Þjóðviljinn - 25.02.1984, Qupperneq 6
6 SIÐA - ÞJOÐVILJINN Helgin 25.-26. febrúar 1984
UOOVIUINN
Málgagn sósíalisma, verkalýðs-
hreyfingar og þjóðfrelsis
Útgeíandi: Útgáfufélag Þjóðviljans.
Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir.
Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson.
ritstjórnargrein
Rammagerðin
Á undanförnum vikum hefur fátt flogiö víðar í ís-
lenskri þjóðfélagsumræðu en 4% launarammi ríkis-
stjórnarinnar. Þeir Þorsteinn Pálsson formaður Sjálf-
stæðisflokksins og hæstvirtur fjármálaráðherra sem er
einsog bangsi í höndunum á formanninum lýstu því
báðir yfir að ekki mætti sprengja þennan ramma. Ál-
bert Guðmundsson fjármálaráðherra lét ekkert tæki-
færi úr greipum sér ganga til að lýsa því yfir, að hann
yfirgæfi ráðherrastólinn ef ramminn yrði sprengdur.
Þessi launarammi var að sjálfsögðu sprengdur þó
launafólk muni seint njóta góðs af því. Örlögin höguðu
því svo til, að Albert Guðmundsson fjármálaráðherra
var í lystireisu í Lundúnum þegar sicrifað var undir
samkomulag VSÍ/ASÍ og yfirlýsing ríkisstjórnarinnar
gefin út. Daginn sem samkomulag þetta var kynnt í
fjölmiðlum, gaf Þorsteinn Pálsson formaður Sjálfstæð-
isflokksins út þá yfirlýsingu í viðtali við Þjóðviljann, að
þrátt fyrir að 4% launarammi ríkisstjórnarinnar væri
sprunginn myndi Albert sitja áfram í ráðherrastólnum.
Pannig hafði fjármálaráðherra eignast búktalara.
Á alþingi á fimmtudaginn gaf svo Albert sjálfur út
samhljóða yfirlýsingu. Hann myndi sitja áfram. „Hefur
þú reynt mig að því að standa ekki við mín orð?“, hefur
Albert stundum spurt þegar hann hefur verið inntur
eftir fyrirheitinu um afsögn. Nú hefur Albert sjálfur
gefið svar: það er ekkert að marka hann!
Þorsteinn Pálsson lýsti því yfir að ramminn væri
spenntur til hins ýtrasta með samningunum og
Steingrímur fóstbróðir hans Hermannsson hefur lýst
því yfir að með samningnum hafi verið teygt á ramman-
um. Albert sjálfur bætir að sjálfsögðu um betur og segir
að hann hafi átt við allt annan ramma en allir aðrir.
Upplýsingar -
Verklýðsborátta
Því verður ekki mótmælt að samkomulag það sem
ASÍ forystan og VSÍ hafa gert með sé fellur víða í
grýttan jarðveg. Hver getur ekki tekið undir með
Guðmundi J. Guðmundssyni þegar hann segir að upp-
skeran sé nánast engin?
Launafólk hefur ekki nema eitt að selja; vinnuafl sitt.
Og eini raunhæfi mælikvarðinn er sá hve mikið fólk fær
fyrir andvirði vinnuaflsstunda sinna. Þegar þessi eini
raunhæfi mælikvarði er notaður, kemur í Ijós að nú þarf
fleiri stundir til að vinna fyrir nauðþurftum en nokkru
sinni á síðustu árum. Þetta á einnig við um láglauna-
fólk, sem hefur engan veginn fengið 30% kjaraskerð-
ingu ríkisstjórnarinnar bætta, ekki einu sinni að helm-
ingi, - auk fjölmargra annarra agnúa á samkomu-
laginu.
Guðmundur J. Guðmundsson sagði á 800 manna
I fundi Dagsbrúnar, að Alþýðusambandið hefði gert
mörg afdrifarík mistök á undanförnum árum. Nánast
engin umræða hefði verið í félögunum um kjaramálin,
almennir félagsmenn hefðu ekki verið með í kjarabar-
áttunni og félögin hefðu ekki rætt málin sín á milli. Við
þetta má bæta að samningarnir hafa verið ræddir og
reifaðir í mikilli leynd.
