Þjóðviljinn - 14.02.1984, Page 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 14. febrúar 1984
Uiaupu
■Ankara
TURKIÍT
SYRIEN
SOVJET'
UNIONEN
IRAN
kacr\ci u AV/CT
Aukakosningar í Bretlandi
Tony Benn
/vv *
nour a vaoio
Mikilvæg aukakosning
um sæti á breska þinginu er
nú framundan í borginni
Chesterfield. Frambjóðandi
Verkamannaflokksins er
Tony Benn, óformlegur
leiðtogi vinstri vængsins í
flokknum, en kjördæma-
breytingar ollu því að hann
féll naumlega út af þingi í
kosningunum á síðasta
sumri.
Fyrstu skoðanakannanir sem
gerðar voru eftir að Benn hafði
verið valinn frambjóðandi bentu
til þess að hann myndi hljóta yfir-
burðasigur.
Benn hefur hins vegar unnið
sér einstakt hatur breskra fjöl-
miðla, og því allsendis óvíst
hvernig úrslit falla eftir að áróð-
ursherferð sorpblaðanna gegn
honum er hafin.
Úrslit þingkosninganna
Fyrir síðustu þingkosningar
voru gerðar kjödæmabreytingar,
sem leiddu m.a. til þess að kjör-
dæmi það í Bristol, sem Tony
Benn hafði verið fulltrúi fyrir í 33
ár þurrkaðist út. í stað þess að
taka boðum um örugg þingsæti í
Lundúnum eða Skotlandi ákvað
Benn að halda tryggð við Bristol-
búa, og fór hann þar fram í kjör-
dæmi sem vitað var fyrirfram að
hefði ógæfulega íhaldsslagsíðu.
Benn náði ekki kjöri, en fylgistap
Verkmannaflokksins í kjördæm-
inu varð þó mun minna en víðast
annars staðar á Englandi. Síðan
hafa menn gert að því skóna að
hann myndi freista gæfunnar í
fyrstu aukakosningunum sem
byðust.
Traust fylgi
Chesterfield er kolanámu-
svæði, þar sem Verkamanna-
flokkurinn hefur alla tíð átt traust
fylgi. Um alllangt skeið hefur
Eric Varley verið þingmaður
kjördæmisins, en hann hefur
m.a. gegnt embætti gjaldkera í
stjórn Verkamannaflokksins. Þá
átti hann sæti í skuggaráðuneyti
flokksins frá 1979, og hefur verið
talsmaður hans í atvinnumálum.
Sem slíkur hefur hann þótt
fremur Iinur, og þrátt fyrir hroða-
lega frammistöðu íhaldsstjórnar-
innar í atvinnumálum jók hann
ekki hróður Verkamannaflokks-
ins í átökum við talsmenn stjórn-
arinnar á þingi. Neil Kinnock for-
maður Verkamannaflokksins fól
því öðrum þingmanni atvinnu-
málin við myndun núverandi
skuggaráðuneytis. Þótti Varley
þá sem framavonir sínar á þingi
væru brostnar og sagði nýverið af
sér þingmennsku til þess að ger-
ast forstjóri kolanámufyrirtækis.
Tony Benn var einn þeirra sem
sótti um að verða frambjóðandi
flokksins, en flokksforystan var
bersýnilega ekki yfir sig hrifin af
því. Því veldur bæði að innan
flokksins eru ýmsir sem vilja
halda jafn baráttuglöðum sósíal-
ista fjarri þinginu, en einnig hitt,
að endalaus áróður fjölmiðla
gegn honum þótti líklegur til að
veikja stöðu flokksins. Tap í jafn
öruggu kjördæmi og Chesterfield
yrði ekki túlkað öðru vísi en sem
meiriháttar áfall fyrir flokkinn.
Hægri vængurinn
snýst gegn Benn
Benn hlaut eigi að síður flestar
tilnefningar í framboðssætið frá
verkalýðsfélögunum í Chester-
field. I fyrstu vildi flokksforystan
þó ekki samþykkja hann í hóp
þeirra 5 frambjóðenda, sem
endanlega skyldi valið úr, og
þurfti aðalfundur flokksdeildar-
innar að taka völdin af stjórninni,
þannig að Benn varð endanlega
valinn til þingframboðs.
Sem fyrr segir sýndu fyrstu
skoðanakannanir að Benn ætti
greiða leið inn á þingið. Verka-
mannaflokkurinn hefur einnig að
undanförnu verið í jafnri sókn og
er nú ekki langt á eftir íhaldinu
samkvæmt skoðanakönnunum.
Flokknum ríður nú á að staðfesta
þennan meðbyr með góðum sigri
í Chesterfield og umfram allt að
sýna fram á að bandalag krata og
Tony Benn - býður sig fram á ný eftir ósigurinn í sumar
frjálslyndra standi þeim langt að
baki. Hins vegar hefur banda-
lagið átt góða leiki í aukakosning-
um um bæjarstjórnarsæti, sem
fóru fram í Chesterfield fyrir
skömmu, og því er of snemmt að
svo stöddu að telja Tony Benn og
Verkamannaflokknum sigur vís-
an.
Ö.S.
Suitanahmet-herfangeisið í Istanbul: í Tyrklandi eru nú 117.000 pólitískir fangar samkvæmt opinberum
tölum, og fer fjölgandi
Tyrkland:
Kúgunin heldur áfram
Hernaöareinræði ríkirenn í
Tyrklandi, þrátt fyrir sýnd-
arkosningarnar sem haldnar
voru í haust. Þetta kemur
fram í nýjum fréttum af morð-
um á pólitískum föngum,
pólitískum réttarhöldum og
nýjum lögum sem takmarka
allt frelsi til stjórnmálastarfa
og gagnrýni á stjórnvöld.
