Þjóðviljinn - 25.02.1984, Síða 13
Helgin 25.-26. febrúar 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13
Þýskir dagar í Reykjavík:
Ódýrar Þýska-
landsferðir
Upplýsinga- og fræðsludagskrá
fyrir almenning um sumarleyfis-
ferðir til Þýskalands verður haldin
að Hótel Loftleiðum í dag, laugar-
daginn 25. febrúar. Dagskráin
stendur yfir frá kl. 14-18.
Þarna sýna þýsk fyrirtæki vörur
sínar og leikin verður þýsk tónlist.
Tónlistina flytja listamenn frá
Þýskalandi og verða þeir klæddir í
samræmi við gamlar hefðir sinnar
heimabyggðar. Þá matreiða þýskir
kokkar að Hótel Loftleiðum, og
eru það einir færustu kokkar frá
Hotel Frankfurter Hof, þeir Hort
Heilmann og Ulrich Backes.
Óhætt er að mæla með því sem þeir
framreiða, en þýsk matargerð er
rómuð um allan heim.
Það eru Hótel Loftleiðir og
þýska ferðamannaráðið sem
standa að þessari kynningu. í frétt
frá Hótel Loftleiðum segir, að und-
anfarin ár hafi ferðamannastraum-
urinn verið að breyta um farveg. Æ
fleiri ákveði nú að verja sumar-
leyfum sínum á meginlandi Evrópu
og áberandi sé, hversu margir ís-
lenskir ferðalangar kjósi nú að hafa
meiri sveigjanleika í ferðum sín-
um. Möguleiki sé nú á t.d. í Þýska-
landi að dvelja á einum stað eða
fleirum og hafa bflaleigubfl allan
tímann. Fólk getur þá ráðið tíma
sínum sjálft.
Upplýsingar um ferðir til Þýska-
lands má fá hjá söluskrifstofum
Flugleiða svo og hjá öllum ferða-
skrifstofum landsins.
Taka sæti
á Alþingi
Tveir varaþingmenn úr Austur-
landskjördæmi hafa nú tekið sæti á
Alþingi. Eru það þeir Sveinn Jóns-
son, er tekur sæti Helga Seljan,
sem er frá störfum um sinn vegna
veikinda, og Tryggvi Gunnarsson,
sem mætir fyrir Sverri Hermanns-
son iðnaðarráðherra.
-mhg
Sveinn Jónsson
Tryggvi Gunnarsson
HEILSURÆKT hatúni 12 - iosreykjavík - sImi 29709
Hvernig væri nú að
koma sér úr startholunum
og komast á stjá
Hjá okkur
sjúkraþjálfarar
Blandaðir tímar -
En panta þarf fyri
Við sem erum á stjái
Stúdentaleikhúsið
„Breyttu
heiminum...“
Stúdentaleikhúsið efnir til tón-
listarkvölds laugardaginn 25.
febrúar kl. 20.30 í Félagsstofnun
Stúdenta við Hringbraut. Fluttir
verða söngvar úr leikritum Bertolt
Brechts og flutt ljóð eftir hann,
bæði lesin og sungin. Tónlistin er
eftir þá Hanns Eisler, Paul Dessau,
Kurt Weill og fleiri.
Dagskráin er fólki fyrst og
fremst til skemmtunar en um leið
áminning. Yfirskriftin gæti verið:
„Breyttu heiminum, þess þarfnast
hann“. Full þörf er á að hver og
einn átti sig á því hvers hann er
megnugur og að hægt sé að breyta
til hins betra. Sungið verður m.a.
um hörmungar styrjalda, um of-
beldið og hvatt er til umhugsunar.
Nokkur ljóð Brechts hafa verið
þýdd sérstaklega í tilefni þessarar
dagskrár og fluttir verða söngvar
sem trúlega hafa aldrei verið
sungnir opinberlega hér á landi.
Dagskrána tóku þau Hafliði
Arngrímsson og Margrét Pálma-
dóttir saman. Flytjendur eru: Ást-
ríður Helga Ingólfsdóttir, Bára
Lyngdal Magnúsdóttir, Guðlaugur
Viktorsson, Kristján Viggósson,
Margrét Pálmadóttir og Sigríður
Eyþórsdóttir. Sjö manna hljóm-
sveit skipa: Bjarni Jónatansson (pí-
anó), Jón Björgvinsson (slagverk),
Joscph Fung (gítar, banjó), Knut-
ur Birgisson (kiarinett), Richard
Korn (kontrabassi), Rúnar Vil-
bergsson (fagott) og Sigríður
Eyþórsdóttir (flauta).
AUGOfSNTASTnrANHf*
Staður hagstæðra %
stórínnkaupa
Kjöt, mjólk, brauð, pakkavörur
og niðursuðuvörur. Pappírsvörur,
kerti-leikföng og gjafavörur.
■STEKKJARBAKKI
9
#
SKEMMUVEGI 4A KOPAVOGI