Þjóðviljinn - 15.02.1984, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 15.02.1984, Blaðsíða 12
12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN!Miðvikudagur 15. febrúar 1984 ALÞYÐUBANDALAGID Alþýðubandalagið Hafnarfirði, Garðabæ og Seltjarnarnesi Þorrablót Sameiginlegt þorrablót Al- þýöubandalags- félaganna í Hafnarfirði, Garöabæ og á Seltjarnarnesi veröur haldiö laugardaginn 18. febrúar á Garðaholti. Skemmtunin hefst með borðhaldi kl. 20.00. Miðaverð er 450.- kr. og eru miðar seldir hjá eftirtöldum félögum: Garðabær: Guðmundur 43956, Hafnarfjörður: ína, 51531, Sólveig Brynja 53642, Seltjarnar- nes: Gunnlaugur 23146. Hulda Runólfsdóttir, Bjarni Eiríkur Sigurðsson og Hallgrímur Hróðmarsson flytja blöndu af Ijóðrænu glensi og pólitískum djassi. Þeim sem ætla á þetta þorrablót er vinsamlega bent á að panta miða sem atlra fyrst. Mætum öll hress og kátl - Skemmtinefndin. Hulda Bjarnl Hallgrímur Alþýðubandalagið í Hafnarfirði Spilakvöld ABH efnir til spilakvölds nk. miðvikudag 15. febrú- ar í Skálanum Strandgötu 41. í kaffihléi kemur Vilborg Harðardóttir, nýkjörinn varaformaður Al- þýðubandalagsins og spjallar við gesti. Eru allir félagar í ABH og aðrir gestir hvattir til að mæta. Stjórn ABH. Vilborg. Alþýðubandalagið Hafnarfirði Starfshópur um félags- og heilbrigðismál Fundur verður í starfshóp Bæjarmálaráðs ABH um félags-, mennta- og heilbrigðismál í Skálanum miðvikudaginn 15. febrúar kl. 20.30. Athugið fundurinn er í hliðarherbergi inn af stóra salnum þar sem spiluð verður félagsvist. - ABH. Alþýðubandalagið í Reykjavík: Borgarmálaráð Næsti fundur borgarmálaráðs verður haldinn að Hverfisgötu 105 miðvikudaginn 15. febrúar kl. 17.00 og ve.rða fundirnir framvegis haldnir þar. Húsvíkingar -Þingeyingar Alþýðubandalagið á Húsavík auglýsir árshátíð sína sem haldin verður laugardaginn 25. febrúar í Félagsheimili Húsavíkur. Hátíðin hefst með borðhaldi kl. 20.00. Húsið opnað kl. 19.30. Steingrímur og Stefán koma og verða með ef færð og veður leyfa. Skemmtiatriði við allra hæfi. Látið skrá ykkur sem allra fyrst í símum 41813 og 41397. Athugið: Hátíðin er ætluð öllum Allaböllum í Þingeyjarþingi. Hafið samband. - Nefndin. Alþýðubandalagið á Akureyri Verkalýðsmálaráð Fundur verður haldinn í Verkalýðsmálaráði fimmtudaginn 16. febrúar kl. 20.30 í Lárusarhúsi, Eiðsvallagötu 18. Á fundinn kemur Helgi Guðmundsson og segir frá aðalfundi Verkalýðsmálaráðs Alþýðu- bandalagsins. Mætið vel og stundvíslega. - Verkalýðsmálaráð. Alþýðubandalagið Dalvík Árshátíð verður haldin laugardaginn 18. febrúar nk. í Bergþórshvoli og hefst með borðhaldi kl. 20.30. Gestir skemmtunarinnar verða þeir Jónas Árnason og Stefán Jónsson. Þátttaka tilkynnist til Svanfríðar, s. 61460, eða Ing- vars, s. 61411. - Árshátíðarnefnd. Jónas Stefán Alþýðubandalag Borgarness og nærsveita Almennur félagsfundur verður haldinn sunnudaginn 19.febrúaríhúsi félagsins Brák- arbraut 3. Fund- arefni: 1) Inn- taka nýrra fé- laga. 2) Skuli Al- exandersson segir fréttir frá Alþingi. Skú» Vllborg 3) Vilborg Harðardóttir varaformaður AB segir frá flokksstarfinu und- anfarið og framundan. 