Þjóðviljinn - 02.02.1984, Qupperneq 8
8 SIÐA - ÞJOÐVIL.IINN Fimmtudagur 2. febrúar 1984
Þeir vissu ekki
hvert þeir fóru en
þeir sögðu margt
- Helgi Björnsson og Arnór Benónýsson.
Jakob og meistarinn
plönum í senn. Leikarar koma að
ofan og fara upp úr sviðinu eins og
inn á það og út af því, og það kemur
líka vel heim og saman við um-
ræðuna í textanum sjálfum um þá
meistara sögu og leikhúss sem taka
sér vald himnaföður í því að skipa
persónum sínum fyrir..
Leikendur eru margir sem fyrr
segir: Stúdentaleikhús getur ein-
mitt haft þá sérstöðu að leyfa sér að
taka fyrir margmenn verk, sem
atvinnuleikhús tíma ekki að leggja
í, nema að kassinn sé tryggður
fyrirfram. Helgi Björnsson náði
góðum sprettum í bernskri ákefð
Jakobs, en ekki var laust við að
hlutverkinu væri um of hleypt í
gauragang. Arnór Benónýsson
sýndi geðþekkan og jafnan leik í
hlutverki meistarans, en eitthvað
vantaði á, að skerptar væru útlínur
þeirrar persónu. Pað var aftur á
móti gert svikalaust í túlkun Hús-
freyju á Stóra Hirtinum (Aslaug
Thorlacius), frú Aldinfríðar (Ingi-
leif Thorlacius), eða þá Skramba
yngri (Ara Matthíassonar) og í
fleiri smærri hlutverkum. Kjartan
Bjargmundsson fór með hlutverk
Riddarans fláráða og tókst öðrum
betur að láta svip segja eitt en orð
annað.
Lengri verður sú upptalning ekki
að sinni en semsagt - þetta var
skemmtilegt kvöld og ýmislegt sem
þar var sagt elti gestinn út í janú-
arkuldann. Til dæmis þetta:
Skáldum fjölgar um fjögur hundr-
uð þúsund á ári í Frakklandi einu
saman. Og það er enn verra hjá
upplýstum þjóðum...
Arni Bergmann.
tímann: ein helsta hættan sem fylg-
ir því mikla frelsi, sem menn taka
sér þegar þeir gefa söguþræðinum
á kjaftinn, er endurtekningin,
hringsólið.
í annan stað kemur Kundera
fram með andmæli gegn ofríki til-
finninganna sem Rússar eru slæmir
með að hampa. Og vissulega á
Kundera í þeim efnum drjúgan
bandamann þar sem Diderot og
átjánda öldin eru. En þar með er
eimitt komið að því, að Jakob og
meistarinn er kannski ekki eins
mikið umskiptaverk og formgerðin
gæti bent til. Hér eru mætt ein-
kenni hins klassíska gamanleiks:
ekki tilfinningarnar heldur lát-
bragð tilfinninganna ef svo mætti
segja. Leikur - einatt fyndinn og
glæsilegur - en leikur að vissum
týpum, að ákveðnum eiginleikum.
Hér er einfeldnin og.fláttskapur-
inn, brussan og kokkállinn, blind
ást og sjáandi hefnd og fleira þess-
legt.
Og það er einmitt þessi hlið
málsins sem gerir Jakob og meist-
arann að hentugu viðfangsefni fyrir
Stúdentaleikhúsið, sem er komp-
aní lærðra og leikra og eðli sínu
samkvæmt einhversstaðar í ná-
munda við góðan menntaskólaleik
í frammistpðu. Hér eru ung andlit
og leikgleði og persónur og uppá-
komur biðja um „útvortisleik"
farsans sígilda. Sigurður Pálsson
stýrir öllu þessu á réttan veg, hefur
út úr liði sínu líf og fjör sem yfirleitt
þokar til hliðar vandræðum sem af
lítilli reynslu fjölmenns hóps kunna
að stafa. Leikmynd Guðnýjar B.
