Þjóðviljinn - 27.01.1984, Side 16
Aðalsími Þjóðviljans er 81333 kl. 9-20 mánudag til föstudags. Utan þess tíma er hægt að ná í blaðamenn og aðra starfsmenn blaðsins í þessum símum: Ritstjórn Aðalsími Kvöldsími Helgarsími
Föstudagur 27. janúar 1984 81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, Ijósmyndír 81257. Laugardaga kl. 9 -12 er hægt að ná I afgreiðslu blaðsins í síma 81663. Prentsmiðjan Prent hefur síma 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. 81333 81348 81663
BOÐIÐ UPP Á BRASK
Báðar tillögurnar bjóða upp á kvótaverslun
- sjómenn mótmæla, ráðuneytið situr hjá
Tillögur kvótanefndar-
innar, sem eru tvær eins
og skýrt var frá í Þjóðvilj-
anum í gær, til sjávarút-
vegsráðherra voru birtar í
gær. Par birtast hugmynd-
ir meirihlutans um afla-
kvóta og minnihlutans um
sóknarkvóta. í báðum til-
lögum er gert ráð fyrir að
versla megi með kvótann,
en þetta atriði hefur verið
eitt aðal ágreiningsefnið í
nefndinni, þar sem fulltrú-
ar sjómanna eru þessu al-
gerlega andvígir og láta
fylgja sérstaka bókun til
ráðherra vegna þessa. Þar
benda þeir á að útgerðar-
menn eigi ekki einir ráð-
stöfunarrétt á veiðiheim-
ildum, heldur eigi áhöfnin
þar hlut að máli. Þá tók
Jón Arnalds ekki afstöðu
til þessa máls.
í báðum tillögunum er gert ráð
fyrir að þær feli í sér svo mikinn
aflasamdrátt að óhjákvæmilegt sé
að leita nýrra og róttækra leiða til
þess að draga úr sókninni, og
minnka þar með útgerðarkostnað.
Þá segir að greina megi þrjár leiðir
til að takmarka sókn í ákveðna
fiskstofna. í fyrsta lagi aflakvóta,
öðru lagi sóknarkvóta og í þriðja
lagi skattlagningu afla, svo mikla
að héldi aftur af sókninni, eða þá
sölu veiðileyfa. Síðasta hugmyndin
er þó ekki framkvæmanleg, sökum
þess að lög skortir til að koma
henni á; hinar tvær leiðirnar eru
innan ramma gildandi laga.
f áliti nefndarinnar eru dregnir
fram kostir og gallar bæði sóknar-
kvóta og aflakvóta. Verður það
síðan sjávarútvegsráðherra sem
þarf að velja þarna á milli, eða þá
Þreyttur á umræðu
um atvinnumálin
segir bæjarfulltrúi Sjálfstæðisfiokksins á Akureyri,
og stendur að uppsögnum á tugum manna
„Gunnar Ragnars forstjóri
Slippstöðvarinnar þarsem tugum
manna hefur verið sagt upp leyfir
sér að lýsa því yfir í útvarpi að hann
sé orðinn þreyttur á umræðu um
atvinnumál á vegum Alþýðubanda-
lagsins“, sagði Sigríður Stefáns-
dóttir bæjarfulltrúi Aiþýðubanda-
lagsins í samtali við Þjóðviljann í
gær.
Samdráttur í iðnaði á Akureyri
hefur leitt til aukins atvinnuleysis
þar. Þess vegna leggur Alþýðu-
bandalagið mikla áherslu á skjóta
atvinnuuppbyggingu á Akureyri.
Tillögur Alþýðubandalagsins í
atvinnumálanefnd voru í megin-
atriðum samþykktar á bæjarstjórn-
arfundi sl. þriðjudag. Þar á meðal
var áskorun á ríkisstjórnina, sem
handhafa meirihlutafjár í Slipp-
stöðinni, að hún ásamt Akureyrar-
bæ beiti sér fyrir fjárhagslegri fyrir-
greiðslu þannig að Slippstöðin og
Útgerðarfélag Akureyrar geti nú
þegar gengið frá samningum um
smíði nýs togara.
Meirihluti í bæjarstjórn Akur-
eyrar er sammála um aðgerðir til
eflingar atvinnulífs bæjarins. Þrátt
Þorsteinn Pálsson rýnir þungbúinn í plögg sín, en Svavar Gestsson svarar glaðbeittur spurningu utan úr sal í Hafnarfjarðarbíói í gær.
Ljósm. Atli.
