Þjóðviljinn - 15.02.1984, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 15.02.1984, Blaðsíða 8
8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 15. febrúar 1984 Sósíal- isminn á sigur- göngu um landið Hin nýkjörna stjórn Æskulýðsfylkingarinnar á Akureyri. Kristinn Torfason, Steingerður Kristinsdóttir oddviti stjórnar, Ingvi Kjartansson, Katr- in Pálsdóttir og Jóhann Eiríksson. (Myndirnar tók Kristján G.). Æskulýðsfylking stofnuð á Akureyri Æskulýðsfylking Alþýðubanda- lagsins á Akureyri var stofnuð sl. laugardag á skemmtilegum fundi í Lárusarhúsi. Gestir fundarins voru Steingrím- ur J. Sigfússon alþingismaöur og Guðbjörg Sigurðardóttir og Óttar Magni Jóhannsson úr stjórn Æsku- lýðsfylkingarinnar í Reykjavík. Um 30 manns voru á fundinum. Til hans var boðað af áhugamönnum um stofnun ÆFAB á Akureyri í samvinnu við stjórnina í Reykja- vík. Fundurinn hófst á því að gestir fundarins reifuðu tildrög stofnun- arinnar og ræddu um störf og stefnu Æskulýðsfylkingarinnar í heild. Síðan voru almennar um-. ræður um Æskulýðsfylkinguna og tengsl hennar við Alþýðubanda- lagið. Margir tóku til máls og kom skýrt fram í máli manna að eini kosturinn, sem í boði væri og spomað gæti af krafti við aftur- einmitt Alþýðubandalagið og Mikill hugur var í norðan- haldsstefnu hægri aflanna, væri Æskulýðsfylkingin. mönnum um kröftugt starf í fram- haldi af stofnfundinum. Fundinum lauk með því að kjörin var stjórn Æskulýðsfýlkingarinnar á Akur- eyri og eru í henni eftirtaldir: Kristinn Torfason, Steingerður Kristinsdóttir sem jafnframt er oddviti stjórnarinnar, Ingvi Kjart- ansson, ÍCatrín Pálsdóttir og Jó- hann Eiríksson. Æskulýðsfylkingin á Akureyri hefur ákveðið að hafa fastan fund- artíma í Lárusarhúsi Eiðsvallagötu 18 á miðvikudögum kl. 20 þar sem allir ungir og/eða hressir geta kom- ið til að ræða málin, drekka kaffi og taka þátt í stórum plönum. Eftir stofnfundinn komu fimm félagar úr Æskulýðsfylkingunni á Húsavík til Akureyrar og sátu langt fram á kvöld við spjall við fundar- menn. Mikil gróska er í starfinu á Húsavík og mikill hugur í mönnum. -ó í síoari heimsstyrjöldinni Sveyk Höfundur: Bertolt Brecht Þýðing: Þorsteinn Þorsteinsson og Þórarinn Eldjárn Söngvara: Hanns Eisler Leikstjóri: Þórhildur Þorleifsdóttir Leikmynd og búningar: Sigurjón Jóhannsson Lýsing: Páll Ragnarsson Hljómsveitarstjóri: Hjálmar H. Ragnarsson Á föstudagskvöld frumsýndi Þjóðleikhúsið leikrit Bertolts Brechts, „Sveyk í síðari heimstyrj- öldinni“, í þýðingu Þorsteins Þor- steinssonar (laust mál) og Þórarins Eldjáms (bundið mál). Leikstjóri var Þórhildur Þorleifsdóttir og hef- ur í mörgum greinum skilað álit- legri sýningu í náinni samvinnu við Sigurjón Jóhannsson sem samdi leikmynd og búninga. Sigurjón hefur gert hakakrossinn að þunga- miðju sviðsmyndarinnar og hag- nýtir hann á hugkvæman hátt, jafnt fyrir bjórskrána sem steppumar við Stalingrad þarsem hann er þak- inn hvítum dúk og verður ásýndum einsog sköflum hrönnuð hjam- breiða. Fyndnustu og áhrifamestu þættir sýningarinnar voru tvímælalaust atriðin með Hitler og þremur helstu kumpánum hans, og var Sig- urður Sigurjónsson vemlega magnaður í gervi Adolfs, þó hann bæri ákveðinn keim af frægri skop- gervingu Chaplins. í þessum at- riðum