Þjóðviljinn - 27.01.1984, Qupperneq 7

Þjóðviljinn - 27.01.1984, Qupperneq 7
Föstudagur 27. janúar 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7 Dr. Jón Gunnar Ottósson og dr. Sigurður Snorrason: Meira um þorskinn Þeir Sigurður Snorrason (th.) og Jón Gunnar Ottósson sjást hér fremst á myndinni sem var tekin á fundi Líffræðingafélagsins í Norræna húsinu á dögunum. Þjóðviljamynd - eik. Jón Jónsson forstjóri Haf- rannsóknastofnunar birti greinar- gerð um grundvöll fiskveiðiráð- gjafar stofnunarinnar í dagblöðum um síðustu helgi. Greinargerðin er skrifuð til „að leiðrétta misskilning varðandi rannsóknir og niðurstöð- ur Hafrannsóknastofnunar og þar með fiskveiðistefnunnar“, einsog fram kemur í inngangi. Hér er meðal annars átt við þær hugmynd- ir og spurningar sem undirritaðir settu fram á fundi Hafrann- sóknastofnunar og Líffræðifélags íslands 13da janúar um fræðilegan grundvöll þeirrar þorskveiðistefnu sem nú er fylgt, enda urðu þærti!- efni að blaðaskrifum. í greinar- gerð Jóns er víða komið við. Þrátt fyrir það höfum við enn ekki fengið fullnægjandi svör við spurningum okkar, aðeins fullyrðingar um að við misskiljum Hafrannsókna- stofnun. Um hvað er spurt? Á fundinum 13da janúar spurð- um við um líffræðilegar forsendur fyrir þorskveiðistefnunni, mark- miðið með henni, og líffræðilegar forsendur fyrir þeim aðferðum sem beitt er til að ná settum markmið- um. Veíðistefna byggist náttúrlega bæði á líffræðilegum og hagfræði- legum grunni. Hagfræðilegu þætt- ina og stjórnmál leiddum við að mestu hjá okkur, enda er þar um annað mál að ræða. Við erum ennþá á þeirri skoðun að ekki sé um líffræðilega ofveiði á þorski að ræða, og að það sé veru- legum erfiðleikum bundið að byggja þorskstofninn upp með þeim aðferðum sem nú er beitt. Einnig teljum við það markmið ó- raunhæft að reyna að búa til þorsk- stofn sem gefi af sér varanlegan hármarksafrakstur, 450 þúsund tonn á hverju ári. Ofveiði Forsendan fyrir þorskveiðistefn- unni er ofveiði, ofnýting stofnsins. Hugtakið ofveiði má skilgreina á ýmsa vegu einsog við sýndum í fyrirlestri okkar, og kemur einnig skýrt fram í greinargerð Jóns Jóns- sonar. Ofveiði getur hlotist af of mikilli sókn í smáþorsk, og er þá nýtingarhugtak. Einnig er hægt að tala um ofveiði sem afstætt hugtak sem tekur mið af flotastærð og sóknargetu, og er þá hagfræðilegt. í þeim skilningi er íslenski þorsk- stofninn líklega ofnýttur, og lýsir sér í slæmri afkomu útgerðar um þessar mundir. Flestir leggja þó líffræðilegan skiling í hugtakið þeg- ar annað er ekki tekið fram, en líffræðileg ofveiði þýðir, að með veiðum hafi verið gengið svo á stofninn að endurnýjunargeta hans hafi verið skert - lýsir sér í viðkom- ubresti og hruni þegar verst lætur. Það fer ekki á milli mála að lög- gjafinn og framkvæmdavaldið hafa lagt líffræðilegan skilning í hug- takið á undanförnum árum. í lögum um veiðar í fiskveiðiland- helgi íslands frá 31. maí 1976 er vald ráðherra til þess að ákveða heildarkvóta bundið við það, að rökstutt álit Hafrannsóknastofn- unar sýni að fiskistofn sé hættulega ofveiddur og viðkoma hans sé í yfir- vofandi hættu. Stjórnvöld hafa tak- markað þorskafla á undanförnum árum, og byggt þær aðgerðir á skýrslum Hafrannsóknastofnunar og fyrrnefndri lagagrein. Fiskifræðingar, þar á meðal að- stoðarforstöðumaður Hafrann- sóknastofnunar, hafa spurt í dagblöðum og útvarpi hversvegna við leggjum áherslu á sambands- leysi milli hrygningarstofns og niðjafjölda. Þettaséuekki ný sann- indi, þeir viti vel að þetta samband hafi ekki fundist ennþá. Hér er samt kjarni málsins. Ef ekki er já- kvætt samband á milli hrygningar- stofns og niðjafjölda, og ef við- komubrestur hefur ekki orðið í stofni, þá