Þjóðviljinn - 26.01.1984, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 26.01.1984, Blaðsíða 4
4 StÐA — ÞJÓÐVILJINN.' Fimmtudagur 26. janúar l!>84 DJÚÐVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýðs- hreyfingar og þjóðfrelsis Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson. Umsjónarmaður Sunnudagsblaðs: Guðjón Friðriksson. Auglýsingastjóri: Sigríður H. Sigurbjörnsdóttir. Afgreíðslustjóri: Baldur Jónasson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pótursdóttir. Blaðamenn: Auður Styrkársdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Helgi Ólafsson, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gíslason, ólafur Gíslason, Óskar Guðmundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Valþór Hlöðversson. Iþróttafróttaritarí: Víðir Sigurðsson. Utlit og hönnun: Guðjón Sveinbjörnsson, Þröstur Haraldsson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Magnús Bergmann. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Auglýsingar: Áslaug Jóþannesdóttir, Ólafur Þ. Jónsson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Jóhannes Harðarson. Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, Margrét Guðmundsdóttir. Húsmóðir: Bergljót Guðjónsdóttir. Bílstjóri: Ólöf Sigurðardóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 81333. Umbrot og setning: Prent. Prentun: Blaðaprent hf. Hvað verður um sjúklingaskatdnn? Á síðustu vikum ársins 1983 greindi Þjóðviljinn frá því að ríkisstjórnin hefði ákveðið að leggja á sérstakan sjúklingaskatt. í fyrstu neituðu ráðherrarnir að kannast við þessi áform en við aðra umræðu fjárlaga síðustu þingviku fyrir jól viðurkenndi Lárus Jónsson, formaður fjárveitinganefndar, að slíkur skattur væri meðal meg- inforsendna fjárlaga fyrir árið 1984. ‘ í þessum umræðum sagði Lárus Jónsson: „Á vegum heilbrigðisráðuneytisins er nú unnið að undirbúningi frumvarps sem fela mun í sér að sjúklingar sem leggjast inn á sjúkrahús greiði 300-600 kr. gjald í 10 daga að( hámarki á hverju ári. Undanþegnir yrðu elli- og ör-' orkulífeyrisþegar og börn, svo og munu koma til fleiri undantekningar. “ Fulltrúar allra stjórnarandstöðuflokkanna mót- mæltu harðlega þessum áformum um sjúklingaskatt og fjölmargir læknar og aðrir forráðamenn í heilbrigðis- málum töldu fráleitt að búa til slíkan tekjustofn fyrir ríkiskassann. Fjármálaráðherra Albert Guðmundsson: varði hins vegar sjúklingaskattinn í frægri ræðu á Al- þingi. Taldi ráðherrann mikið vafamál að þeir sem gagnrýndu sjúklingaskattinn ættu að fá að vera í friði á Islandi. Var greinilegt að Albert taldi þá eiga minni rétt en hundinn heimsfræga, Lucy á Laufásveginum. Albert Guðmundsson var þó þeirrar skoðunar að Matthías Bjarnason heilbrigðisráðherra ætti að eiga höfundarrétt að sjúklingaskattinum: „Ég reikna með því að leggi heilbrigðisráðherra til að þetta gjald verði tekið hafi ríkisstjórnin ekkert við það að athuga. Hann framkvæmir niðurskurð í heilbrigðiskerfinu. Það er ekki rétt að fjármálaráðherra leggi á þennan skatt eða hafi fundið hann upp.“ Þegar Svavar Gestsson spurði Matthías Bjarnason um sjúklingaskattinn við þriðju umræðu fjárlaga eftir að Albert hafði komið skattlagningunni yfir á Matthías trylltist heilbrigðisráðherra í ræðustól Alþingis og kall- aði stjórnarandstæðinga öllum illum nöfnum um leið og hann viðurkenndi að undirbúningur sjúklingaskattsins væri í fullum gangi. Við þessa umræðu vakti Svavar Gestsson athygli á því að ráðherrarnir væru greinilega farnir að skámmast sín fyrir sjúklingaskattinn. Svavar lét í ljós þá ósk „að bak jólum getum við mætt nýjum ráðherra með