Fyrrverandi formaður VSÍ ákveður næstu kjarasamn-
inga fyrir hönd ríkisstjórnarinnar
aðeins 2% skilja á milli
Segir
- Launastefna ríkisstjórnarinnar ger-
ir ráð fyrir því að kaup skerðist ekki
nema um 2% á þessu ári. Verkalýðs-
hreyfingin hefur viðurkennt í þessum
samningum, sem nú er verið að gera, að
rétt sé að miða við kaupmátt launa í lok
síðasta árs. Það er því aðeins þarna sem
skilur á milli, sagði Þorsteinn Pálsson,
formaður Sjálfstæðisflokksins, m.a. í
iokaorðum sfnum á kappræðufundi
með Svavari Gestssyni, formanni Al-
þýðubandalagsins, sem haldinn var
fyrir fullu húsi í Hafnarfjarðarbíói í
gærkveldi.
Svavar Gestsson sagði það stór-
merkilegt að Þorsteinn væri farinn að
fagna kjarasamningum sem ekki væru
ennþá til. Hann þættist greinilega hafa
öll völd í sínum höndum í þessu landi.
Fyrst hefðu hann og félagar hans skorið
niður kaup almennings um 30% og ráð-
ist að helstu grundvallarmannréttind-
um. Nú væri komið til þjóðarinnar þeg-
ar búið væri að berja hana sundur og
saman og sagt: - Nú skulum við samein-
ast, og um leið farið að kætast yfir nýj-
um kjarasamningum, sem enginn hefði
ennþá séð.
Miklar og líflegar umræður voru á
kappræðufundinum. Þorsteinn Pálsson
sagði að nauðsynlegt væri að koma í veg
fyrir að upplausnaröflin næðu undir-
tökunum sem þau greinilega stefndu að
þessa dagana.
Svavar Gestsson lagði hins vegar ríka
áherslu á að launafólk tæki höndum
saman og sneri baki við stöðugu
svartsýnisrausi stjórnvalda. Launafólk
sameinaðist um að koma íhaldsöflun-
um frá. Það eitt gæfi von um bjartari
tíma.
-lg
búa til einhverja millileiö eins og
sjávarútvegsráðherra hefur þegar
talið koma til greina. Tillögurnar
báðar virðast við fyrsta yfirlestur
vel unnar og þeim fylgja margs-
konar tölulegar upplýsingar og út-
reikningar, þar sem reiknaðir eru
út ýmsir möguleikar fyrir hvora
leiðina sem farin yrði.
-S.dór
Forstjóri Slippstöðvarinnar sem
einnig er bæjarfulltrúi Sjáifstæðis-
flokksins á Akureyri hefur sagt upp
tugum starfsmanna. Nú segist hann
vera orðinn þreyttur á umræðu um
atvinnumál.
fyrir það segir í bókun Sjálfstæðis-
manna: „Nú leitast sundurleitur
meirihlutahópur við að standa
saman um eitthvað sem kenna má
við atvinnumál.... og það er
skoðun okkar að hún komi að engu
gagni og sé ekki til framdráttar í
baráttunni fyrir framgangi atvinnu-
mála þessa héraðs". Sigríður benti
á að Gunnar Ragnars forstjóri
Slippsins er einn af þeim bæjar-
stjórnarfulltrúum sem standa að
þessari bókun. Hún sagði að Sjálf-
stæðismenn legðu alla áherslu á
byggingu álvers við Eyjafjörð, en
slíkt telur Alþýðubandalagið ekki
raunhæft eins og atvinnuástandið
er um þessar mundir. - jp
Kjaradeila opinberra
starfsmanna:
Sáttafundur
á þriðjudag
Boðað hefur verið til fundar
samninganefndar ríkisins og samn-
inganefndar opinberra starfs-
manna hjá sáttasemjara á þriðju-
dag kl. 13.30. Verður þar tekin
fyrir kjaradeila þessara aðila.
Félag bókagerðarmanna
Magnús
formaður
endur-
kjörinn
Magnús E. Sigurðsson sigraði í
formannskosningu í Félagi bóka-
gerðarmanna en talningu lauk í
gær. Magnús hlaut 523 atkvæði en
Margrét Rósa Sigurðardóttir fékk
130 atkvæði. 32 seðlar voru auðir
og einn ógildur.
686 kusu í þessari kosningu en í
félaginu eru um 950 manns. Magn-
ús hefur verið formaður félagsins
frá stofnun þess fyrir þremur árum.