Þjóðviljinn - 27.01.1984, Síða 9
8 SIÐA - ÞJOÐVILJINN Föstudagur 27. janúar 1984
Föstudagur 27. janúar 1984 ÞJOÐVILJINN - SÍÐA 9
HÖFUM ENGAN LEIKBRÚÐUKOMPLEX
segir Castro, forseti Kúbu í viðtali við Newsweek i tilefni 25 ára byltingarafmælis
Kúba stendurfremst meðalþjóða þriðja heimsins
í menntun ogfélagslegri þjónustu og á Kúbu eru nú hlutfallslega
fœrri ólœsir eða hálflœsir en í Bandaríkjunum.
Myndin sýnir kúbönsk skólabörn.
í tilefni 25 ára byltingarafmælis
frá yináttufélögum
Norðurlandanna
AVARP
Nú eru liðin 25 ár síðan skeggjaðir skœruliðar
undir forystu Fidels Castro úku sigurvögnum inn í
Havanaborg við gífurleg fagnaðurlœti almenn-
ings. Af því tilefni senda vinúltufélög Norður-
landannu (íslands, Noregs, Finnlands, Sviþjóðar
og Danmerkur) og Kúbu frá sér eftirarandi álykt-
un sem samþykkt var á árlegum Norramum fundi
félaganna í Kaupmannahöfn dagana 7. og8. jan-
úar s. I.:
„Sigurinn yfir Batista einræöisherra var undan-
fari róttækustu þjóðfélagsbyltingar sem orðið
hefur í nokkru landi eftir seinni heimsstyrjöld-
ina. Árangur Kúbumanna á sviði mennta- og
heilbrigðismála á þessurn 25 árum hefur vakiö
aðdáun um allan heim. Ólæsinu, sem náði til
einnar milljónar manna, hefur vcrið útrýmt og
nú eiga allir landsmenn kost á níu ára skóla-
göngu. Komið hefur verið á heilsugæslukerfi
meó ókeypis lækna- og sjúkrahúsaþjónustu fyrir
alla, og meðalævin hefur lengst úr 52 árum í 73.
Efnahagslega og pólitískt haföi byltingin í för
með sér frelsun undan þeim yfirráðum sem
Bandarfkin höfðu á eynni frá 1898 til 1959. Sú
frelsun hefur átt sér stað þrátt fyrir 25 ára linnu-
lausa árcitni af hálfu nágrennans volduga í norð-
ri. Og nú. þegar fleiri ríki í Mið-Ameríku eru að
varpa af sér oki bandrískrar heimsvaldastefnu og
Reagan situr í forsetastóli, færist hin bandartska
áreitni í aukana.
Nýjasta sönnun þess er innrás Bandartkja-
manna í litla eyríkið Grenada. Þar beittu þeir
vopnum til að gera að engu nýtt samfélag, sem
kúbanskir læknar, tæknifræðingar og byggingar-
verkamenn aðstoðuðu við að byggja upp.
Kúba er ekki aðeins fordæmi fyrir öll þróun-
arríki sefn berjast við að útrýma eymd og volæði
og losa sig úr klóm heimsvaldastefnnnar- Kúbu-
mcnn styðja þcssi ríki í verki með því að vcita
þeim efnahagslega og mannúðlega aðstoð. Síðast
en ekki síst eru Kúbumenn eljusamastir baráttu-
manna fyrir því að kröfur þróunarríkjanna um
nýja og réttláta efnahagsskipan í heiminum nái
fram aö ganga.
Samstaða með og stuðningur við Kúbu er sam-
staða með og stuðníngur við þessi markmið, og
jafnframt framlag til baráttunnar gegn þcirri her-
skáu stefnu sem Bandaríkjamenn reka, ekki að-
cins gcgn Kúbu, heldur og gegn öllum löndum
Mið-Ameríku.