Af þessu má draga þá lærdóma að kjarabarátta eins-
og öll önnur pólitísk barátta er háð upplýsingaflæði.
ASÍ hefur gleymt þessum mikilvæga þætti í aðdraganda
samkomulagsins og hefur nánast ekkert upplýst félaga
um gang viðræðna eða kröfugerðina. 1 þessu efni eins-
og ýmsum fleirum er nauðsynlegt að taka upp lýðræðis-
legri og opnari vinnubrögð.
Umsjónarmaður Sunnudagsblaðs: Guðjón Friðriksson.
Auglýsingastjóri: Sigríður H. Sigurbjörnsdóttir.
Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson.
Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pótursdóttir.
Blaðamenn: Auður Styrkársdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Helgi ólafsson, Lúðvík Geirsson,
Magnús H. Gíslason, ólafur Gíslason, óskar Guðmundsson, Sigurdór Sigurdórsson,
Valþór Hlöðversson.
íþróttafróttaritari: Víðir Sigurðsson.
Utlit og hönnun: Guðjón Sveinbjörnsson, Þröstur Haraldsson.
Ljósmyndir: Einar Karlsson, Magnús Bergmann.
Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar.
Auglýsingar: Áslaug Jóhannesdóttir, ólafur Þ. Jónsson.
Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Jóhannes Harðarson.
Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, Margrét Guðmundsdóttir.
Húsmóðir: Bergljót Guðjónsdóttir.
/■ Bílstjóri: Ólöf Sigurðardóttir.
Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson.
Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir.
Útkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar:
Síðumúla 6, Reykjavík, sími 81333.
Umbrot og setning: Prent.
Prentun: Blaðaprent hf.
Skjalatöskuliðið með harð-
kúluhattana heldur stundum það
sé ennþá statt í martröðum næt-
urinnar þegar morgunlestin
skröltir með það hálfsofandi inní
miðborgina og við augum blasa
rauðir fánar, syngjandi í hálf-
rökkrinu uppyfir ráðhúsum
Lundúna. Kom byltingin með
næturlestinni eða er Tsjernenkó
orðinn galinn?
En byltingin er ekki einsog
vindurinn sem kemur og fer eftir
þekktum lögmálum, og enn síður
hafa Tsjernenkó og kadettar
hans aldraðir fært mörk hinna
sósíalísku Sovétlýðvelda suður
að Thames. Þeir sem hér fljúga
stundum fánum eru einfaldlega
fulltrúar fólksins, hinn lýðræðis-
lega kjörni meirihluti borgar-
stjórnar okkar Lundúnabúa.
Marx gamli, sem liggur hér
utar með ánni, hafði ekki nokkra
einustu trú á róttækni Englend-
inga og hafði margt vitlausara
fyrir sér en það. Og gæfi almættið
honum kost á að velja milli þess
að sofa áfram í gröf sinni í High-
gate eða verða þingmaður fyrir
Verkamannaflokkinn einsog
hann er í dag, þá er lítill vafi á að
hinum aldna fræðadrottni myndi
betur hugnast að liggja dauður
neðan jarðar en ofan.
Steindauður er nefnilega orðið
sem best lýsir Verkamanna-
flokknum í þinginu í dag, og al-
mennilegur sósíalismi er þar svo
vandfundinn að meira að segja
Alþýðubandalagið er einsog
himnaríki á jörðu í samanburði
við þá eyðimörk.
En sem betur fer eru tvær hlið-
ar á Verkamannaflokknum, þó
ekki sé hann þríeinn einsog guð-
dómurinn, og glansmyndin sem
skín gegnum fjölmiðla frá þing-
sölunum í Westminster er sfst
þeirra tveggja. Hin hliðin, sem
birtist meðal grasróta flokksins,
meðal fólksins sem ekki er að
glenna sig fyrir „ábyrga" fjöl-
miðla í þinginu til að fiska eftir
máli, þrátt fyrir hægri sveiflu í
landinu var meirihluti íhalds-
flokksins felldur og síðan hefur
Lundúnum verið stjórnað af
þeim hluta Verkamannaflokks-
ins sem vingjarnlegt fólk kallar
stundum geðveika vinstrið.
