Þjóðviljinn - 27.01.1984, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 27.01.1984, Blaðsíða 3
. Föstudagur 27. janúar 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3 Starfsmenn í kerskálum Álversins hlýða daprir í bragði á trúnaðarmann sinn Ásbjörn Vigfússon lýsa samningstilboðum eigenda Alversins. „Við slíkri ósvinnu eiga menn ekki nema eitt svar, verkfall“, var samdóma álit starfsmanna. Þjóðviljamynd -eik. „Þeir hafa fengið nóg af ókeypis vinnu hjá okkur“ Mikil samstaða og einhugur meðal starfsmanna sem eiga ekki orð yfir ósvífni og hótanir iðnaðarráðherra - Það er rétt að segja það í upp- hafi að ástandið í samningamálum er engan veginn gott. Staðan er því sem næst á núlli, sagði Eyjólfur Bjarnason trúnaðarmaður starfs- manna þegar hann ásamt Ásbirni Vigfússyni aðaltrúnaðarmanni starfsmanna í kerskálum Álversins gengu inn í þéttskipaða kaffistofu kerskálamanna um miðjan dag í gær. Starfsmenn hlýddu á skýring- ar trúnaðarmanna frá gangi samn- ingaviðræðna síðustu daga og þcirri áætlun sem skipulögð hafi verið fyrir fyrsta allsherjarverkfall í Álverinu. Það fór ekki á milli mála að samstaða starfsmanna um að- gerðir er mikil og verkamenn í Straumsvík ætla ekki að láta iðnað- arráðherra segja sér til um hvort eigi að sitja eða standa. í máli þeirra Ásbjarnar og Ein- ars kom fram að tilboð sem fulltrú- ar eigenda verksmiðjunnar lögðu fram á samningafundi síðdegis í gær, eftir að iðnaðarráðherrá hafði látið sín fleygu orð falla í útvarpi, hafi verið eitt það furðulegasta sem sést hefði í viðræðunum til þessa og ekki annað en hrein ósvífni í garð verkamanna eins og Ásbjörn lýsti því. Boðið var uppá 1% launa- hækkun, endurskoðun á bónus- greiðslum sem metin var uppá 2% sem síðar skyldi endurskoðuð eftir heildarkjarasamninga (þ.e. öllu stolið aftur) og skipti á föstum frí- dögum fyrir heilsdagsfrí á jóladag eða gamlársdag. Þá óskuðu eigendur eftir því munnlega, að fá keypt aftur það viðbótarorlof sem starfsmenn Álversins fengu áunnið á sl. sumri samkvæmt úskurði dóm- stóla. „Þetta er það sem okkur er boðið uppá. Eins og staðan er í dag þá stefnir í verkfall á miðnætti“, sagði Ásbjörn. Aðeins 13 menn munu starfa áfram „Verkfallsnefnd hefur setið á löngum fundum um skipan mála næstu daga hér í verksmiðjunni og við erum hér með tillögur sem eru nýjung í þessum efnum“, sagði Ás- björn um leið og hann minnti starfsmenn á það ákvæði í samn- ingum ÍSAL við verkalýðsfélögin, að ef til verkfalla kæmi þá séu fé- lögin ábyrg fyrir því að framleiðslu- tækin verði ekki fyrir skemmdum, burtséð frá framleiðsluvörunni sjálfri. Samkvæmt skipulagi verkfalls- nefndar urðu aðeins 13 starfsmenn eftir við störf í Álverinu frá mið- nætti í nótt. 8 eftirlitsmenn í ker- skálum, 3 í steypuskála, 1 rafvirki og 1 hliðvörður. Þá verður einn starfsmaður auk matsveins starf- andi í mötuneyti. Þessi starfs- mannafjöldi mun sjá um að halda heitu á bræðslukerjum næstu 32 Eini kosturinn „Eins og staðan er í dag þá líst manni illa á þetta. Það hefur eng- inn efni á því að fara í verkfall, en eins og fyrirtækið hefur hagað sér, þá er ekki um annað að ræða en fara í verkfall“, sagði Magnús Einarsson starfsmaður í ker- skála. Hvernig er hugur í mönnum? „Það er mjög góður hugur í mönnum. Þeir eru á einu máli um þessar aðgerðir. Ummæli iðnað- arráðherra þjappaði mann- skapnum mikið saman. Það hefur vegið þungt á metum nú á úrslita- stund.