eru engar vísbendingar um líffræðilega ofveiði. Á meðan endurnýjunargeta stofnsins helst söm er ekki hægt að tala um líf- fræðilega ofveiði. Þetta viðurkenn- ir Jón Jónsson í greinargerðinni sem birtist í blaðinu 19da janúar, og tekur undir með okkur að ekki séu slík merki í íslenska þorsk- stofninum. Einnig er vert að hafa í huga að ef jákvætt samband væri milli hrygningarstofns og niðja- fjölda, hefði „ofnýtingarstefna" stjórnvalda á undanförnum árum orðið til þess að spádómar fiski- fræðinga um hrun stofnsins hefðu ræst. Þær spár áttu rætur að rekja til hræðslu um að eins væri að fara fyrir þorskinum og sfldinni forðum daga. Þessi hræðsla er skiljanleg, en samt verður að spyrja hvort rannsóknir og tillögur Hafrann- sóknastofnunar hefðu ekki átt .að taka mið af því að þorskur er ekki uppsjávarfiskur með tiltölulega einhæft fæðuval og sterka torfu- myndun eins og síld. Áður en lengra er haldið er rétt að taka fram að við höfum aldrei sagt að fiskifræðingar hafi gert ráð fyrir beinu sambandi á milli hrygn- ingarstofns og niðjafjölda eins og Jón Jónsson segirokkur gera, beint samband er allt annað en jákvætt samband. Eins er rétt að taka fram það sem Jón segir um breytilegt samband eftir umhverfisaðstæðum á hverjum tíma, er það sama og við sögðum á fundinum 13da janúar. Meiri afli? Það er fróðlegt að velta því fyrir sér, hvort stórir stofnar gefi betri afrakstur af sér en litlir stofnar. Hér er nefnilega mjög útbreiddur misskilningur á ferðinni, og kemur ævinlega fram í fjölmiðlum. Fólk heldur að stór þorskstofn hljóti að gefa meiri heildarafla á ári en lítill. Þessi skoðun er skiljanleg ef menn gera ráð fyrir jákvæðu sambandi á milli hrygningarstofns og niðja- fjölda, annars ekki. Af hverju hafa fiskifræðingar' ekki tekið af skarið og leiðrétt þetta í eitt skipti fyrir öll? Þegar greinar um þorsk eru lesnar skýtur forsendan um jákvætt samband alltaf upp kollinum öðru hvoru. Og sama er að segja um loforðið um 450 þúsund tonna afla á hverju ári eftir að stofninn er kominn upp í 2 milljónir tonna. Hefði þá þorskafli á íslandsmiðum orðið meiri 1973-1983 er raun ber vitni ef stofninn hefði verið stór í upphafi tímabilsihs, og við hefðum miðað veiðar við endurnýjunar- getu eins og ætlunin er að gera? Svarið er nei. Heildarafli hefði ekki orðið meiri, jafnvel minni. Afrakstur á hvern nýliða er að lík- indum verri í stórum stofni en litl- um. Af hverju er þá verið að reyna að byggja stofninn upp? Stór þorskstofn Af hverju er reynt að búa til stór- an þorskstofn ef hann kemur ekki til með að gefa meiri heildarafla en lítill stofn? Stórir stofnar hafa ýmsa kosti eins og fram hefur komið hjá fiskifræðingum. Það er ódýrara að ná í aflann, fiskurinn verður að- gengilegri og fljótlegra að ná í hann, eins og dr. Sigfús Schopka skýrði vel út á fundinum 13da janú- ar. Veiðiferðir verða styttri og afli kemur ferskari að landi. Einnig er auðveldara að ráða við 1-2 ára sveiflur í nýliðun þannig að ekki verði miklar sveiflur í afla milli ára, eins og dr. Jakob Jakobsson benti réttilega á. Sveiflur sem taka lengri tíma eru erfiðari viðureignar, en að því verður komið síðar - enda valda þær öðrum meiri vandamál- um, t.d. því að erfitt er að halda stofni stórum án þess að drága verulega úr veiðum. Stórir stofnar hafa líka galla. Skipin eru tiltölulega fljót að ná í leyfilegan afla, og leiðir til fjölgun- ar á skrapdögum. Ef skipin og áhafnir hafa ekki aðra fiska að sækja í verður yerkefnaskortur og atvinnuleysi. Einnig er hætta á að vaxtarhraði einstaklinga verði minni vegna aukinnar samkeppni um fæðu, og leiðir til minnkandi afla í tonnum talið. Þetta gæti einn- ig komið niður á öðrum nytjastofn- um, t.d. fiskum sem þorskur