Svo virðist sem ekkert hafi
dregið úr völdum hersins
þrátt fyrir þingkosningarnar í
haust.
117 þús. pólitískir fangar
Nýlega bar einn þingmanna „al-
þýðlega flokksins“ á þinginu í Ank-
ara fram tillögu um sakaruppgjöf
fyrir þá pólitísku fanga, sem hafa
ekki gerst sekir um vopnaða bar-
áttu eða hafa hlotið innan við 10
ára dóma. í greinargerð hans með
tillögunni kom fram að 117.000
pólitískir fangar væru í Tyrklandi,
þar af 37.000 í fangelsum hersins.
Til þess að slík sakaruppgjöf náist í
gegn þarf bæði stjórnarskrár-
breytingu og 2/3 meirihluta í þing-
inu. Náist slíkur meirihluti getur
Evren forseti krafist þess að málið
verði tekið fyrir að nýju. Litlar lík-
ur eru því taldar á því að sakar-
uppgjöfin nái fram að ganga.
Kosningarnar í haust urðu ekki
til þess að opna fangelsi herstjórn-
arinnar. Þvert á móti fylgdi hand-
tökuherferð í kjölfar þeirra, sem
bitnaði á flestum eða öllum þeim
flokkum sem herstjórnin hafði
bannað að taka þátt í kosningun-
um. Handtökuherferð þessi var
túlkuð sem eins konar vísbending
frá yfirstjórn hersins um að kosn-
ingarnar hefðu engu breytt um
það, hver færi með hin raunveru-
legu völd í landinu.
Fangar pyntaðir
til dauða
Síðustu fregnir herma að hörmu-
legur aðbúnaður fanga í tyrknesk-
um fangelsum og brotin loforð yfir-
valda um bættan aðbúnað hafi leitt
til hungurverkfalls og mótmæla í
Diyarbakir-fangelsinu í hinu tyrk-
neska Kúrdistan í suð-austurhluta
landsins. Var þessum mótmælum
fanganna svarað með því að 3 fang-
ar voru pyntaðir til dauða.
í umræddu fangelsi eru geymdir
pólitískir fangar hvaðanæva úr
tyrkneska Kúrdistan, og er þetta
fangelsi eitt það illræmdasta í öllu
landinu. Fyrr í haust fóru fangar í
hungurverkfall vegna bágborinna
aðstæðna. Þeim var þá lofað m.a.
að þeir fengju lengri heimsóknar-
tíma og að þeir fengju að tala móð-
urmál sitt við gesti. Hins vegar var
ekki staðið við loforðin og því hófst
nýtt hungurverkfall í byrjun janú-
ar. Þann 22. janúar réðust her-
menn inní tvo sali þar sem 300
fangar voru í hungurverkfalli. Dag-
inn eftir var þrem þessara fanga
skilað til ættingja sinna, og voru
þeir allir látnir og báru merki pynt-
inga. Einn þeirra hafði skipulagt
hungurverkfallið. Er tíðindin bár-
ust til samfanga þeirra sviptu 2
þeirra sig lífi í mótmælaskyni. Ó-
staðfestar fréttir herma að aðrir 15
fangar hafi látist í fangelsinu með
voveiflegum hætti eftir að þetta
gerðist.
Óvissan um örlög fanganna
gerðu það að verkum að ættingjar
réðust að fangelsismúrunum þann
31. janúar sl. og nokkrir þeirra
hótuðu að brenna sig lifandi utan
múranna, fengju þeir ekki að hafa
samband við ættingja sína. Heim-
sóknir í fangelsið voru leyfðar á
nýjan leik 4. febrúar.
Kúgunin fest í sessi
Forystumaður í samtökum opin-
berra starfsmanna í Svíþjóð var ný-
veriðíheimsókníTyrklandi. Hann
segir að ekkert bendi til þess að
hinir fjölmörgu pólitísku fangar
sem fylia fangelsin í Tyrklandi fái
sakaruppgjöf. Því síður sjáist þess
merki að lýðræði hafi aukist við
kosningarnar til þingsins. Þingið
samþykkti þvert á móti ný lög þann
6. desembersl., þar sem tyrknesk-
um þegnum er bannað með lögum
að tala máli þeirra pólitísku sam-
taka sem herstjórnin bannaði, sem
og þeirra einstaklinga sem mynda
umrædd samtök. Þá er öllum fyrri
tilskipunum herstjórnarinnar gefið
stjórnarskrárgildi samkvæmt þess-
um lögum og öll gagnrýni á yfir-
stjórn hersins er sömuleiðis
bönnuð. Þá eru í lögum þessum
enn fleiri ákvæði sem takmarka
frelsi fjölmiðla.
- Ég veit ekki hvort kúgunin hef-
ur aukist,- sagði sænski verkalýðs-
leiðtoginn- , en hún hefur verið
fest í sessi með lögformlegum hætti
innan hinnar opinberu stjórnskip-
unar.
Aðildin að
Evrópuráðinu
Það er von að íhaldsmönnum
hafi verið umhugað að koma í veg
fyrir umræður um lýðræðið í Tyrk-
landi á þingmannafundi Evrópu-
ráðsins í Strassborg á dögunum.
Með því tókst þeim að tryggja tyrk-
nesku stjórninni á ný aðild að Evr-
ópuráðinu, en eitt megin markmið
þess hefur verið að standa vörð um
lýðræði í álfunni. En þess er vænst
að aðild Tyrklands að Evrópu-
ráðinu komi á dagskrá á ný í maf
næstkomandi. Á meðan halda pól-
itísku réttarhöldin og kúgunin
áfram undir yfirskini þess að þing-
bundinni lýðræðisstjórn hafi verið
komið á í landinu.
ólg./DN