Þjóðviljinn - 02.02.1984, Qupperneq 5

Þjóðviljinn - 02.02.1984, Qupperneq 5
Fimmtudagur 2. febrúar 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5 Mikill munur á verði hárgreiðslustofa Annað tölublað „Verðkynning- ar“, sem Verðlagsstofnun gefur út, er nú komið og er þar greint frá verðkönnun á hárgreiðslustofum í Garðabæ, Hafnarfirði, Mosfells- sveit og á landsbyggðinni. Verð- lagsstofnun hafði áður gert sams konar könnun í Reykjavík, Kópa- vogi og á Seltjarnarnesi. Helstu niðurstöður þessarar könnunar eru þær, að verðmunur er verulegur milli hárgreiðslustofa og að samráð milli fyrirtækja um verð er allnokkurt. Slíkt er óheimilt sam- kvæmt lögum um verðlag, sam- keppnishömlur og óréttmæta við- skiptahætti. Mestur verðmunur reyndist vera á hárþvotti. Lægsta verð á honum var hjá hárgreiðslustofu Brvndísar Bragadóttur á Blönduósi en þar kostaði þvotturinn 20 krónur. Hæsta verð var rúmlega fjórfalt hærra en það var hjá Hafsteini á Akureyri, krónur 86 kostaði þvott- urinn þar. í fjórum öðrum tilvikum er hæsta verð meira en tvöfalt hærra fyrir sams konar þjónustu. Þannig munar á permanetti í sítt hár 116 prósentum. Ódýrast var þetta hjá Bryndísi Bragadóttur á Blönduósi, en dýrast hjá hársnyrtistofunni á Ráðhústorgi á Akureyri. Á perm- anetti í stutt hár var munurinn á lægsta og hæsta verði 105 prósent (lægsta verð hjá Bryndísi Braga- dóttur á Blönduósi og hæsta verð hjá Maríu í Stykkishólmi). Hæsta, lægsta og meðalverð Meöalverðí Mismunurá Reykjavík, Kópavogi og Seltjarnarnesi Meðal- verð Lægsta verð Hæsta verð hæsta og lægsta verði Formkllpping kvenna venjuleg, efni innifalið 224.80 204.75 150.- 250,- 67% Hárþvottur 53.50 50.45 20,- 86,- 330% Hárlagning stutt hár, efni innifalið 229.40 211.35 150.- 260.- 73% Hárlagning sítt hár, efni innifalið 272.20 238.65 173,- 320.- 85% • Permanent stutt hár, hárþv. og efni innifalið 668.65 635.60 400,- 850,- 113% Permanent sitt hár, hárþv. og efni innifalið 790.25 758.75 450.- 971.- 116% Hárblástur stutt hár, efni innifalið 251.90 228.50 150,- 260.- 73% Hárblástur sítt hár, efni innifalið 287.95 252.30 180.- 310.- 72% Lokkalitun (strípur) stutt hár, efni innifalið 424.90 414.35 280,- , 567,- 103% ' Lokkalitun (strípur) sítt hár, efni innifalið 510.55 493.85 330.- 665.- 102% 3.714.10 3.488.55 2.283,- 4.539.- 99% Ef allir þjónustuliðir í könnun- inni eru keyptir þar sem þeir eru ódýrastir þyrfti að borga samtals 2.283 krónur. Ef þjónustan er hins vegar keypt þar sem hún er dýrust í hverju tilviki þyrfti að borga 4.509 krónur eða 98 prósent hærra verð. í könnuninni í Reykjavík, Kópa- vogi og á Seltjarnarnesi var þessi munur nokkru hærri eða 106 prós- ent. f fréttatilkynningu frá Verð- lagsstofnun um verðkönnunina segir, að athygli veki að í könnun- inni korni í nokkrum tilvikum fram, að sams konar þjónusta kost- ar mjög svipað á öllum eða flestum hárgreiðslustofum í santa byggðar- laginu. Þannig sé ekki um neina verðsamkeppni að ræða á þessum stöðum. (Úr könnuninni má lesa, að dæmi um þetta séu Akranes og Vestmannaeyjar). Samhliða verðkönnuninni var athugað hvort hárgreiðslustofurn- ar upplýsa viðskiptavini sína urn verð, en samkvæmt gildandi regl- um á verðlisti að íiggja frarnmi á áberandi stað. í ljós kom að meirihlutinn fer að þessum fyrir- mælum. Verðkannanir Verðlagsstofnun- ar liggja framrni fyrir almenning hjá Verðlagsstofnun, Borgartúni 7, og hjá fulltrúum stofnunarinnar úti á landi. Þeir sem þess óska geta gerst