Þjóðviljinn - 25.02.1984, Page 12
12 SÍÐA- — ÞJÓÐVILJINN Helgin 25.-26. febrúar 1984
Þessi vesturþýska kona ætlar að fylla tómið með múslímskri dulspeki.
Sértrúarsöfnuðir
standa með blóma
Krishnafélagar í Kolumbíu. Mæta ekki sömu mótspyrnu og stundum
áður.
Á dögum
kreppu
og ótta:
Margskonar söfnuöir og
trúflokkar, sumir hinir undar-
legustu, og mjög tengdir fyr-
irmyndum úr Asíu, standa nú
með blóma víða um heim.
Margt misjafnt spyrst jafnt
og þétt um bílífi og fjár-
plógsstarfsemi margra af
leiðtogum slíkra hreyfinga,
en það hefur ekki komið í veg
fyrir það, að þær vaxa allört
og að löggjafar og almenn-
ingur sýnir þeim minni fjand-
skap en oft áður.
Fyrir nokkrum árum fór hrollur
um blaðalesendur heims yfir
myndum af um þúsund manna
söfnuði sem hafði framið hópsjálfs-
morð í Guyana að skipan foringja
síns Jims Jones. Héldu margir að
þar með hefði fólk fengið viðvörun
um þann háska sem búinn er
áhangendum hinna kröfuhörðu
sértrúarflokka, sem heimta yfir-
leitt skilmálalausa hlýðni við yfir-
boðarann í nafni kenningarinnar.
Svo hefur ekki verið: einstæðingar
og ráðvilltir eru nógu margir og ör-
vinglaðir til að senda jafnt og þétt
liðsauka þessum söfnuðum, sem
flestir bjóða upp á einhverja
„vissu" og svo einskonar „nýtt fjöl-
skyldulíf" - margir freistast til þess
að gefa upp á bátinn frjálsa og
gagnrýna hugsun, sem þeir ekki
vita hvert leiðir þá, fyrir öryggi
innan harðsnúins hóps sem hefur
fungið sér sinn „sannleika“.
Mikil fjölbreytni
Sem fyrr segir eru margar
hreyfingarnar tengdar indverskum
arfi - Boðskapur hins Guðdómlega
Ljóss (Maharaj Ji), Rauðgula fólk-
ið hans Bhagwans Shree Rahne-
esh, Alþjóðlegt félag Krishnavit-
undar og fleiri. Hundruð þúsunda
manna eru í þessum söfnuðum. En
ein öflugasta og ríkasta hreyfingin
er Einingarkirkja Kóreumannsins
Sun Mjung Moons, sem telur nær
þrjár miljónir meðlima - og virðist
það ekki hafa minnstu áhrif á við-
gang þessa undarlega afleggjara frá
kristni, að Moon sjálfur er ákærður
í Bandaríkjunum fyrir meiriháttar
skattsvik. Hvergi er önnur eins
fjölbreytni safnaða og í Brasilíu,
þar eru um 4000 flokkar, margir
byggðir á fornri þjóðtrú og galdri.
Hugmyndaflugi meistaranna í
hreyfingum þessum eru reyndar
lítil takmörk sett: Til dæmis starfar
skammt frá Sevilla á Spáni 140
manna kaþólsk villuhreyfing sem
kallar sig „Reglu hinnar Heilögu
Ásjónu". Foringinn er uppgjafar-
prestur. Regla þessi lýsir frati á Jó-
hannes Pál páfa en hefur gert
Franco sálaða og einræðisherra
Spánar að einum helsta dýrlingi
sínum.
Liðsmaður Ananda Marga í Sid-
ney: Margir flokkar eiga sér ind-
verskar rætur.
Fylla tómið
Söfnuðurnir krefjast venjulega
mikillar fórnfýsi af limum sínum -
sumir ganga svo hart fram að helst
má líkja því við að fólk sé hneppt í
þrælahald við vinnu, ekki aðeins að
útbreiðslu sannleikans heldur að
því að reka ýmiskonar fyrirtæki
(heilsufóðurveitingastaði, götu-
sölu, útvarpsstöðvar o.m.fl.) sem
skila arði í sjóð hreyfingarinnar.
Hinir andlegu leiðtogar eru hins-
vegar oftar en ekki mjög gefnir
fyrir glæsilíferni - þeir kaupa hallir
og landsetur, Rahneesh sem fyrr
var nefndur er t.d. sagður eiga 35
Rolls Roys bfla. Þá fara af sumum
söfnuðum hinar herfilegustu sögur
um grimmar aðferðir við að heila-
þvo nýja áhangendur og troða
„nýrri vitund“ í þá í staðinn. En
ekkert af þessu virðist fæla fólk frá
svo nokkru nemi - að vísu er þess
að geta, að ýmsir söfnuðir, ekki síst
þeir sem stærri eru, hafa lagt sig
nokkuð fram um að draga úr hörku
við trúaða og bæta með ýmsum
hætti sambúð sína við „venjulegt"
fólk. En sem fyrr segir er það nokk-
uð sameiginlegt einkenni, að for-
ingjar safnaðanna vantreysta
öllum utan hreyfingarinnar, hafa
illan bifur á spurningum og efa-
semdum, reyna að slá múr utan um
liðsmennina svo þeir geti einbeitt
sér að leiðtoganum eða spámann-
inum, sem situr uppi með svör við
öllu, þau ein eru rétt og björgun er
ekki annarsstaðar að finna.
