Þjóðviljinn - 15.02.1984, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 15.02.1984, Blaðsíða 16
DWDVIUINN Miðvikudagur 15. febrúar 1984 Aðalsími Þjóðviljans er 81333 kl. 9 - 20 mánudag til föstudags. Utan þess tima er hægt að ná í blaðamenn og aðra starlsmenn blaðsins i þessum símum: Ritstjórn Aðalsími Kvöldsími Helgarsími 81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, Ijósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9 - 12 er hægtað ná í afgreiðslu blaðsins í síma 81663. Prentsmiðjan Prent hefur sima 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. 81333 81348 81663 Athugasemdir 350 einstaklinga í 38 bréfum varðandi nýja Skúlagötuskipulagið: Að engu hafðar Á fímmtudaginn kemur verður hækkað nýtingarhlutfall á svo- kölluðu Skúlagötusvæði tekið fyrir í borgarstjórn Reykjavíkur í annað sinn en borgarverkfræðingur hefur svarað athugasemdum í 38 bréfum sem 347 einstaklingar hafa skrifað undir með því einu að þær séu að engu hafandi. íbúasamtök Skugga- hverfis ásamt þremur öðrum íbúa- samtökum í gamla bænum boðuðu til blaðamannafundar í gær og sögðu forsvarsmenn þeirra m.a. að það væri mikið áfall fyrir íbúa Skuggahverfis að álit þeirra skipti engu máli. Forsvarsmenn íbúasamtakanna sögðu að þeir hefðu boðið borgar- yfirvöldum fram aðstoð sína til samstarfs um að skapa gott og manneskjulegt hverfi en hefðu ekki fengið nein viðbrögð frá borg- arstjórn en þess í stað verið hunds- aðir algerlega. Hverfi með nýting- arhlutfallið 2, sem nú á að sam- þykkja, þýðir þéttriðið net háhýsa á svæðinu en um allan heim er nú verið að hverfa frá slíku sem æski- legri íbúabyggð. Stjórn íbúasamtaka Skugga- hverfis hefur nú ritað borgarstjórn áskorun um að fresta afgreiðslu þesara skipulagsbreytinga til borg- arafundar og leyfa um það al- menna umræðu áður en hrapað verður að því óráði sem þau telja hér vera stefnt í. Þess skal að lokum getið að meirihluti borgarráðs samþykkti skipulagsbreytinguna í gær og ef borgarstjórn samþykkir hana á fimmtudag á einungis skipuiags- stjóri eftir að staðfesta hana sem lög. Það er ennfremur athyglisvert að borgarverkfræðingur, einn af höfundum skipulagsbreytingarinn- ar, skuli svara þolendum breyting- anna en ekki borgarskipulag eins og eðlilegt væri. - GFr. Trúnaðarskýrslan og Morgunblaðið: Davíð Oddsson borgarstjóri leikur fyrsta leikinn, Davíð fjóra, á Reykja- víkurskákmótinu í gær. Friðrik Ólafsson kímir. (Sjá skákfréttir á bls. 7). (Ljósm.: -eik). Ekki leki úr ráðuneytinu sagði utanríkisráðherra og formaður Arvakurs Geir Hallgrímsson utanríkisráð- herra og formaður útgáfustjórnar Morgunblaðsins sér enga ástæðu til aðgerða vegna birtingar blaðsins á glefsum úr trúnaðarskýrslu sem þrír fulltrúar íslands á þingi SÞ 1972 sendu utanríkisráðuneytinu það ár. Engin rannsókn hefur farið fram á því hvernig skýrslan komst í hendur Morgunblaðsmanna og sagði ráðherrann á alþingi í gær að blaðið neitaði að gefa upp hvaðan hún væri komin. Engu að síður - Meistarar þverneituðu enn og aftur að greiða lágmarkslaunin 10.961 krónu, sagði Olafur Jónas- son formaður Kjaranefndar Iðn- nemasambands íslands er Þjóðvilj- inn leitaði fregna af viðbrögðum Hárgreiðslumeistarafélags íslands við ítrekuðum kröfum iðnnema um að meistarar greiddu lágmarks- laun. Þjóðviljinn greindi á dögun- um frá ályktun Félags hárgreiðslu- og hárskeranema, þar sem sagði frá því að iðnnemar í hárgreiðslu fullyrti ráðherrann að hún hefði ekki lekið út úr ráðuneyti sínu. Miklar umræöur spunnust um vörslu trúnaðarskjala utanríkisráðuneytisins í sameinuðu þingi í gær vegna fyrirspurna Stef- áns Benediktssonar um þetta mál. Átöldu þingmenn ráðherra fyrir léttúð í meðferð málsins og lagði fyrirspyrjandi áherslu á að svo al- varlegt mál krefðist rannsóknar og þess að menn yrðu dregnir til ábyrgðar. fái ekki einu sinni greidd lágmarks- launin, þrátt fyrir heildarsamninga ASÍ og VSÍ þar um. - Á mánudaginn fjölmenntu meistarar á „samningafund" með okkur, en þeir reyndust ekki reiðu- búnir til neinna samninga um að þeir greiddu lágmarkslaunin. - EinsogJcunnugt er höfum við iðnnemar ekki verkfallsrétt, svo við verðum að leita annarra ráða. Við höfum mörg ráð í pokahorn- Hjörleifur Guttormsson sagðist hafa óskað eftir þvi í utanríkis- málanefnd að ráðuneytið aflétti trúnaði af skýrslunni, þannig að hún mætti koma fyrir almennings- sjónir í heilu lagi og ítrekaði hann þá ósk sína í umræðunum í gær. Geír- Hallgrímsson taldi