Þjóðviljinn - 26.01.1984, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 26.01.1984, Blaðsíða 14
14 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINNI Fimmtudagur 26. janúar 1984 BLAÐAUKI Decubal er alhliða krem sem mýkir og verndar húð- ina, og viðheldur eðlilegu rakastigi. Ofnæmisprófað. í apótekum HERMES HF DUMEX Tvíbu ra- móðir Nærði börn in á brjóstamjóik í 7 mánuði Sjaldan heyrist aö tvíbura- mæður hafi nægilega mjólk fyrir bæði börn sín og aðstæður til að veita þeim þennan lífs- vökva í langan tíma. Þjóðviljinn hafði þó upp á einni tvíburamóðursem nærði börn sín á brjóstamjólk mánuðum saman. Húnvarfús tilaðsegja frá því hvernig þetta gekk fyrir sig og um hvað lífið snerist fyrstu 8 mánuðina eftir fæð- ingu. Hún heitir Helga Bogadóttir og fæddi tvo drengi þann 14. septemb- er 1982 éftir 8 mánaða meðgöngu. Drengirnir heita: Húni, sem vó 7 merkur við fæðingu, og Hrafn sem vó rúmar 11 merkur. Faðirinn Hilmar J. Malmquist aðstoðar Helgu við að rifja þetta tímabil upp. Vökudeildin - Þeir þurftu báðir að fara beint á Vökudeildina. Hún er ætluð veikum börnum sem þurfa sérstaka umönnun. Húni var mjög lítill og þurfti að fara í „glerbúr" og Hrafn fékk vatn í lungun í fæðingu og þeg- ar hann var 4 daga gamall fékk hann heilahimnubólgu og var hætt kominn. Húni veiktist einnig af far- aldi sem gekk á Fæðingadeildinni um tíma. - Þeir voru í stöðugri lífshættu í meira en hálfan mánuð. Þetta var ólýsanlega erfiður tími, sögðu Helga og Hilmar foreldrar drengj- anna. - Á Vökudeildinni voru þeir í mánuð. Þann tíma lagði ég þá ekki á brjóst heldur notaðist við „mjaltavélina“ eða mjólkaði mig sjálf sagði Helga. Þetta var mjög erfitt, einkum vegna þess að aðstaðan á Vökudeildinni er engin fyrir foreldra. Plássleysi mikið og ég gat hvergi lagt mig og varð að borða úti í sjoppu. Þarna vorum við allan daginn fram á kvöld. - Ég lagði alla áherslu á að halda mjólkinni hvað sem á gengi. Ég hugsaði um það sem mitt mikilvæg- asta hlutverk eins og málin stæðu. Með því að gefa þeim móð- urmjólkina taldi ég að þeir fengju þann besta lífsvökva sem ég gat gefið. - Ég grét mikið þennan tíma og hef trúlega losað um innri spennu með því móti. Ég grét yfir rúmi barnanna, innan um fjölda fólks og hvar sem var. Mjólkin hvarf ekki enda lagði ég einnig mikla áherslu á langan nætursvefn. Heimkoman - Hvílík hátíð, segja hinir lífsreyndu foreldrar. - Dásamlegt að leggja börnin á brjóst eftir allan þennan tíma. Það er alveg ólýsanleg tilfinning, segir Helga og Hilmar öfundar hana af þeirri reynslu. - Við byrjuðum á að kaupa okk- ur þurrmjólk og pela, en þurftum . ekki að nota þetta nema fyrstu þrjá dagana eftir heimkomu. Þá hafði mjólkin aukist svo mikið að þeir þurftu ekki ábót nema undir nótt- ina. Lífið var bleyjur og brjóst - Þeir fengu 6 gjafir hvor fyrstu dagana. Þetta voru 12 gjafir hjá mér á dag. Það reyndist mér full mikið svo við gáfum þeim pela undir nóttina. Því héldum við allan tímann. Að öðru leyti voru þeir eingöngu á brjósti. Tíu gjafir á dag tóku allt að 8-9 klukkustundir með tilheyrandi bleyjustandi og ropi. - Drengirnir þyngdust fljótt og það var mikil hvatning. Mér finnst ekki mikill stuðningur frá Fæðing- ardeildinni. Mér fannst ég ekki vera hvött mikið til að hafa börnin á brjósti. - Ég gerði ekki mikið annað en að sjá um að börnin fengju brjóst. Bleyjuþvottur var helsta viðfangs- efnið þar fyrir utan. Hilmar sá um heimilið og alla aðdrætti. - Ég prófaði að hafa þá báða í einu til að spara tíma en það gekk ekki. Mér fannst of erfitt að halda þeim þannig, fann ekki réttu stöðu- na. Þá þurfti ég líkaalltaf áhjálp að halda til að leggja þá á og láta ropa. Þess vegna fengu þeir ávallt hvor í sínu lagi og það tók oftast um hálf- tíma í senn. Fæðingarorlofið þyrfti að lengja - Ég fékk fjóra mánuði í fæðing- arorlof og auk þess sumarfrí. Síðan var ég í launalausu leyfi í tvo mán- uði - sagði Helga, sem er sjúkra- þjálfari á Geðdeild Borgarspítal- ans. Hilmar er líffræðingur og var í hálfu starfi sem hann gat stundað heima að miklu leyti. - Þannig bjargaðist þetta fjár- hagslega, reyndar með stuðningi frá fjölskyldunni, þegar húsaleigan hækkaði svo mikið að við réðum ekki við hana. - Við gátum því bæði verið heima, annars hefði ég ekki getað verið með börnin meira og minna á brjósti allan daginn. - Þetta var tími sem helgaðist börnunum nær eingöngu, lítið var um gestakomur og við fórum sjald- an af bæ. Ófærðin var svo mikil í fyrravetur. Næturnar erfiðastar - Drengirnir hafa alltaf þurft lítinn svefn. Þeir voru aldrei veikir fyrstu mánuðina eftir að þeir komu heim. Þeir voru hressir og þurftu lítið að sofa. Vöknuðu allt upp í fimm sinnum á nóttu. VELTIR HF SUÐURLANDSBRAUT 16. SÍMI 35200 Stólarnir eru fyrir Volvo 140, 240,340 Yfirgripsmiklar tilraunir hafa sýnt fram á að lítil börn eru best varin í barnastólnum sem snýr öfugt. Bílbeltið, sem Volvo var fyrsta bíla- verksmiðjan til að nota sem fastan fylgihlut, hefur sýnt notagildi sitt sem vörn fyrirfullorðna. En lítil börn hafa tiltölulega stórt höfuð, brothættan háls, lítinn brjóstkassaog óþroskaða mjaðmagrind, þau geta því ekki notfært sér þessa tegund af vörn. Böm á aldrinum níu mánaða til sex ára eru best varin í barnastól sem snýr öfugt, og barnastóllinn frá Volvo er eini barnastóllinn sem ver börn af stærðinni allt að 117 cm. Barnastólinn frá Volvo er hægt að staðsetja bæði í framsæti og aftursæti og hann er með þriggja punkta öryggisbelti með barna- læsingu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.