4) Halldór Brynjúlfsson ræðir atvinnumál í Borgarfirði og nágrenní. 5) Önnur mál. - Stjórnin. Halldór Minning Guðfinna Stefanía Sigurðardóttir Fædd 4.11. 1901 - dáin 19.1. 1984 Jarðsungin frá Ólafsfjarðarkirkju 26. janúar 1984 Með þessum línum langar mig að minnast ömmu minnar Guðfinnu Stefaníu Sigurðardóttur frá Ólafs- firði. Hún fæddist í Garði, Ólafsfirði, dóttir hjónanna Önnu Jóhannes- dóttur og Sigurðar Baldvinssonar. Hún var ein af átta börnum þeirra hjóna og auk þess átti hún einn fósturbróður. Af þessum systkinahóp eru nú aðeins tvö á lífi, Ánna er dvelur á elliheimilinu Hornbrekku og Kristinn er býr á Vesturgötu 5, Ólafsfirði. Fóstur- bróðirinn, Júlíus Stefánsson, býr í Stykkishólmi. Amma fór snemma að heiman til að vinna fyrir sér og vann við ýmis störf fram að því að hún stofnaði sitt eigið heimili. Hún giftist 11. júní 1927 Gunnari Ásgrímssyni frá Karlsstöðum í Ólafsfirði, en hann lést 11. desember 1981. Þau hófu búskap að Reykjum í Ólafsfirði og bjuggu þar í sjö ár, en þá fluttu þau í Ölafsfjarðarkaupstað. 1942 byggðu þau húsið að Ólafsvegi 13 og bjuggu þar ávallt síðan. Amma' og afi eignuðust tvo syni, Anton, kvæntur Sveinhildi Torfadóttur, búsett í Kópavogi og Ásgrímur, kvæntur Ástu Björnsdóttur, búsett á Akureyri. Þá ólu þau upp Höllu Gísladóttur, gift Guðlaugi Eyjólfs- syni, búsett í Keflavík. Amma og afi voru afar samhent og dugleg að skapa sér og börnum sínum gott og hlýlegt heimili, en oft kostaði það mikla vinnu og erfiði. Þó mun þeim hafa veittst einna erf- iðast er afi þurfti að sækja vinnu í aðra landshluta, en hann fór marga vetur til vinnu suður á land og var þá að heiman í 4-5 mánuði og þurfti amma þá að sjá ein um heimilið og hefur það verið án efa mikið og erfitt verk, en hún mun ekki hafa kvartað, það var ekki hennar venja. Ég var 4 ára er ég dvaldi fyrst sumarlangt hjá ömmu og afa og síðan á hverju sumri fram undir fermingu. Það var alltaf mikið til- hlökkunarefni að fá að fara með afa norður á vorin og vera hjá þeim. Ef til vill hefur það verið mér hin eina sanna mynd um vorið. Ekki þurfti ég að kvíða einmanna- leik hjá þeim, því þau höfðu ávallt mikið af börnum í kringum sig, bæði barnabörn og önnur er þau tóku í lengri eða skemmri tíma til sín. Ég held að það sé ekki of- sögum sagt að börn voru þeirra yndi. Amma hafði gaman af söng og lestri bóka og las mikið einkum seinni árin. Síöustu æviárin átti amma við vanheilsu að stríða og mun æði oft hafa gengið sárþjáð til verka, en hún lét ekki bugast til þess var dugnaður hennar og skap- festa of mikil. Árið 1982 var elliheimilið Hornbrekka í Ólafsfirði tekið í notkun, og þar höfðu amma og afi vonast til að eyða ævikvöldinu saman, en örlögin komu í veg fyrir að svo gæti orðið. Amma flutti þangað við opnun þess og bjó þar í sambýli með systur sinni Önnu. Voru þær mjög samrýmdar og vil ég þakka Önnu ómetanlega umönnun við ömmu í veikindum hennar. Ég hitti ömmu síðastliðið sumar, er hún kom suður á land, og voru það að vanda ánægjulegar sam-' verustundir. Ég vil þakka ömmu allar þær samverustundir sem ég og fjölskylda mín áttum með henni á liðnum árum og ekki síst nú í sumar. Ég bið guð að styrkja börn, tengdabörn og barnabörn. Ég veit að söknuður þeirra er mikill. Guð blessi minningu þína amma mín. Torfi Karl Antonsson. Minningarorð Sigríður Bergmann F. 30.6. 