áskrifendur að „Verðkynn- ingu Verðlagsstofnunar" sér að kostnaðarlausu. Sírninn er 91- 27422. Samtök um friðaruppeldi: Nám og uppeldi rækti friðarvilja Wiener Blockflötenensemble. Samtök um friðaruppeldi voru stofnuð sl. laugardag í Norræna húsinu og sóttu yfír 200 manns stofnfundinn. I stofnskránni, sem samþykkt var á fundinum, segir m.a. að samtök um friðarúppeldi séu stofnuð til að vinna að alheims- friði og afvopnun og að þau taki þátt í alþjóðlegri baráttu gegn kjarnorkuvá og beiti sér að því að fé, sem nú sé eytt í vígbúnaðar- kapphlaup, verði notað gegn hungri, sjúkdómum og mcnntunar- skorti. Nína Baldvinsdóttir setti fund- inn og norska konan Eva Nordland flutti erindi. Jónas Pálsson, rektor Kennaraháskóla fslands, flutti ávarp og Magne Askeland, for- maður „Lærere for fred“ í Noregi, flutti einnig ávarp. Söngkonan Birgitte Grimstad söng og nem- endur í uppeldisfræði við Háskóla íslands ræddu um verkefni, sem þeir hafa unnið um menntun í þágu friðar. í stofnskrá samtakanna segir m.a.: „Samtökin geta unnið með hvers kyns tiltækum, friðsamlegum að- gerðum, ein eða í samvinnu við aðra. En einkum ætla samtökin að stuðla að því að nám og uppeldi rækti með fólki friðarvilja þess, Gegn framvísun þessa miða feerð þú 12 % ky.nningar- afslátt á plötum í nýrri og endurre.istri STUE-búð. veki skilning á öðrum þjóðum og umburðarlyndi með þeim, hvetji til alþjóðlegrar samvinnu. Samtökin eru óháð öllum stjórnmálasamtökum og taka ekki afstöðu til þjóðmála, annarra en þeirra sem koma friðarmálum beint og bersýnilega við. Hins veg- ar geta þau starfað með öðrum samtökum, innlendum eða út- lendum, að sameiginlegum mark- miðum og gerst aðilar að varanlegu samstarfi friðarsamtaka." Keneva Kunz er ein þeirra sem unnið hefur ötullega að undirbún- ingi að stofnun samtakanna. Ken- eva sagði í samtali við blaðið að sér sýndist í alla staði vel hafa til tekist. Á fundinum var kjörin þriggja manna ársnefnd til að stýra starfinu og eiga í henni sæti: Gunnar Karls- son, Nína Baldvinsdóttir og Sólveig Georgsdóttir. Ársnefndin skal fjölga í nefndinni með því að bæta við fulltrúum starfshópa. Frá stofnfundinum sl. laugardag. Laugavegi20 Sími27670 Góðir gestir frá Vínarborg: Tónleikar og námskeið Dagana 3.-10. febrúar mun Wi- ener Blockflötenensemble hafa við- dvöl í Reykjavík og halda þar tvenna tónleika, svo og námskeið í flautuleik. Fyrri tónleikar hópsins verða kl. 17, laugardaginn 4. febrúar í Áskirkju á vegum Musica Antiq- ua. Á efnisskrá eru verk frá endurreisnar- og barrokktímabil- inu. Mánudaginn 6. febrúar kí. 20.30 verða svo tónleikar í Bú- staðakirkju á vegum Musica Nova en þar verða eingöngu flutt verk sem samin eru á þesari öld, sum hver sérstaklega fyrir hópinn. Þá mun hópurinn halda riám- skeið á vegum Tónlistarskólans í Reykjavík og verður það haldið í Stekk, húsnæði skólans að Lauga- vegi 178 á laugardag kl. 10-12 og sunnudag kl. 15-17. Öllum er heimill aðgangur að námskeiðinu. Wiener Blockflötenensemble var stofnað 1972 af Hans Maria Kneihs og fimm þáverandi nem- endum hans við Tónlistarháskól- ann í Vín. Þau komu þó ekki fram opinberlega fyrr en 1974 eftir tveggja ára þrotlausar æfingar og undirbúningsvinnu, síðan hafa þau unnið sér fastan sess í alþjóðlegu tónlistarlífi og eru tíðir gestir í hljómleikasölum í nær öllum löndumEvrópusvoogíJapan. Þau eru jafn eftirsótt á tónlistarhátíðir með gamalli sem og nýrri tónlist.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.