“ Eiga menn von á harðri bar- áttu? „Menn eru tilbúnir að standa í harðri baráttu hér. Það liggur al- veg ljóst fyrir. Ég á frekar von á því að þetta eigi eftir að verða harðar deilur. Það er spurning um næsta mótleik hjá þeim“, sagði Magnús Einarsson. - lg. Magnús Einarsson: Menn tiibún- ir í harða baráttu. Þjóðviljamynd - eik. klst. Það verður ekki fyrr en á laugardagsmorgun, standi verkfall þá enn yfir, að kölluð verður út fjölmennari vakt til að áltaka kerin og sjá um skautaskipti. Það starf mun standa fram á mánu- dagsmorgun og standi verkfall þá enn yfir, verður tilkynnt um frekari skipulag verkfallsvinnu þá. Áskiljum okkur allan rétt „Það er rétt að taka það fram“, sagði Ásbjörn, „að samninganefnd okkar lét bóka það á samninga- fundi með sáttasemjara í gær, að ef af því verður sem ráðherra hótaði í útvarpi, þá er þessi áætlun sem ég lýsti úr sögunni. Við áskiljum okk- ur þá allan rétt í þessum efnum“, sagði Ásbjörn og starfsmenn tóku undir með lófaklappi. „Þessir menn hafa fengið nóg af ókeypis vinnu hjá okkur. Verkfall er það eina sem þeir skilja, það er áð vísu spurning hvort Sverrir skilur þetta“, var kallað úr hópi starfsmanna. Annar tók undir og sagði: „Ráðherra hótar að setja á okkur lög. Ef forráðamenn ÍSAL hafa haft þetta í vasanum frá því fyrir áramót, þá er ekki að undra að ekkert gerist í okkar samning- amálum. Það eina sem ummæli ráðherra hafa haft upp á sig er að þjappa okkur saman í þessari kjar- adeilu. Við rísum upp núna, það er spurning hvenær þolinmæðina þrýtur hjá öðru launafólki“. „Heyr, heyr“! gall við í kaffistof- unni. Ekki sama hvaða fjölmiðill er Margir starfsmenn tóku til máls og m.a. var spurt hvers vegna að- eins blaðamenn frá Þjóðviljanum væru viðstaddir þennan fund. „Þessir blaðamenn óskuðu eftir að fá að sitja þennan fund og ég sá ekki aðra ástæðu en að leyfa þeim það. Ég hef þá reynslu af fjölmiðl- um í dag, að það er ekki sama hverjir eru og hverjir fá þar inni. Okkar málflutningur hefur hvergi fengið að koma fram nema hjá því dagblaði sem hefur sent fulltrúa sína hingað. Þeir eru því velkomnir hér“, sagði Eyjólfur Bjarnason trúnaðarmaður og starfsmenn tóku vel undir þau orð hans. Hættulegur og óheilsusamlegur vinnustaður Mönnum varð tíðrætt um það ákvæði samninga að starfsmenn eru ábyrgir fyrir því að ekki verði tjón á framleiðslutækjum ef til verkfalla kemur. „Mér er spurn“, sagði einn starfsmanna, „hvaða ábyrgð hefur fyrirtækið að gegna gagnvart okkur. Það er alltaf talað um að við berum ábyrgð á þeirra tækjum. Hvaða ábyrgð ber þetta alþjóðaauðvaldsfyrirtæki á okkar hag og heilsu? Það er blásið út í fjölmiðlum að hér hafi menn það svo gott í Álverinu. Kaupið er al- veg svimandi, er fólki sagt. Menn skulu gera sér fulla grein fyrir því að hér er stór hópur verkamanna með laun undir 15 þúsund krónum á mánuði. Við skulum ræða þessi mál út frá réttum forsendum sem eru dagvinnutekjur, en ekki ein- hver bullandi yfirvinna og vakta- vinna. Ég tala ekki um aðbúnaðinn hér á staðnum. Kerskálar verða alltaf hættulegir og óheilsusamlegir vinnustaðir. Það er allt í lagi að almenningur sé upplýstur um nið- urstöður rannsóknar á mengun hér í kerskálunum sem nýlega voru op- inberaðar. Það er síður en svo ein- hver paradís á jörð að starfa hér í Álverinu," var samdóma álit starfsmanna þegar þeir gengu af fundi með trúnaðarmönnum síð- degis í gær. Skömmu síðar stimpl- uðu þeir sig út og voru komnir í verkfall. -•g-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.