Richards nýtist sýningunni vel, ein-
litur fjalaköttur sem minnir ræki-
lega á að sagan gerist á mörgum
Stúdentaleikhúsið:
Jakob og meistarinn
eftir Milan Kundera
Leikstjóri: Sigurður Pálsson
Þýðandi: Friðrik Rafnsson
Leikmynd og búningar
Guðný B. Richards
Tékkneskur rithöfundur, út-
lægur í Frakklandi, tekur upp á
sinn eyk sögu eftir átjándualdar-
fjölfræðinginn Diderot, sem að
Árni Bergmann
skrifar um
leiklist
áhersla á það lögð, að Jakob og
meistarinn hafi verið mikil nýjung í
þeim skilningi, aó þar eru fimm
sögumenn sífellt að grípa fram í
Meistarinn og Riddarinn (Kjartan Bergmundson)
sínu leyti hafði látið heillast af hin-
um breska langafa andskáldsögu-
nnar, Sterne. Og mun það sannast
sagna, að kartöflur spretta af kart-
öflum og bækur af bókum (ummæli
Guðbergs Bergssonar).
í leikskrá er birt löng greinar-
gerð eftir Kundera um hans til-
brigði við Diderot. Þar er mikil
hver fyrir öðrum og breyta sögunni
(eða þeim þrem ásta- og kokkála-
sögum sem farið er með) í hávært
og ærslafullt samtal með
heimspekilegum sveiflum. Þetta er
ekki nema satt og rétt og höfundur-
inn tékkneski vinnur skemmtilega
úr þessum efnivið, þótt gjarnan
hefði hann mátt fara betur með
Ekkert sem lífsanda dreg-
ur getur lifað einsamalt
Sýning Alþýðuleikhússins í Ráðstefnu-
sal Hótels Loftleiða
Andardráttur - eftir I)avid Mamet
Þýðing: Svanhildur Jóhannes-
dóttir/Árni Ibsen
Leikstjóri: Svanhildur Jóhannesdóttir
Nýlega frumsýndi Alþýðuleik-
húsið, í Ráðstefnusal Hótels Loft-
leiða tvo einþáttunga, Sexual Per-
vertion in Chicago (Kynórar) og
Duck Variations (Tilbrigði við
önd), eftir David Mamet.
Mamet er fæddur árið 1948 í
Bandaríkjunum og hefur lengst af
búið í Chicago. Hann hefur aðal-
lega sótt efnivið leikrita sinna í
mannleg samskipti. Einna frægast
verka hans er American Buffalo
sem um þessar mundir er sýnt á
Broadway með A1 Pacino í aðal-
hlutverki. Fyrir það verk fékk Ma-
met Obie-verðlaunin árið 1976.
Tilbrigði við önd skrifaði Mamet
árið 1971, aðeins 23 ára að aldri.
Pað fjallar um tvo herramenn sem
eyða vordegi við vatn í
skemmtigarði. Þeir velta fyrir sér
umhverfinu og þá sérstaklega
öndunum á vatninu. Þeir ráfa
stefnulaust um, nöldra hvor í öðr-
um og endurtaka sig í sífellu og
tekst Mamet snilldarlega að nota í
þessu tvítali málfar gamalla
manna. Þeir Georgog Emil sökkva
sér svo djúpt í samræður um endur,
að fyrir þeim eru þær orðnar mann-
legar. Inn í þessar vangaveltur
fléttast svo umræður um firringu og
einmanaleika mannsins, sem gerir
endur næstum öfundsverðar. Þær
fara alltaf saman í hópum, eru
aldrei einar, eða eins og Emil segir:
„Ekkert sem dregur lífsanda getur
lifað einsamalt". Hryggðin og ein-
semdin eru allsstaðar nærri í þess-
um létta og hlægilega texta.
Kynórar var fyrst sýnt í Chicago
1974. í því er fjallað um kynlíf frá
ýmsum hliðum. Fjórar persónur
verksins - tveir ungir menn og tvær
ungar stúlkur - eru sífellt hugsandi
um kynlíf, hvert á sinn hátt. Ungu
mennirnir tveir eru nokkuð fyrir-
ferðarmeiri og tala, vægast sagt,
gróflega um kvenfólk og þó sér-
staklega Bernie sem sér konur að-
eins frá hálsi og niður að hnjám og
er sífellt að segja Dan vini sínum
svæsnustu klámsögur úr einkalíf-
inu. Dan tekst að verða ástfanginn
Súsanna Svavarsdóttir
skrifar um
leikhús
ogferísambúðmeðDeb. Fljótlega
slitnar upp úr því sambandi og hún
flytur aftur til vinkonu sinnar,
Joan. Sú er hörku brynjuð persóna
og afar fráhrindandi. Hún hrósar
sigri þegar Deb flytur aftur til
hennar. Dan og Bernie taka upp
fyrri vináttu og í lokin eru þeir
komnir á baðströnd þar sem Dan
tekur fullan þátt í líkamlegum
órum Bernies.