féllu sviðsmynd og kóreó- grafía frábærlega hvort að öðru, en nasistasöngurinn og tónlist Ric- hards Strauss mögnuðu stemmn- inguna. Þar lánaðist leikstjóranum það tvennt sem Brecht stefndi að með öllum sínum verkum: að skemmta áhorfendum og vekja þá til umhugsunar og gagnrýni. Gervi þeirra fjórmenninga og látæði allt var hæfilega ýkt til að vera bráð- fyndið og mátulega nálægt veru- leikanum til að vekja þann ótta- blandna óhugnað sem valdabrölt og heimsvaldastefna nasista hljóta að gera í brjóstum heilbrigðra manna. Þegar sögunni víkur að því sem [fram fór á kránni var einsog vant- aði einhvern innri þrótt og leikgleði í það sem sagt var og gert. Hér réð ferðinni hin gamla góða raunsæistúlkun með „innlifun" og öðru tilheyrandi, sem er íslenskum leikurum svo töm, en var eitur í beinum Brechts og á ákaflega illa við texta hans. Þessi tvískinnungur í túlkunar- hætti klauf sýninguna í rauninni í tvo ólíka parta og stóð henni mjög fyrir þriftim á löngum köflum, einkanlega í atriðunum á kránni. Þarvið bættist og kann að hafa valdið miklu um heildarblæ sýning- arinnar, að nokkrir leikendur sem mikið mæddi á kunnu texta sinn illa, sem að sjálfsögðu skapaði taugatitring og herping í allri túlk- un. Ég sá bæði frumsýningu og aðra sýningu á sunnudagskvöld og var satt að segja furðu lostinn yfir fálmandi textameðferð sumra leikenda. Er hér um að kenna of stuttum æfingartíma eða hvað er það sem amar að? Af þessu kann að hafa leitt þann þreytublæ sem mér fannst hvfla yfir sýningunni og lýsti sér meðal ann- ars í því að verulegur hluti þeirra gullkorna, sem Brecht leggur pers- ónum sínum í munn, féll í grýttan jarðveg og vakti lítil sem engin við- brögð. Slíkt hlýtur fyrst og fremst að mega rekja til þess að ekki er lögð nægileg rækt við hrynjandi samtala og rétta áherslupunkta. Var sannkölluð raun að þessari sóun á mergjuðum texta sem ekki skilaði sér nema til hálfs. Svipaða sögu var að segja um söngvana við tónlist Hanns Eislers: þeir rufu að vísu framvindu sýningarinnar eins- og Brecht ætlaðist til, en sársjaldan fengu þeir lyft henni uppúr drung- anum. Siguður A. Magnússon skrifar um leikhús Brecht byggði leikrit sitt á víð- kunnri og vinsælli sögu tékkneska rithöfundarins Jaroslavs Haseks um góða dátann Sveik (sá heitir ekki Sveyk einsog ranglega segir alstaðar í leikskrá, heldur er Sveyk söguhetja Brechts, og hendir hann gaman að þessum ólíka rithætti í leikritinu). Brecht notar að sjálf- sögðu einungis frumhugmynd sög- unnar og ákveðna höfuðdrætti f fari eldri söguhetjunnar, en lætur verk sitt fjalla um tékkneskan veruleik í seinni heimsstyrjöld og herför Þjóðverja austurábóginn. Verður sú umfjöllun honum tilefni til ýmissa beittra skeyta á samlanda sína og reynda ráðamenn Vestur- veldanna sem seldu frelsi Tékkósl- óvakíu fyrir frið sem reyndist táldr- aumur einn. Einhvernveginn hef ég á tilfinningunni að mátt hefði ná fram vissum undirtónum í sýning- una sem vísuðu til þess sem er að gerast í heiminum núna eða hefur verið að gerast að undanförnu með fáfróðan og kjaftforan kúreka í Hvíta húsinu og undirförulan njósnaforingja í Kreml.