Þjóðviljinn - 14.02.1984, Síða 5

Þjóðviljinn - 14.02.1984, Síða 5
Þriðjudagur 14. febrúar 1984 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5 Fjarvistir foreldra vegna veikinda barna leyfðar Tryggja öllum launa- mönnum sama rétt Á ekki von á andstöðu við þetta réttlœtismál, segir Ragnar Arnalds sem flytur frumvarpið um rétt á fjarvistum vegna veikinda barna - Það er sjálfsagt að allir launamenn fái þennan rétt, sem tryggður var í samningum ríkisins við BSRB og BHM 1982, að foreldrar eigi rétt á fjarvistum innan vissra marka vegna veikinda barna sinna og ég á ekki von á andstöðu í þing- inu við þetta réttlætismál, sagði Ragnar Arnalds þegar Þjóðvilj- inn innti hann fregna af frum- varpi hans sem liggur fyrir al- þingi. Fyrir Alþingi liggur frumvarp til laga um fjarvistarrétt foreldra vegna veikinda barna. Flutnings- maður þess er Ragnar Arnalds. Efnisgreinar frumvarpsins eru tvær. Segir í hinni fyrri „að þeir, sem rétt eiga til uppsagnarfrests frá störfum og til launa vegna sjúkdóms- og slysaforfalla sam- kvæmt ráðningarsamningi eða samkvæmt lögum nr. 16 frá 9. apríl 1958, með síðari breytingum, njóta réttar samkvæmt lögum þessum“. Önnur greinin hljóðar svo: „Heimilt er foreldri að ráðstafa allt að einni viku árlega af áunnum rétti sínum til fjarvistar vegna veikinda til að vera frá vinnu vegna veikinda barna sinna undir 13 ára aldri, enda verði annarri umönnun ekki við komið. í þessum veikinda- forföllum greiðast starfsmanni da- gvinnulaun og vaktaálag sam- kvæmt reglubundinni verðskrá“. Aðspurður sagði Ragnar Arn- alds rökin fyrir flutningi þessa frumvarps vera þau, að þegar sam- ið var við opinbera starfsmenn haustið 1982 var samþykkt að veita félögum í BSRB og BHM þessi réttindi. Fordæmi fyrir þessu var í samningum ríkisins við starfs- mannafélagið Sókn frá 1981. Aðrir launþegar njóta ekki þessa fjarvist- arréttar. Ég tel þetta ákvæði mik- ilsverða réttarbót sem eðlilegt sé að allir launþegar njóti. Því er þetta frumvarp flutt. Það er full- komlega eðlilegt að foreldrar hafi rétt til þess, innan vissra marka svo sem fram kemur í frumvarpinu, að sinna veikum börnum sínum, þeg- ar svo stendur á að ekki verði til annarra leitað með það. Eins og fram kemur í 1. gr. frv. og bent er á í greinargerð ná þessi réttindi til þeirra, sem eru í fastri vinnu, þ.e. hafa ákveðinn upp- sagnarfrest eða hafa unnið hjá sama atvinnurekanda a.m.k. eitt ár. En samkvæmt lögum nr. 16 frá 9. apríl 1958 er eitt vinnuár skil- greint sem a.m.k. 1800 vinnu- stundir á síðustu 12 mánuðum. Að sjálfsögðu er kveðið svo á í frv. að launþeginn missi einskis í launum þótt hann noti sér fjarvist- arréttinn heldur haldi dagvinnu- launum sínum og vaktaálagi sam- kvæmt varðskrá, enda í samræmi við þá samninga, sem áður hafa verið gerðir um þessi efni. - Áttu von á andstöðu við þetta frumvarp? - Nei, engan veginn. Ég sé engin rök gegn því að þessi réttindi nái til allra launþega. - mhg. Ragnar Arnalds: Þetta var samningsatriði í samningum ríkisvaldsins og BSRB og BHM 1982 - og sjálfsagt að gildi fyrir allt launafólk. Ef allt fer að áætlun verður Mjólkurstöðin tek- in í notkun í apríl 1986. Pegar gamla Mjólkurstöðin við Laugaveg var tekin í notkun 1949 voru vörur þær sem hún hafði á boðstólum þessar: mjólk, rjómi, sýrð mjólk, undanrenna, mysa og skyr. Þá voru tegundir umbúða og stærðir 12. Árið 1983 voru tegundir og stærðir rúmlega 100. Árið 1949 var neytendafjöldinn 62 þús. Árið 