Lífið á Kúbu er í engu samræmi við þá skrum-
skældu mynd sém fjölmiðlar auðvaldsins kapp-
kosta að halda að almcnningi í löndum okkar.
Besta ráðið gegn þessum andkúbanska áróöri og
til að styrkja samstöðuna með Kúbu er hcimsókn
til Kúbu, og því hvctjum við fólk í löndum okkar
að fara þangað og sjá með eigin augum hvað
áunnist hefur - annaðhvort sem ferðamenn eða
þátltakendur í hinum vinsælu. árlegu, norrænu
vinnuferðum - Brigada Nordica."
Ef kúbanska þjóðin hefði ekki fund-
ið sjálfa sig í byitingunni hefðum við
iíklega beðið ósigur, því hin vold-
ugu Bandaríki hafa beitt öllum
brögðum gegn kúbönsku bylting-
unni. Það er fólkið sem ber hana
uppi. Þettaerekki gagnrýnislaus
stuðningur í blindni. Þvert á móti má
greinilega heyra á tali fólksins á göt-
um úti að það talar óhikað um það
sem því fellur miður, a.m.k. séu út-
lendingar ekki nálægir. Við vitum að
margt er enn ógert, en okkur miðar
áfram. í upphafi áttum við bara hug-
myndir, nú getum við einnig státað
af nokkurri reynslu.
Þannig kemst Fidel Castro meðal annars
að orði í opinskáu viðtali sem hann átti við
bandaríska vikuritið Newsweek í tilefni 25
ára afmælis kúbönsku byltingarinnar. í við-
talinu er víða komið við varðandi samskipti
Kúbu og Bandaríkjanna, ástandið í Mið-
Ameríku, atburðina á Grenada o.fl.
Varðandi samskiptin við Bandaríkin, þá
segir Fidel að um hugmyndafræðilega sátt
eða málamiðlun við Reagan-stjórnina geti
ekki orðið að ræða, en sú staðreynd að
Kúba haldi áfram að vera sósíalísk og
Bandaríkin kapítalísk þurfi ekki að fela í sér
að stjórnir ríkjanna geti ekki unnið saman
uppbyggilegt starf á afmörkuðum sviðum.
Sem dæmi nefnir hann að Reagan-stjórnin
gæti lagt hugmyndafræðilega áráttu sína á
hilluna og hlýtt kalli Contadora-ríkjanna
um að vinna að lausn á málefnum Mið-
AmeríkU við samningaborðið. Þá skapaðist
möguleiki fyrir Kúbu, Bandaríkin og önnur
ríki á svæðinu á því að koma á friði og leggja
grundvöll að þeim lýðræðilegu breytingum
sem nauðsynlegar eru fyrir Mið-Ameríku.
Fidel sagði að Kúba hefði hvorki áhugá
né möguleika á að flytja byltingu út til ann-
arra ríkja í þessum heimshluta og að Banda-
ríkin hefðu sömuleiðis ekki möguleika á að
hindra slíkar byltingar.
Grenada
í umfjöllun um atburðina á Grenada
kemur ýmislegt athyglisvert í ljós. Fidel
segir:
Fyrir innrásina í Grenada höfðum við
misst náinn og mikilhæfan vin, 'sem var
Maurice Bishop. Með dauða hans var bylt-
ingin búin að vera. Með innrásinni voru
Bandaríkin að ráðast á lík um leið og þau
frömdu fáheyrðan glæp, gegn fullveldi,
frelsis- og framfaraþrá þjóða Karíbahafsins
og Rómönsku Ameríku. Með innrásinni
sýndi Reagan að hann skirrist ekki við að
gera innrás í fullvalda ríki og að hann er enn
ákveðinn í að styðjast við sama gamla vald-
ahrokann.
Afstaða okkar til nýju stjórnarinnar á
Grenada var alkunn. Samskipti okkar og
stuðningsmanna Coards voru mjög slæm.