Ég skal ekki segja til um hvernig slíkum tilvísunum verður best fyrir komið í svona sýningu, en í Hitlers- atriðunum var þeim beitt með góð- um árangri þarsem fjórmenning- arnir stóðu allir með hendur á pung að hætti kappanna í Vörðu landi, og vakti kátínu leikhúsgesta. Svo mikið veit ég, að þetta er einatt gert, jafnvel í verkum sem komin eru talsvert til ára sinna einsog for- ngrískum leikritum, bæði gaman- sömum og hörmungum, og verður jafnan til að ydda þau og færa nær áhorfendum. Ég hygg að slíkt’fra- mferði sé mjög í anda Brechts, sem lagði alla áherslu á lifandi leik, en lét sér fátt finnast um helgi hins skráða texta. Einsog sagði í upphafi voru margir góðir bjórar í sýningunni og snarpir sprettir, til dæmis var loka- atriðið á hjarnbreiðunni áhrifaríkt, en samt var einsog þróttur hennar fjaraði út eftir því sem á leið. Mikill fjöldi leikenda kemur fram í þessari viðamiklu og metn- aðarfullu sýningu, og fráleitt að telja þá upp hér, enda hlutverk þeirra flest smá. Þó verður ekki hjá því komist að geta Bessa Bjarna- sonar sem fór með hlutverk Sveyks og mest mæddi á. Útfrá hefð- bundnum raunsæissjónarmiðjum var túlkun Bessa heilsteypt og hugtæk: Sveyk var í meðförum hans ákaflega geðfelldur og hæfi- lega slóttugur meðaljón, gæddur ríkum hæfileika til að laga sig að þeim aðstæðum sem upp koma hverju sinni og lifa af, hvernig sem allt veltist. En með þessum túlkun- armáta fellur skuggi á tvíræðið sem Brecht stefnir að í persónumótun sinni, því Sveyk er í aðra röndina auvirðilegur tækifærissinni sem fáu fær bjargað þegar öll kurl koma til grafar. Hann á það sammerkt við ýmsar aðrar minnisverðar per- sónur Brechts, svosem Galileo, Mutter Courage og Matta vinnu- mann, að í eðli hans og öllu dagfari eru ósættanlegar mótsagnir, þann- ig að hann bæði laðar menn að sér og hrindir þeim frá sér. Þessar eig- indir er afartorvelt að túlka nema með þeim meðulum sem Brecht lagði sífellt áherslu á: leikarinn á að sýna persónuna frá sem flestum hliðum, en ekki vera persónan; hann á að lýsa atferli hennar á sama hátt og tilfallandi vegfarandi mundi gera eftir að hann hefur orð- ið vitni að slysi á gatnamótum og þarf að lýsa því fyrir lögreglu eða dómara. Um þessa hluti skrifaði Brecht langt og mikið mál og skal ekki rakið hér, en mikið hefðu at- riðin á kránni orðið líflegri og hnýsilegri ef meiri rækt hefði verið lögð við þá þætti túlkunarinnar sem Brecht var óþreytandi að út- lista. Þýðing Þorsteins Þorsteinssonar í lausa málinu var áheyrileg og hnyttin, en naut sín ekki til fulls einsog fyrr segir. Söngtextaþýðing- ar Þórarins Eldjárns voru hagorðar og kankvísar, en skiluðu sér ein- hvernveginn slælega í sýningunni. Lýsing Páls Ragnarssonar var ör- ugg og átti sinn þátt í skemmti- legheitum Hitlers-atriðanna. Hljómsveitarstjórnin fór Hjálmari H.Ragnarssyni vel og fagmannlega úr hendi. Ef þessi umsögn kynni að þykja í neikvæðara lagi eftir lofsyrðin í upphafi, þá er rétt að taka það fram til að forðast hugsanlegan misskiln- ing, að sýningin er fyllilega einnar kvöldstundar virði og margt í henni bráðvel gert. Vafalaust lagast með- ferð texta þegar framí sækir og kannski færist þá meira fjör í leikinn. Og ekki skal því gleymt að Sveyk karlinn á erindi inní þá friða- rumræðu sem nú er sem óðast að ryðja sér til rúms í landinu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.