nýjar, betri og skynsamlegri hugmyndir en þær sem hann hefur hér lagt fram - þá munum við þingmenn Alþýðu- bandalagsins fagna þeim sinnaskiptum“. Þegar Alþingi kemur nú saman til funda á ný vaknar sú spurning hvort jólahátíðin hefur megnað að milda skap ráðherranna og breytt áformum ríkisstjórnarinnar um sjúklingaskattinn. Frumvarp um þennan nýja skatt hefur ekki enn verið lagt fram. Vonandi sér það aldreii dagsins ljós. Ef ríkisstjórnin gefst upp á sjúklingskattin- um sýnir það mikinn árangur stjórnarandstöðunnar. Vörn fyrir Blazer og Benz Forystumenn Framsóknarflokksins Steingrímur Hermannsson og Tómas Árnason hafa verið fremstir í flokki þeirra sem hafa knúið launafólk til að fórna, fjórðungi kjara sinna í þágu baráttunnar gegn verð- bólgunni. A sama tíma hafa þeir látið ríkið gefa sér andvirði 10 árslauna verkamanna í formi fríðinda við kaup á Blazer og Benz. Málgagn Framsóknarflokksins Tíminn ver þetta sið- leysi í forystugrein í gær. Þar með hefur varanleiki spillingarinnar orðið stefna flokksins. klippt Samningafréttir Fréttir Þjóðviljans og Morgun- blaðsins um að hugsanlegt væri að ASí og VSÍ væru að ná samn- ingum vöktu mikla athygli sl. þriðjudag, en var ekki sérstak- lega fagnað af öllum. Forseti ASí og framkvæmdastjóri Vinnuveit- endasambandsins lögðu áherslu á það strax í útvarps- og sjónvarps- fréttum um kvöidið að hér væri aðeins um óformlegar áþreifing- ar að ræða, engin tilboð hefðu gengið á milli aðila, margt hefði verið reiknað út, en engin ein niðurstaða lægi fyrir. Forsætis- ráðherra kannaðist hinsvegar vel við „þessar hugmyndir“ og taldi þær skoðunarverðar þó að þær færu út fyrir sultarramma ríkis- stjórnarinnar. NÚ-Tíma viðhorf? í blöðunum í gær, miðvikudag, eru ýmis fróðleg ummæli sem varpa ljósi á þetta fréttamál. Þannig segir Tíminn í fyrirsögn að ekki hafi allir verið ánægðir með þreifingar Ásmundar og Magnúsar og spyr hvort nota hafi átt blöðin til að eyðileggja samkomulagsgrundvöllinn. Þaö er fallegt til afspurnar ef það er rétt að hægt sé að nota Morgun- blaðið og Þjóðviljann til „óhæfu- verka“ af þessu tagi! Ber að skilja þessar aðdróttanir Tímans á þann hátt að fréttamenn eigi að þegja um stórfrétt, sem þeir fá nasasjón af? Er það kannski NÚ-Tíma við- horf? „Þetta“ var trúnaðarmál „Við vorum beðin fyrir þetta sem algjört trúnaðarmál, en tveimur tímum eftir fundinn var Þjóðviljinn búinn að fá þetta í hendur“, segir Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir í samtali við Al- þýðublaðið. Hún viðurkennir semsagt að eitthvað „þetta“ hafi menn fengið í hendur upp úr við- ræðum Magnúsar framkvæmda- stjóra VSÍ og Ásmundar forseta ASÍ á fundi verkalýðsleiðtoga á þriðjudag. Þar fyrir þarf það alls- ekki að vera rangt hjá þeim Magnúsi og Ásmundi að óform- legar viðræður þeirra hafi ekki skilað niðurstöðu, og engar prós- entuhækkanir hafi verið boðnar formlega. En allavega er ljóst að reynt hefur verið að glöggva það fyrir mönnum hvaða niðurstaða hugsanlega gæti fengist í samn- ingum án stórátaka. „ Úrslitaviðrœðuru Og hvað segir forsætisráð- herra, sem sjaldnast liggur á hlut- arliðnum“, segir Magnús Gunn- arsson í samtali við Alþýðublað- ið. „Það er rétt og hefur ekki far- ,ið leynt, að við Asmundur Stef- ánsson höfum rætt málin og fund- að á milli hinna föstu samninga- funda, en það er ekkert nýtt; slík vinnubrögð eru áður þekkt.