Geðveika vinstrið lét sér ekki
nægja að flagga rauðu til að hrella
hjartveika peningamenn úr
íhaldsflokknum, heldur hófst
handa um framkvæmd kosninga-
loforða. En það gekk ekki átaka-
laust. Eftir flókin málaferli við
andstæðinga lækkunarstefnu úr
hópi íhaldsins var það ekki fyrr
en á síðasta ári að fargjöldin tókst
að lækka, og þá ekki nema um
fjórðung.
Rúsínan í pylsuendanum á
þessari sósíalísku lækkunarsögu
er þó eftir. Vinstri meirihlutinn
hafði gert ráð fyrir að lækkunin
myndi laða að nógu marga nýja
farþega til að standa undir kostn-
aðinum við hana. Að þessu hló
náttúrlega gervallur íhaldsflokk-
urinn eins og hann lagði sig og
þótti fádæma fyndin hagfræði.
Þeir hlæja hins vegar ekki mikið
þessa dagana. Farþegaaukningin
skaraði nefnilega svo fram úr
björtustu vonum að á sama tíma
og hver einasta borgarstjórn sem
íhaldið ræður á Englandi er að
hækka útsvar, stundum svo
tugum prósenta skiptir, þá ætlar
sósíalíski borgarstj órnarmeiri-
hlutinn í Lundúnum að nota af-
raksturinn af hinni vinstrisinnuðu
fargjaldastefnu til þess að lækka
útsvar borgarbúa um heil sjö
prósent!
Geri Davíð og delar hans bet-
ur!
í hvert sinn héreftir sem ein-
hver gefur þér þá ráðleggingu að
sósíalisminn borgi sig ekki, biddu
viðkomandi þá vinsamlega að
stinga henni uppí ónefndan stað.
einhverjum miðjuatkvæðum,
hún byggir á raunverulegum sósí-
alisma þarsem umhyggja fyrir
velferð fólks ræður för, og er
náttúrlega ekki prísuð hátt í fjöl-
miðlunum sem peningastéttin
hefur í hendi sér í þessu landi
einsog víðast annars staðar.
Einstaklega gott dæmi um
þetta er starf Verkamannaflokks-
ins hér í Lundúnum.Vinstri væng-
urinn náði undirtökunum í
flokknum á höfuðborgarsvæðinu
skömmu eftir þingsigur Margrét-
ar Thatcher 1979, og ákvað að
svara hægrisveiflunni með af-
dráttarlausri vinstri stefnu í borg-
arstjórnarkosningum sem fylgdu
á eftir. Áherslan var lögð á tvennt
: að nota fjármagn borgarinnar til
að freista þess að skapa atvinnu
fyrir tíu þúsund manns og enn-
fremur var því heitið að fargjöld í
strætisvögnum og neðanjarðar-
brautum Lundúna skyldu lækkuð
um helming.
En allir sem eitthvað þekkja til
Lundúna vita hversu dýrt er að
komast milli staða og þegar fólk
er peningalítið eða beinlínis fá-
tækt einsog obbinn af íbúum inn-
borga Lundúna, þá skiptir
sköpum að geta komist til vinnu, í
skóla eða bara hvert sem er, á
skikkanlega ódýran hátt.
Forysta Verkamannaflokks-
ins, sicíthrædd eftir ósigurinn í
þingkosningunum, taldi þessa
stefnu pólitískt sjálfsmorð og
ýmsir flokksbrodda gengu svo
langt að afneita henni opinber-
lega.
Ibúar Lundúna voru á öðru
Össur Skarp-
héðinsson
skrifar
Geðveika vinstrið
og strætisvagnar
sosíalismans