Þjóðviljinn - 02.02.1984, Qupperneq 2
2 SÍÐÁ - ÞJÓÐVILJINN Finíihtudagur 2. febrúar 1984’
Kísilmálmverksmiðjan á Reyðarfirði:
Sverrir ætlar útlend-
ingum verksmiðjuna
Hefur sent 14 erlendum aðilum kynningarrit um málið
í svari Sverris Hermanns-
sonar iðnaðarráðherra á Al-
þingi við fyrirspurn Hjörleifs
Guttormssonar um hvenær
ríkisstjórnin hyggist hefja
framkvæmdir við Kísilmálm-
verksmiðjuna á Reyðarfirði,
hvenær leitað verði eftir hei-
mild Alþingis til að hefja fram-
kvæmdir og hvað liði við-
ræðum við útlendinga um hugs-
anlega eignaraðild, kom fram
að iðnaðarráðherra hyggst láta
útlendinga eiga og reka verk-
smiðjuna. í þessu skyni hefur
iðnaðarráðherra Sverrir Her-
mannsson látið útbúa kynn-
ingarrit, sem hann hefur sent
aðilum i Evrópu, Japan, Kana-
da og Bandaríkjunum. Enn-
fremur sagði hann að nú þessa
dagana væri verið að hafa sam-
band við þessa aðila og óska
eftir viðræðum.
Hjörleifur Guttormsson sagði í
sinni ræðu, að allur undirbúningur
verksmiðjunnar hjá fyrrverandi
ríkisstjórn hefði miðast við að hún
yrði í meirihlutaeigu íslendinga.
Núverandi ríkisstjórn hefði breytt
um stefnu í þessu máli eins og öðru.
Þá kom það fram í máli Sverris
að enn hefði ekki verið tekin
ákvörðun um hvenær leitað yrði
heimildar Alþingis og því engar á-
kvarðanir verið teknar um það
hvenær hafist yrði handa.
Þá gat Sverrir þess að verð á
tonni af kísilmáli yrði að vera 1450
dollarar til þess að borgaði sig að
ráðast í verksmiðju sem þessa.
Hjörleifur Guttormsson sagði aft-
ur á móti að verðið væri 1337 doll-
arar.
Þjóðviljinn leitaði eftir því hjá
Geir A. Gunnlaugssyni hjá Kísil-
málmverksmiðjunni hvor talan
væri rétt. Sagði hann að þær gætu
báðar verið réttar og færu eftir því
hvaða forsendur menn gæfu sér. í
tölu Sverris væri miðað við spá frá í
fyrra og þá gert ráð fyrir ákveðnum
arði af rekstri verksmiðjunnar. í
tölu Hjörleifs er miðað við fram-
leiðslukostnað síðan í nóvember sl.
og þar væri gert ráð fyrir því að
endar í rekstri verksmiðjunnar
næðu saman, þ.e. að fjármagns-
kostnaður og afskriftir væru inní
því dæmi.
Ljóst er á svari Sverris Her-
mannssonar að ekki er fyrirhugað
að hefja neinar framkvæmdir við
verksmiðjuna á þessu ári.
-S.dór
Æskulýðsfylking
Alþýðubandalagsins
Stuðningur við
verkafólk fSAL
Æskulýðsfylking Alþýðubanda-
lagsins hefur lýst yfir fullum stuðn-
ingi við verkafólk og iðnaðarmenn
sem nú eiga í verkfalli í Straumsvík
og fordæmir harðlega afskipti
Vinnuveitendasambandsins af
deilunni og telur þau þjóna þeim
tilgangi einum að ala á ríg á milli
hinna vinnandi stétta. í ályktun
stjórnarfundar ÆFAB frá 29. jan-
úar segir einnig:
„Stjórn ÆFAB bendir einngi á
að afskipti Zverriz Hermannzzon-
ar af launadeilu starfsmanna Ál-
versins og ummæli hans í fjölmiðl-
um þar sem því er lýst yfir að
„öllum ráðum verði beitt sem duga
munu“ til þess að berja á bak aftur
réttmætar kröfur starfsmanna ÁI-
versins sýna svo um munar stefnu
stjórnvalda í launamálum. Þeirri
stefnu ber verkalýðshreyfingunni
að mæta af fullri hörku og brjóta á
bak aftur“.
Áskriftarsimi
81333
/ /
Utflutningur afurða ISAL á milli áranna 1982 og 1983
Verðmætið jókst yfír 100%
í skýrslum frá Hagstofu íslands
kemur í Ijós að útflutningsverð-
mæti áls og álmelmis frá dótturfyr-
irtæki Alusuisse í Straumsvík jókst
um meira en 100% á milli áranna
1982 og 1983 og er þá búið að fram-
reikna útflutninginn frá árinu 1982
miðað við breytingar á gengi er-
lends gjaldeyris á milli áranna.
í skýrslum Hagstofunnar um
verðmæti útflutnings segir að á ár-
inu 1982 hafi ál og álmelmi verið
flutt út fyrir 852.175 miljónir
króna. Sú upphæð á meðalgengi
erlends gjaldeyris ári síðar er
1.612.315 miljónir en það er 89.2%
hækkun á milli ára. Á síðasta ári
nam verðmæti útflutnings áls og
álmelmishinsvegar 3.273.481 milj-
ón króna.
