Þjóðviljinn - 26.01.1984, Side 18

Þjóðviljinn - 26.01.1984, Side 18
18 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 26. janúar 1984 Minning Magnús Guðmundsson F. 13.3. 1910 D. 20.1. 1984. Kallið Af lifandi gleði var lund þín hlaðin, svo loftið í kringum þig hló, en þegar síðast á banabeði brosið á vörum þér dó, þá sóttu skuggar að sálu minni og sviptu hana gleði og ró. En seinna skildi ég: Hér áttirðu ekki að eiga langa töf. Frá drottni allsherjar ómaði kallið yfir hin miklu höf: Hann þurfti bros þín sem birtugjafa bak við dauða og gröf. (Grétar Fells) Afi í Ásgarði er dáinn. Ennþá er fjölskyldan ekki búin að átta sig á því til fulls. Hann afi í Ásgarði var barnelskur maður, hann fylgdist með barnabörnunum sínum sjö, hvernig þeim gekk í skólanum og hvort þau væru komin heim. Þau fylgdust líka með afa sínum, ekki hvað síst er hann lá á sjúkrahúsi, því það var ósjaldan að hann háði þar grimma baráttu fyrir lífi sínu og hafði til þessa ætíð farið með sigur af hólmi. Afi í Ásgarði var Strandamaður, fæddur að Melum í Árneshreppi, sonur hjónahna Guðmundar Guð- mundssonar bónda (Jónssonar) og EÍísabetar Guðmundsdóttur (Pét- urssonar í Ófeigsfirði). Hann var 1X2 1X2 1X2 20. leikvika - leikir 21. janúar 1984 Vinningsröð: xlx-1 1 1-121-1 1 1 1. vinningur: 12 réttir - kr. 73.605.- 4404(2/11)+ 6022+ 38091(4/11) 40490(4/11) 60974(4/11) + 2. vinningur: 11 réttir - kr. 1.303.- 1363 16136 44911 56238 60982+ 91495 42753(2/11)+ 3518 20244 44978 56575 61232 91837 58377(2/11) 3520 20853 + 45252+ 57449+ 61708 92423 60772(2/11) 5495 20862+ 47157+ 58147 62331 93378 62344(2/11) 6340+ 35115 47681 58371+ 85254 93448+ 91259(2/11) 6434 35760 49186 58374+ 87765 94479+ 91717(2/11) 6507 38130 51439 58382+ 89198 161730 162250(4/11) + 9966 38131 51145 58383+ 89370 161801 162251(2/11) + 13167 39145 52026 58674 89596 162242+ Úr 19. viku: 13618 39196 52458 59350+ 89716 162243+ 45653 13914 40629+ 52574 59398+ 90166 13623(2/11) 13918 41420+ 53093+ 60047+ 90554 38146(2/11) 15455+ 41608 53364 60971 + 90555 40666(2/11) + 15615 43944 54812+ 60973+ 90611 42546(2/11) + Kærufrestur ertil 13. febrúar kl. 12 á hádegi. Kærur skulu vera skriflegar. Kærueyðublöð fást hjá umboðsmönnum og á skrifstofunni í Reykjavík. Vinningsupphæðír geta lækkað, er kærur verða teknar til greina. Handhafar nafnlausra seðla (+) verða að framvisa stofni eða senda stofninn og fullar upplýsingar um nafn og heimilisfang til Getrauna fyrir lok kærufrests. GETRAUNIR íþróttamiðstöðinni REYKJAVIK Auglýsing um styrki/lán til kvikmyndagerðar Kvikmyndasjóður auglýsir eftir umsóknum um styrki og lán til kvikmyndagerðar. Sérstök umsóknareyðublöð fást í menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík. Umsóknarfrestur er til 19. febrúar. Reykjvík, 19. febrúar 1984. Stjórn Kvikmyndasjóðs m ÚTBOÐ ígr Tilboð óskast í vatnsmæla fyrir Hitaveitu Reykjavíkur. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík. Tilboð verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 6. mars 1984 kl. 11. f.h. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 - Simi 25800 Utför Halldórs Sigurðar Backman byggingameistara Sóleyjargötu 7, Reykjavík fer fram frá Dómkirkjunni 30. janúar kl. 15. Fyrir hönd vandamanna Jóhanna Arnmundsdóttir Backman Jónína S. Helgadóttir Backman Arnmundur Sævar Backman Inga Jónína Backman Ernst Jóhannes Backman Edda Heiðrún Backman. áttunda barn þeirra hjóna af tólf, sem öll komust til manns. Hann er sá sjöundi er héðan hverfur. Níu ára gamall er hann sendur í fóstur til móðursystur sinnar Jensínu Guðmundsdóttur að Óspakseyri, var mjög kært á með þeim. Afi í Ásgarði hafði mjög gaman af að segja frá og hann hafði hug- fangna hlustendur í barnabörnum sínum. Eitt sinn er hann dvaldist hjá okkur um skeið, þá sagði hann dætrum mínum frá því er hann nít- ján ára gamall lagði land undir fót og gekk alla leiðina suður til Reykjavíkur. Það þótti þeim þrek- virki mikið og minnast oft á það. Þann 9.10. 