nærist á svo sem loðnu sem er kjörfæða hans núna. Og fiskum sem nýta sömu fæðulindir og þorskurinn. Getur verið að síldveiðarnar forð- um daga hafi átt þátt í að minnka afrakstrargetu þorskstofnsins? Hér verður að vega og meta kosti og galla. Fljótt á litið virðist hagkvæmara að nýta stóran stofn en lítinn, og vegur þar þungt að verð á þorski er hátt miðað við aðr- ar fisktegundir. Þetta er þó flókið mál og krefst betri gagna. Nú er stofninn lítill, getum við náð hon- um upp? Og ef það tekst, getum við þá haldið honum stórum til lengdar? Stóri stofninn og 450 þúsund tonnin Er hægt að byggja upp stofn sem gefur af sér 450 þúsund tonna afla á hverju ári? Hér erum við aftur komin að sambandinu á milli hrygningarstofns og niðjafjölda. Það væri einfalt mál að byggja stofninn upp ef jákvætt samband væri þarna á milli, þá myndi nýlið- um fjölga eftir því sem hrygningar- stofninn stækkaði - og ef veiði er minni en endurnýjunargeta stofns- ins er hægt að koma heildarstofni upp í „kjörhæð“ á tiltölulega fáum árum. Er það þetta sem fiskifræð- ingar eiga við þegar þeir segja: „... tillögur Hafrannsóknastofnunar- innar miðast við að byggja upp hrygningarstofninn á 4-5 árum í 500 þúsund lestir. Til þess að þorskstofninn gefi af sér varan- legan hámarksafrakstur þ.e. 450 þúsund lestir á ári þarf að byggja upp heildarstofninn úr 1500 þús- und lestum sem hann er í dag í a.m.k. 2 milljónir lesta og hrygn- ingarstofninn í 500-600 þúsund lestir“? Þetta er skrifað árið 1980 og birtist í tímaritinu Sjávarfréttir. Ef ekki er skýru sambandi á milli hrygningarstofns og niðjafjölda til að dreifa, eins og raunin virðist vera, þá verður málið flóknara. Hvaða aðferðum er beitt til að leysa það núna? í þeim líkönum sem nú eru notuð er yfirleitt reiknað með meðalnýliðun: um 220 milljónir 3 ára þorska bætast við stofninn að meðaltali á hverju ári. Við efumst um að þessi aðferð sé nothæf. Einnig teljum við vafa- samt að nota slembitölur með logn- ormal dreifingu til þess að líkja eftir sveiflum í nýliðun, eins og reynt hefur verið, þó svo sú aðferð virðist í fljótu bragði raunhæfari en sú fyrri. Við fáum ekki séð að sú vitneskja sem nú er til um nýliðun í þorskstofninn, og sýnd er á mynd 2, réttlæti notkun slíkra aðferða. Það er ekki að sjá að um lognormal dreifingu sé að ræða í nýliðunart- ölum. Algengast er að nýliðunin sé annaðhvort vel undir meðallagi eða vel yfir meðallagi. Rétt er þó að leggja áherslu á, að gögnin eru takmörkuð. Það sem mælir mest á móti notkun beggja þessara að- ferða er það, að allmiklar líkur virðast á því að vond og góð ár komi í kippum, oft tvö eða þrjú í röð, og stundum fjögur (sjá töflu). Vert er að minnast tímabilsins þeg- ar stóri heildarstofninn frá 1955 minnkaði, og allri sökinni skellt á „ofveiði". Þá komu 7 ár af 9 í röð með nýliðun undir meðallagi (1955-1963). Þegar sveiflurnar í nýliðun eru orðnar þetta langar, og farnar að nálgast að vera af sömu stærðar- gráðu og sá tími sem mest er veitt úr hverjum árgangi (um 4 ár; 5-8 ára þorskur), þá skapast verulegir erfiðleikar og óvissa um farsæla uppbyggingu stofnins. Tökum dæmi. Hvað gerist ef við drögum úr sókn núna og næstu 6 árin, í þeim tilgangi að byggja stofninn upp svo hann fari að gefa af sér varanlega hámarksafraksturinn, 450 þúsund tonna afla á ári? Hættum alveg að veiða 3 ára þorsk og minnkum veiði í aðra aldurshópa sem hér segir (tölur sýna fiskveiðistuðla): 4 ára úr 0.15 í 0.12-5 ára úr 0.33 í 0.30 - 6 ára úr 0.45 í 0.40 - 7 ára óbreytt 0.55 - 8 ára og eldri: 0.55 fyrir alla árganga, sem er veruleg minnkun. Gerum ráð fyrir að fyrstu 2 árin (1984 og 1985) verði nýliðun yfir meðallagi, t.d. 250 milljón 3 ára þorskur hvort ár, en síðan komi 4 