Þjóðviljinn - 15.02.1984, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 15.02.1984, Blaðsíða 7
Migvikudagur 15. febrúar 1984'ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7 11. Reykjavíkurskákmótið. Skákskýringar: Helgi Ólafsson. Texti: -Sdór. Rússabaninn snýr aftur Benoný Benónýsson svo sannarlega maður kvöldsins eftir jafnteflið við Balashov - Sævar Bjarnason sneri á hinn frœga Efemi Geller og á drottningu á móti hrók í biðskákinni 19/xi\84 REYKJAVÍKUR /SKÁKMÓTIÐXl Rússabaninn snýr aftur, sögðu menn á Loftleiðahótelinu í gær eftir að gamia kempan Benóný Benónýs- son hafði náð jafntefli gegn einum sterkasta skákmanni heims í dag, sjálfum Baiashov. Skýringuna á „Rússabananum“ skulu menn iesa í skákskýringum Heiga Olafssonar hér á síðunni. „Nei, þetta var nú ekkert mjög erfitt, þótti þér ég ekki vera með væniega stöðu þarna um tíma?, það leit vei út hjá mér þá. En svo þegar hann bauð jafntefli þáði ég það“, sagði Benoný eftir unnið afrek, þegar fréttamaður Þjóðvilj- ans ræddi stuttlega við hann, en Benoný var umsetinn, margir þurftu að taka í hönd hans. Þá má ekki gleyma Sævari Bjarnasyni, sem stóð sig frábær- lega vel gegn þeim fræga stór- meistara Efemi Geller. Þegar skák þeirra fór í bið hafði Sævar drottn- ingu á móti hrók, en staða Gellers er samt ekki töpuð, um það voru allir sammála. Annars stóðu íslendingarnir sig vel. Það var vel gert hjá Róberti Harðarsyni þegar hann lagði hol- lenska stórmeistarann Ree í 27 leikjum, skákin var gullfalleg frá hendi Róberts. Friðrik Ólafsson sýndi gamla góða takta, lenti í botnlausu tímahraki en vann á mjög fallegan hátt Þjóðverjann Meyer. Um tíma hélt maður að Friðrik væri að falla á tíma, en svo eins og vant er í tímahrakinu sneri Skákir dagsins „Gerði þessi náungi jafntefli? Eg trúi því ekki“. Larry Christiansen banda- rískur stórmeistari, einn sá allrasterkasti í landi sínu, mælti þessi orð og það áreiðanlega fyrir alla við- stadda að Hótel Loftleiðum. Benoný Benediktsson, gamli hafnarverkamað- urinn, orðinn 66 ára gamall vann eitthvert eftirminnilegasta skákafrek síðustu ára þegar hann gerði jafntefli við hinn ægisterka sovéska stórmeista- rann Yuri Balashov. Balashov þessi hefur um langt skeið verið í hópi sterk- ustu skákmanna veraldar, liðsmaður í Olympíusveit Sovétmanna og dyggasti aðstoðarmaður Anatolys Karpovs heimsmeistara í skák. Skák þeirra fer hér á eftir. Liggur við að hún sé jafn ótrúleg og úrslitin sjálf, því svo furðuleg er taflmennska Benonýs. Við hljótum að minnast þess þegar þeir kappar Ilie- vitskí og Taimanov sátu ándspænis Be- noný fyrir u.þ.b. aldarfjórðungi síðar. Þeim skákum lauk með jafntefli, en nú hefur gamla kempan bætt um betur: Hvítt: Yuri Balashov. Svart: Benoný Benediktsson. Spænskur leikur á Benónýska vísu 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 Df6 (Þótt skrítinn sé, þá hefur þessi leikur sést áður og hann hefur slæmt orð á sér. En lítið á næsta leik). 4. c3 g5??! (Eftirlætisleikur Benónýs í öllum stöð- um!) 5. d4 h6 9- °-° Bc7 6. Bxc6 Dxc6 1°- Hfc' Rf6 7. Rbd2 exd4 fl- R2Í3 0-0 8. Rxd4 Dg6 12- Rfs Bd8 (Ekki verður sagt að svarta staðan sé fögur. En Benóný er j afnan úrræðagóð- ur þegar þannig stendur, vanur að fást við viðsjárverðar stöður). 13. h4 d6 16. exf5 Dxf5 14. hxg5 hxg5 17. Dd4 Kg7 15. Bxg5 Bxf5 18. He3 (Nú virðast öll spjót standa að Benóný en hann finnur kynngimagnaðan varn- arleik sem er færir Balashov ýmis erfið verkefni). 18. ... c5! 20. Bxd8 Rxe3 19. Dxd6 Rg4! 21 • Bc7 RS4 (Þetta er nokkuð lúmskur riddari svo sem framhaldið leiðir í ljós.) 22. Bxf8+ HxfS 23. Hel Hh8 24. De7? (Hér misstígur Balashov sig. Hann hefði átt aðreyna24. Dg3t.d. 24. -Dh5 25. Kfl með hótuninni 26. Rh2) 24. ... Hh5! (Kemur í veg fyrir 25. Dg5+ og hótar jafnframt 25. - Dh7). 