Þjóðviljinn - 15.02.1984, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 15.02.1984, Blaðsíða 1
DJOÐVIUINN Ólafur Jonasson kjaranefnd INSf segir iðnnema vera að gef- ast upp á hárgreiðslu- meisturum sem neita að greiða lágmarks- laun. febrúar 1984 miðvikudagur 49. áfgangur 38. tbl. TÓMAS leigusali á Vellinum! Fjölmargir íslenskir einstak- lingar hafa um áratugaskeið átt hús á Keflavíkurílugvelli sem þeir hafa leigt bandarískum hermönnum sem íbúðarhúsnæði. Flest þessara húsa voru reist á fyrstu árum her- námsins og hefur sumum þeirra lítt verið haldið við. íbúðirnar eru leigðar fyrir allt að 500 dollara á mánuði, samkvæmt upplýsingum Þjóðviljans. Meðal leigusala á Vellinum í ára- tugi voru þeir bræður Tómas Árna- son fyrrum ráðherra og nú fram- kvæmdastjóri Framkvæmdastofn- unar og Vilhjálmur Árnason lög- fræðingur og stjórnarformaður Is- lenskra aðalverktaka. Hús sitt reistu þeir bræður á Hamilton tím- anum, sem kenndur er við banda- rískan verktaka sem var umsvifa- mesti aðilinn á Vellinum í byrjun 5. áratugsins. Hús þeirra Tómasar og Vil- hjálms var upphaflega reist sem ís- búð, en þeir bræður höfðu umboð fyrir Dairy Queen ís hér á landi. Fljótlega hættu þeir íssölunni, breyttu húsnæðinu í íbúð og leigðu út í tugi ára. Fyrir nokkrum árum seldu þeir húsið ísleiiskum aðal- verktökum þar sem Vilhjálmur er stjórnarformaður. Að sögn Thors Ó. Thors forstjóra Aðalverktaka er húsið nú notað sem varðskýli. Ekki mundi Thor hvaða ár Aðal- verktakar keyptu húsið, né af hverjum. Þjóðviljinn hefur upplýsingar um hátt í tug íbúða sem íslenskir einstaklingar eiga og leigja her- mönnum á Vellinum, en erfitt er að fá upplýsingar um húseignir á Vell- inum í opinberum gögnum. Samkvæmt reglugerð, sem Tóm- as Árnason þáverandi fjármálaráð- herra setti í nóvember árið 1978, eru „öll mannvirki í afnotum eða forráðum" bandaríska hersins hér á landi undanþegin fasteignamati og um leið fasteignagjöldum. Magnús Guðmundsson bygging- arfulltrúi í Njarðvíkum sagði í sam- tali við Þjóðviljann, að bæjaryfir- völd í Njarðvíkum hefðu enga tryggingu fyrir að allar eignir fs- lendinga á þeirra svæði á Vellinum væru á skrá. „Þetta er eitt af því Mikið um leyni- legt leiguhúsnœði - 500$ mánaðar- leiga # Brœðurnir Tómas Árnason, alþingis- maður og fyrrv. fjármálaráðherra, og Vilhjálmur Arnason, stjórnar- formaður ísl. aðal- verktaka, ráku í áraraðir leigu- húsnœði á Vellinum — seldu svo Aðalverktökum. sem við höfum verið óhressir með“, sagði Magnús. Þegar Þjóðviljinn leitaði upplýs- inga úr veðmálabókum hjá lögregl- ustjóraembættinu á Keflavíkur- flugvelli í gær varðandi eignir, sem eru í eigu íslendinga og léigðar út til hermanna, kom í ljós, að sumar þeirra eru alls ekki á opinberri skrá. Sagði starfsmaður embætti- sins að töluvert væri um að húsnæði á Vellinum, einnig íbúðarhúsnæði, hefði aldrei verið þinglýst og því ekki til á skrá í veðmálabókum. -»g- Sveyk í síðari heimsstyrjöldinni var frumsýndur um síðustu helgi við góðar undirtektir áhorfenda. Metaðsókn Gífurleg aðsókn var að Þjóðleik- húsinu um síðustu helgi en á 4. þús- und gesta kom til að sjá sýningar sem þar eru á fjölunum. Þessi að- sókn er í góðu samræmi við það sem hefur verið frá jólum eða allt frá því að Tyrkja-Gudda var frum- sýnd. Sjá leikdóm Sigurðar A. Magnússonar í opnu. Davíð fcer frest til 8. mars Ó viðun - andi ástand segir Foreldra- félag Vestur- bœjarskólans um húsnœðisþrengsli skólans Þetta er lokatilraun okkar til að ná eyrum borgaryfírvalda um að hraðað verði byggingu nýs skóla- húss og ráðstafanir gerðar til að skólinn verði starfliæfur næsta vet- ur, sagði Stefán Thors, formaður Foreldrafélags Vesturbæjarskól- ans, á blaðamannafundi, sem fé- lagið gekkst fyrir í gær til að kynna starfsaðstæður í skólanum og Opið bréf sem félagið hafði sent Davíð Oddssyni þar að lútandi þar sem krafíst er svars fyrir 8. mars nk.. Skólahúsnæðið er sem svarar 2 fermetrum á nemanda og kennsla fer að auki fram á 3 stöðum fjarri skólalóðinni. Áformað hafði verið að flytja skólann í nýtt húsnæði haustið 1986, en samkvæmt nýj- ustu fjárhagsáætlun borgarinnar hefur öllum framkvæmdum við nýja skólabyggingu verið slegið á frest. Verði þessari áætlun ekki breytt er fyrirsjáanlegt að skólinn getur ekki starfað áfram, og því erum við foreldrar tilbúnir að grípa til nauðsynlegra aðgerða, verði framtíð skólans ekki tryggð, sagði Stefán Thors. Þessi fornfálega handlaug í kjallara skólans er eini vaskurinn fyrir 282 nemendur skólans (Ijósmynd -eik). Vetrarleikarnir í Sarajevo „Maturinn eiginlega allt of góður!“ „Framkvæmd þessara vetrar- ólympíuleika er Júgóslövum til mikils sóma. Allt mótahald er til hinnar mestu fyrirmyndar, að- staðan er fín og allur aðbúnaður. Svo ekki sé talað um matinn, henn er eiginlega allt of góður!“, sagði Hreggviður Jónsson, for- maður Skíðasambands íslands, í samtali við Þjóðviljann í gær. Tveir íslendingar kepptu á leikunum í Sarajevo í gær. Árni Þór Árnason varð 41. og Guð- mundur Jóhannsson 43. af áttatíu keppendum sem luku keppni. Nanna Leifsdóttir keppir í svigi á föstudag og þeir Árni Þór og Guðmundur í svigi á sunnudag. Ólympíufararnir eru væntanlegir heim á mánudagskvöld. -VS Nánar á bls. 11. Fjalaköttur fyrir borgarstjórn Borgarstjórn mun á fímmtudag taka ákvörðun um framtíð Fjalakattarins, Aðal- stræti 8. Fyrir fundinum liggur tillaga frá Sjálfstæðis- flokknum þar sem því er lýst, að borgin hafí ekki áhuga á kaupum og endurbyggingu hússins. Það sé borginni of- viða fjárhagslega og standi Þjóðminjasafni og mennta- málaráðuneyti nær. Ef tillagan verður sam- þykkt á borgarstjórnarfundin- um felur sú samþykkt í sér að byggingarnefnd mun heimila niðurrif hússins, en Þorkell Valdimarsson, eigandi Katt- arins, lagði inn beiðni þar um í september s.l..

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.