Nafnið á verkinu „Sexual per-
versity" lýsir glöggt því bili sem
hefur skapast milli kynlífs og til-
finningalífs og í verkinu fara þessir
tveir þættir alls ekki saman. Þáttur-
inn samanstendur af stuttum at-
riðum á skemmtistöðum, í svefn-
herbergi og á baðströnd - eða sem
kannski mætti kalla markaðstorg-
um holdsins, og eru sett fram í klúr-
um bröndurum. Tilfinninga- og
kæruleysi stjórna öllum mann-
legum samskiptum. Rétt eins og
Tilbrigði við önd sýnir einsemd
tveggja eldri manna, sýnir Kynórar
tómleika fjögurra ungmenna og
einmanaleika í stórborginni. Sam-
bandsleysið er algert í þessari
mergð af fólki.
í Tilbrigðum við önd eru tveir
leikarar, Helgi Björnsson sem
leikur Emil og Viðar Eggertsson
sem leikur Georg. Viðar er líklega
orðinn flestum kunnur sem áhuga
hafa á leiklist. Hann er óneitanlega
hæfileikamikill leikari og í þessu
verki svíkur hann áhorfendur ekki.
Allt hans fas á sviði er svo eðlilegt
og lifandi að vangaveltur Georgs
verða næstum áþreifanlegar. Helgi
er minna þekktur, enda nýútskrif-
aður úr L.í. Ekki var þó að sjá á
honum neinn byrjendabrag. Ein-
lægni í túlkun hans á Emil sveiflaði
áhorfendum stöðugt milli hryggðar
og gleði. Samleikur þeirra var ein-
staklega hnútalaus.
í Kynórum eru það Kjartan
Bjargmundsson sem leikur Bernie,
Ellert A. Ingimundarson leikur
Dan, Deb er leikin af Sólveigu
Pálsdóttur og Joan af Sólveigu
EUert A. Ingimundarson og Kjartan Bjargmundsson í Kynórum.
Halldórsdóttur. Óhætt er að segja
að Kjartan hafi farið á kostum í
þessu hlutverki. Með svipbrigðum
og kæruleysislegu fasi tókst honum
að gera Bernie óumræðilega fynd-
inn í sinni klúru þráhyggju. Ekki
gætti eins mikils öryggis hjá með-
leikurum hans en hlutverk þeirra
bjóða að vísu ekki upp á sömu
leikandi tilþrif og hlutverk Kjart-
ans. Góðir kaflar voru í leik Ellerts
og Sólveigar Pálsdóttur, en þeim
hætti til að ofleika, fara yfir markið
í þeim atriðum sem sýndu átök á
milli þeirra. Sólveig Halldórsdóttir
var einhverra hluta vegna ekki
mjög sannfærandi í hlutverki Joan.
Hún hefur margoft sýnt af sér betri
tilþrif og er skemmst að minnast
hennar í hlutverki drottningar í
Bond-dagskrá Stúdentaleikhússins
í haust. Það hlýtur því að skrifast á
leikstjórn þegar annars ágætir
leikarar ná sér ekki á strik eða
skjóta yfir markið.
Sviðsmyndin var með því nötur-
legra sem ég man eftir úr leikhúsi.
Þótt Mamet gefi, í handriti, fá eða
engin fyrirmæli um leikmynd getur
það varla þýtt að hún eigi næstum
ekki að vera til staðar. Öllu heldur
hlýtur hann að vera að veita leik-
stjórum frelsi til að skapa sinn
eiginn stíl utan um verk hans. Það
hefur hreinlega gleymst að gera ráð
fyrir þeim möguleika í þessari upp-
færslu. Síendurtekin myrkvun á
milli stuttra atriða var nokkuð sem
var ofnotað í sýningunni og gerði
það að verkum að þættirnir urðu
langdregnir og áhorfendur voru
rifnir út úr innlifuninni. Lýsingin
var með einfaldara móti og hefði
varla skaðað að nota hana í stað
myrkvunar til að greina á milli at-
riða. Engin tónlist eða hljóð-
„effektar“ eru í sýningunni. Tækni-
lega er hún verulega gölluð og ber
því fyrst og fremst að þakka ágæ-
tum leikurum hversu bráð-
skemmtileg hún er.
Súsanna Svavarsdóttir.