Þjóðviljinn - 15.02.1984, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 15.02.1984, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 15. febrúar 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11 íþróttir Umsjón: Víðir Sigurðsson Vetrarólympíuleikarnir í Sarajevo: Stefántil Valsara? „Þetta var mjög gott“ Miklar ilkur eru á að Stefán Arnarson, markvörður úr KR, gangi til liðs við Valsara og ieiki með þeim í 1. deildinni í knatt- spyrnu í sumar. Stefán hefur ver- ið varamarkvörður KR og einnig 21 árs landsliðsins en á báðum vígstöðvum fallið í skuggann af nafna sínum Jóhannssyni. Nýir þjálf- arar Fylkis Fylkismenn skiptu um þjálfara hjá meistaraflokkum kvenna og karla I handknattleik um áramótin. Guð- mundur Skúli hætti með stúlkurnar og Jón H. Karlsson með piltana en við embættum þeirra tóku bræðurnir Sigurður Bjarnason og Pétur Bjarna- son. Bryndís náði í silfrið Bryndís Hólm úr ÍR hlaut silfur- verðlaun í langstökki á norska meistaramótinu í frjálsum íþróttum innanhúss um hclgina. Hún stökk 5,96 metra en sigurvegarinn, Lisbeth Petersen frá Danmörku, stökk 6,04 m. Jóhann Jóhannsson, ÍR, og Er- lingur Jóhannsson, Breiðabliki, tóku einnig þátt í mótinu, í 100 m hlaupi. Jóhann komst í milliriðil en Erlingur ekki. Bjarni vann auðveldlega Bjarni Friðriksson, Ármanni, sigr- aði í opnum flokki fullorðinna á af- mælismóti Júdósambands íslands en siðari hluti þess fór fram á laugardag- inn. Hann lagði alla andstæðinga sína á ,Jppon“ og sýndi mikið öryggi. Gunnar Jónsson, Gerplu, sigraði í opnum flokki unglinga. Brynjar í V-pýskalandi Brynjar Guðmundsson, sem leikið hefur í marki Valsmanna í 1. deildinni í knattspyrnu sl. tvö árin, hefur gerst leikmaður með vestur-þýska áhuga- mannáliðinu HSV Hövelhof. „Þetta var mjög gott hjá okkar mönnum, Árni Þór varð 41. og Guðmundur 43. af 80 keppendum sem kláruðu stórsvigið. Brautin var mjög erfið, vatni var sprautað á hana I gær og af þeim sökum var kominn upp í henni mikill klaki í seinni ferðinni. Margir féllu, það voru einir þrjátíu sem luku ekki keppni“, sagði Hreggviður Jóns- son, formaður skíðasambandsins og fararstjóri ólympíufaranna í Sarajevo í samtali við Þjóðviljann í gær. Stórsvigskeppni karla fór fram í gærmorgun, var flýtt vegna rösk- unar á leikunum í síðustu viku. Max Julen, 22 ára gamall, færði Svisslendingum sín fyrstu gullverð- Rush og Whelan komu Liverpool í úrslitin Liverpool tókst að bera sigurorð af 3. deildarliði Walsall, 2-0, þegar félögin léku síðari leik sinn í undan- úrslitum enska mjólkurbikarsins í knattspyrnu á Fellows Park í Wal- sall í gærkvöldi. Walsall hafði náð 2-2 jafntefli í fyrri leiknum í Liver- pool en meistararnir reyndust sterkari og leika til úrslita fjórða árið í röð, gegn Everton eða Aston Villa. Walsall lék vel og gaf ekkert eftir en Liverpool náði forystu á 14. mínútu þegar Ian Rush skoraði eft- ir 13 mínútur. Ronnie Whelan tryggði sigurinn með marki í byrj- un síðari hálfleiks en Walsall hefði getað náð jöfnu, Mark Rees og Kevin Summerfield klúðruðu gal- opnum dauðafærum uppi við