1983 var vörum dreift daglega til 153 þús. neytenda og ýmsar geymsluþolnar vörur eru sendar um allt land. Viðskiptavinir voru 240 árið 1949. Nú eru þeir 850. Jarðrækt og húsabætur Ekki eru ennþá fyrirliggjandi endanlegar tölur um jarðræktar- framkvæmdir og húsabætur, sem framlags nutu samkvæmt jarðrækf- arlögum á sl. ári. Ráða má þó af þeim skýrslum, sem borist hafa, að framræsla hafi orðið svipuð og 1982. Nýrækt hefur hinsvegar minnkað um 10-12%, varð um 1600 ha. Endurræktun túna minnkaði einnig um 10%, varð um 1270 ha. Aftur á móti jókst græn- fóðurrækt, um 8-10%, varð 5600 ha. Byggingar útihúsa minnkuðu mjög mikið, áburðarkjallarar um 40-45%, þurrheyshlöður um 40- 45% og votheysgeymslur um 50- 60%. Lánveitingar Lánveitingar voru svipaðar í heild 1983 og 1982. Stofnlánadeild- in veitti 603 lán en 600 lán 1982. Lánum til loðdýrabúa fjölgaði úr 70 í 113 og jarðakaupal'ánum fjölg- aði um 16. Heildarupphæð þeirra lána sem Stofnlánadeildin veitti var á hinn bóginn 54,93% hærri en 1982 og er því undir hækkun bygg- ingarkostnaðar á árinu, miðað við árið 1982. Lán úr Lífeyrissjóði bænda voru svipuð að tölu til. Þau urðu 291 1983 á móti 287 1982. Heildarupp- hæð þeirra hækkaði um 48,16% en Lífeyrissjóðslánin hækkuðu úr 80 þús. kr. 1982 í 120 þús. kr. 1983. Var orðið við öllum lánbeiðnum þeirra, sem réttindi höfðu til lána, en til þess að hafa rétt til svo- nefndra óbundinna lána þurfa menn að vera með 5 þús. réttinda- stig minnst. Lán úr Stofnlánadeild skiptust þanni: Útihúsabyggingar og ræktun 262 lán, kr. 69.202.220. Dráttarvélar 94 lán, kr. 9.350.910. Vinnslu- stöðvar landbúnaðarins 25 lán, kr. 18.421.670. Til ræktunarsambanda 6 lán, kr. 4.342.400. Til minka- og refabúa 113 lán kr. 17.449.000. Jarðakaupalán 103 lán, kr. 24.178.290. Lán úr Lífeyrissjóði: Bústofnakaupalán 110 kr. 10.272.190. Lán vegna íbúðarhúsa- bygginga og réttindastiga 181 lán, kr. 20.653.280. Byggðasjóður veitti lán til 57 að- ila. Þau skiptust þannig: Til vinnslustöðva 7 lán, kr. 3.120 þús.. Fiskeldi 12 lán kr. 2.584 þús.. Loðdýrarækt 25 lán, kr. 5.025 þús.. Til ræktunarsambanda 2 lán, kr. 810 þús.. Til landbúnaðaráætlana 9 lán, kr. 290 þús. Grasmjölsverk- smiðjur 1 lán kr. 1.000 þús. Til uppgræðslu 1 lán kr. 400 þús. Búvélakaup Kaup bænda á búvélum hafa minnkað verulega sl. 3 ár en þó mest á sl. ári. Keyptar voru 260 hjóladráttarvélar á móti 522 að meðaltali næstu 10 árin á undan. - Aðrar vélar, meðaltal 10 ára innan sviga: Sláttuvélar 200 (335). Snún- ingsvélar 147 (346). Heybindivélar 71 (154). Heyhleðsluvagnar 44 (131). Af framangreindu yfirliti er ljóst að á sl. ári hefur orðið stórfelldur samdráttur í fjárfestingu í landbún- aði svo til á öllum sviðum. Loð- dýraræktin má heita þar ein undan- skilin. - mhg. Nýja mjólkurhöllin rís hratt upp úr Ártúnshöfðanum. (Mynd: -eik). Sauðfjárbóndi frá S-Grænlandi. Aðalfundur Grænlandsfélagsins Grænlandsfélagið INUIT heldur aðalfund sinn miðvikudaginn 15. febrúar næstkomandi. Fundurinn verður haldinn í Norræna húsinu og hefst kl. 20.30. Að loknum aðalfundarstörfum mun Árni Gunnars- son fyrrverandi alþingismaður halda erindi um sam- skipti Grænlands ög íslands. Ennfremur mun Hjálm- ar ólafsson formaður Norræna félagsins segja frá væntanlegum Grænlandsferðum í sumar. Nýir félagar og aðrir áhugamenn um samskipti Grænlands og ís- lands eru hjartanlegar velkomnir. Nýja mjólkurstöðin

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.