Við hefðum trúlega lokið okkar verki við
flugbrautina og síðan yfirgefið landið.
Hugsanlega hefðum við skilið eftir ein-
hverja lækna í mannúðarskyni. En við
hefðum stórlega dregið úr allri samvinnu.
Mat okkar var að Coards-hópurinn gæti
ekki staðist eftir að hann hafði drepið Bis-
hop. Byltingin hafði framið sjálfsmorð.
En það réttlætti ekki innrásina. Banda-
rískir jjegnar á eyjunni voru í engri hættu.
Öfgasinnarnir höfðu gefið þeim tryggingu
og við vissum að þeir voru ekki í neinni
hættu. Við komum þeirri vitneskju á fram-
færi við bandarísku stjórnina 72 klukku-
stundum áður en innrásin hófst. Öll kenn-
ingin sem Reagan bjó til, til þess að réttlæta
innrásina, var fölsk. Hrein lygi frá upphafi
til enda... Þetta var heigulsleg, tækifæris-
sinnuð pólitísk aðgerð, þar sem Reagan tók
sér í nyt harmleikinn sem átt hafði sér stað á
eynni.
Annað kom einnig til: Reagan vitnaði til
örlaga gíslanna í Iran. Sú reynsla varð
bandarísku þjóðinni niðurlæging. Þá höfðu
230 bandarískir hermenn verið drepnir í
Líbanon helgina á undan. Og ósigurinn í
Víetnam var í fersku minni. Reagan not-
færði sér öll þessi atriði til þess að setja
innrásina á Grenada á svið sem stórsigur.
Þetta er hættuleg stefna. Þetta er ábyrgðar-
laus stefna sem auðveldlega getur leitt til
nýrrar styrjaldar og til nýrra hernaðaræfin-
týra í E1 Salvador, Nicaragua eða á Kúbu.
Þá spyr blaðamaður Castro hvers vegna
hann hafi ekki vitað af því hættuástandi sem
vofði yfir á Grenada, þar sem hann hefði
haft svo náið samband við Bishop.
Illa upplýst starfslið
Fidel: Það er rétt. Það er erfitt að skilja
að við skulum ekki hafa vitað um þann
klofning sem átti sér stað með öllu því send-
iráðsliði sem við höfðum á staðnum. Fyrir
þetta höfum við gagnrýnt bæði sendiráðs-
starfsmennina, pólitíska starfsmenn okkar
og hermenn sem voru á Grenada. Þeir
höfðu ekki hugmynd um hvað var á seyði.
Og jafnvel þótt Bishop hafi komið í heim-
sókn til Kúbu á meðan á þessum deilum
stóð, þá minntist hann ekki á það einu orði
við mig. Við vitum auðvitað nú hvað gerð-
ist. Þaðvardjúpurhugmyndafræðilegur á-
greiningur á milli Bishop og Coard.Coard
kom fram sem fræðimaður, menntamaður
sem var ölvaður af pólitískri fræðikenn-
ingu. En ég er sannfærður um að undirniðri
hafi hann verið knúinn áfram af sterkri met-
orðagirnd. Það var ekki fyrr en daginn áður
en Bishop var tekinn til fanga sem hann
kom til sendiráðs okkar til að skýra frá því
að upp væri kominn alvarlegur klofningur.
Hann sagðist óttast um líf sitt.
Spurning: Gátuð þið ekkert gert til að
bjarga lífi Bishops?
Fidel: Ég kom þeirri ósk á framfæri við
Coard-hópinn að hann sýndi víðsýni og um-
burðarlyndi. Það sem hafði gerst var að
Coard-hópurinn hafði náð meirihluta and-
spænis Bishop. Það virtist á hreinu, og lög-
legt samkvæmt leikreglum lýðræðisins.
Menn verða að taka slíkum aðstæðum,
jafnvel þótt menn geri sér grein fyrir að
Fidel Castro ogMaurice
BishopáKúbu 1980.