Afskiptaleysi
Ástæður fyrir velgengni hreyf-
inganna eru margar: Oftast er talað
um að margt fólk hafi misst fótanna
nú á tímum örra breytinga og yfir-
vofandi kjarnorkuháska. Streita og
áhyggja leggst þungt á andlega
munaðarleysingja og gerir þá mót-
tækilega fyrir afdráttarlausu fagn-
aðarerindi. Liðsmenn safnaða eru
ekki sérlega mælskir um ástæðurn-
ar fyrir því að þeir byrjuðu nýtt líf
með þessum hætti, en gjarnan
segja þeir sem svo, að líf þeirra hafi
verið giska tómleg, en nú hafi það
fyllst tilgangi. Bara tilgangi. Ein-
hverjum.
Annað er að hinar hefðbundnu
kirkjur hafa flestar gefist upp við
að berjast gegn trúarsöfnuðum
þessum - sumir telj a meira að segj a
að það sé meiri von í að ná aftur
fráföllnum sauðum, ef þeir detti úr
guðsafneitun inn í sértrúarsöfnuð
um skeið. Þá eru foreldrar og yfir-
völd ekki eins iðin við það og var
um tíma, að reyna að sækja ungt
fólk í greipar spámanna. Yfirleitt
er það svo, segir í nýlegri saman-
tekt um þessi mál í vikuritinu
Newsweek, að almenningur bregst
ekki reiður við umsvifum sértrúar-
manna í sama mæli og áður, hann
er kærulausari og afskiptalausari.
(áb tók saman).
Að bæta böl
með stillingu hugaraflsins
Nýlokið er sex vikna
íhugunarátaki 7000 áhang-
enda spámannsins Mahar-
ishi Mahesh Yogi (sem eitt
sinn var lærifaðir Bítlanna) í
háskólabæ einum í Banda-
ríkjunum. Hugleiðingar-
menn hafa þá trú, að ef
kvaðratrótin af einu pró-
senti af íbúum jarðar kemur
saman til að samstilla hug-
ina, þá megi beina inn í
heiminn jákvæðum krafti,
sem muni margt böl bæta,
enda veiti ekki af.
Níu ár eru síðan MIU, Alþjóð-
legur háskóli Maharishis, keypti
húsakynni aflagðs skóla í Fair-
fields í Iowa. Þar hafa um 7000
stúdentar stundað nám í hug-
leiðslufræðum. Og þangað komu
sem fyrr segir um 700 „sidhar“ til
að hugleiða, og hafa slíkar til-
raunir reyndar verið gerðar áður
á vegum samtaka þeirra sem
mynduð hafa verið um spámann-
inn Maharishi og kallast „Heims-
stjórn uppljómunar“.
Meðan á hugleiðingarátakinu
stendur fylgjast liðsforingjar Ma-
harishis með allskonar fréttum í
heiminum og ef eitthvað gerist
sem þeim finnst jákvætt, þá gefur
það auga leið að það er að þakka
íhuguninni jákvæðu. Kannski er
Ronald Reagan í betra skapi
þessa daga, kannski talar hann
vinsamlegar til Rússa - þá eru
lærisveinar spámannsins að
Maharisshi: 7000 lærisveinar eru kvaðratrótin af einu prósenti
mannkynsins.
verki. Sömuleiðis ef bílslysum verðbréf hækka í verði í
fækkar í Bandaríkjunum, ef að kauphöllum í Sidney og Amster-
dam, ef að færri farast en búast
mátti við í jarðskjálftum í Japan.
Eins og nærri getur er slík rök-
fræði fullkomlega skotheld.
David Orme-Johnson heitir yf-
irmaður sálfræðideildar
Maharisihi-háskólans. Hans
kenning hljóðar á þessa leið:
„Við erum að örva sameinað
djúpt liggjandi svið, sem inun
skipuleggja allt“. Þannig er nú
það.
Þess má geta að lokum, að ekki
eru mörg ár síðan að Mahrishi-
menn efndu til fjöldahugleiðing-
ar til að skjóta niður vandræði í
nokkrum heimshlutum - lögðu
þeir sérstaka áherslu á fran, Lí-
banon og grennd og Mið-
Ameríku. Skömmu síðar tók
Khomeini við, stríð braust út við
Persaflóa, upplausn Líbanons
gekk hraðar og stórfelldum
morðum fjölgaði í E1 Salvador.
En þeir sem trúa á afl samstilltra
huga munu að sjálfsögðu svara
athugasemd af þessu tagi á þá
leið, að allt hafi gengið vel meðan
hugleiðslan fór fram - en síðan
hefði átt að halda áfram....