Liv- erpool-markið. Hetjuleg barátta 3. deildarliðsins er á enda og Liver- pool er enn á ný sigurstranglegast í keppninni, stefnir á sinn fjórða sig- ur í henni í röð. _ VS. Masopust tekur við Josef Masopust, knattspyrnumaður ársins í Evrópu árið 1962, hefur verið ráðinn þjálfari tékkneska landsliðsins í knattspyrnu. Hann tekur við störfum í júlí. Masopust skoraði mark Tékka í úrslitaleiknum við Brasilíu í heims- meistarakeppninni 1962, en Brassarnir unnu þá viðureign 3-1. Hann hefur starfað sem þjálfari í Belgíu sl. fjögur árin. ÍR-stúlkur nálgast meistaratitilinn ÍR færðist nær íslandsmeistara- titlinum í körfuknattleik kvenna í fyrrakvöld með því að vinna Hauka 42-37 í Seljaskólanum. Staðan í hálfleik var 22-15, ÍR í hag. Auður Rafnsdóttir og Telma Björnsdóttir skoruðu 10 stig hvor fyrir ÍR en Sóley Indriðadóttir 10 fyrir Hauka og Svanhildur Guð- laugsdóttir 9. Staðan er þá þessi í 1. deild kvenna: ír......... ís......... .15 13 .13 9 2 732-598 26 4 586-517 18 Haukar.............13 7 6 592-444 14 Njarðvík...........15 6 9 492-568 12 Snæfell............13 3 10 344-427 6 KR.................13 3 10 405-547 6 Stigahæstar: Sóley Indriðadóttlr, Haukum..........213 EmillaSigurðardóttir, ÍR.............199 Kolbrún Leifsdóttir, ÍS..............146 Katrín Elriksdóttir, Njarðvfk........138 Ema Jónsdóttir, KR...................136 Best nýting vítaskota: Sóley Oddsd. ÍR, 56/33.............58,9% Emilia Sigurðard. ÍR, 95/53........55,8% Sóley Indriðad. Haukum, 183/102... 55,7% Þórunn Rafnar, ÍS, 53/28...........53,0% fevanhildur Guðl.d. Hauk. 47/24....51,0% laun á leikunum, varð fyrstur á samanlögðum tíma 2:41,18 mín. Annar varð Júgóslavinn Jurij Franco, sá 21 árs piltur stórsvigaði samtals á 2:41,41 mín. og að sögn Hreggviðar ríkti ólýsanleg stemmning í Júgóslavíu í gær fyrir vikið. Þriðji varð hinn þekkti And- reas Wenzel frá smáríkinu Liec- htenstein á 2:41,45 mín.. Margir þekktir skíðamenn urðu að láta sér lynda sæti neðar á listanum. Phil Mahre hinn bandaríski varð átt- undi og tvíburabróðir hans Steve aðeins 17.. Þá varð Peter Popang- elov, Búlgarinn sem löngum hefur verið í fremstu röð, í 21. sæti og fremsti Svíinn, Gunnar Neurisser, kom næstur á eftir honum. Inge- mar Stenmark, „atvinnumaður- inn“, fjarri góðu gamni þar. Árni Þór var rétt á eftir tveimur Bretum og fékk tímann 3:01,26 mín. og Guðmundur kom í mark á 3:04,41 Norðmenn náðu sér í gull í gær, Erik Kvalfoss sigraði í 10 km skíða- göngu og skotkeppni. Peter Ang- erer frá V. Þýskalandi, sem sigraði í 20 km af sömu sort, fékk silfur og Matthias Jacob frá A. Þýskalandi brons. -VS Haukar- Þróttur Afar þýðlngarmikill leikur er á dagskrá 1. deildar karla í handknattleik í kvöld. Haukar og Þróttur leika í Hafnarflrði kl. 20. Sigri Þróttarar í leiknum, verður hreinn úrslitaleikur milli þeirra og Stjörnunnar um sæti í 4-llða úrslitunum næsta sunnu- dagskvöld. Ekki er siður mikilvægur leikur í 1. deild kvenna. Valur og Fylklr mætast í Laugar- dalshöllinni og hefst viðureignin kl. 18.30. Þessi lið verma botnsætin tvö í delldinni, hafa 5 stig