Þjóðviljinn - 15.02.1984, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 15.02.1984, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN' Miðvikudagur 15. febrúar 1984 Fyrsta rœða Konstantíns Tsjernenkos. Áherslur á áframhald fyrrí stefnu sem og varfæmi Miklar vangaveltur fara fram í blöðum heimsins þessa dagana um eftirmann Júrís Andropov í aðalritara- starfi Kommúnistaflokks So- vétríkjanna, Konstantín Tsjernenko. Mjög áberandi í þeim skrifum er sá annmarki Kremlarfræðinga, að þeir vita í rauninni mjög fátt um það sem gerst hefur í æðstu vaidastofnunum Sovétríkj- anna að undanförnu - þeir eru til þess neyddir að fara með ágiskanir og líkinda- reikning. Venjulega endar þessi líkindareikningur á þeirri niðurstöðu, að ekki sé við meiriháttar breytingum að búast í Sovétríkjunum á næstunni. Það sama verður reyndar uppi á teningnum þegar blaðað er í fyrstu ræðu hins nývalda flokksleiðtoga sem haldin var á miðstjórnarfundinum á mánudag- inn var. Þar var, eins og við má búast, farið miklum viðurkenning- arorðum um störf Andropov og gefin eru fyrirheit um að minning hans skuli heiðruð með því að „halda áfram með sameiginlegu átaki áfram á þeirri braut, sem gengin var undir forystu hans“. Tsjernenko kveður einna afdrátt- arlausast að orði um utanríkis- stefnuna: „við munum ekki hvika um þumlung frá þeirri stefnu“, segirþar. í framhaldi afþessu sagði Tsjernenko á þá leið, að Sovét- menn vildu ekki neyða vilja sínum upp á aðra með valdi hernaðar- legra yfirburða, “en“, bætti hann við, „við leyfum ekki að því hernaðarlega jafnvægi sem skapast hefur verði raskað". Stjórn efnahagslífs Mörgum hefur leikið forvitni á því, hvað lesa mætti af þessari fyrstu aðalritararæðu Tsjernenkos um framhald þeirra áforma sem byrjað var á á valdatíma Andropov um breytingar á stjórn efnahags- lífsins. Um þetta segir í ræðu Tsjernenkos: „Kerfi efnahagsstjórnarinnar og allt efnahagslíf okkar krefst alvar- legrar endurskipulagningar. Starf á þessu svið er rétt hafið. Þar er um að ræða umfangsmikla efnahags- lega tilraun til að efla réttindi og auka ábyrgð fyrirtækjanna. Verið er að leita nýrra aðferða og leiða stjórnunar á þjónustusviðinu. Það verður vafalaust hagnýtt og hjálpar okkur til að leysa mikilvæg strateg- ísk vandamál varðandi aukna framleiðni í þjóðarbúskapnum. Við skulum spyrja okkur sjálfa: Verður það ekki þannig að biðin eftir nýjum árangri af tilraunum verður fyrir suma forystumenn í þjóðarbúskapnum eins konar ástæða til að fela eigin aðgerðar- leysi og óskina um að vinna upp á gamla mátann? Það þarf ekki að taka það fram, að endurnýjun í efnahagslífinu er mikilvægt mál. Það er gott ráð að fylgja gömlu reglunni á þessu sviði: Mældu sjö sinnum og sagaðu svo. En þetta afsakar ekki þá, sem vilja alls ekki taka tillit til breyttra aðstæðna og nýrra þarfa í lífinu.“ Hlutverk flokksins Með öðrum orðum: Það verður haldið áfram með áætlanir Andropov-tímans - en um leið far- ið að öllu með gát („mældu sjö sinnum“). Sú áhersla getur svo vakið upp þá spumingu, hvort hér sé átt við vissan ótta Tsjernenkos og þeirra sem hugsa svipað og hann J' ■* * <:«, Tsjernenko. við það, að aukið sjálfstæði fyrir- tækja bjóði heim auknu forstjóra- valdi, sem þá verði á kostnað flokksnefndarinnar í hverju fyrir- tæki, en samkvæmt sovéskri hefð og stjórnskipan, er flokknum ætlað lykilhlutverk á hverjum stað. Um þetta segir Tsjernenko (þýðing APN): „Þið vitið, félagar, hversu mik- inn gaum miðstjórn okkar, fram- kvæmdanefnd miðstjórnar og Júrí Vladimiriovits Andropov gáfu undanfarið þeim málefnum er varða fullkomnun starfs ríkisapp- aratsins og betri stíl flokksforyst- unnar. Eitt þeirra er nákvæm afmörkun starfssviðs flokksnefnda sem eru á vegum stofnana ríkisins og þjóðar- búskaparins og koma í veg fyrir tví- verknað. Þetta er málefni, sem er afar mikilvægt pólitískt séð. Og satt að segja er ekki allt þannig í pottinn búið sem vera skyldi. Það kemur fyrir að starfsmenn ráða, ráðuneyta og fyrirtækja sýna ekki nauðsynlegt sjálfstæði og láta flokksstofnanir um málefni, sem þeir eiga sjálfir að leysa. Það, að vinna verkin fyrir aðra í þjóðarbú- skapnum, verður til þess að starfs- mennirnir nýtast ekki sem skyldi. Auk þess hefur það í för með sér að hætta er á því að hlutverk flokks- nefndar sem pólitískrar forystu- stofnunar veikist. Flokksnefndir sem fjalla um efnahagsmál eiga fyrst og fremst að eiga við fólk, sem er að vinna að stjórn efnahags- mála.