1937 kvæntist Magn- ús eftirlifandi konu sinni Þórdísi Árnadóttur frá Þverhamri í Breiðdal og var það ástríkt hjóna- band. Annaðist Þórdís hann í veikindum hans af einstaka dugn- aði og ástúð. Þau eignuðust þrjú börn, Árna giftan Móeiði Þorláks- dóttur, Jensínu gifta Hjörleifi Þórðarsyni og Herstein giftan Sig- ríði Skúladóttur. Barnabörnin eru sjö að tölu. Ég vil þakka afa í Ásgarði fyrir allt og allt. Tengdadóttir Þeir hverfa nú hver af öðrum, verkamennirnir sem voru kjarni Dagsbrúnar á árunum 1940-1970. En sá hópur er án efa stéttvísasti og heilasti flokkur sem nokkurt verkalýðsfélag hefur átt. í dag verður til moldar borinn einn þess- ara manna, Magnús Guðmunds- son, Ásgarði 33. Magnús var fæddur að Melum í Árneshreppi. Foreldrar hans voru Guðmundur Guðmundsson bóndi þar og kona hans Elísabet Guð- mundsdóttir, Péturssonar óðals- bónda í Ófeigsfirði. Gagnmerka hjón. Börn þeirra voru tólf og var Magnús áttundi í röðinni, þau komust öll upp. Níu ára að aldri fór Magnús í fóstur að Óspakseyri til móðursystur sinnar Jensínu Guð- mundsdóttur. Dvaldist Magnús þar í tíu ár og var mjög kært með honum og fóstru hans. Nítján ára að aldri fór Magnús suður til vers. Eins og títt var á þeim árum þá gekk hann frá Óspakseyri á strönd- um norður og til Suðurnesja. Eftir það bjó hann í Reykjavjk og stund- aði mest sjóróðra ásamt verka- mannavinnu. Hann hafði hug á námi í stýri- mannaskólanum enda góðum gáf- um gæddur. Atvikin höguðu því svo til að úr því gat ekki orðið. Ógæfa samtíðar hans var sú að Minning Anna Jórunn Loftsdóttir, hjúkranarkona F. 21. júlí 1911 D. 14. janúar 1984 Anna Loftsdóttir, hjúkrunar- kona, lést 14. janúar 1984. Anna fæddist 21. júlí 1911 á Bakka í Austur-Landeyjum. Foreldrar hennar voru Loftur Þórðarson bóndi og Kristín Sigurðardóttir Ijósmóðir. Anna var ein átta systkina, Bakka-systkinanna. Þau komust öll á legg en einn bróðir er á undan genginn á besta aldri, Guðni. Það læðist að mér grunur um að ljósmóðirin hafi kunnað til verka við að koma ungviði á legg, svo mjög sem ljóma stillingar og festu, elsku og tryggðar, bregður af þeim systkinum bæði að atgervi og skaphöfn. Þannig var Anna, stór og sterk, en jafnframt hógvær og kærleiksrík. Anna var hjúkrunar- kona og starfaði við hjúkrun alla tíð, heima og erlendis, og kom hún víða við á sviði hjúkrunar. Anna tók líka virkan þátt í félagsmálum og var hún annar íslenski formaður Hjúkrunarfélags íslands næst á eftir Sigríði Eiríksdóttur. „Þá vann hún mikið og vanþakklátt starf á sviði kjaramála fyrir félagið á tím- um kjarabóta starfsmanna ríkis og bæja 1963“ eins og segir í afmælis- hefti Tímarits Hjúkrunarfélags ís- lands á 50 ára afmæli félagsins 1969. Ég held að Anna hafi gert sér grein fyrir að hjúkrun er fullgilt starf sem ber að greiða sem slíkt og ekki „aðeins" óeigingjarnt líknar- starf kvenna unnið af fórnarlund og með afneitun á jafnrétti og sjálf- sögðum mannréttindum. Anna var frænka þess sem ritar, móðir mín og Anna voru systkinabörn. Ég minnist Önnu best sem unglingur eða barn í hennar umsjá eitt sumar á Bakka. Það var mikið ævintýri og minning- in um foreldra hennar, hagleiks- bóndann og ljósmóðurina, um sveitina, Landeyjarnar, um bræður og systur og annað fólk, sem þar fékk skjól, lifir. Það var sundriðið, í leynum étnir hertir þorskhausar frá Lofti bónda, dottið í læk fullan af vikri frá Heklugosi og sveitin skynjuð af óreyndu borgarbarni. Ýmislegt fleira er geymt í minning- unum og þá ekki síst öll umhyggja