“ Þjóðviljinn hallast að því að mat forsætisráðherra á stöðu mála gefi réttari mynd af atburðum heldur en yfirlýsing Magnúsar. Það sem verið er að reyna er hvort flötur finnst á heildarsamn- ingum við ASí sem myndu skapa munstur á vinnumarkaði amk. til eins árs, án þess að til átaka komi. Þessa skoðun styður viðtal við Guðmund J. Guðmundsson í Viðræðurnar hafa ekki skilað neinni niðurstöðu — segir Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ alrangt aft þaft sé samkomulag okkar í milli um eitt eða neitt, mál- ' •Í-JMæ Æ* okkar í milli um eitt eða nei - - - - £. unum, í samtali við Morgunblað- ið í gær?: „Við munum hafa formlegt samstarf og samband við aðila vinnumarkaðarins um aðgerðir og það hefur ekki verið talið tímabært núna á meðan þeir standa í úrslitaviðræðum um kaup og kjör, en við erum tilbún- ir að ræða málin hvenær sem er.“ Að mati Steingríms Hermanns- sonar er hér um úrslitaviðræður að ræða, og er hann því sammála fréttamati Þjóðviljans og Morg- unblaðsins. Feluvísitalan og Guðmundur „Það er ekkert til í því að samn- ingar milli ASÍ og VIS séu í burð- )iefur , . , b*r4«unni vií DV í gær, þar sem hann segir m.a. að Verkamannasambandið sé að ræða framkomnar hug- myndir: „Flöt prósentuhækkun yfir alla línuna væri það háskaleg- asta sem út úr þessum samning- um gæti komið og ég vara við því. Hins vgar líst mér út af fyrir sig vel á hugmyndir um endurskoð- unarkerfi; eða nokkurskonar fel- uvísitölu, sem gerði ráð fyrir að kaupmáttur færi þó aldrei niður fyrir það sem hann var á síðasta ársfjórðungi í fyrra. En þeir lægstlaunuðu verða að fá eitthvað umfram það hvort sem það verður kallað kauptryg- ging, afkomutrygging, kaup- hækkun eða niðurskurður lægstu taxta“. - ekh Sköpuðu óvissu í nýútkomnum Félagstíðind- um Starfsmannafélags ríkisstofn- ana er birt örstutt viðtal við Þór- hildi Salómonsdóttur forstöðu- konu Þvottahúss ríkisspítalanna um niðurstöður útboðanna frægu. í inngangi segir: „Stjórnendur heilbrigðismála í landinu sköpuðu mikla óvissu meðal heilbrigðisstétta í landinu með ákvörðun sinni um útboð á ýmissri starfsemi ríkisspítalanna. Niðurstaða útboðanna varð hins- vegar með þeim hætti, að starfs- fólkið gat vel við unað - því að í ljós kom að reksturinn yrði mun dýrari í höndum einkaaðila“. Sigur fyrir fólkið „Ég var vissulega fegin þessari niðurstöðu, því hún var okkur í hag og við fundum það að við vorum ekki einskis virði. Þetta var erfiður tími meðan á óviss- unni stóð, og það er ekkert launungarmál að við misstum fólk á meðan þessi óvissa var. Það var helst yngra fólkið, því það á auðveldast með að fá vinnu“, segir Þórhildur og bætir við að hugmyndin um að láta aðra aðila taka við rekstrinum hljóti að vera úr sögunni. „Það er dýrara að fara annað, það sýndu þau tilboð sem bárust.“ - ekh 2 FÉLAGSTlÐINDi „Fundum að við vorum ekki einskis virði“ Stjómemur heiIhrigóLsmála i landinu skcp- uóu mikla óvissu meóal heilhrigóisstétta i lardinu meó ákvöróun sinni um úthoó á ýmissri starfsemi rikisspitalanna. Nióur- staóa útboóanna varó hins vegar meó þeim fvetti, aó starfsfólkió gat vel vió unað - þvi i ljós kcrn aó reksturinn yrói mun dýrari i höndum einkaaóila. "Ég var vissulega fegin þessari nióurstöóu, þvi hún var okkur i hag og vió fundum þaó, aó vió vorum ekki einskis virói", sagði tórhildur Salónonsdóttir, forstöóukona Þvottahúss rikisspitalanna, er hún var innt álits á nióurstöóum úrboóanna. "Þetta var erfióur eimi nteðan á óvissunni stóó, og l>að er ekkert iaunungarnál aó vió misstum fólk á meóan þessi óvissa var. Þaó var helst yngra fólkió, þvi þaó á auó- veldast meó aó fá vinnu". Þórhildur sagói aó hugmyndin um aó láta aóra aóila taka vió þessum rekstri hlyti aö vera úr sögunni. "Þaö er dýrara aó fara annaó, þaó sýndu þau tilboó sem bárust." ■

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.