hvert, en KR og Vík- ingur hafa 6 stig, Akranes 7, þannig að stigin sem barist er um í kvöld eru geysi- lega dýrmæt og geta ráðið úrslitum i fall- baráttunni. Sex nýliðar Sex nýliðar eru í landsliðshópi Vest- ur-Þjóðverja sem mæta Búlgörum í vin- áttulandsleik í knattspyrnu í kvöld. Jupp Derwall, landsliðseinvaldur, hef- ur sætt mikilli gagnrýni eftir að V-Þjóð- verjar sluppu fyrir heppni í úrslit Evr- ópukeppni landsliða sem fram fer í Frakklandi í sumar, og honum finnst greinilega tími kominn til breytinga. Giles er líklegastur Johnny Giles, fyrrum leikmaður Leeds og írska iandsliðsins í knatt- spyrnu, er talinn líklegasti eftirmaður Ron Wylie sem rekinn var frá enska liðinu WBA nú í vikunni. Gilcs hcfur áður verið framkvæmdastjóri WBA og náði þá stórgóðum árangri. Bohby Moore, fyrrum fyririiði enska landsliðsins og West Ham, var í gær ráðinn framkvæmdastjóri hjá 3. deiid- arliði Southend. Sveinn og Þórir í Hugin Sveinn Sveinsson frá Vest- mannaeyjum hefur verið ráðinn þjálfari 3. deildarliðsins Hugins frá Seyðisfirði í knattspyrnu. Hann var einn máttarstólpa IBV sL sumar og því mikil blóðtaka fyrir liðið að missa hann. Annar Eyjamaður, Ólafur Sigurvinsson, hefur þjálfað Hugin sl. þrjú ár. Seyðfirðingar fá ábót með Sveini, unglinga- landsliðsmaðurinn Þórir Ólafsson frá Eyjum fylgir honum og leikur einnig með Hugin í sumar. -JR/Eyjum Gífurleg spenna komin í 3. deildina Gífurieg spenna er komin í toppbar- áttu 3. deilarinnar í handknattleik eftir 21-20 sigur Ármanns á Týrurum í Reykjavík á laugardaginn. Eyjapiltarn- ir voru þar með boltann síðustu hálfu mínútuna án þess að ná að jafna. Þeir halda forystunni í deildinni, unnu Sel- fyssinga á Selfossi i sömu ferð, 21-18. Tveir aðrir leikir fóru fram um helg- ina. Afturelding vann Keflavík 27-23 að Varmá (Ingvar Hreinsson skoraði 8 fyrir Aftureldingu) og Akurnesingar fengu Ögra í heimsókn og unnu léttan sigur, 39-9. Staðan í 3. deild: Kristfn Magnúsdóttir og Sigfús Ægir Jónsson úr TBR á fullri ferð í deildakeppninni í badminton sem fram fór um helgina. Mynd: -eik Týr .. 14 10 2 2 338-232 22 Ármann .. 13 10 0 3 365-287 20 Afturelding .. 13 10 0 3 319-224 20 ÞórAk .. 13 9 1 3 339-229 19 Akranes .. 12 8 1 3 313-225 17 Keflavík .. 12 6 0 6 302-257 12 Selfoss .. 13 2 0 11 224-280 4 Skallagrimur... .. 12 1 0 11 177-326 2 Ögri .. 14 0 0 14 195-512 0 Ármann er ofan við Aftureldingu vegna betri útkomu úr innbyrðis viður- eignum liðanna. Að 16 utnferðum lokn- um leika fjögur efstu liðin tvöfalda úr- siitaumferð og taka með sér stigin úr þessari keppni. Tvö efstu komast uppí 2. deild. -VS TBRí efstu sætunum B-lið TBR varð sigurvegari í 1. deildakeppninni í badminton sem fram fór um síðustu helgi. Liðið skákaði a-liði TBR sem hafnaði í öðru sæti. Þriðja varð a-Iið Akur- nesinga, fjórða c-lið TBR, fimmta b-lið KR og sjötta og neðsta sætið skipuðu nýliðar Vals sem þar með falla á ný í 2. deild. B-lið Akurnes- inga og c-lið TBR urðu jöfn og efst í 2. deild og þurfa að leika aukaleik um 1. deildarsætið.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.