Önnu fyrir stráknum sem henni var trúað fyrir. Fyrir slíku gerði ég mér ekki grein fyrir strax, heldur vinnur það á með tímanum og vermir. Hvernig má þakka fyrir slíkt? Aðr- ar minningar á ég um Önnu, nær og fjær, mörgum viðhaldið af hlýju umtali ástvina. Hæst ber þar för Önnu með öðru íslensku fólki frá Danmörku í byrjun stríðs 1940 í svonefndri Petsamoferð. Fyrir Önnu varð það Stokkhólmsferð, þar náði metnaður hennar til frek- ara náms og starfs tökum á henni og var hún úti öll stríðsárin. Hér heima eftir stríð man ég Önnu best í starfi á Röntgendeild Landspít- alans og síðar f starfi á Hvítaband- inu og á Vífilsstöðum. Ég man bar- áttu hennar fyrir lífi lítillar bróður- dóttur sinnar, baráttu sem við krakkarnir vissum af og sem end - aði með sigri.Ég man einnig sér- staklega eftir því að Anna bauð mér einu sinni með sér að Gljúfr- asteini, en Auður eiginkona Hall- fæstir fengu hæfileika sinna notið. Hann kvæntist 1937 eftirlifandi konu sinni Þórdísi Árnadóttur frá Þverhamri í Breiðdal. Það er góð kona. Þeim var þriggja barna auðið, sem öll eru uppkomin og hafa stofnað sín heimili og barna- börnin eru orðin sjö. Árið 1940 gekk hann í Dags- brún. Þar bættist ágætur maður við góðan liðsafla. Þar var hann virkur félagi meðan heilsa leyfði. Sat í trúnaðarráði félagsins um árabil. Lengst af vann hann við Reykja- víkurhöfn en af og til var hann til sjós. Síðustu starfsár sín vann hann í Áburðarverksmiðjunni. Magnús var einlægur verkalýðssinni. Hann var félagi í kommúnistaflokknum og einn af stofnendum sósíalista- flokksins en - í Alþýðubandalagið gekk hann aldrei. Hvenær sem hörð verkalýðsbarátta var háð í Reykjavík var Magnús til staðar. Hvenær sem þurfti að rétta hlut þeirra sem erfitt áttu var stuðning- ur Magnúsar vís. Ég rek ekki alla þá sögu. Slíkir menn eru oftast nafnlausir og njóta engrar frægðar, en baráttan sem þeir háðu og ein- lægnin við málstaðinn voru skilyrði þess að ýms helstu réttindamál fólks náðu fram að ganga. Síðustu níu árin sem Magnús lifði átti hann við erfiða sjúkdóma að stríða og þurfti að líða þungar þrautir. Við skulum því ekki harma fráfall hans, svo þjáningarfull urðu honum síðustu æviárin. En um- hyggja konu hans og barna og tengdabarna var einstök. Dagsbrún þakkar honum sam- fylgdina og störfin og kveður hann með þakklæti og sendir konu hans og fjölskyldu samúðarkveðjur. í dag verður hann jarðsettur á köldum vetrardegi frá Fossvogs- kapellu og það hefir ábyggilega líka verið kalt þegar hann fæddist á vetrardegi norður í Árneshrepp 1910. En hugsjónir hans voru heitar og minningin um hann er hlý. Guðmundur J. Guðmundsson dórs Laxness og Anna voru góðar vinkonur. Anna var vel vakandi fyrir því hvað sveinninn þráði þótt ekki væru það bókmenntirnar. Aðrar minningar um Önnu fel- ast í öllu fasi hennar, fágaðri fram- komu, mildi, tryggð, ástúð og kær- leika. Hún var líka ein Bakka- systkinanna, sem við virtum og undruðumst. Ætli við hin, við há- væru borgarbörn, höfum nokkurn tímann skilið þau, þessa hógværu og æðrulausu frændur okkar og frænkur, sem komu í foreldra og afahús, Halldórshús við Laufás- veginn? Þau voru vinir fóreldra minna, föður míns og móður. Anna mun hafa gengið á vit aftur- eldingarinnar með sama æðruleysi og fylgdi henni í lífinu. Ég vil ljúka þessum brotum með því að votta systkinum Önnu, Dodda, Didda, Leifi, Bjössa, Dadí og Stínu, börnum þeirra og öðrum ættingjum, tengdafólki og skjól- stæðingum, hluttekningu mína og míns fólks við fráfall Önnu frænku. Sérstaklega flyt ég þeim kveðju móður minnar með þakklæti fyrir tryggðaböndin. Guð gefur, Guð tekur Guð blessi minningu Önnu Jór- unnar Loftsdóttur. Svend-Aage Malmberg

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.