Þessar hrikalegu tölur komu fram í ræðu Sigmars Þ. Sveinbjörnssonar frá Vestmannaeyjum á þingi Far- manna- og fiskimannasambandsins sl. haust en ræða hans er birt í nýút- komnu tölublaði Sjómannablaðs- ins Víkings. Sigmar tók einnig sarnan öll þau slys sem sjómenn urðu fyrir á tíma- bilinu 1971-82 og þá kemur í ljós bótaskyld slys urðu samtals 3.530 eða að jafnaði 294 á ári. Telur Sig- mar að risaátak verði að gera í slysavarnarmálum sjómanna. - v. /

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.