Þessi aukni útflutningur sýnir
verulega bætta stöðu íslenska álfé-
lagsins á síðasta ári sem stafar af
aukinni eftirspurn eftir fram-
leiðslunni og mun hærra verði á
heimsmarkaði. Það er með skír-
skotun til þessara staðreynda sem
verkafólk í álverksmiðjunni er nú
að krefjast þess að fá til baka þann
hluta launa sinna sem ríkisstjórnin
hefur af því tekið og afhent hinum
svissneska auðhring. _v.
í ályktun sinni bendir stjórn
ÆFAB á að í réttmætum launa-
hækkunarkröfum starfsmanna Ál-
versins felist sú staðreynd að úr
digrum sjóðum Alusuisse komi
aukið fjármagn inní veltu þjóðfé-
lagsins, sem ella færi úr landi.
Þannig séu launahækkanir til
starfsmanna Álversins í þágu þjóð-
arhagsmuna í heild. Því sé ljóst af
framansögðu að afskipti VSÍ og
iðnaðarráðherra séu hreinasta
ósvífni í garð launafólks og auk
þess sýni þau þjónkun og undir-
gefni gagnvart erlendum auðhring.
—v.
Stutfar fréttir
Varð konu að bana
í gær viðurkenndi maður í Reykjavík að
hafa orðið 39 ára gamalli konu að bana í
húsi við Njálsgötu. Atburðurinn átti sér
stað í fyrradag og mun mikil ölvun hafa
verið erþetta gerðist. Rétt fyrir klukkan 7 í
fyrrakvöld hringdi umræddur maður og tii-
kynnti lögreglunni að hann hefði framið
þetta voðaverk. Fór hún á staðinn og fann
konuna látna en tveir menn voru þá í íbúð-
inni. Voru þeir handtcknir en ekki var hægt
að yfirheyra þá fyrr en í gær sakir ölvunar-
ástands þeirra. Hinum manninum var
sleppt í gær.
Sjálfkjörið hjá Þrótti
Sjálfkjörið var í stjórn og trúnaðarráð hjá
Vörubílstjórafélaginu Þrótti fyrir starfsáriö
1984-1985. Stjórn félagSins skipa: Guð-
mundur Magnússon, formaður, Brynjólfur
Gíslason, varaformaður, Trausti Guð-
mundsson, ritari, Magnús Emilsson, gjald-
keri, og Sæmundur Gunnólfsson, með-
stjórnandi.
Eyfirðingar
skemmta sér
Eyfirðingafélagið, sem er eitt elsta starf-
andi átthagaféiag í höfuðborginni, efnir til
árlegs fangaðar síns í Átthagasal Hótels
Sögu föstudaginn 3. febrúar.
Ræðumaður kvöldsins er Jón G. Sólnes
fyrrverandi alþingismaður og bankastjóri
og Ómar Ragnarsson mun sjá um
skemmtiefni. Fjölbreyttur matur verður á
boðstólum m.a. þorramatur og nóg af
laufabrauði. Norðanmenn sem staddir
kunna að vera í borginni eru velkomnir.
Aðgöngumiðar verða seldir í dag,
fimmtudagfrá kl. 17-19 íÁtthagasal Hótels
Sögu.
Ver ðlaunabækur
á sýningu
Nú stendur yfir í bókasafni Norræna
hússins sýning á norrænum bókum, sem til-
nefndar hafa verið til bókmenntaverðlauna
Norðurlandaráðs, en þau hafa verið veitt
frá 1962. Sýningin stendur út febrúar og er
hægt að fá bækurnar léðar í skammtímalán
meðan á sýningunni stendur.
Kvenstúdentar
funda
Aðalfundur Kvenstúdentafélags íslands
og Félag íslenskra háskólakvenna verður
haldinn í Kvosinni, laugardaginn 4. febrúar
kl. 14. Á dagskrá er stjórnarkjör og önnur
mál.
Fundur einstæðra
foreldra í kvöld
„Réttur barna til að eiga tvo foreldra" er
fundarefni á almennum fundi sem haldinn
verður í Skeljahelli, Skeljanesi 6 í kvöld,
fimmtudaginn 2. febrúar kl. 21 og Félag
einstæðra foreldra boðar til.
Málshefjendur eru Ólöf Pétursdóttir,
deildarstjóri í dómsmálaráðuneytinu, og
Sigrún Karlsdóttir, starfsmaður barna-
verndarnefndar.
Tveir einstæðir foreldrar greina frá
reynslu sinni, þau Kolbrún Bjarnadóttir og
Guðlaugur Gauti Jónsson. Einnig koma á
fundinn Helga Hannesdóttir, barnageð-
læknir og Dögg Pálsdóttir, formaður bama-
verndarnefndar Reykjavíkur.
Nesti í alla
grunnskóla
Fræðsluráð Reykjavíkur ákvað á síðasta
ári að nemendum í grunnskólum Reykja-
víkur yrði gefinn kostur á skólanesti, en í
fyrra var gerð tilraun með skólanesti í fjór-
um grunnskólum Reykjavíkur. Nestis-
pakkaþjónusta var boðin út og var tiiboði
Mjólkursamsölunnar tekið. Sala nesti-
pakkanna hófst nú í janúar.
í tilboði Mjólkursamsölunnar var gert
ráð fyrir hádegismat grunnskólanema og
útbúinn plastbakki með tveimur hálfum
samlokum og eftirrétti sem er til skiptis
ávöxtur, jógúrt, frómas eða kökubiti.