1888 - D. 5.2. 1984 „Skrefagreiður gekk ég frá geislabreiðum degi. Þú varst leiðarljósið þá lartga heiðarvegi". Með þessari vísu tileinkaði hinn kunni hagyrðingur, Jón S. Berg- mann, systur sinni, Sigríði, bókina „Ferskeytlur", en hún mun hafa komið út um miðjan 3ja áratug ald- arinnar. Það ber þess vott, hversu mikils stuðnings hann taldi sig njóta frá þessari yngri systur sinni á nokkuð rysjóttum æviferli. En jpeir voru víst fleiri, sem áttu þessari trygglyndu konu gott að gjalda. Hún var mikill vinur vina sinna og ein af þeim, sem naut þess meira að gefa en þiggja. Fyrstu kynni mín af Sigríði eru frá bernskuárum mínum, þar sem ég ólst upp frá 4ra ára aldri hjá systur hennar og mági norður í Miðfirði. Þangað kom hún á hverju sumri og dvaldi í 2-4 vikur. Og þá kom hún alltaf færandi hendi. Þar átti hún á fóðrum hest, dökkrauð- an, mikinn gæðing. Við kölluðum hann Siggu-Rauð. Og þetta orlof hennar var mikið notað til útreiða og til að heimsækja kunningjana í sveitinni, en þeir voru margir. Og það var gestkvæmara á bænum en endranær og mikil tilbreyting á fás- inninu. Sérstaklega minnist ég sumars- ins 1930. Þá kom Sigríður í heim- sókn ásamt systur sinni, Jónínu, sem búsett var í Ameríku og hafði komið á Alþingishátíðina og um leið til að dvelja nokkrar vikur í Miðfirðinum hjá aldraðri móður sinni og öðrum ættingjum og vin- um. Sigríður var mjög vel greind kóna. Og hún hafði fyrir aðstoð góðra manna átt því láni að fagna, sem sjaldgæft mun hafa v.erið í hennar æskutíð, að ganga í skóla „fyrir sunnan". Hún hafði lokið námi í Flensborgarskóla í Hafnar- firði auk kennaranámskeiðs síðar, en kennslu mun hún þó lítið hafa stundað. Þegar ég man fyrst eftir, vann hún við Kaupfélag Hafnfirðinga. Síðar vann hún á veitingahúsum í Reykjavík og 1 ár við veitingahús í Kaupmannahöfn, en þar líkaði henni dvölin illa. Seinast vann hún allmörg ár á Hótel Vík. Sigríður giftist aldrei og átti eng- in börn. Hún naut góðrar heilsu fram á níræðisaldur, og þá var hún vön að segja að henni fyndist hún alls ekki gömul. En síðasta áratug- inn, sem hún lifði, var hún þó rúm- liggjandi á sjúkrahúsum, lengst af og til hins síðasta á öldrunardeild Landspítalans að Hátúni 10 B. Þar naut hún þeirrar bestu aðhlynning- ar sem kostur var á. Ég veit hún var innilega þakklát því ágæta fólki, sem annaðist hana þar, og er því þakklæti hennar og þakklæti okkar sem þekktum hana hérmeð komið á framfæri. Hún átti orðið fáa nána ættingja á lífi og kunningjahópurinn farinn að minnka. Utför hennar fór fram í kyrrþey að ósk hennar sjálfrar. Við sem þekktum hana minn- umst hennar með þakklæti og virð- ingu. Eiður Bergmann

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.