Með þvíað drepa Bishop
hafði byltingin á Grenada
framið sjálfsmorð og
innrás Bandaríkjanna var
huglaus árás á
lík, segirFidel Castro
mistök hafi verið gerð. Við gátum ekki gert
meira en það sem við gerðum. Við blöndum
okkur ekki í innri málefni flokka eða sam-
taka.
Áfall fyrir Bandaríkin
Biaðamaður: Reagan-stjórnin heldur því
fram að innrásin hafi verið alvarlegt áfall
fyrir hróður og áform Kúbu í þessum
heimshluta.
Fidel: Samkvæmt okkar skilningi var
innrásin á Grenada áfall fyrir Bandaríkin.
Þetta var huglaus og heimskulegur verkn-
aður. Innrásin færði Bandaríkjunum enga
sæmd. Hún varð hins vegar til þess að marg-
efla baráttuanda fólksins á Kúbu og í Nicar-
agua og meðal byltingarsinna í E1 Salvador.
Spurning: Hafa líkurnar á bandarískri
innrás í Nicaragua aukist við innrásina í
Grenada?
Fidel: Sumir skýrendur telja að þar sem
Reagan hafi nú bætt stöðu sína meðal kjós-
enda „með ódýrum hætti", eins og það er
kallað - það voru nákvæmlega 20 Banda-
ríkjamenn drepnir í Grenada - og að hann
muni láta sér þennan ávinning meðal kjós-
enda nægja. En það væri barnaskapur að
ætla Reagan einungis „hófsamleg áform" í
ljósi þess óráðs sem hefur knúið hann út í
„heilagt stríð“ í Mið-Ameríku í nafni and-
kommúnismans. Reagan setur skilyrði og
veitir engar tryggingar. Hann hvetur og
hjálpar Honduras til þess að ógna Nicarag-
ua og heldur áfram að veita gagnbyltingar-
sinnum úr liði Somoza og ARDE-hópunum
í suðri alla þá hjálp sem þeir þarfnast á
landamærunum. Um leið heldur hann
áfram að undirbúa sameiginlegar hernaðar-
aðgerðir með Honduras og öðrum Mið-
Ameríkuríkjum við landamæri Nicaragua.
Allt felur þetta í sér hættu sem barnaskapur
væri að horfa framhjá.
El Salvador
Spurning: Sérð þú fram á enn frekari
bandaríska íhlutun í E1 Salvador?
Fidel: Það er augljóst að Reagan er að
reyna að bakka upp herinn í E1 Salvador og
um leið er hann að reyna að hreinsa hann af
þeim þúsundum morða sem hann hefur
gerst sekur um gagnvart þjóðinni. En Re-
agan virðist ekki ljóst að hann hefur lítinn
tíma til stefnu til þess að ná fram samning-
um við skæruliðana, þar sem sigrar þeirra
verða augljósari með hverjum deginum
sem líður og hrun stjórnarhersins getur orð-
ið með það skyndilegum hætti að ekki verði
möguleiki eða þörf á neinum samningum.
Spurning: Ef þú hefðir möguleika á að
hringja til Henry Kissingers á þessu
augnabliki, áður en hann leggur fram
skýrslu sína, hvaða ráð myndir þú gefa hon-
um?
Fidel: Jafnvel þótt þessi möguleiki byðist
myndi ég ekki taka upp tólið fyrir Henry
Kissinger, því ég hef ekkert við þann mann
að tala. Ég ber ekki minnsta traust til hans.
Hann sýndi okkur hvaða mann hann hefur
að geyma í styrjöldinni í Víetnam. Með
köldu blóði lagði hann á ráðin um loftárásir
og morð á þúsundum manna. Ég þykist þess
fullviss að hann leiki á sömu nótum og Re-
agan. Kissinger-skýrslan verður árásar-
gjörn og afturhaldssöm. Hún verður spegil-
mynd af vilja Reagans.