“ Meining þessarar klausu liggur ekki í augum uppi: þar er í senn kvartað yfir stjórnendum sem ekki séu nógu sjálfstæðir og á hinn bóg- inn látinn í ljós uggur um að flokks- nefndir missi forystuspón úr sínum aski. En það er kannski ekki úr fegi að lesa í þetta mál einhvers- onar viðvörun frá Tsjernenko um að ekki megi skera hár af höfði flokksins með tæknikratískum til- færingum. Á öðrum stað segir hann í ræðu sinni að áherslu skuli leggja á það, að„auka stöðugt for- ystu flokks og ríkis á efnahags- sviðinu“. En semsagt: höfuðáherslan er á „áframhald". Sömu áherslur voru í ávarpi Tíkhonofs forsætisráðherra sem mælti með Tsjernenko við miðstjórn Kommúnistaflokks So- vétríkjanna á mánudaginn var. Hann sagði meðal annars: „Kommúnistar - sovéska þjóðin - þekkir Konstantín Ústinovítsj sem frábæran leiðtoga Kommúnista- flokksins og sovéska ríkisins, sann- an félaga slíkra lenínskra leiðtoga eins og Leoníds Íljítsjs Brésjnev og Júrís Vladimirovitsj Andropov". - áb. tók saman. Undir stjórn Reagans bœtast við Atta nýjar kjarn- orkusprengjur á degi hverjum Heimurinn hefur aldrei sýnst fjær því að njóta góðs af af- vopnun. Til dæmis að taka bæta Bandaríkin átta kjarn- orkusprengjum á degi hverjum við vopnabúr sitt, en þau eiga nú 26000 kjarnorkusprengjur og kjarnorkuodda á eldflaugar. Gera má ráð fyrir því að Sovét- menn eigi svipað magn. Þetta kemur fram í 340 blaðsíðna langri skýrslu sem óháð stofnun í Bandaríkjunum hefur tekið sam- an. Er skýrslan hugsuð sem eitt bindi af átta í einskonar alfræða- safni um kjarnorkuvopn og mun næsta bindi fjalla um kjarnorku- vopn Sovétmanna. Bandarísk stjórnvöld hafa lýst því yfir að hér sé um að ræða skýrslu sem „ekki er í þjóðarhag að birta“ en þau hafa heldur ekki gert tilraun til að stöðva birtingu hennar. Hér mun um ítarlegustu skýrslu um þessi mál að ræða sem nú er aðgengileg almenningi. Eins og kunnugt er hefur sú hreyfing eflst í Bandaríkjunum sem beitir sér fyrir „frystingu" kjarnorkuvígbúnaðar eins og hann er, og væri það fyrsta skref til raun- hæfrar afvopnunar. Það er ekki nema von að slík hreyfing láti til sín taka. Skýrslan greinirfrá því, að nú standi Bandaríkin í framkvæmd mestu áætlunar um framleiðslu á kjarnavopnum sem menn hafi haft spurnir af síðan í upphafi kjarn- orkualdar. Og síðan Reaganstjórn- in tók við hafa átta kjarnori u- sprengjur bæst við vopnabúrið á hverjum virkum degi. Skipt um Dr. Milton Hoenig, einn af þrem höfundum skýrslunnar, segir: „á miðjum næsta áratug verður búið að taka allt vopnabúrið sem nú er til úr umferð og koma með ný vopn í staðinn. Þessi nýja kynslóð atóm- vopna hitta betur í mark en þau sem nú eru til, þau má senda um lengri vegalengdir og það verður auðveldara að breyta um skotmark eftir þörfum - þar með verða þau betur „virk til raunverulegs kjarn- orkustríðs". Samstarfsmaður dr. Hoenigs, William Arkin frá Institute for Pol- icy Studies í Washington, tekur það fram, að árlegur kostnaður af kjarnorkuvígbúnaði Bandaríkj- anna nemi nú 45 miljörðum doll- ara. Meira en 700 hereiningar bandarískar og 150 sem lúta yfir- stjórn Nató hafa leyfi til að nota kjarnorkuvopn. Eyðileggingar- mátturinn er upp á 8000-11000 megatonn. Skýrslan greinir frá því, að nú séu til reiðu 13.500 atómvopn langdræg og 12.500 „taktísk" af 26 mismunandi gerðum. Þeim er komið fyrir á um 200 stöðum í Bandaríkjunum og níu löndum öðrum. Öflugasta sprengjan, B-53, er tólf fet á lengd, vegur fjögur tonn og hefur sprengikraft níu milj- óna smálesta af TNT - hún er m.ö.o. þúsund sinnum öflugri en sprengjan sem féll á Hirosima. (áb tók saman).

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.