25. He4 (Ég er ekki viss um að Balashov eigi betri leik en þennan. 25. De4 er hreint hroðalegt vegna 25. - Hhl +! og drottn- ingin fellur). abcdefgh 25. ... Hhl+! (Sennilega enn sterkara en 25. - Dxe4 26. Dxe4 Hhl+ 27. Kxhl Rxf2 og þó riddaraendataflið sé jafnteflislegt verð- ur að hafa það í huga að Benóný var orðinn tímanaumur og ýmsar hættur gætu orðið á vegi hans fram að 45 Ieikja markinu). _____ 26. Kxhl Rxf2+ 79' Dd5 Dc3+ 27. Kgl Rxc4 30- Kh2 28. Dxb7 Df4! „Remi“, sagði Balashov um leið og hann lék þessum leik og það þýðir jafnteflistilboð sem Benóný að sjálf- sögðu þáði enda býður staðan ekki upp á annað en þráskák. Skák Sævars Bjarnason við Efem Geller einn fremsta skákmann Sovétr- fkjanna um langt árabil var æsispenn- andi enda setti gífurlegt tímahrak svip á taflmennsku sem og ýmsar aðrar skákir þessarar umferðar. Sævar hafði í fullu tré við andstæðing sinn og virðist ekki þurfa að kvart í biðstöðunni. Hann hef- ur unnið drottningu Gellers fyrir hrók og tvö peð og hlýtur því að hafa góða vinningsmöguleika þó óneitanlega sé staða Gellers föst fvrir. Úrslit úr 1. umferð Úrslitin úr 1. umferð 11. Reykja- víkurskákmótsins í gærkveldi urðu sem hér segir: Sævar Bjarnason - E. Geller Bið L. Christiansen - Karl Þorsteins Vi- Vi Balashov - Benoný Benediktsson Vz - Vz R. Byrne - J. Hector 1:0 L. Alburt - Elvar Guðmundsson 1:0 Chandler - Taylor Bið Dan Hansson - deFirmian 0:1 fón L. Árnason - K. Burger Vz - Vz Friðrik Ólafsson - H. Meyer 1:0 M. Nykopp - T. Wedberg Bið Róbert Harðarson - H. Ree 1:0 Bragi Kristjánss. - Guðmundur Sig- urjónss. 0:1 Ágúst Karlsson - V. McCambridge 1:0 Leifur Jósteinss. - Margeir Péturss. 0:1 S. Reshevsky - Magnús Sólmundar- son 1:0 Ásgeir Þ. Árnason - P. Ostermeyer Bið M. Knezevic - Guðmundur Hall- dórsson 1:0 Bragi Halldórsson - L. Shamkovic Bið Helgi Ólafsson - Þröstur Bergmann 1:0 K. Tielemann - H. Schussler 0:1 L. Schneider - Arnór Björnsson Bið King - Hilmar Karlsson Bið Haraldur Haraidss. - Jóhann Hjart- arson 0:1 Gylfi Þórhallsson - Pía Cramling Bið A. Ornstein - Benedikt Jónasson Bið C. Höi - Björgvin Jónsson Bið V. Zaltsmann - HalldórG. Einarss. 1:0 Pálmi Pétursson - Haukur Angan- týss. Bið E. Lobran - Lárus Jóhannesson 1:0 Andrés Áss - Gutmann Bið Biðskákirverðatefldarkl. 13.00 í dag en 2. umferð hefst kl. 17.00 að Hótel Loftleiðum. -S.dór. hann á andstæðing sinn og vann mjög fallega. Það var vissulega spenna í mörg- um skákum, eins og svo oft þegar teflt er eftir Monrad-kerfinu, jafnteflin duga stutt í því kerfi og þess vegna tefla menn kannski djarfara en í lokuðum mótum, þar sem allir tefla við alla. Vegna þessa lentu margir í tímahraki og aldrei er meira gaman fyrir áhorfendur að fylgjast með en þegar skákmenn tefla undir tímapressu. Ef svo heldur fram sem horfir, þá má vissulega búast við mörgum skemmtilegum skákum á þessu móti. - S.dór. E E.Gelter Mtttf ***** j B - 1 i æ | i brnÁt^', - Sævar Bjarnason og Geller við upphaf skákar sinnar í gær. Hún fór í bið og stendur Sævar betur, með drottningu á móti hrók, en samt er staða Gellers ekki töpuð, þar sem hann hefur tvö frípeð. Að baki þeirra sést í Robert Byrne t.v. og J. Hector. Sá fyrrnefndi vann í gærkveldi. (Ljósm.:- eik). Samvinnubankinn á Selfossi mun frá og með fimmtudeginum 16. febrúar nk. auka við þjónustusvið sitt og sjá um kaup og sölu á ferða- og námsmannagjaldeyri. Þar verður einnig hægt að stofna innlenda gjaldeyrisreikninga auk þess sem útibúið veitir alla þjónustu varðandi VISA-greiðslukort. ERLEND \TÐS

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.