Leppur
Sovétríkjanna?
Spurning: Reagan stjórnin heldur því
fram að þú sért leppur Sovétríkjanna.
Hvers eðlis er samband ykkar við Sovétrík-
in í raun og veru?
Fidel: Bylting okkar er fullkomlega
sjálfstæð. En það var okkar gæfa að Sovét-
ríkin voru til. Við hefðum ekki getað lifað
af án þess að hafa markað fyrir sykurinn og
án þess að hafa aðgang að olíu, eða vopnum
til þess að verja landið gegn innrás eins og
þeirri sem gerð var í Svínaflóa, og gegn
hryðjuverkum þeim og morðtilraunum,
sem beint hefur verið gegn okkur. Yfirlýs-
ingar Reagans valda mér ekki áhyggjum.
Hann er hreinræktaður lygari. Þetta er
gömul lumma. En við höfum enga
leikbrúðukomplexa. Sovétríkin ráða ekki
yfir neinum eignum á Kúbu. Við höfum
gagnkvæm samskipti, en þeir eru jafn sjálf-
stæðir gagnvart okkur og við erum gagnvart
þeim.
í lok viðtalsins segir Castro að byltingin
standi traustum fótum. Kúbanir eru nú í
fyrsta skipti sjálfs sín ráðandi, segir hann.
Énginn getur lengur lítillækkað þá fyrir að
vera svartir á hörund eða misboðið þeim
vegna þess að þeir eru konur. Félagsleg
staða þeirra ákvarðast ekki af tekjum. Hag-
vöxtur hefur verið 4.5% að meðaltali síð-
astliðin 25 ár, og óvíða hærri í álfunni, þrátt
fyrir viðskiptabann Bandaríkjaiina. Við
erum aðrir í röðinni hvað varðar neyslu
matvæla á einstakling í álfunni. f heilsu-
gæslu, menntun, íþróttum og menningu
stöndum við fremst í röð ríkja Þriðja
heimsins og höfum þegar skákað mörgum
iðnríkjum á þessum sviðum. Það mun lík-
lega koma þér á óvart, en ég get frætt þig á
því að það eru fleiri ólæsir eða hálflæsir
hlutfallslega í Bandaríkjunum en á Kúbu.
Og við óttumst ekki um framtíðina.
ólg. endursagði
Náms-
ferðtil
Kúbu
f tilefni af 25 ára afmæli kúbönsku byltingar-
innar gengst Dansk-kúbanska vináttufélagið
(Dansk-Cubansk Forening) fyrir námsferð til
Kúbu um páskana í ár, 14. - 28. apríl. íslenskum
áhugamönnum um Kúbu gefst kostur á þátttöku í
þessari ferð, fyrir inilligöngu Vináttufélags ís-
lands og Kúbu.
Markmið fararinnar er að gefa þátttakendum
innsýn í kúbanskt þjóðfélag og þá þróun sem þar
liefur orðið á sl. 25 árum. Heimsóttir verða
skólar. barnaheimili, heilsugæslustöðvar, menn-
ingarmiðstöðvar, kvennasamtök, hverfasamtök,
samvrkjubú og bækistöðvar Alþýðuvaldsins (Po-
dcr Popular) í Havana og Matanzas-héraði.
Kostnaður við ferðina frá Kaupntannahöfn er
u.þ.b. 9000 danskar krónur og er þá innifalið:
ferðir, fæði, húsnæði, heimsóknir og danskur
túlkur, sem jafnframt er fararstjóri. Við þetta
bætist að sjálfsögðu ferðin til og frá Kaupmanna-
höfn.
Nánari upplýsingar veitir Ingibjörg í síma
20798. Umsóknir um þátttöku þurfa að berast
Vináttufélagi fslands og Kúbu, pósthólf 318,121
Reykjavík. fyrir 10. febrúar.
(Fréttatilkynning).