Þjóðviljinn - 25.02.1984, Page 16

Þjóðviljinn - 25.02.1984, Page 16
16 SÍÐA - ÞJOÐVILJINN Helgin 25.-26. febrúar 1984 KENNSLUSTÖRF í GHANA Þróunaraðstoð - menningarsamskipti AFS lönd í Evrópu (EFIL) hafa tekiö aö sér aö útvega 25 kennara til starfa í GHANA skóla- áriö 1984-1985 í samvinnu viö AFS International/lntercultural Programs og AFS í Ghana. AFS á íslandi hefur ákveðið, meö stuðningi menntamálaráöuneytisins og Þróunarsam- vinnustofnunar íslands, að gefa tveim ís- lenskum kennurum kost á að taka þátt í þessu starfi. Einkum vantar kennara til kennslu í raun- greinum s.s. stærðfr. efnafr. eðlisfr. og á sviði jarð- og búfjárræktar (agricultural science). Væntanlegir kennarar starfa á framhalds- skólastigi, aldur nemenda er 13-18 ára. Ein- göngu koma til greina einhleypir kennarar eða barnlaus hjón sem bæði kenna. Umsækjendur þurfa að uppfylla eftirtalin skil- yrði: ★ Aldurslágmark 25 ára ★ Minnst 2ja ára starfsreynsla ★ Góð enskukunnátta Umsóknareyðublöð og frekari upplýsingar fást á skrifstofu AFS milli kl. 15-17 virka daga, sími 25450. UMSÓKNARFRESTUR ER TIL FÖSTU- DAGSINS 9. MARS. - alþjóðleg fræðsla og samskipti - HVERFISGATA 39 P.O. BOX 753 IS-121 REYKJAVÍK St. Jósefsspftali Landakoti Hjúkrunardeildarstjóri Laus staða við lyflækningadeild 2 A. Umsóknarfrestur er til 15. mars 1984. Svæffingarhjúkrunarfræöingur Laus staða við svæfingadeild. Umsóknarfrestur er til 15. mars n.k. Umsóknir ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf sendist hjúkrunarforstjóra sem veitir nánari upplýsingar í síma 19600 kl. 11 - 12 og 13-14 alla virka daga. Reykjavík 24.02.’84. Skrifstofa hjúkrunarforstjóra LAUSAR STÖÐUR HJÁ REYKJAVÍKURBORG Reykjavíkurborg vill ráða stafsfólk til eftirtalinna starfa hjá borgarverkfræðingnum í Reykjavík, Skúlatúni 2. Starfskjör samkvæmt kjarasamningum. Gjaldkera Starfsmann á ijósprentunarstofu Upplýsingar veitir skrifstofustjóri borgarverkfræðings í síma 18000. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykja- víkurborgar, Pósthússtræti 9, 6. hæð, á sérstökum umsóknareyðublöðum sem þar fást fyrir kl. 16.00 mánudaginn 5. mars 1984. Þú lest þaö í Þjóðviljanum Áskriftarsímiim: 81333 Laugardaga kl. 9—12: 81663 DJÖÐVIUINN Sr. Sigfús J. Árnason á Hofi í Vopnafirði: Orð Guðs til hj álpræðis Lengi hefur guðfræðin skipt boðskap helgrar bókar í lögmál og fagnaðarerindi. Hallgrímur Pét- ursson lýsti því hvernig allsmektug- ur Guð notar lögmálið og síðan fagnaðarerindið á manneskjuna til þess að ala hana upp í eftirfarandi versi: „Lœtur hann lögmál byrst lemja og hrœða. Þar eftir fer hann fyrst að friða og grœða“. í Gamla testamentinu er að finna beinskeytta þjóðfélagsum- ræðu, þar sem spámennirnir hafa orðið með lögmál sitt. Spámaður Gamla testamentisins er prófeti, ekki maður sem sér fyrir óorðna hluti, heldur segir hann fram vilja Guðs (sbr. prófemí á grísku = segja fram). Hann mælir til lýðsins í landinu og er sífellt að skipta sér af atburðum samtíðar sinnar og út- skýra þá. Hann gjörir það út frá þeirri grundvallarforsendu, að Guð allsmektugur skapari jarðar og lausnari manna lætur sér ei á sama standa hvernig úr rætist um feril manna. Því vill hann í elsku sinni stýra rás sögunnar og tímans lýðnum til heilla. Spámenn Gamla testamentisins standa fast á því að Guð grípi inn í rás sögunnar og geri það gegnum manneskjur, sem hann notar til þess að túlka viðburðina fyrir sína hönd. „Svo mælir Drottinn Guð þinn“ segja þeir við nær hverja málsupptekt. Um leið og spámenn- irnir túlka það sem er að gerast í samtíð sinni horfa þeir og til fram- tíðar. Ferill íslendinga og fsraels- manna er að sumu leyti ekki ólíkur. ísrael var einlægt að lenda í ein- hverjum ósköpum. Ríki Davíðs hrundi í grunn, þjóðin var hneppt í fjötra þrældóms og ánauðar í bar- baríinu. Leifar sneru þó aftur um stund. Loks var henni tvístrað í aldalanga útlegð. Skreytingarnar á sigurboga Títusar sýna hve niður- læging hennar var algjör. Ríki Davíðs var endanlega úr allri sögu. Á tímum hinnar fyrri niðurlæg- ingar töluðu spámennirnir einlægt og tæpitungulaust til þjóðar sinnar. Spámaður, sem eitthvert púður er í, talar alltaf einni tungu en ekki tveimur. Hrakhólaferillinn var dómur Guðs yfir þjóð, sem virt hafði að vettugi boð Guðs og lífsins lög. í stað þess að elska náungann var hann arðrændur, fámenn