það híns vegar ekki í verkahring ráðuneytis- ins að aflétta trúnaðinum; það væri hlutverk skýrsluhöfunda. Geir sagði að skýrslan bæri það með sér að hún væri fjölrituð og hefði hún inu. Það gengur auðvitað ekki að nær 200 manns fái ekki einu sinni greidd lágmarkslaun. Lágmarks- launin eru nú ekki há, nægja a.m.k. ekki til framfærslu hjá fjöl- skyldufólki. - Hárgreiðslunemar eru eini hópur launamanna sem ekki fá einu sinni greidd lágmarkslaunin. Við það verður ekki unað lengur, sagði Ólafur Jónasson formaður Kjaranefndar INSÍ að lokum. -óg. því farið um margra hendur. Trú- legast væri að úr slíkum höndum hefði hún borist Morgunblaðinu en ekki lekið út úr ráðuneytinu. Páll Pétursson sagðist ekki koma því heim og saman að skýrsluhöf- undar hefðu merkt plaggið sem trúnaðarmál og síðan komið því í hendur Morgunblaðsins til birting- ar, en slíkt fælist í orðum ráðherra. Ólafur Þórðarson sagði að sá einn sem vissi hvernig skýrslan hefði komist í hendur Morgunblaðsins gæti fullyrt að hún væri ekki þang- að komin frá utanríkisráðu- neytinu. Sighvatur Björgvinsson spurði ráðherra hvort fleiri skýrsl- ur frá sömu mönnum væru til í ráðuneytinu, - hann hefði grun um að svo væri. Ráðherrann sagðist ekki vita til þess en það yrði kann- að. -ÁI. Rokk- Rokk- Rokk Rokkhátíð hefst að nýju veitingahúsinu Broadway nú um helgina. Hún tókst með eindæmum vel á síðastliðnu ári. Rokkararnir tóku sig vel út á sviðinu í Broadway í fyrra þegar þeir sungu gömlu rokklögin. Æfingar hafa staðið á þriðju viku. Af þeim að dæma er góð sýn- ing á ferðinni. Þeir sem koma fram eru eftirtaldir: Guðbergur Auðunsson, Sigurður Johnnie, Sigurdór Sigurdórsson, Mjöll Hólm, Einar Júlíusson, Stefán Jónsson, Þorsteinn Eggertsson, Engilbert Jensen, Garðar Guð- mundsson, Astrid Jensen og Berti Möller. Stefán Stefánsson mun þenja baritón saxófón ásamt blás- urum sveitarinnar. Dansflokkur Sóleyjar mun dansa af hjartans list. Allskyns uppákomur munu gera sýninguna sem fjölbreyttasta og verður ljúffengur kvöldverður á boðstólum á þessari rökkhátíð. Flugleiðir og Broadway munu gera fólki úti á landsbyggðinni kleift að komast í Broadway. Upplýsingar veitir Björgvin Halldórsson í símum 77500 og 687370. J.R. Meistarar neita enn! Samkeppni um Arnarhól Borgarráð samþykkti í gær til- lögu Davíðs Oddssonar borgar- stjóra um að haldin skuli tveggja þrepa skipulagssamkeppni um Arnarhólinn og nánasta umhverfi Seðlabankans. í tveggja þrepa samkeppni felst að nokkrum tillöguhöfundum úr fyrra þrepi er gefinn kostur á að útfæra tillögur sínar nánar, e.t.v. samkvæmt breyttum forsendum í síðara þrepi. Þessi tillaga borgar- stjóra hefur hvorki verið rædd í skipulagsnefnd né umhverfismála- ráði en hún var samþykkt sam- hljóða á fundi borgarráðs í gær; Lárus Jónsson beið lœgri hlut í bankaráði Búnaðarbankans fyrir forystuna“ „Þetta er mikið áfall fyrir hina nýju forystu Sjálfstæðisflokks- ins“, sagði einn af þingmönnum Framsóknarflokksins, sem mikið hefur komið við sögu bankastjóramála í Búnaðarbank- anum, í gær, „en besta lausnin fyrir bankann“. í gær var Jón Ádólf Guðjór.sson aðstoðar- bankastjóri ráðinn bankastjóri í stað Magnúsar heitins Jónssonar með atkvæðum Stefáns Valgeirs- sonar Framsóknarflokki, Helga Seljan Alþýðubandalagi og Hauks Helgasonar Alþýðuflokki gegn atkvæðum tveggja fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í banka- ráðinu. Sjálfstæðisflokkurinn taldi sig eiga bankastjóraembættið og vildi setja Lárus Jónsson alþingis- mann og formann fjárveitingar- nefndar niður í bankanum. í fyrrakvöld var allt útlit fyrir að tekist hefði að tryggja stuðning Alþýðuflokksins við þá ráðstöfun og byggðist frétt Þjóðviljans í gær á þeim tíðindum. Jón Baldvin Hannibalsson al- þingismaður og Sighvatur Björg- vinsson, sem nú situr á þingi sem varamaður, höfðu samið við for- ystu Sjálfstæðisflokksins um að Haukur Helgason, fulltrúi Al- þýðuflokksins í bankaráðinu, greiddi Lárusi atkvæði sitt, en þegar til kom reyndust þeir ekki hafa þingflokkssamþykkt eða þingflokksfund að baki sínum samningum. Kjartan Jóhannsson kvað uppúr um, að Haukur Helgason hefði lokaorðin í þess- um efnum og stóð hann fast við áður yfirlýsta afstöðu sína í bankaráði. Jón Adólf Guðjónsson er 44 ára viðskiptafræðingur. Hann hóf störf í Búnaðarbanka íslands árið 1970 sem forstöðumaður hagdeildar bankans. Hann var ráðinn aðstoðarbankastjóri 1977. - ekh.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.