ár í roð með lélegri nýliðun, t.d. 150 milljón 3 ára þor- skar ár hvert. Þetta er ósköp eðli- legt dæmi eins og reynslan sýnir. Heildarstofninn mun stækka næstu tvö ár og verða um 595 milljónir fiska 3 ára og eldri í upp- hafi árs 1985. Eftir það fer stofninn að minnka á nýjan leik, og verður í lok tímabilsins sá sami og í upphafi. Hrygningarstofninn lagast svolítið um tíma, en minnkar síðan aftur. Athugið að meðalnýliðun þessi 6 ár er nálægt því að vera söm og með- alnýliðun áranna 1955-1963 þegar stóri heildarstofninn minnkaði verulega, úr 2600 tonnum í 1500 þúsund tonn. Þetta dæmi sýnir að það er af- skaplega erfitt að byggja þorsk- stofninn upp, og þótt við næðum honum í „kjörhæð" er næstum ó- framkvæmanlegt að ná úr honum hámarksafrakstri (450 þ. tonn ár- lega) og halda hrygningarstofnin- um (og heildarstofninum) uppi um leið, en þetta er einmitt langtíma- markmið Hafrannsóknastofnunar. Þær aðferðir sem nú er beitt byg- gjast á „heppni“. Spádómar sem byggja á meðaltölum eru mjög var- hugaverðir. Önnur markmið Það sem hér hefur verið sagt sýnir að óhjákvæmilegt er að gera ráð fyrir sveigjanlegri sóknarstefnu í framtíðinni, ekki síst eftir að búið er að byggja þorskstofninn upp; hvenær sem það nú verður. Slík sveigjanleg stjórn er óframkvæm- anleg nema menn búi yfir hald- góðri vitneskju um þá nýliðun sem í vændum er hverju sinni. Reyndar hafa menn þegar gert sér nokkra grein fyrir því hvað slík vitneskja gæfi í auknum arði af þorsk- veiðum, samanber grein dr. Þor- kels Helgasonar í Ægi 1979. íslendingar, og þar með taldir fiskifræðingar, tala gjarnan um góðan árgang sem „happ“, saman- ber dr. Jakob Jakobsson um sum- argotssíld í Ægi 1979. Vissulega er það heppilegt fyrir þjóðarhag þeg- ar náttúran gerir vel við okkur. í fyrirlestri okkar í Norræna húsinu 13da janúar veltum við því fyrir okkur hvort ekki mætti með grund- vallar rannsóknum á afkomu þorskseiða og ungviðis gera sér grein fyrir þeim þáttum sem ráða nýliðunarferlinu. Við settum reyndar fram hugmynd sem ekki er hægt að rekja hér. Okkur er það vel ljóst að hér er um viðamiklar haffræðilegar og vistfræðilegar rannsóknir að ræða, og að óvíst er um skjótan árangur. Þrátt fyrir það teljum við að ekki verði hjá því komist að ráðast í þetta verkefni af fullum krafti. Nú væntum við þess að fá skammir fyrir greinina, í ljósi þess sem á undan er gengið. Vafalítið verður okkur núið um nasir að allt tal um vistfræðirannsóknir sé „gamlar lummur" sem fiskifræð- ingar hafi þekkt árum saman, og því óþarfi að tíunda hér. Því er til að svara, að við lestur á ástands- skýrslum og ýmsum öðrum plöggum Hafrannsóknastofnunar, og greinum eftir fiskifræðinga, hef- ur okkur ávallt fundist að það vant- aði vistfræðilegan bakhjarl í um- ræðuna. Grunntónninn í skrifum fiskifræðinganna er á þá lund að í sjónum ríki einhverskonar stöðugt meðaltalsástand, þannig að með jafnri sókn í fiskistofn megi fá úr honum jafnan og góðan afla um aldur og ævi. Rannsóknaáherslur sýna þetta sama. Fyrr á árum var því einlægt hald- ið fram að flókin vistkerfi væru í eðli sínu stöðug, og þessi skoðun á sér málssvara ennþá. Á seinni hluta sjöunda áratugarins fóru vist- fræðingar sem fylgdust með stofn- sveiflum dýra að efast um þessar hugmyndir, og á þeim áttunda hafa fjölmargar greinar verið birtar og reyndar heilar bækur, þar sem þessar jafnvægishugmyndir eru hraktar. Rannsóknir á þorski verða að taka mið af þessu og beinast í ríkari mæli að sveiflum í fjölda einstaklinga og lífþyngd - og að leita að ástæðum fyrir þessum sveiflum. Meðaltalsdæmin ogjafn- vægishugmyndir ganga seint upp. dr. Jón Gunnar Ottósson dr. Sigurður Snorrason

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.