efna- stétt lifði í dýrlegum fagnaði og praktuglega, en undir þeim lífs- háttum stóð sviti fátækra manna og naglablóð. Hjáguðir voru settir á stall í Guðs stað, eiginn vilji í stað almættisins. Sú þjóð sem svo villist af götu Guðs síns hlýtur að fyrirfar- ast, sögðu þeir. Svona mannlíf splundrast af sjálfu sér. Það rísekki úr rúst fyrr en þér frelsið kúgaðan, leysið bandingjann og boðið rétt Guðs með trúfesti. Þetta gerist, þegar Messías, hinn smurði lausnari, kemur með frelsið sitt og friðinn sinn. ísraelsþjóð fékk hvert heims- veldið af öðru yfir sig á öldunum fyrir fæðingu Lausnarans. Dýrast- ur varð þeim undirlægjuhátturinn gagnvart erlendu valdi. Rómverj- arnir ráku lestina með rómverska friðinn sinn, „pax Romana", vopn- afriðinn. Ágæti þess friðar þýddi ekki að andmæla ef menn vildu ekki umsvifalaust og endanlega láta þagga niður í sér. Samt lifði vonin um Messías, sem opna myndi augun blind og færa band- ingjum lausn. Vonin um hann var reyndar ýmsu bundin, e.tiv. f ein- hverju líkt því sem íslendingar binda heill lands og hag þjóðar við varnarbyssuna frá Washington eða önnur jafn fánýt lausnarorö úr öðr- „AHsmektugum Guði til lofs og dýrðar en þeim til nytsemdar og gagns, sem lesa og Guðs heilaga orð elska“ gaf Guðbrandur biskup Þorláksson út biblíu þá sem við hann er kennd fyrir 400 árum. Mynd Halldórs Pétursson- ar frá ’67. um og gagnstæðum áttum. Og mer.n sveifluðust milli bjartsýni og svartsýni, hrifningar og vona sem dóu. Sátu síðan uppi með öryggis- leysið eitt og óróann. Jóhannes Sakaríasson skfrari birtist á sviði sögunnar einmitt er ástandið var þessu líkt. Og olli ým- ist hneykslan eða hrifningu. Vísast áttu í huga mynd af honum í skikkju af úlfaldahári og girtan leð- urbelti innan um menn í mjúkum klæðum. Valdsmenn samtíðar sinnar kallaði hann illyrmi - að Heródesi ekki undanskildum. En svo misbauð Jóhannes hinni háu tign með lögmálinu að hann varð að gjalda með lífi sínu - að vísu eftir frægan dans. messudegi E.t.v. höfum vér, sem vígðir erum til spámannlegrar og postul- legrar boðunar, brugðist hinum spámannlega þætti í boðun orðs- ins, en boðað í þess stað „hina bil- legu náð“. Óttinn við að særa, leti, almennt hugleysi, uppdráttarsýki og meiningarlaus allravinskapur gætu verið hluti skýringarinnar, þótt aldrei verði það til fulls út- skýrt. Ólíkar og ólíklegustu stjórnmálastefnur hafa og viljað hafa forræði um það, hvernig kirkj- an kennir. Er hún þá annars vegar sökuð um þjónkun við heimsvalda- stefnu, hins vegar um nytsamt sak- leysi. En hefur ekki sú kirkja brugðist börnum sínum, sem ekki kemur við kvikuna í iífi þjóðar sinnar? Við liana hlýtur hún sífellt að koma á meðan hún talar út frá eilífum rökum hins allsmektuga Guðs. Lausnari vor var af spámannin- um Jesaja nefndur friðarhöfðing- inn. Af trúmennsku við þennan höfðingja hafa kristnir menn á öllum heimshornum - og af trú- mennsku við lífið - tekið ákveðna afstöðu gegn og fordæmt það vítis- vald, sem arfleiðir hvert það barn sem í dag sendist fram af lendum Adams að þrjúþúsundfaldaðri þyngd þess af sprengiefni í stað brauðs og annarra nauðþurfta til eðlilegs þroska. Hver sú rödd sem reynir að gjöra þessa afstöðu kirkj- unnar tortryggilega er beint úr því myrkri sem ekki meðtók hið sanna ljós hin fyrstu jól og drap það á föstudaginn langa. Ef vér skoðum oss í skuggsjá lög- málsins sjáum vér hversu illa vér erum stödd - og veröldin. Þá kem- ur Lausnarinn til skjalanna og friðar og græðir. f dag minnumst vér þess, að 400 ár eru liðin frá því Guðbrandur biskup Þorláksson gaf út á Hólum Biblíu þá, sem við hann er kennd, með þeirri bæn að hún mætti „verða Allsmektugum Guði til lofs og dýrðar en þeiin til nytsemdar og gagns, sem lesa og Guðs heilaga orð elska“. í Biblíunni mætum vér orði, sem er í senn lifandi og dyn- amiskt („dynamis" á grísku = kraftur). Postuiinn Páll nefnir það kraft Guðs til hjálpræðis. En hann bætir við: „hverjum þeim sein trú- ir“. Þeir sem taka sankti Pál á orð- inu og lesa með því hugarfari, að allsmektugur Guð sé að tala til þeirra í þeim orðum, sem lesin eru, gjöra það flestir sér til einhverrar nytsemdar og gagns. Eða veit nokkur um nokkurn sem lotiö hef- ur Lausnarans oröi, lært það og haldið en harmað það síðan? Góðar stundir.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.